Morgunblaðið - 12.03.2012, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið
Handpoint hlaut á dögunum Chan-
nel Awards 2012, en verðlaunin voru
veitt á ráðstefnunni Merchant Pay-
ment Ecosystem sem haldin var í
Berlín. Þar komu saman allir helstu
fagaðilar heims á sviði korta-
greiðslulausna.
Handpoint er að gera mjög áhuga-
verða hluti og gæti mögulega gjör-
bylt því hvernig fólk og fyrirtæki
greiða og taka við greiðslum með
kreditkortum. „Við fengum verðlaun
fyrir vöruna Handpoint Headstart
en um er að ræða lausn sem gerir
fyrirtækjum, söluaðilum og ein-
staklingum kleift að taka á móti svo-
köllðum „kort og pinn“ greiðslum
með snjallsíma eða spjaldtölvu,“ út-
skýrir Davíð Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins.
Handpoint er með starfsstöðvar á
Íslandi, Úkraínu og svo í Cambridge
í Englandi. Alls eru starfsmenn um
30 talsins, og um 20 þeirra á Íslandi.
Þröskuldarnir lækkaðir
Handpoint Headstart samanstendur
af hugbúnaði sem setja má upp með
einföldum hætti í snjallsímanum, og
svo fyrirferðarlitlum búnaði sem les
örgjörvann á greiðslukortinu og
leyfir greiðandanum að slá inn pin-
númerið og talar við símann yfir
blátannartengingu. Farsíminn teng-
ist svo greiðslukortaþjóni og er út-
koman handhæg og hagkvæm lausn.
„Það er merkilegt, þegar maður
hugsar til þess, að ég og þú getum
greitt fyrir vöru okkar á milli með
reiðufé eða ávísun, en getum ekki
greitt hvor öðrum með greiðslukorti.
Við sjáum að á ýmsum sviðum er yf-
irleitt ekki í boði að greiða með korti
og er þá kostnaður og óhagræði
helsta fyrirstaðan. Lausnin okkar
lækkar þennan þröskuld verulega og
þýðir að mun fleiri munu geta byrjað
að taka við kortagreiðslum.“
Í Bandaríkjunum hafa tvær svip-
aðar lausnir valdið straumhvörfum.
„Annars vegar er um að ræða
Square og hins vegar Intuit, en með
tilkomu þessara lausna vestanhafs
varð á tveimur árum 20% fjölgun
þeirra aðila sem tekið geta við korta-
greiðslum,“ segir Davíð en banda-
rísku lausnirnar eru þó ólíkar
Handpoint Headstart að því leyti að
þar er segulrönd kortsins lesin en
ekki örgjörvinn. „Það þýðir einfald-
lega minna öryggi. Ástæða þess að
kort með örgjörva eru að ryðja sér
til rúms er að með „kort og pinn“
greiðslum verða öll kortaviðskipti
mun öruggari.“
Til viðbótar við kortalesturinn
býður Handpoint Headstart upp á
að gera farsímann eða spjaldtölvuna
að fjölhæfum afgreiðslukassa, með
fullkomnu sölukerfi. „Við munu
sennilega sjá allt umhverfi verslunar
og þjónustu breytast að þessu leyti,
þar sem í stað afgreiðslukassa og af-
greiðsluborða verða sölumenn á ferð
um verslanir með spjaldtölvu við
höndina og afgreiða kúnnan þar sem
hann stendur. Pípulagningamað-
urinn, smiðurinn og hvers kyns
minni söluaðilar munu geta notað
farsímann sinn til að halda utan um
öll viðskipti og taka við greiðslum.“
Síminn gerður
að afgreiðslukassa
Íslenskt fyrirtæki með vöru sem gæti gjörbreytt greiðslu-
kortaviðskiptum Þurftu að bíða í 8 ár eftir að tæknin réði við
hugmyndina Gott að byrja á Íslandi en erfitt að stökkva út
Framför Davíð hampar verðlaunagripnum sem Handpoint fékk á sýningunni í
Berlín. Lausnin sem fyrirtækið hefur þróað ætti að auðvelda minni aðilum að
taka við kortagreiðslum og jafnvel breyta afgreiðsluháttum í verslunum.
Davíð segir að frumkvöðlaumhverfi
sé orðið ágætt á Íslandi. Aðgengi
að fólki og fyrirtækjum sé með
besta móti, stuðningurinn orðinn
mun betri en hann var og hægt að
prufukeyra vörur og hugmyndir.
