Morgunblaðið - 12.03.2012, Síða 37

Morgunblaðið - 12.03.2012, Síða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012 AF LISTUM Hallur hallur@mbl.is Allir tónlistaraðdáendur semeru með hjartað á réttumstað hafa væntanlega verið ánægðir með framtak Ríkissjón- varpsins í febrúarmánuði. Á mið- vikudagskvöldum voru sýndar vand- aðar og merkilegar heimildarmyndir um erlendar hljómsveitir og tónlistarmenn. Myndirnar voru að mínu viti mjög vel valdar og ættu að snerta taugar hjá flestum sem hafa verið í nánd við útvarpstæki síðustu 40 árin eða svo.    Vúdúbarnið Jimi Hendrix reiðá vaðið þar sem glys-pinninn Bootsy Collins sá um að túlka orð goðsins. Svo komu þær ein af ann- arri: Sagan af því hvernig The Roll- ing Stones í sinni sukkuðu og úr- kynjuðu útlegð á frönsku rívíerunni náðu að halda einbeitingu og skapa klassíska rokkplötu sem lifir góðu lífi enn í dag; Sigur Rós á heimaslóð- um hafa margir væntanlega verið Menning sem flestir skilja Innlifun Það er ekki laust við að maður hafi betri skilning á andlitsfalli gítarleikarans aldna eftir að hafa horft á myndina um gerð plötunnar Exile on main street. Hér fer meistarinn hamförum eins og honum einum er lagið. búnir að sjá en engu að síður fengur að þeirri sýningu; þá var komið að miðaldra metal-jálkunum í Iron Mai- den sem ögra fjölmörgum nátt- úrulögmálum í hvert sinn sem þeir flytja lög sín á tónleikum og að lok- um voru það írsku hálfguðirnir í U2 sem gerðu upp stórmerkilega tíma í kringum gerð plötunnar Achtung Baby.    Allir þessir tónlistamenn hafamikla tengingu við fólkið í landinu og áhugavert væri að vita hvað þeir hefðu selt margar plötur á Fróni. Í mínu tilfelli voru þessar myndir allar til umræðu í kaffi- og matartímum daginn eftir sýningu. Hugsanlega hafa einhverjir verið undrandi á framtaki Ríkissjónvarps- ins, ég var einn þeirra, en þetta er sjónvarpsefni sem ég tel að hafi ekki verið nægilega vel sinnt af RÚV í gegnum tíðina. Sem er að sjálfsögðu í þversögn við þær staðhæfingar sem oft heyrast á tyllidögum að við séum svo mikil tónlistarþjóð. Samt sem áður hefur lítil rækt verið lögð við eitt vinsælasta tónlistarform hér á landi, erlenda dægurtónlist.    Upp á síðkastið hefur þó boriðá því að þessari tegund menn- ingar sé sinnt af meiri alvöru hjá RÚV. Hinn frábæri Hljómskáli er að sjálfsögðu gott dæmi um það. Ein- hverra hluta vegna hefur verið á brattann að sækja fyrir erlent efni af sama toga. Hvernig væri t.d. að sýna þættina hans Jools Hollands sem sýndir eru á BBC, þar sem fram koma helstu tónlistarmenn samtím- ans, þ.á m. íslenskir, og leika í beinni útsendingu. Þetta er t.d. frábært sjónvarpsefni. ’68-kynslóðin hefur nú lengi stýrt þessu þjóðfélagi er undarlegt hversu erfitt hefur reynst að veita dægurtónlistinni, einu helsta breytingarafli hippanna, það pláss sem hún á skilið. Annars átti þetta nú ekkert að vera neitt nöldur þar sem febrúar var flottur á RÚV. »Hvernig væri t.d.að sýna þættina hans Jools Hollands sem sýndir eru á BBC? Svíar völdu lagið Euphoria með söngkonunni Loreen sem framlag sitt til Evróvisjón s.l laugardags- kvöld. Undanfarnar 6 vikur hefur Melodifestivalen staðið yfir og fór lokakvöldið fram í Ericsson Globe að viðstöddum u.