Morgunblaðið - 12.03.2012, Side 20

Morgunblaðið - 12.03.2012, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ FormaðurSamfylking-arinnar og forsætisráðherra flutti ræðu á flokksstjórnarfundi um helgina og spól- aði sig þar enn dýpra í sömu hjól- förin og hún hefur verið í frá því hún lét af embætti félags- málaráðherra og tók við stjórn- arforystunni fyrir rúmum þremur árum. Fundurinn átti að snúast um framtíðina, unga fólkið og tæki- færin hér á landi og marka upp- haf kosningabaráttu flokksins. Tækifærin eru vissulega mörg og hafa verið lengi, en ríkis- stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur verið ótrúlega ófundvís á þau og er enn ef marka má ræðu formannsins um helgina. Eina framtíðin sem Samfylk- ingin ætlar að bjóða ungum Ís- lendingum upp á er innganga í Evrópusambandið og upptaka evrunnar. Ekkert annað er í boði og að mati formanns Sam- fylkingarinnar á Ísland sér enga framtíð utan Evrópusam- bandsins. Formaðurinn hefur að því er virðist ekki enn frétt af erfið- leikum evrunnar og þeim efna- hagslegu hamförum sem eiga sér stað í Evrópusambandinu og ekki sér fyrir endann á. Um gjaldmiðlamál segir hún „óbreytt ástand kemur ekki til greina“ og segir valið á milli þess að taka einhliða upp annan gjaldmiðil með full- veldisafsali í pen- ingamálum eða ganga í Evrópu- sambandið og taka upp evru. Að henn- ar mati er ekkert annað inni í mynd- inni en að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna og svo virðist sem allir fyrirvarar séu foknir út í veður og vind. Nú er ekki lengur látið eins og skoða eigi aðildarsamninginn og meta hvort hann þjóni hags- munum Íslands eða ekki, eins og þó hefur verið talað hingað til. Örvæntingin er slík og ótt- inn við framtíð Íslands utan Evrópusambandsins svo ofsa- fenginn að nú er allt lagt undir til að Íslendingar samþykki að ganga valdhöfum í Brussel á hönd. En hvað ætlar Samfylkingin að gera þegar aðlögunarbrölt- inu lýkur og Ísland hefur hafn- að því að selja sig inn í Evrópu- sambandið? Flokkur sem telur gjaldmiðil Íslands – sama gjald- miðil og hefur gert Ísland að einni ríkustu þjóð heims – bera feigðina í sér fyrir íslenskt efnahagslíf, hvernig ætlar hann að halda áfram þegar aðild að Evrópusambandinu hefur verið hafnað? Er flokkurinn staðráð- inn í að vera áfram sá einsmáls- flokkur sem hann hefur verið og fara í sögubækurnar sem flokk- urinn sem lifnaði og dó fyrir Evrópusambandið? Stefna sem byggist á meintu getuleysi Íslands er ekki burðug fyrir kosningabaráttu} Allt fyrir ESB? Nýlega var nefntá þessum vettvangi að óhjá- kvæmilegt væri að endurmeta kosti og galla Schengen- samningsins af ein- urð og raunsæi. Í frétt Morgun- blaðsins um helgina heyrðust sömu sjónarmið, en úr óvæntri átt, og var þó sýnu fastara kveðið að en Morgunblaðið hafði sjálft talið ástæðu til. Þar sagði: „Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hótaði því dag að hann myndi binda enda á þátt- töku Frakklands í Schengen- samstarfinu ef reglum þess yrði ekki breytt í þeim tilgangi að hindra flæði ólöglegra innflytj- enda. „Að 12 mánuðum liðnum, ef það hafa engar alvarlegar fram- farir átt sér stað í þessum mál- um, þá mun Frakkland binda enda á þátttöku sína í Schen- gen-samstarfinu þangað til að samningaviðræðum um málið lýkur,“ sagði Sarkozy á kosn- ingafundi í nágrenni við París, höfuðborg Frakklands, í dag.“ Og í fréttinni sagði einnig: „Við verðum að ráðast í endurbætur á Schengen sem eru jafn skipulegar og endurbæturnar sem við erum nýbú- in að ráðast í á evr- unni,“ sagði Sar- kozy.