„Það er erfiðara skref að stökkva
yfir pollinn og komast á erlenda
markaði. Þar skortir íslenska frum-
kvöðla tengsl og róðurinn verður
mjög þungur.
Við höfum verið heppnir og feng-
ið til liðs við okkur gott starfsfólk
en okkar helsti akkilesarhæll hefur
samt oft verið skortur á hugbún-
aðarsérfræðingum á Íslandi. Jafn-
framt vorum við svo lánsamir að fá
Þórð Magnússon í stjórnarfor-
mannssætið fljótlega eftir stofnun
en hann og Eggert Claessen hjá
Frumtaki mynda stjórn félagsins í
dag. Án þeirra værum við ekki á
þessum stað sem við erum á í
dag.“
Davíð myndi vilja sjá íslensk há-
tæknifyrirtæki koma sér fyrir t.d. í
Kísildal, en þangað virðast allir
vegir liggja og hann vera suðupott-
ur bæði fjármagns og góðra hug-
mynda. „Þetta hafa t.d. Ísraelarnir
gert með góðum árangri. Þeir
stofnuðu skrifstofu í Kísildal og
þar verður til gátt fyrir ísraelsk
fyrirtæki til að færa sig yfir á þenn-
an nýja stað með öllum möguleik-
unum sem honum fylgja.“
Vantar gátt út í heim
ÆTTI AÐ STOFNA SKRIFSTOFU Í KÍSILDAL?
Handpoint á sér langa sögu. Fyrirstækið stofnaði Dav-
íð er hann var í námi ásamt skólabræðrum sínum úr
verkfræðideild HÍ, þeim Þórði Heiðari Þórarinssyni og
Magnúsi Þóri Torfasyni. Sá síðastnefndi hætti hjá fyr-
irtækinu árið 2005 og kennir nú við Harvard-háskóla í
Bandaríkjunum. Fyrst ráku þeir netfyrirtæki en seldu
árið 1999 og áherslan þá lögð á að þróa sölukerfi fyr-
ir afgreiðslukassa og lager- og aflestrarhugbúnað fyr-
ir lófatölvur. Innanlandsreksturinn var svo seldur árið
2007 og áherslan þá öll lögð á greiðslukortalausn
Handpoint fyrir alþjóðamarkað.
„Handpoint-nafnið varð til strax árið 1999 en við
deildum þeirri sýn með finnska farsímaframleiðand-
anum Nokia að lófatölvur og farsímar myndu á end-
anum renna saman í eitt og valda straumhvörfum.
Vandinn var hins vegar að tæknin þróaðist ekki eins
hratt og við væntum, og í stað þess að taka 2-3 ár
varð 8 ára bið þar til að snjallsímatæknin fór að ryðja
sér til rúms.“
Næsta skref er að láta Handpoint vaxa. „Við vorum
núna í febrúar að kynna þessa vöru og erum komin í
þá stöðu að þurfa ekki lengur að leita að við-
skiptavinum heldur koma þeir til okkar. Síminn stopp-
ar ekki,“ segir Davíð en bætir við að það þurfi að
halda vel um taumana. „Það er dýrt að vaxa og kallar
á vandaða stjórnun að láta allt ganga upp í vextinum,
en við höfum stuðninginn og mannskapinn til að ráða
við þetta verkefni.“
„Síminn stoppar ekki“
ÁSKORUN AÐ TAKAST Á VIÐ VÖXTINN SEM ER FRAMUNDAN
Neytendur eru ólmir í að eignast nýju iPad-tölvuna sem Apple kynnti í lið-
inni viku. Í yfirlýsingu frá bandaríska tæknirisanum kom fram að þær birgð-
ir sem teknar hafa verið frá fyrir forsölu á netinu hafi selst upp. Ekki bara
það, heldur verða tafir á afhendingu svo að þeir sem pöntuðu á netinu fá
tölvuna í hendurnar 19. mars, en nýja iPad verður sett í hillur verslana
Apple þann 16. mars.
Þessi þriggja daga bið mun, að sögn
Reuters, leggjast illa í Apple-aðdáendur,
sem leggja mikið upp úr því að fá nýjustu
græjurnar í hendurnar sem allra fyrst.
Er talið víst að fyrir vikið verði meira
kraðak í Apple-búðunum á föstudag.
Á síðasta ári seldust yfir 40 milljónir
iPad-spjaldtölva og er því spáð að á
þessu ári fari salan yfir 60 milljóna
markið. ai@mbl.is
Seldist upp í forsölu
Enn eitt iPad-æðið í uppsiglingu