Morgunblaðið - 12.03.2012, Side 40

Morgunblaðið - 12.03.2012, Side 40
MÁNUDAGUR 12. MARS 72. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Augu heimsins á mynd frá Íslandi 2. Lést eftir slys í skíðabrekkum 3. Sló Íslandsmet í armbeygjum 4. United á toppinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tenórarnir tveir, saxófónleikararnir Stefán S. Stefánsson og Ólafur Jóns- son, verða með tónleika á Kex Hosteli á morgun kl. 20.30. Með þeim leika Agnar Már Magnússon, Þorgrímur Jónsson og Einar Scheving. Tenórarnir tveir á Kex Hosteli í kvöld  Næstu tónleik- ar Jazzklúbbsins Múlans verða á miðvikudag. Hljómsveitin Tusk verður í Norræna húsinu. Tusk er skipuð bassaleik- aranum Pálma Gunnarssyni, Eð- varði Lárussyni á gítar, Kjartani Valdimarssyni píanóleikara og Birgi Baldurssyni á trommur. Þeir leika djass- og blússkotinn bræðing. Hljómsveitin Tusk í Jazzklúbbnum  Áfram heldur tónleikaröðin „Kaffi, kökur & rokk & ról“ í Edrúhöllinni, SÁÁ-húsinu í Efstaleiti 7. Á morgun, þriðjudag, koma fram Sin Fang og hin færeyska Guðrið Hansdóttir. Húsið verður opnað kl. 20 og tón- leikarnir hefjast kl. 20.30. Sem fyrr er kaffi og kökur í massavís fyrir tónleika- hungraða. Sin Fang og færeyska Guðrið í Edrúhöllinni Á þriðjudag Sunnan 8-13 m/s og dálítil væta, en hægari og léttir til á NA-verðu landinu. Hiti 1 til 7 stig. Á miðvikudag Gengur í norðan og NV 8-15 m/s A-til, ofankoma. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dálítil ofankoma af og til, en úrkomulaust á A-verðu landinu. Víða hægur vindur framan af degi og dálítil slydda eða rigning á S- og V-lands. Hiti um og yfir frostmarki. VEÐUR Manchester United situr á toppi ensku úrvalsdeildar- innar í knattspyrnu í fyrsta sinn síðan 2. október á síð- asta ári. Englandsmeistar- arnir skutust í toppsætið með því að leggja WBA að velli, 2:0, á sama tíma og Manchester City tapaði fyr- ir Gylfa Sigurðssyni og sam- herjum í Swansea á Liberty Stadium í Wales í gær með einu marki gegn engu. »7 United í efsta sæti á Englandi Óvissa ríkir um það hvort Fannar Þór Friðgeirsson getur leikið með ís- lenska landsliðinu í handknattleik gegn Þjóðverjum á miðvikudags- kvöldið í Mannheim. Hann hefur verið frá keppni í þrjá vikur og fer í skoðun í dag þar sem úr því fæst skorið hvort hann verður með í leiknum eða ekki. »1 Óvissa ríkir vegna meiðsla Fannars Þórs Róbert Kristmannsson og Thelma Rut Hermannsdóttir, bæði úr Gerplu, urðu um helgina Íslandsmeistarar í fjölþraut í fimleikum, Thelma Rut þriðja árið í röð en Róbert í fyrsta sinn. Róbert bætti síðan um betur og sigraði á öllum áhöldum og Thelma Rut krækti í fjóra verðlaunapeninga, einn gullsleginn, einn úr silfri og tvo bronslitaða. »4 Róbert og Thelma sigur- sæl á meistaramóti ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Það er búið að standa til í mörg ár,“ segir Guttormur Björn Þórarinsson, húsasmíðameistari, sem fór í 15 manna hópi sunnudaginn 4. mars sl. í Botnsúlur til að sækja fjallaskálann Bratta. Hópurinn sem stendur að verkefninu kallar sig Vini Bratta og kemur úr nokkr- um áttum, frá Ís- lenska Alpa- klúbbnum, sem á skálann, úr björgunar- sveitum, m.a. af Akranesi. „Við höfum verið að bíða eftir tækifæri í nokkur ár til að sækja skálann,“ segir Gutt- ormur. Hann segir að undanfarin ár hafi verið snjólétt og því ekki gefist tækifæri. Hópur hafi farið á snjóbíl fyrir nokkrum vikum í könnunar- leiðangur og „við sáum að þetta yrði framkvæmanlegt“. Hann segir að beðið hafi verið eft- ir rétta augnablikinu sem hafi skap- ast um næstsíðustu helgi. Fjórar hjálparsveitir lögðu til tæki og mannskap í ferðina. Farið var á snjóbílum af Mosfellsheiði um kl. 6 að morgni og tók ferðin um 12 tíma. Til að flytja skálann var honum lyft á staðnum og hann síðan dreg- inn á snjórampi upp á sleða. Nú leitar hópurinn að stað þar sem hægt er að endurgera húsið inn- andyra. Til stendur að fara með Bratta aftur í Súlnadal vorið 2013. Guttormur segir mikla hagræðingu fólgna í því að lagfæra skál- ann í byggð, en þegar hús- ið var fyrst byggt var það smíðað í Reykjavík og dregið á sinn stað 1986. Sá skáli splundraðist í óveðri um vorið og nú- verandi hús var byggt strax um haustið á sama stað. Félagsmenn Íslenska Alpaklúbbs- ins nýttu húsið töluvert fyrstu árin við ísklifur og skíðamennsku. Guttormur segir hins vegar að ferðamennskan hafi breyst talsvert eftir að skálinn var upphaflega smíð- aður og að menn hafi farið meira út í það að skreppa í dagsferðir og dreg- ið hafi úr því að gist væri á staðnum. Orsökina segir hann m.a. þá að bíl- arnir séu orðnir mun betri en áður og að notkun snjósleða hafi aukist hin síðari ár og meiri hraði sé í ferð- um. Fjallaskálinn Bratti er um 20 fer- metrar og tekur 10-12 manns. Röðin komin að lúnum Bratta  Fluttu skálann á snjóbílum til Reykjavíkur Ljósmynd/Atli Pálsson Ferðaskáli Hópurinn Vinir Bratta sóttu skálann sem staðið hefur í Botnsúlum frá því haustið 1987. Til stendur að endurgera hann í Reykjavík og flytja til baka 2013. Á myndinni má sjá hópinn vinna að því að koma húsinu á sleða. Íslenski Alpaklúbburinn á einnig Tindfjallaskála, sem upphaflega var byggður árið 1941 úr rekavið úr Skógafjöru af félaginu Fjalla- menn. Árið 1979 tók Alpaklúbburinn við húsinu og árið 2008 tók hópur innan klúbbs- ins sig saman og stofnaði hópinn Vinir Tindfjallaskála, sem fluttu húsið til Reykja- víkur í ágúst 2008. Þar var það endurgert og flutt aftur á sama stað rúmu ári síðar. Leitast var við að koma húsinu í upprunalega mynd við endur- gerðina. Þegar Tindfjallaskáli var upp- haflega byggður var rekaviðurinn sóttur í Skógafjöru, tilhöggvinn í Reykjavík og efnið í húsið svo flutt á hestum í Tindfjöll. Þegar skálinn var endurgerður var hins vegar kominn bílvegur á staðinn. Tindfjallaskáli tekur 10 manns. Eiga einnig skála í Tindfjöllum HAFA ÁÐUR ENDURBYGGT FJALLASKÁLA Í BYGGÐ Endurbyggður Tindfjallaskáli Guttormur Björn Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.