Morgunblaðið - 12.03.2012, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012
✝ Kristinn Finn-björn Gíslason
fæddist á Skógum
á Þelamörk í Eyja-
firði 19. júní 1917.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 22.
febrúar 2012.
Kristinn var son-
ur hjónanna Sig-
fúsínu Halldóru
Benediktsdóttur, f.
1891, húsfreyju og
verkakonu, og Gísla Rósen-
bergs Bjarnasonar, f. 1882 ,
bónda og kennara. Kristinn var
elstur þriggja systkina. Eftirlif-
andi systkini eru Hjálmar Bene-
dikt, f. 1918 og Sigurrós, f.
1929.
Kristinn kvæntist 30. maí
1942 Margréti Jakobsdóttur
Líndal, f. 29. maí. 1920. Hún
lést 8. október 2011. Foreldrar
Margrétar voru Jónína
Sigurðardóttir Líndal og Jakob
H. Líndal sem bjuggu á Lækja-
móti í Víðidal, V.-Hún.
Kristinn og Margrét bjuggu í
Reykjavík, lengst af á Hofteigi
52, síðar í Jökulgrunni 21 og
síðustu fjögur árin á Hrafnistu.
Þau eignuðust fjögur börn. Þau
eru: 1) Jakob Líndal, f. 7. mars
1943, kvæntur Kristínu Gísla-
dóttur. Börn þeirra eru: a)
Kristín Mjöll. Dóttir hennar er
með foreldrum sínum í Eyja-
fjarðarsýslu, lengst á Hálsi í
Öxnadal. Árið 1925 fluttist fjöl-
skyldan vestur að Hesteyri í
Jökulfjörðum, heimahaga Sig-
fúsínu Halldóru, móður Krist-
ins. Kristinn stundaði nám við
Héraðsskólann á Núpi í Dýra-
firði 1934-1936 og lauk kenn-
araprófi frá Kennaraskóla Ís-
lands 1940. Kenndi við Héraðs-
skólann á Reykjanesi við Ísa-
fjarðardjúp 1940-1941, Laugar-
nesskóla í Reykjavík 1941-1970,
Æfinga- og tilraunaskóla Kenn-
araháskóla Íslands 1970-1976.
Var framkvæmdastjóri Bygg-
ingasamvinnufélags barnakenn-
ara 1976-1981 og Bygginga-
samvinnufélags starfsmanna
ríkisins 1981-1986. Kristinn
hafði mikinn áhuga á stærð-
fræði og nýrri hugsun í stærð-
fræðikennslu og aflaði sér
menntunar á því sviði. Hann
undirbjó og stjórnaði kenn-
aranámskeiðum í stærðfræði á
vegum Fræðslumálastjórnar og
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur
og ritaði einn eða ásamt öðrum
kennslubækur í stærðfræði og
leiðbeiningar um stærðfræði-
kennslu.
Kristinn tók virkan þátt í fé-
lagsmálum. Átti m.a. sæti í
stjórnum Félags gagnfræða-
skólakennara í Reykjavík,
Landssambands framhalds-
skólakennara, Bindindisfélags
íslenskra kennara og Átthaga-
félags Sléttuhrepps um árabil.
Útför Kristins fer fram frá
Áskirkju í dag, mánudaginn 12.
mars 2012 kl. 13.
Halldóra Kristín
Alleva. b) Snorri.
Dóttir hans er
Áróra Hrönn. c)
Margrét Rún, gift
Davíð Halldóri
Kristjánssyni og
eiga þau Kristján
Þórarin. 2) Hall-
dóra, f. 18. október
1946, gift Þorkeli
Traustasyni. Sonur
þeirra er Kristinn
Már, kvæntur Ölmu Önnu
Oddsdóttur og eiga þau Kára
og Fróða. Sonur Ölmu er Sölvi
Ólafsson. 3) Gísli Jón, f. 26.
nóvember 1950, í sambúð með
Bjarneyju Sigvaldadóttur. Gísli
var kvæntur Marjo Kaarina
Kristinsson Raittio, sem lést 22.
maí 2000. Börn þeirra eru: a)
Katri Jónína. b) Jens Kristinn, í
sambúð með Önnu Eyfjörð
Eiríksdóttur og eiga þau Snæ-
dísi Hönnu og Mikael Mána. c)
Jón Benedikt, sambýliskona
Marta Volina. 4) Jónína Vala, f.
