Morgunblaðið - 12.03.2012, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012
Heildarlausnir í hreinlætisvörum
Sjáum um að birgðarstaða
hreinlætis- og ræstingarvara sé
rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og
þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki.
Við sjáum um þig!
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700
Hafðu samband og fáðu tilboð
sími 520 7700 eða sendu línu á
raestivorur@raestivorur.is
raestivorur.is
Í gær voru haldnar minningarathafnir víða um
Japan til að minnast þeirra 19 þúsund sem létust
í náttúruhamförunum í fyrra. Þá varð stór jarð-
skjálfti úti á hafi og í kjölfarið skall flóðbylgja á
landinu sem varð flestum að bana. Enn er mikið
uppbyggingarstarf í gangi en nærri 100 þúsund
íbúar í nágrenni kjarnorkuversins í Fukushima
þurftu að yfirgefa heimili sín. Enn er óheimilt að
búa á stóru svæði við kjarnorkuverið.
Reuters
Minningarathafnir í Japan
Fórnarlamba náttúruhamfara minnst í Japan
Samkomulag
Grikkja við lánar-
drottna sína og
banka er stærsta
endurskipulagn-
ing ríkisskulda í
sögunni. Bankar
og fjármálastofn-
anir munu tapa
nokkru á sam-
komulaginu en
eru öruggari um
að fá eitthvað af lánveitingum sínum
til baka. Að sögn Evangelos Venize-
los, fjármálaráðherra Grikklands,
falla bankar og fjármálastofnanir frá
kröfum í skuldabréfum og öðrum
lánum á hendur Grikkjum en fá þess
í stað ný skuldabréf í hendur sem
eru minna virði og bera lægri vexti.
Moodys hefur í kjölfarið gefið út að
Grikkland hafi vanrækt skuldir sín-
ar og um eiginlegt gjaldþrot væri að
ræða. Matsfyrirtækið mun meta
stöðu Grikklands í kjölfarið og gefa
því lánshæfiseinkun í samræmi við
stöðu mála.
Grikkir
uppfylla
skilyrðin
Skrefi nær öðrum
björgunarpakka
Evangelos
Venizelos
Bandarískur hermaður skaut í gær 15
manns til bana og særði nokkra til við-
bótar í Afganistan. Hann fór inn á
heimili fólks í Kandahar-héraði sam-
kvæmt upplýsingum frá afgönskum
stjórnvöldum og NATO.
Samkvæmt upplýsingum frá banda-
ríska hernum fór hermaðurinn af her-
stöð sinni snemma um morgun líklega
í þeim tilgangi að ráðast á saklausa
borgara í þorpi nærri herstöðinni. Níu
börn eru meðal þeirra sem skotnir
voru til bana.
Upplýsingar sem komu frá Hvíta
húsinu í kjölfarið gefa til kynna að
bandarísk stjórnvöld muni rannsaka
atburðinn strax en ekki er vitað
hvort fleiri en einn hermaður tók
þátt í voðaverkinu. Sumar heimildir
herma að á ferðinni hafi verið fleiri
en einn hermaður og að mögulegt sé
að öryggissveitir Afganska hersins
hafi tekið þátt í verknaðinum. Málið
er til rannsóknar á þessu stigi og
ekkert hefur verið gefið út hversu
margir voru á ferð eða hvaða her-
maður eða hermenn unnu voðaverk-
ið.
Ásamt því að skjóta fólk til bana
voru líkin brennd samkvæmt heim-
ildum frá stríðsfréttaritara BBC á
svæðinu.
Bæði bandarísk og afgönsk
stjórnvöld óttast að verknaðurinn
auki tortryggni á uppbyggingar-
starfi Bandaríkjanna og NATO í
landinu og að bakslag verið í sam-
skiptum Afgana við Bandaríkin og
bandalagsherina og hjálparstarfs-
menn í landinu. Andúð í garð Banda-
ríkjanna er nú þegar mikil í landinu
og er mikið starf framundan í að
byggja upp traust aftur.
Drap 15 saklausa borgara í Afganistan
Bandarískur hermaður gekk milli
húsa og drap saklausa borgara
Reuters
Her Bandarískir hermenn að störfum í Afganistan.
Baráttan um útnefningu Repúblik-
anaflokksins fyrir forsetakosning-
arnar í haust er í fullum gangi.
Rick Santorum sótti lítillega á
keppinaut sinn Mitt Romney um
helgina þegar hann sigraði í vali
flokksins í Kansas. Kansas-ríki fær
40 kjörmenn á landsfund Repúblik-
anaflokksins sem haldinn verður í
Tampa í Flórída í ágúst. Mitt Rom-
ney svaraði þó strax fyrir sig og
fór með sigur af hólmi í Wyoming-
ríki en það hefur öllu færri kjör-
menn eða 12.
Til að hljóta útnefningu flokks-
ins þarf frambjóðandi að tryggja
sér 1144 kjörmenn inn á landsfund
flokksins. Mitt Romney leiðir enn
baráttuna með 454 kjörmenn. Þar
á eftir kemur Rick Santorum með
217, Newt Gingrich með 107 og
lestina rekur læknirinn frá Texas
Ron Paul með 47 kjörmenn. Þessar
tölur eru þó ekki öruggar því í
þeim ríkjum þar sem ekki fer fram
forval heldur prófkjör eru kjör-
menn ekki bundnir af úrslitum í
prófkjörinu. Því kann að vera að
frambjóðendur hafi fleiri eða færri
kjörmenn en áætlað er.
Talið er að Ron Paul geti til
dæmis haft allt að 140 kjörmenn og
Mitt Romney ekki nema um 350.
Baráttan um útnefninguna skýrist
þó líklega með vorinu þegar kosið
verður í Texas og Kaliforníu.
Frjálslyndur Mitt Romney er tals-
maður hófsamra hægrimanna.
Reuters
Íhaldsmaður Rick Santorum er
talsmaður kristilegra íhaldsmanna.
Baráttan um kjörmennina
Reuters