“ Verulegar efasemdir má vissulega hafa um að nýlegar „endurbætur á evrunni,“ sem forseti Frakklands vísar til, séu gott veganesti við endurskoðun á Schengen-samningnum. Því þær „endurbætur“ ganga allar út á það að auka vald skrifræð- isins í Brussel á kostnað full- veldis aðildarríkjanna og al- mennrar skerðingar á lýðræðislegu umboði. En það eru á hinn bóginn veruleg tíð- indi að annar aðalmáttarstólpi ESB skuli taka svo harkalega til orða. Auðvitað má þó benda á að Sarkozy sé á lokaspretti kosningabaráttu, þar sem hann stendur höllum fæti og stjórn- málamenn í Evrópu á at- kvæðaveiðum tali iðulega illa til Brusselvaldsins. En hvað sem því líður sýna ummæli forset- ans skýrt hvernig vindurinn blæs gagnvart Schengen- samningnum í Frakklandi. Sarkozy hefur í hótunum gagnvart Schengen- samningnum} Sarkozy hótar að ganga úr Schengen E kkert hættulegt?“ segir stór- meistarinn Jón L. Árnason með spurnarsvip. „Er þetta ekki stórhættu- legt?“ Hann er að fara yfir skák nýs stórmeistara Íslendinga, Stefáns Kristjánssonar, gegn Vla- dimir Baklan í skákskýringarsalnum í Hörp- unni. Þar eru jafnan líflegar umræður um skákirnar um leið og þeim vindur fram, sem jafnt lærðir sem leikir hafa gaman af. „Er Stefán með svart?“ spyr einhver. „Já.“ „Aumingja Stefán,“ heyrist þá. Og fleiri leggja orð í belg. „Máthótunin er falleg.“ „Heyrðu er þetta búið?“ „Sleppur hann út?“ „Þetta er bara búið.“ „Svartur dagur yfir Íslendingana.“ „Ja hérna.“ „Þetta er ekki nógu gott.“ „Bragi gerði jafntefli reyndar. Þannig að hann er með í baráttunni.“ Það eru háðar miklar orrustur á Reykjavíkurskákmótinu þessa dagana, sem vakið hefur heimsathygli, enda eru þar meðal öflugra skákmanna tvær af skærustu stjörnum skák- heimsins, Fabiano Caruana og Hou Yifan, heimsmeistari kvenna, en ég hef áður fjallað um hana á þessum vettvangi. Full ástæða er til gefa komu Caruana til landsins gaum, en hann ólst upp í sama hverfi og Bobby Fischer, Park Slope í Brooklyn. Það sýnir styrkleika hans að í janúar varð hann í öðru sæti á ofur- stórmeistaramóti í Wijk aan Zee með Magnúsi Carlsen og Teimour Radjabov, þar sem Levon Aronian sigraði. Það má segja að Reykjavíkurskákmótið hafi hækkað í styrkleika í lok vikunnar þegar Caruana færðist með sigri á hollenska stórmeistaranum Erwin L‘ami upp í sjötta sætið í heiminum að styrkleika. Hann fór upp fyrir bandaríska stór- meistarann Hikaru Nakamura, sem kvartaði raunar undan því á bloggi að Caruana tæki þátt í Reykjavíkurskákmótinu, sem væri veikara en of- urstórmeistaraskákmótin, í því skyni að reyta inn skákstig með auðveldum hætti. Hingað til hefur kenningin reyndar verið sú, að ofurst- órmeistararnir forðist veikari skákmót, vegna þess að það getur reynst þeim dýrt ef eitthvað út af bregður. Það sýnir því ekki aðeins mikið sjálfstraust hjá hinum unga Caruana að koma til Reykjavíkur, heldur er það einnig lofsvert, því auðvitað stuðlar það að frekari útbreiðslu fagnaðarerindis skákarinnar. „Það er hægt að sullast áfram í þessu endalaust,“ segir Jón L. og hlær eftir að hafa kannað ótal afbrigði í skák Guð- mundar Gíslasonar gegn L‘ami. Möguleikarnir eru óþrjót- andi í þessu litla úniversi skákborðsins. Guðmundur er með vænlega stöðu á hvítt. Mikil sókn á kóngsvæng og svarti kóngurinn berskjaldaður. Það skyldi þó ekki vera von fyrir Íslendingana? pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Úr sama hverfi og Bobby Fischer STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ínýjum drögum að umferðar-lögum sem væntanlega verðalögð fyrir Alþingi á næstudögum eru verulegar breyt- ingar gerðar á skilgreiningu á létt- um bifhjólum og á reiðhjólum. Þeir sem eiga rafmagnshjól eða svokall- aðar rafmagnsvespur ættu að gefa þessu máli sérstakan gaum. Frumvarp til breytinga á um- ferðarlögum verður nú lagt fyrir Al- þingi í þriðja sinn frá árinu 2009 en málið hefur ekki verið útrætt