12. ágúst 1952, gift Gylfa
Kristinssyni. Börn þeirra eru:
a) Margrét Vala, gift Stefáni
Loga Sigurþórssyni og eiga þau
Róbert Gylfa. b) Kristinn Björg-
vin, kvæntur Ebbu Kristínu
Baldvinsdóttur. c) Auður Sess-
elja.
Fyrstu æviárin bjó Kristinn
Það eru rúmir fjórir mánuðir
liðnir frá því að tengdamóðir mín
Margrét Jakobsdóttir Líndal var
kvödd með nokkrum orðum á
þessum stað. Með þeim kveðju-
orðum var dregin upp mynd af
samhentum og samrýndum
tengdaforeldrum. Andlát
tengdaföður míns, Kristins F.
Gíslasonar, kom fáum á óvart
sem til þekktu. Það yrði skammt
á milli kveðjustunda þeirra
hjóna. Allt annað hefði stungið í
stúf við lífsgöngu þeirra og ævi-
starf. Sú varð líka raunin.
Kristinn bjó fyrstu æviárin á
Hálsi í Öxnadal í Eyjafjarðar-
sýslu en Gísli faðir hans var þar
bóndi og kennari. Við átta ára
aldur tók fjölskyldan sig upp og
fluttist í Sléttuhreppinn þar sem
ætt móður hans, Sigfúsínu Hall-
dóru, hafði búið mann fram af
manni á Sæbóli í Aðalvík. Fjöl-
skyldan setti sig niður á Hest-
eyri. Þar hafði fyrirtækið Kveld-
úlfur breytt norskri hvalstöð í
síldarbræðslu. Í henni fengu all-
ar vinnufúsar hendur verk að
vinna. Kristinn var í þeim hópi
þegar hann hafði aldur til. Á
þessum tíma þurfti þrautseigju,
einbeitni og útsjónarsemi fyrir
fátækan pilt úr einni afskekkt-
ustu sveit landsins að brjótast til
mennta. Þessa eiginleika hafði
Kristinn og sumarvinnan í „sta-
sjóninni“ á Hesteyri gerði kleift
að setjast í Kennaraskólann. Í
ljós kom að þar var enginn au-
kvisi á ferðinni heldur skarp-
greindur nemandi sem stundaði
námið af kappi með árangri í
samræmi við það. Sléttuhrepp-
urinn og Hesteyri voru Kristni
alltaf ofarlega í huga. Þótt hann
hafi ekki haft um það mörg orð
er ekki örgrannt um að honum
hafi þótt vænt um það þegar af-
komendurnir tóku þátt í að reisa
hús á skika úr Sæbóli sem hann
og systkini hans Hjálmar og Sig-
urrós erfðu eftir móður sína.
Vormenn Íslands voru þeir
kallaðir sem vildu efla hag þjóð-
ar og stuðla að framförum á öll-
um sviðum. Kristinn var í þess-
um hópi. Hans hlutverk var að
búa æsku landsins sem best und-
ir lífsbaráttuna. Grein af sama
meiði var ræktun landsins. Skóg-
arlundurinn í Katlagili er tákn-
rænn fyrir lífsstarf og viðhorf
Kristins. Starfsfólk og nemendur
í Laugarnesskólanum tóku sig til
og breyttu mel og móum í sann-
kallaðan sælureit. Færri vita um
grenilundinn í landi Þverdals í
Aðalvík. Sú gróðursetning kall-
aði sannarlega á mikla bjartsýni
og trú á landið. Stofnun bygging-
arsamvinnufélags í því augna-
miði að koma þaki yfir fjölskyld-
una á Hofteigi og seta um
áratugaskeið í stjórn hagsmuna-
samtaka kennara að ógleymdri
stjórn Átthagafélags Sléttu-
hrepps vitna um áhuga fyrir fé-
lags- og umbótamálum og allt
unnið í sjálfboðavinnu.
Kristinn var myndarlegur á
velli, hávaxinn, teinréttur í baki
og svipmikill. Þegar við bættist
hógværð, lítillæti og góðvild þarf
ekki að koma á óvart að hann var
mikils metinn og eftirminnileg-
ur. Nákvæmur og vandaður í
smáu sem stóru. Stærðfræðin
var hans eftirlætiskennslugrein
og liggja eftir hann kennslubæk-
ur og þýðingar um það efni.
