Morgunblaðið - 12.03.2012, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012
Reykjavíkurskákmótið er nú í
fyrsta skipti haldið í Hörpu en það
hefur hingað til verið haldið í Ráð-
húsi Reykjavíkur. „Mér finnst um-
gjörðin stórkostleg en kannski eini
gallinn er kliðurinn í húsinu og
mörgum finnst hann geta verið
truflandi. En flestir eru þó sam-
mála um að kostirnir séu fleiri en
gallarnir,“ segir Þorvarður Fannar
Ólafsson, keppandi á mótinu. Þá
voru áhorfendur sem Morgunblaðið
ræddi við í gær flestir á því að að-
staðan og umgjörðin á mótinu sé
með allra besta móti.
Gunnar Björnsson, forseti Skák-
sambands Íslands, segir kliðinn
ekki vera stórt vandamál og að á
næsta ári verði gerðar ráðstafanir
til að minnka hann. „Stórmeistarar
sem eru komnir hingað hafa bent á
að aðstaðan hér í Hörpu sé með því
besta sem völ er á.“
Skákin hefur verið í mikill sókn
undanfarin ár og er talið að fjórð-
ungur þjóðarinnar tefli einu sinni
eða oftar á ári. Hlutfall kvenna hef-
ur líka lagast mikið að sögn Gunn-
ars. „Það eru yfir tíu íslenskar
stelpur að keppa í ár og við buðum
heimsmeistara kvenna á mótið til
að undirstrika að skákin er bæði
fyrir karlmenn og konur.“
Sýnt á stóru tjaldi
Áhorfendur eru töluvert margir
og kemur kannski ekki á óvart
enda eiga Íslendingar flesta stór-
meistara í heiminum miðað við
höfðatölu. Þá eru skákirnar sýndar
á stóru tjaldi svo fólk þurfi ekki að
rápa um salinn. Ivan Sokolov, Ivan
Cheparinov og Fabiano Caruana
eru efstir og jafnir með 5,5 vinn-
inga að lokinni sjöttu umferð
Reykjavíkurskákmótsins í gær.
Stórmeistarar Í upphafi sjöttu umferðar Reykjavíkurskákmótsins í gær kepptu þeir Bragi Þorfinnsson og Kryvor-
uchko Yuriy frá Úkraínu og endaði leikur þeirra með stórmeistarajafntefli.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skákmót í Hörpu Ungir sem aldnir skákmenn af báðum kynjum etja kappi
á Reykjavíkurskákmótinu og bjóða fáar íþróttir upp á jafnmikla breidd.
Taflmenn Ekki eru allir taflmenn eins en víst er að í gegnum aldirnar hafa
margir setið og staðið hugsi yfir taflborðinu.
Skákkliður fór
um Hörpuna
Blindir tefla Pólski taflmaðurinn Piotr Dukaczewski er blindur og teflir með aðstoð sérstaks skákborðs.
Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar
Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki
A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is
Tæki til verklegra
framkvæmda
Stofnað 1957