Morgunblaðið - 17.03.2012, Side 31

Morgunblaðið - 17.03.2012, Side 31
FRÉTTIR 31Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 Rekstrarhagnaður (EBIT) Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2011 nam 12,35 milljörðum króna og jókst um 6,4 milljarða frá fyrra ári. Launa- og rekstrarkostnaður dróst sömuleiðis töluvert saman á milli ára, auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins juk- ust um 5,7 milljarða. Fram kemur í fréttatilkynningu frá OR að allir þættir aðgerðaáætlunar fyrirtækis- ins, sem samþykkt var fyrir ári, hafa staðist. Tap Orkuveitu Reykjavíkur nam hins vegar 556 milljónum króna á síðasta ári samanborið við hagnað upp á 13,7 milljarða króna árið 2010. Helsta skýringin á tapi OR eru fjár- magnsgjöld upp á 19,7 milljarða króna árið 2011 samanborið við fjármagnstekjur upp á 10,8 millj- arða árið 2010. Í tilkynning- unni er haft eftir Bjarna Bjarna- syni, forstjóra OR, að skuldabyrðin sé „þung og sveiflur í ytri þáttum hafa mikil áhrif á fjármagnsliði upp- gjörsins. Álverð og gengi krónunnar skiluðu þannig 14 milljörðum tekju- megin 2010 en svipaðri fjárhæð gjaldamegin 2011“. hordur@mbl.is Sex milljarða rekstr- arbati hjá OR OR Afkoman batn- aði á síðasta ári.  Launa- og rekstrarkostnaður dregst sam- an á meðan tekjur aukast um 5,7 milljarða Margt Fjöldi fjárfesta og fulltrúa útgerða sótti fund Sjávarklasans um nýsköpun sem haldinn var í Grindavík. Tíu fyrirtæki á Suðurnesjum hafa að markmiði margháttaða fullvinnslu afurða allt frá hausaþurrkun til pró- teinframleiðslu. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi sjávarklasans í Grindavík á fimmtudaginn. Þar kynntu tólf lítil tæknifyrirtæki starf- semi sína og framtíðaráætlanir. Fulltrúar allra viðskiptabankanna sóttu fundinn ásamt ýmsum fjár- festum og forsvarsmönnum útgerð- arfyrirtækja. Fyrirtækin sem kynntu áætlanir sínar eiga það sameiginlegt að hafa þróað ýmsan búnað eða tækni við vinnslu sem stefnt er að því að auka útflutning á. Á fundinum kom fram að í und- irbúningi væri stofnun sérstaks klasa um fullvinnslu afurða á Íslandi með aðsetur í Grindavík. Þá er í und- irbúningi á svæðinu ný verksmiðja sem mun vinna úr aukaafurðum fisksins. Framtíðarsýnin er að þessi verksmiðja breyti fiskislógi í verð- mæt heilsubótarefni og lyf. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, sagði á fundinum að ný tæknifyrirtæki sem sprottin eru úr sjávarútvegi opnuðu ný og spennandi atvinnutækifæri. Á fundinum voru m.a. kynntir plástrar úr roði, snyrtivörur sem gerðar eru úr maga þorsksins, tækni sem bætir geymsluþol fisks, skynj- arar sem fylgjast með hitastigi vör- unnar frá því fiskurinn er veiddur og þar til hann er kominn í borð versl- unar og ýmsar umhverfisvænar tæknilausnir. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, sagði ánægjulegast eftir svona fundi hve margir gestanna hefðu ekki gert sér grein fyrir þeim krafti sem væri í tæknifyrirtækjum í sjávarklasanum. „Markmið okkar var að tengja sam- an frumkvöðla og fjárfesta og vekja áhuga fjárfesta á fullvinnslu og tæknifyrirtækjum í sjávarklasanum. Svo kemur bara í ljós síðar hvort þetta hafi skilað raunverulegum ár- angri,“ segir Þór. borkur@mbl.is Gróska í hliðargrein- um í sjávarútvegi Fyrirtækin á fundinum » Þau fyrirtæki sem kynntu starfsemi sína eru Controlant, Dis, Gaia, Ice-West, iMonIT, Ís- lensk matorka, Kerecis, Mode Slurry Ice, Optimal, Zymetech og Trackwell. » Auk fyrirtækjanna sem eru í sjávarútveginum kynnti Orf líf- tækni starfsemi sína en fyrir- tækið hefur meðal annars að- setur í Grindavík.  Í undirbúningi er stofnun klasa um fullvinnslu afurða með aðsetur í Grindavík  Ný verksmiðja mun rísa þar Verð kr. 34.980.- Stgr. kr. 31.800.- Magnari, útvarp, iPod stöð og klukka. Magnari, útvarp, iPod stöð og klukka. Verð kr. 98.600.- Stgr. kr. 86.800.- EARS WiFi Rating Hönnun 10.0 Tengimöguleikar 10.0 Hljómgæði 10.0 4 litir. fermingargjöfin... genevalab.com GENEVA XS Verð kr. 68.800.- Stgr. kr. 58.800.- Ferðatæki með hleðslurafhlöðu. Stereo Bluetooth móttakari, útvarp, klukka og vekjaraklukka. 3 litir. 3 litir. GENEVA S GENEVA M Grandagarði 8 | Sími: 862 9010 | kokkurinn@kokkurinn.is veisluþjónusta hinna vandlátu Kokkurinn hjálpar þér að halda hina fullkomnu veislu Árshátíðir Brúðkaup Erfidrykkjur Fermingar Fundir Kynningar Þema kokkurinn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.