Hann var mikið fyrir íþróttir
hugans eins og taflmennsku og
bridge. Með Kristni er sannkall-
aður höfðingi horfinn sjónum
okkar en góðar minningar lifa
með þeim sem nutu þeirra for-
réttinda að kynnast honum.
Gylfi Kristinsson.
Löngu og farsælu lífi er lokið.
Kristinn Gíslason kennari, faðir
mannsins míns, afi barna minna
og langafi ömmubarna minna er
farinn héðan úr heimi.
Vandaður maður og vitur.
Glæsimenni, hár og beinvaxinn,
fallega eygður, augnaráðið djúpt,
broskrókar í augum. Röddin
hljómmikil, málið vandað og ekki
eytt orðum að óþörfu.
Kristinn kom að vestan til
Reykjavíkur að leita sér þeirrar
bestu menntunar sem alþýðufólk
þess tíma átti völ á, í Kennara-
skóla Íslands. Þar var góður
hópur kennara, skólastjóri og
nemendur, hugsjónafólk innblás-
ið af anda aldamótakynslóðar og
ungmennafélaganna, reiðubúið
að leggja sig fram í námi og skila
menntuninni áfram til komandi
kynslóða. Þar var Kristinn
fremstur meðal jafningja.
Gæfan sá til þess að hann
kynntist konuefni sínu, Margréti
Líndal, í skólanum. Hún mundi
alla tíð hve fallega hann brosti
þegar hann tók á móti henni og
bauð hana velkomna í skólann.
Kristinn fékk kennslustarf við
nýstofnaðan Laugarnesskóla og
kenndi þar stærstan hluta
starfsævi sinnar. Hann lagði
metnað í að uppfræða og þroska
nemendur sína, kynslóð hins
unga lýðveldis sem átti bjarta
framtíð.
Hann hlúði að öllum og hafði
vökult auga. Marga nemendur
sína sá hann halda áfram námi,
ljúka háskólaprófum og gegna
góðum störfum í samfélaginu.
Hann var sáttur við sitt ævistarf.
Hefði hann sjálfur fæðst
nokkrum áratugum síðar og átt
kost á háskólanámi hefði hann
numið stærðfræði, sagði hann.
Stærðfræðin var hans fag, hann
hefði eflaust orðið doktor í
stærðfræði. Dugandi verkfræð-
ingur hefði hann líka getað orðið.
Kristinn sótti síðar námskeið við
danska kennaraháskólann í
stærðfræði og lagði grunn að
nýrri hugsun í stærðfræði-
kennslu hér heima.
Kristinn var gæfumaður í
einkalífi sínu. Hjónaband þeirra
Margrétar var farsælt. Ást,
gagnkvæm virðing, traust og
umhyggja ríkti í sambandi
þeirra. Heimilið á Hofteigi var
fallegt, bar vitni fögru hand-
bragði þeirra beggja, reglusemi
og virðingu fyrir gömlu og nýju.
Þar var hlýtt að koma. Börnin
fjögur ólust upp í því öryggi sem
samheldnir foreldrar veita og
fullvissu þess að eiga stuðning
þeirra vísan.
Fyrir rúmum fimmtíu árum
var ég sem þetta skrifa svo lán-
söm að kynnast Kristni og Mar-
gréti og fjölskyldunni allri sem
kærasta elsta sonarins. Mér var
tekið opnum örmum og umvafin
hlýju og umhyggju sem þeirra
eigin dóttir og einstakur happa-
fengur. Kristinn hafði ætíð lag á
því að láta mig finna að ég væri
mikils virði og að hann hefði álit
á mér. Vel valin orð, hlýtt bros
sem yljuðu um hjartarætur.
Minningar margar og dýr-
mætar á ég frá langri samleið,
um atvik og góðar stundir með
Kristni, þeim Margréti báðum,
einum og með fjölskyldunni, með
börnum mínum og barnabörn-
um. Þær minningar mun ég
geyma í gullastokki hugans og
taka fram og gleðja mig við með-
an hugurinn endist.
Með kærri þökk.
Kristín.
Tengdafaðir minn, Kristinn
Gíslason, er fallinn frá. Það var
mér mikil gæfa að kynnast hon-
um og tengjast fjölskyldu hans.
