Morgunblaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Nú þegar rétt tæplega þrír mánuðir eru liðnir frá dómi Hæstaréttar um vexti gengistryggðra lána er loks von á frumniðurstöðu samráðshóps full- trúa fjármálastofnana, Samtaka fjár- málafyrirtækja, umboðsmanns skuldara, Neytendastofu og tals- manns neytenda um hvernig beri að túlka hann og greina álitaefni sem tengjast honum. Lögfræðingar fyrir hönd umboðs- manns skuldara og bankanna voru í gær að fínpússa skjal þar sem álita- efni sem komu upp við dóminn í febr- úar eru greind. Búist er við að nið- urstaða þeirra verði kynnt fljótlega. Þarf nokkur dómsmál Sá fjöldi fólks sem bíður eftir að fá lán sín endurreiknuð þarf þó að bíða enn því að greining lögfræðinganna lýtur að því hvaða spurningum þurfi að svara áður en hægt verður að byrja að reikna upp á nýtt. „Úr þessum álitaefnum verður ekki skorið nema fyrir dómi. Þau eru það mörg að það er ekki hægt að end- urreikna lánin á grundvelli dómsins. Einhver mál eru fyrir dómstólum núna,“ segir Svanborg Sigmarsdótt- ir, upplýsingafulltrúi hjá umboðs- manni skuldara. Hún segir þó ekki víst hvort hægt verði að notast við niðurstöðu þeirra dómsmála sem séu þegar í gangi eða hvort lántakendur eða lánastofnanir eftir atvikum þurfi að höfða ný mál. „Það geta verið önnur álitamál fyr- ir lögaðila en fyrir einstaklinga, hvort fólk var í skilum eða ekki og hvort lánið hafi verið til lengri eða skemmri tíma. Sumum spurningum verður væntanlega hægt að svara í einu dómsmáli en ég held að það þurfi örugglega nokkur sem vonandi verð- ur hægt að reka samhliða svo þetta taki sem stystan tíma,“ segir hún. „Ég tel að það þurfi ekkert samráð til að finna út stöðuna á þessu láni. Dómurinn hefur fordæmisgildi. Slita- stjórn er ekki dómstóll og á að inn- heimta kröfur eftir því sem lög standa til. Það er búið að dæma hvernig á að gera þetta,“ segir Ragn- ar Hall, lögmaður hjónanna sem höfðu sigur gegn slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans í hæstaréttar- málinu. Hann hefur lagt fram kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að slitastjórninni verði vikið frá þar sem lán þeirra hafi enn ekki verið reiknað upp á nýtt. Þeir sem séu læsir á dóm- inn sjái það að því sé slegið föstu að bankinn mátti ekki reikna lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans aft- urvirkt fram að dómnum 2010 þar sem gengistryggingu var hnekkt. „Hann þarf að leiðrétta þá útreikn- inga og það er mjög einfalt mál. Það þarf enga þrjá mánuði,“ segir hann. Engin niðurstaða um vexti fyrr en eftir fleiri dómsmál Gjaldeyrir Gengislán voru dæmd ólögleg árið 2010. Í febrúar gekk annar dómur um vexti gengisláns.  Niðurstaða samráðshóps um álitaefni eftir vaxtadóm Hæstaréttar væntanleg Sérstakur saksóknari hefur ákært fjóra karlmenn á þrítugsaldri fyrir skjalafals, umboðssvik, fjárdrátt og hylmingu. Þáttur hvers og eins er mismunandi en mönnunum tókst að hafa af Íbúðalánasjóði og eignar- haldsfélagi tugi milljóna króna á árinu 2009. Málið komst í hámæli síðsumars 2009 en um miðjan júlí barst efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra kæra á hendur fimm mönnum vegna skjalafals og fjársvika. Maður sem lenti í klóm svika- hrappanna lýsti því að þeir hefðu náð til sín eignarhaldsfélagi hans með því að falsa tilkynningu til hlutafélagaskrár. Síðan seldu þeir íbúð í eigu félagsins til konu einnar, sem hafði ekki hugmynd um að brögð væru í tafli. Ákærðir fyrir að svíkja tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði „Það er trúnaðarmál. Portus er einkahlutafélag og fellur því ekki undir reglur opinberra aðila um upplýsingagjöf,“ segir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Totus, spurður hverjir sóttu um stöðu for- stjóra hjá Hörpunni. Fjörutíu og fjórir sóttu um starf- ið sem auglýst var í mars og var Halldór Guðmundsson ráðinn for- stjóri í síðustu viku. Höfðu þá fimm verið valdir úr hópnum eftir for- viðtöl og fóru þeir sem hæfastir þóttu í alls þrjú viðtöl. Að sögn Péturs er ætlunin að bræða Portus og dótturfélögin tvö, Totus og Ago, saman í eitt félag sem nýráðinn forstjóri fer fyrir. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um nafn félagsins. Við Reykjavíkurhöfn Harpa að kvöldlagi. Trúnaður um um- sækjendur í Hörpu Morgunblaðið/Júlíus Hæstiréttur staðfesti í gær gæslu- varðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem hefur játað að hafa reynt að verða eiginkonu föður síns að bana þann 1. apríl sl. Í úrskurðinum segir að tilviljun hafi ráðið því að bani hlaust ekki af. Maðurinn réðst tví- vegis að konunni með nokkurra klukkustunda millibili og vitni að seinni árásinni segjast hafa heyrt hann segja: „Ég er að reyna að drepa hana.“ Konan leitaði á lögreglustöð laust eftir miðnætti og sagði að sonur eig- inmanns hennar hefði lagt á hana hendur þar sem þau voru stödd í íbúð hennar og hún flúið af vettvangi. Hún óskaði eftir að manninum yrði vísað úr íbúðinni, sem lögregla gerði. Í kjölfarið skýrði konan frá því að maðurinn hefði ráðist á hana í kjölfar ásakana um að hún hefði stolið af honum 1.500 krónum. Hann hefði tekið hana kverkataki og kýlt hana í síðu, hendur og andlit. Þá hefði hann reynt að kæfa hana með því að halda kodda fyrir andliti hennar. Áður hefði maðurinn sagt við hana að hún yrði að hverfa úr lífi föður hans ann- ars myndi hann drepa hana. Síðar sömu nótt, eða kl. 5.15, barst tilkynning um að kona væri fyrir framan umrætt hús og hrópaði eftir hjálp. Þegar lögregla kom á vettvang héldu þrír karlmenn umræddum árásarmanni en konan lá meðvitund- arlaus í jörðinni um tveimur metrum frá. Á vettvangi fannst stór kerta- stjaki sem reyndist vera bareflið sem notað var við árásina. 6 ára sonur skelfingu lostinn Fjöldi vitna hafi verið að árásinni en þau lýsi því að hafa heyrt brot- hljóð frá íbúð konunnar og einhverjir hafi orðið varir við hana hlaupa um stigaganginn og þaðan út. Vitni segj- ast hafa heyrt mikil öskur og læti. Út um gluggann hafi vitnin síðan séð árásarmanninn ofan á konunni. Fyrst hafi kærði slegið konuna ítrek- að í höfuðið með áhaldi en síðan hafi hann gert sig líklegan til að kyrkja hana. Vitni segjast hafa heyrt kærða segja „ég er að reyna að drepa hana“. Þá hafi einnig verið á vett- vangi lítið barn, sem reyndist vera 6 ára gamall sonur konunnar sem einn nágranninn hafi tekið inn í íbúð til sín til að hlúa að honum en hann hafi óttast það mjög að móðir hans væri dáin. Klifraði upp á 2. hæð Árásarmaðurinn var blóðugur á höndum og viðurkenndi á vettvangi að hafa skorist þegar hann braut sér leið gegnum svalahurð á íbúð kon- unnar en íbúðin er á 2. hæð og hafði hann klifrað upp. Hann viðurkenndi jafnframt á vettvangi að hafa ætla að drepa konuna sem hefði eyðilagt líf hans og föður hans. Í vottorði sérfræðilæknis kemur fram að konan hafi verið með þrjá djúpa skurði á höfði og þann fjórða á enni, marin og blá. Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn sé talinn hættulegur um- hverfi sínu og óttast bæði faðir hans og konan að hann muni reyna að drepa konuna verði hann látinn laus. Manninum var gert að gangast undir geðrannsókn. „Ég er að reyna að drepa hana“  Réðst tvívegis að eiginkonu föður síns með stuttu millibili Morgunblaðið/Kristinn „Eins og Ragn- ari er fullkunn- ugt um og búið er að fara yfir með honum á fundum og bréf- lega leikur veru- legur vafi á hvernig beri að haga end- urútreikningi þessara lána,“ segir Hlynur Jónsson, formaður slitastjórnar Frjálsa fjárfesting- arbankans, um kröfu Ragnars Hall um að stjórninni verði vikið frá. Dómsorðið hafi verið efnt að fullu og hjónunum hafi verið greiddur dæmdur málskostn- aður. „Hvað varðar endurútreikn- inginn eru umbjóðendur hans ekki í neinni sérstöðu. Það þarf að endurútreikna hjá öllum í sambærilegri stöðu,“ segir Hlynur. Búið að fullnusta dóminn SLITASTJÓRN FRJÁLSA FJÁRFESTINGARBANKANS Hlynur Jónsson Vísindadagar unga fólksins Undanfarin vor hafa nemendur fram- haldsskóla átt þess kost að koma að Hvanneyri og dvelja þar í nokkra daga til að kynnast ýmsum greinum náttúru- vísinda og komast í snertingu við vísindalegt starf. Enn er hægt að sækja um pláss á vísindadögum 21. - 24. maí. Nemendur á náttúrufræðibrautum ganga fyrir. Miðað er við að umsækjendur séu að hefja annað eða þriðja ár í framhaldsskóla í haust. Hópinn skipa 20 nemendur. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu LbhÍ www.lbhi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.