þ.b. 14.000 áhorf- endum. Tíu lög kepptu til úrslita. Svíar fara þá leið að 32 lög alls keppa á fjórum kvöldum og eru tvö lög val- in á hverju kvöldi með símakosn- ingu. Á lokakvöldinu ræður sænskur almenningur 50% niðurstöðunnar í símakosningu. Hinn helmingur at- kvæðanna kemur frá dómnefndum 11 landa víðsvegar um Evrópu. Loreen keppir fyrir Svía Hætta þurfti við fyrirhugað Sálar- ball sem átti að vera síðastliðinn laugardag vegna veðurs. Það er ekki oft sem veðrið kemur í veg fyrir tón- leika og hvað þá þegar nálgast vorið en að þessu sinni þurftu strákarnir í Sálinni að láta í minni pokann fyrir veðurguðunum. Fyrirhugaðir tón- leikar hljómsveitarinnar Sálarinnar áttu að vera á skemmtistaðnum Mælifelli á Sauðárkróki. Samkvæmt tilkynningu frá Videosport hefur verið ákveðið að færa tónleikana fram til 4. maí næstkomandi og er vonast til að sem flestir láti sjá sig þá með vor og sól í sinni. Frá þessu greindi fréttavefurinn Feykir.is. Sálartónleikar blásnir af Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Tónleikar Sálin hans Jóns míns þurfti að gefa sig fyrir veðrinu. 10 EGILSHÖLL 12 16 16 L 7 7 FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS. SÝND Í 2D OG 3D MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND Í 3D ÁLFABAKKA 10 7 7 7 12 VIP 16 16 L JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:40 3D JOHN CARTER kl. 10:10 2D JOHN CARTER Luxus VIP kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 5:50 - 8 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:30 2D HUGO Með texta kl. 5:30 - 8 2D CONTRABAND kl. 10:10 2D STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN M/ ísl. Tali kl. 5:50 2D 10 10 7 7 16 KRINGLUNNI JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:40 3D THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND 3D kl. 5:50 - 8 3D HUGO Með texta kl. 10:10 2D EXTREMLY LOUD AND INCREDIBLY CLOSE M/ ísl. Tali kl. 5:20 3D KEFLAVÍK 7 12 16 JOHN CATER kl. 8 3D SVARTUR Á LEIK kl. 10:40 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:10 2D AKUREYRI 7 7 12 16 JOHN CARTER kl. 8 3D JOURNEY 2: THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 6 3D THE WOMAN IN BLACK kl. 10:40 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:20 2D PLEASANT SURPRISE - C.B, JOBLO.COM EXPLOSIVE – J.D.A, MOVIE FANATIC “PURE MAGIC” – H.K, AIN’T IT COOL NEWS “VISUALLY STUNNING” – K.S, FOX TV  JOHN CARTER kl. 5:10 - 8 - 10:10 - 10:50 3D THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:20 2D JOURNEY 2: THE MYSTERIOUS ISLANDkl. 5:50 - 8 3D FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl tali kl. 6 3D HAYWIRE kl. 10:10 2D HUGO kl. 5:20 2D A FEW BEST MEN kl. 8 2D blurb.com  Frá höfundi Death at a Funeral.Frábær gamanmynd með sótsvörtum húmor FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA VANESSA HUDGENS, MICHAEL CAINE OG DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON TRYGGJA ÓSTÖÐVANDI BÍÓSKEMMTUN MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD Toppmyndin á Íslandi og vinsælasta myndin í heiminum í dag Time  Movieline  Myndin sem hefur setið síðustu 3 vikur á toppnum í Bretlandi og notið gríðarlega vinsælda í USA. Ein besta draugamynd síðari ára Ferskir og framandi fiskréttir Hádegisverðartilboð Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.