Kristinn var mætur maður, afar
háttvís og bar virðingu fyrir öll-
um, stórum sem smáum. Hann
var mér góð fyrirmynd og af
honum hef ég margt lært. Í ná-
vist hans var gott að vera og afa-
og langafabörnin sóttust eftir
fundum við hann. Hann var
næmur á hvar áhugi þeirra lá,
setti sig í þeirra spor og gaf sér
góðan tíma til að sinna þeim.
Kristinn var reyndur stærð-
fræðikennari. Það kom sér vel
fyrir mig þegar ég þurfti á reikn-
ingssnilld hans að halda hvað
hann var fljótur að leysa vand-
ann. Hann minntist oft á nem-
endur sína, talaði vel um alla og
aldrei heyrði ég hann hallmæla
nokkrum manni. Hann hafði ein-
staka kímnigáfu, var orðheppinn
og skemmtilegur.
Ekki er hægt að tala um
Kristin án þess að minnast á
Margréti, konu hans, sem stóð
honum við hlið í hartnær 70 ár.
Þau ræktuðu kærleikann og
trúna á lífið af nærgætni og alúð.
Heimili þeirra bar vitni um
snyrtimennsku og reglusemi.
Móðir Kristins, Halldóra, bjó hjá
þeim og henni kynntist ég vel.
Hún var stolt af sínu fólki og
þakklát fyrir að fá að búa hjá
þeim.
Margrét og Kristinn ræktuðu
garðinn sinn á Hofteigi 52 af
kostgæfni og af þeim lærðum við
Dóra að rækta okkar garð. Frá
þeim eru ýmsar tegundir í okkar
garði komnar. Ranfangið sem
var frá bernskuheimili Mar-
grétar, Lækjamóti í Víðidal, ilm-
ar hér á hverju sumri. Matjurta-
rækt stunduðu þau hjón frá
upphafi búskapar á Hofteignum.
Káljurtir og ýmsar tegundir af
salati hafði ég ekki séð fyrr en
hjá þeim en sumarlangt voru
kræsingar af þeim toga á borð-
um. Í Katlagili í Mosfellssveit
höfðu þau aðstöðu fyrir kartöflu-
rækt og fengum við, ungu hjón-
in, að eiga okkar hlut í garðinum.
Þangað var líka farið í berjamó á
hverju hausti því Kristinn var
kennari í Laugarnesskóla sem
hafði eignast Katlagil. Þar hafði
hann tekið þátt í uppbyggingu
jarðarinnar við skógrækt og
byggingu skólaselsins. Þar var
þeirra sælureitur sem við feng-
um að njóta með þeim á meðan
kraftar þeirra entust.
Þegar við hjónin vorum að
byggja húsið okkar í Mosfellsbæ
sagði Kristinn mér að hann ætti
góða múrskeið sem hann kynni
svolítið að nota og bauðst til að
hjálpa mér við múrverkið. Í þá
veggi sem hann múraði hefur
ekki komið sprunga. Ber það
handbragð vott um þá vand-
virkni sem hann sýndi í hverju
því verki sem hann tók sér fyrir
hendur.
Kristinn hafði gaman af ferða-
lögum. Minnisstæð er mér ferð
sem við Dóra fórum með þeim
hjónum og Gísla mági mínum
vestur á Hesteyri árið 1972. Þar
ólst Kristinn upp frá átta ára
aldri og hafði frá mörgu
skemmtilegu að segja af fólki og
staðháttum. Við gengum til Að-
alvíkur og gistum hjá frændfólki
hans í Þverdal og fengum góðar
móttökur. Þetta voru fyrstu
kynni mín af Aðalvíkursveit en
þangað hefur leiðin legið oft síð-
an.
Kæri tengdapabbi. Nú er sól
þín gengin til viðar en ég trúi því
að þú vaknir í blómagarði þar
sem Margrét tekur á móti þér og
þið sendið okkur hlýja strauma
þaðan. Guð blessi ykkur bæði.
Þorkell Traustason.
Þá er amma búin að sækja
hann afa. Það varð ekki langt á
milli þeirra, rúmlega fjórir mán-
uðir, og kom það ekki á óvart.