á þingi. Nokkrar breytingar eru gerð- ar á frumvarpinu frá fyrri gerð og m.a. bætt inn ákvæði um innanríkis- ráðherra geti veitt sveitarfélögum í þéttbýli heimild til að innheimta gjald vegna brota á reglum um há- marksökuhraða þegar brotið er numið í löggæslumyndavél. Lög- regla hefur hingað til ein haft slíkar heimildir. Reiðhjól verða bifhjól Eins og þeir vita sem nota göngu- og hjólreiðastíga borgar- innar hafa margir á undanförnum árum fest kaup á rafmagnsvespum eða öflugum rafmótorum sem settir eru á venjuleg reiðhjól. Nýju frum- varpsdrögin, verði þau að lögum, munu hafa veruleg áhrif á þá sem nota þessa fararskjóta. Í núgildandi umferðarlögum falla rafmagnsvespur, sem ná allt að 25 km hraða, undir sömu reglur og reiðhjól. Þar með gilda engin aldurs- takmörk um notkun á vespunum, ekki hjálmaskylda nema fyrir yngri en 15 ára og engin skylda til að sækja námskeið. Verði frumvarpið samþykkt munu rafmagnsvespurnar ekki lengur flokkast sem reiðhjól heldur sem létt bifhjól í flokki I. Skilgreiningin á léttu bifhjóli er eft- irfarandi: „Vélknúið ökutæki á tveimur eða þremur hjólum með sprengirými ekki yfir 50 cm³ eða með rafgeymi og ekki hannað til hraðari aksturs en 45 km á klst. Létt bifhjól greinast í létt bifhjól í flokki I sem ekki er hannað til hraðari akst- urs en 25 km á klst. og létt bifhjól í flokki II sem er hannað til hraðari aksturs en 25 km á klst.“ Til þess að mega stjórna léttu bifhjóli í flokki I, þ.m.t. rafmagns- vespum, verður ökumaður að vera 15 ára og hafa hlotið tilskilda þjálfun og hafa staðist ökupróf. Í frumvarp- inu er kveðið á um að léttu bifhjól- unum megi aka á götum með 50 km hámark, á hjólastíg, hjólarein og á öðrum vegum sem eru sérstaklega merktir til aksturs slíkra bifhjóla. Ekki verður annað ráðið af frum- varpinu en að áfram verði heimilt að aka þeim á göngustígum. Í skýringum með frumvarpinu kemur fram að hér sé að nokkru tek- ið mið af dönskum umferðarlögum að þessu leyti. Stígi með mótornum Í núgildandi umferðarlögum eru rafmagnsreiðhjól ekki skil- greind sérstaklega en með nýja frumvarpinu verður breyting þar á. Þar segir að ákvæði um hjólreiðar gildi einnig um hjól með stig eða sveifarbúnaði „þar sem samfellt há- marksafl er 0,25 kW og afköstin minnka smám saman og stöðvast al- veg þegar hjólið hefur náð hrað- anum 25 km/klst. eða fyrr ef hjól- reiðamaðurinn hættir að stíga hjólið.“ Morten Lange, sem á sæti í stjórn Landssamtaka hjólreiða- manna, segir að stjórnin styðji breytingarnar, bæði hvað varðar rafvespurnar og rafhjólin, eink- um að því leytinu að þau tæki sem flokkist sem reiðhjól eigi að hafa eiginleika reiðhjóls en ekki mun öflugri tækja. Herða reglur um nýju fararskjótana Morgunblaðið/Ómar Breyting Rafmagnsvespur falla nú í sama flokk og reiðhjól en verða flokkaðar sem bifhjól í flokki I, verði breytingarnar að veruleika. Töluvert hefur verið selt af raf- magnsvespum og einnig búnaði til að breyta venjulegum hjólum í rafmagnshjól. Rafhjól ehf. hafa selt sérstakar gjarðir sem settar eru á hjól. Í gjörðinni er mótor sem gefur 0,5 kW afl. Rafhjólin eru stillt þannig að þau nái 25 km hraða en með einu handtaki má breyta stillingunni þannig að þau komist mun hraðar, upp í 40-50 km hraða og jafnvel hrað- ar. Slíkur búnaður er nú á um 400 reiðhjólum. Sölvi Oddsson, hjá Rafhjólum, segir að ef lögunum verði breytt með þeim hætti sem rakið er hér til hliðar muni Rafhjól taka að sér að breyta þeim búnaði sem fyrirtækið hefur selt þannig að hann rúmist innan ramma laganna. Hægt sé að setja stýr- ingu á mótorinn þann- ig að hann gefi ekki meira afl en 0,25 kW og pedala- stýringu. Munu breyta búnaðinum KOMAST HRATT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.