Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 Rekstrarhagnaður (EBIT) Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2011 nam 12,35 milljörðum króna og jókst um 6,4 milljarða frá fyrra ári. Launa- og rekstrarkostnaður dróst sömuleiðis töluvert saman á milli ára, auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins juk- ust um 5,7 milljarða. Fram kemur í fréttatilkynningu frá OR að allir þættir aðgerðaáætlunar fyrirtækis- ins, sem samþykkt var fyrir ári, hafa staðist. Tap Orkuveitu Reykjavíkur nam hins vegar 556 milljónum króna á síðasta ári samanborið við hagnað upp á 13,7 milljarða króna árið 2010. Helsta skýringin á tapi OR eru fjár- magnsgjöld upp á 19,7 milljarða króna árið 2011 samanborið við fjármagnstekjur upp á 10,8 millj- arða árið 2010. Í tilkynning- unni er haft eftir Bjarna Bjarna- syni, forstjóra OR, að skuldabyrðin sé „þung og sveiflur í ytri þáttum hafa mikil áhrif á fjármagnsliði upp- gjörsins. Álverð og gengi krónunnar skiluðu þannig 14 milljörðum tekju- megin 2010 en svipaðri fjárhæð gjaldamegin 2011“. hordur@mbl.is Sex milljarða rekstr- arbati hjá OR OR Afkoman batn- aði á síðasta ári.  Launa- og rekstrarkostnaður dregst sam- an á meðan tekjur aukast um 5,7 milljarða Margt Fjöldi fjárfesta og fulltrúa útgerða sótti fund Sjávarklasans um nýsköpun sem haldinn var í Grindavík. Tíu fyrirtæki á Suðurnesjum hafa að markmiði margháttaða fullvinnslu afurða allt frá hausaþurrkun til pró- teinframleiðslu. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi sjávarklasans í Grindavík á fimmtudaginn. Þar kynntu tólf lítil tæknifyrirtæki starf- semi sína og framtíðaráætlanir. Fulltrúar allra viðskiptabankanna sóttu fundinn ásamt ýmsum fjár- festum og forsvarsmönnum útgerð- arfyrirtækja. Fyrirtækin sem kynntu áætlanir sínar eiga það sameiginlegt að hafa þróað ýmsan búnað eða tækni við vinnslu sem stefnt er að því að auka útflutning á. Á fundinum kom fram að í und- irbúningi væri stofnun sérstaks klasa um fullvinnslu afurða á Íslandi með aðsetur í Grindavík. Þá er í und- irbúningi á svæðinu ný verksmiðja sem mun vinna úr aukaafurðum fisksins. Framtíðarsýnin er að þessi verksmiðja breyti fiskislógi í verð- mæt heilsubótarefni og lyf. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, sagði á fundinum að ný tæknifyrirtæki sem sprottin eru úr sjávarútvegi opnuðu ný og spennandi atvinnutækifæri. Á fundinum voru m.a. kynntir plástrar úr roði, snyrtivörur sem gerðar eru úr maga þorsksins, tækni sem bætir geymsluþol fisks, skynj- arar sem fylgjast með hitastigi vör- unnar frá því fiskurinn er veiddur og þar til hann er kominn í borð versl- unar og ýmsar umhverfisvænar tæknilausnir. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, sagði ánægjulegast eftir svona fundi hve margir gestanna hefðu ekki gert sér grein fyrir þeim krafti sem væri í tæknifyrirtækjum í sjávarklasanum. „Markmið okkar var að tengja sam- an frumkvöðla og fjárfesta og vekja áhuga fjárfesta á fullvinnslu og tæknifyrirtækjum í sjávarklasanum. Svo kemur bara í ljós síðar hvort þetta hafi skilað raunverulegum ár- angri,“ segir Þór. borkur@mbl.is Gróska í hliðargrein- um í sjávarútvegi Fyrirtækin á fundinum » Þau fyrirtæki sem kynntu starfsemi sína eru Controlant, Dis, Gaia, Ice-West, iMonIT, Ís- lensk matorka, Kerecis, Mode Slurry Ice, Optimal, Zymetech og Trackwell. » Auk fyrirtækjanna sem eru í sjávarútveginum kynnti Orf líf- tækni starfsemi sína en fyrir- tækið hefur meðal annars að- setur í Grindavík.  Í undirbúningi er stofnun klasa um fullvinnslu afurða með aðsetur í Grindavík  Ný verksmiðja mun rísa þar Verð kr. 34.980.- Stgr. kr. 31.800.- Magnari, útvarp, iPod stöð og klukka. Magnari, útvarp, iPod stöð og klukka. Verð kr. 98.600.- Stgr. kr. 86.800.- EARS WiFi Rating Hönnun 10.0 Tengimöguleikar 10.0 Hljómgæði 10.0 4 litir. fermingargjöfin... genevalab.com GENEVA XS Verð kr. 68.800.- Stgr. kr. 58.800.- Ferðatæki með hleðslurafhlöðu. Stereo Bluetooth móttakari, útvarp, klukka og vekjaraklukka. 3 litir. 3 litir. GENEVA S GENEVA M Grandagarði 8 | Sími: 862 9010 | kokkurinn@kokkurinn.is veisluþjónusta hinna vandlátu Kokkurinn hjálpar þér að halda hina fullkomnu veislu Árshátíðir Brúðkaup Erfidrykkjur Fermingar Fundir Kynningar Þema kokkurinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.