Afi og amma voru óvenju sam-
rýnd hjón og áttu einstaklega
fallegt hjónaband. Í mínum huga
kristallaðist samband þeirra í
stundinni þegar afi horfði aðdá-
unaraugum á ömmu, á leiðinni út
í eitt af síðustu jólaboðunum sem
þau fóru í saman, og sagði með
svo mikilli hlýju í rómnum: „Hún
er alltaf svo falleg, hún Margrét
mín.“
Við barnabörnin kynntumst
afa fyrst og fremst sem miklum
rólyndismanni, þrátt fyrir að
hann hafi verið ákveðinn og
fylginn sér. Við krakkarnir feng-
um að leika okkur í fallega garð-
inum á Hofteignum sem afi átti
heiðurinn af, fengum spínat með
sykri, jarðarber undan skúr-
veggnum og slitum upp skraut-
blómin til þess að skreyta drullu-
kökurnar sem við frænkurnar
fjöldaframleiddum. Afi var alltaf
nálægur, en leyfði okkur að leika
að vild, án allra inngripa sem
hefðu getað truflað leikinn.
Afa var umhugað um að okkur
börnunum vegnaði sem best og
var alltaf boðinn og búinn til
þess að kíkja í stærðfræði- og ís-
lenskubækurnar ef á þurfti að
halda án þess þó að vera uppá-
þrengjandi eða með óþarfa af-
skiptasemi. Hann sá líka til þess
að við krakkarnir lærðum mann-
ganginn og spilaði gjarnan við
okkur, enda var hann ágætur
skákmaður og briddsspilari.
Hann hugsaði líka til okkar
systkinanna þegar við bjuggum í
Svíþjóð og las nýjar barnabækur
inn á snældur sem hann sendi
okkur. Þessar snældur voru í al-
gjöru uppáhaldi og hlustuðum
við oft á þær í bílnum á löngum
ferðalögum.
Tvö persónueinkenni önnur
voru áberandi í fari afa. Annars
vegar var hann mikið snyrti-
menni og voru öll verkfæri vand-
lega þrifin áður en þau voru sett
á sinn stað. Þá var bíllinn hans
alltaf óaðfinnanlegur, hvort held-
ur sem var að utan eða innan.
Hins vegar var afi mikill húm-
oristi, hann gerði óspart grín að
sjálfum sér og sagði gamansög-
ur. Hann gerði þó aldrei grín á
kostnað annarra né hallmælti
nokkrum manni.
Það eru mörg minningabrotin
sem birtast þegar horft er um
öxl og ég átta mig á því hvað afi
hefur mótað mig án þess að ég
hafi áttað mig á því fyrr. Hann
miðlaði til okkar krakkanna ró-
lyndi, snyrtimennsku og húmor
sem við búum að og þessa eig-
inleika vil ég gjarnan rækta með
mér.
Margrét Vala.
Röddin hans afa míns er ein af
mínum skírustu æskuminning-
um. Foreldrar mínir höfðu flust
til náms í Svíþjóð með okkur
Margréti systur mína tveggja og
fjögurra ára. Afi sendi okkur
segulbandsspólur, sem hann
hafði lesið inn á nokkrar barna-
bækur.
Ég tveggja ára tengdi ekki
persónu við röddina úr segul-
bandstækinu, en hlýjan og
glettnin í lestrinum gerði það að
verkum að við systkinin undum
okkur löngum stundum við tæk-
ið. Eftir að við fluttum heim
kynntist ég afa og hlýja og
glettni raddarinnar úr segul-
bandstækinu reyndist eiga sér
holdi klædda mynd. Því þannig
var afi, ávallt viðmótsþýður og
hjálpsamur, og glensið aldrei
langt undan.
Húmorinn hafði afi að vestan
og deildi honum óspart. Við fjöl-
skyldan nutum átthaganna á
Hornströndum í ýmsu fleiru. Sú
hugmynd kviknaði í jarðarför
Halldóru langömmu á Hesteyri
að reisa sumarhús á hennar
æskuslóðum. Án þeirrar virðing-
ar og velvildar sem afi naut með-
al sveitunga sinna hefði verkefn-
ið umsvifalaust runnið út í
sandinn. Hjálmfríðarból í Aðal-
vík er nú griðastaður fjölskyld-
unnar frá hversdagsamstri hvert
sumar og áminning þess að heið-
arleiki og virðing fyrir samferða-
mönnum skilar mestu, þegar yfir
lýkur.
Afi las ekki bara fyrir okkur
barnabörnin. Hann las ótal bæk-
ur fyrir Blindrabókasafnið og á
hverju kvöldi fyrir ömmu öll
þeirra sambúðarár.
Samrýndari hjón voru vand-
fundin og eftir andlát ömmu 8.
október síðastliðinn var afi ekki
samur við sig. Nú hvíla þau sam-
an. Minning þeirra lifir með okk-
ur sem fengum að kynnast þeim,
og röddin hans afa míns í huga
okkar sem á hlýddum.
Kristinn Björgvin.
Á öndverðri tuttugustu öld
þegar heimastjórn og fullveldi
voru fengin horfðu Íslendingar
vonglaðir til framfara. Menn sáu
fyrir sér vegi, brýr yfir vatnsföll
og góðar hafnir um allt land.
Menn báru vonir í brjóstum um
sitt byggðarlag, að þar yrðu
framfarir og gróska jafnmikil
eða jafnvel meiri en annars stað-
ar. Væri ekki einmitt réttlátt að
framfarirnar yrðu mestar þar
sem kjörin voru rýrust? Fram-
farirnar urðu meiri en nokkurn
gat órað fyrir – en ekki alls stað-
ar. Í þorpi nokkru voru blómleg
verslun, skólahús, læknisbústað-
ur og kirkja þegar á fyrsta fjórð-
ungi aldarinnar en fólkið var far-
ið þegar öldin var hálfnuð. Í
skólanum í þorpinu við lítinn
fjörð lærðu börnin að lesa og
reikna eins og önnur börn ann-
ars staðar og jafnvel betur þó að
kennarinn væri þar aðeins hálfan
veturinn; hann kenndi líka börn-
unum hinum megin fjallsins við
víkurnar fyrir opnu Íshafinu.
Þær vinkonurnar Sigfúsína Hall-
dóra Benediktsdóttir og Elísabet
Halldórsdóttir áttu börnin sín í
þessum skóla og þau kepptu
hvort við annað í reikningi, þau
Kristinn Gíslason sem nú er
kvaddur og Kristín Eiríksdóttir
móðir mín. Reikningskennsla
varð merkt ævistarf Kristins og
bæði afkomendur Kristins og
Kristínar héldu merkinu á lofti
og lögðu sitt til menntunar barna
landsins á því sviði. En lífið í
þorpinu fjaraði út. Þegar þau
Kristinn og Kristín komust á
fullorðinsár var fólkið horfið frá
Hesteyri við Ísafjarðardjúp.
Þangað komu aldrei varanlegir
vegir, brýr eða hafnir. Kristinn
gerðist kennari í Laugarnes-
skóla í Reykjavík en hann
gleymdi ekki fólkinu frá Hest-
eyri. Elísabet vinkona móður
hans flutti frá öllu sínu þótt þau
hjón væru orðin roskin og hún
hóf nýtt líf syðra eins og hitt
fólkið. Kristinn hefur áreiðan-
lega verið henni innan handar
við að ráða sig við ræstingar í
Laugarnesskóla. Kristinn varð
fremstur meðal jafningja í stétt
sinni. Hann ritaði kennslubók í
reikningi fyrir unglinga sem var
aðgengilegri en aðrar á mark-
aðnum. Hann var valinn til að
stýra merkri tilraun um reikn-
ingskennslu þegar nýja stærð-
fræðin var innleidd á miðjum
sjöunda áratugnum. Þá mæddi
mikið á Kristni; hann fór til
Kaupmannahafnar til að kynna
sér efnið, þýddi það, veitti kenn-
urum handleiðslu og annaðist
samskipti við foreldra. Allt var
starf hans vandað og unnið af
kostgæfni. Að því loknu ritaði
hann skýrslu sem er einstæð
heimild um brautryðjandastarf-
ið. Þar má skynja aðstæður Ís-
lendinga í hinu unga lýðveldi
þegar fregnir af erlendum nýj-
ungum bárust á skotspónum,
hending réð hvort Íslendingar
gátu tekið þátt í alþjóðlegu sam-
starfi eða stóð það til boða og
vörusendingar voru mánuði að
berast. Kristinn færði mér
skýrslu sína að gjöf þegar ég tók
mér fyrir hendur að rita sögu
stærðfræðimenntunar á Íslandi.
Skýrsla Kristins var ein verð-
mætasta heimildin mín, ekki síst
fyrir það hvað hún var einlæg og
sönn. Ég votta samúð mína
systkinunum fjórum sem séð
hafa á eftir báðum foreldrum
sínum öldruðum með stuttu
millibili. Genginn er á fund feðra
sinna merkur fulltrúi tvennra
tíma.
Kristín Bjarnadóttir.
Kristinn
Gíslason