Morgunblaðið - 09.05.2012, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
Dagana 8. maí til 7. júní mun sveit
frá bandaríska flughernum sinna
loftrýmisgæslu NATO á Íslandi.
Það er stefna NATO að aðildarríki
þess sjái um loftrýmisgæslu á Ís-
landi til þess að tryggja loftrými að-
ildarríkjanna.
Flugsveitir bandaríska flughers-
ins koma frá þremur löndum
(Bandaríkjunum, Bretlandi og
Þýskalandi) til að taka þátt í verk-
efninu. Þrír starfsmenn frá Eist-
landi, sem er aðildarríki NATO,
taka þátt í verkefninu en þeir eru í
starfskynningu. Bandarísku sveit-
irnar verða á vakt allan sólarhring-
inn við loftrýmisgæsluna. F-15 orr-
ustuþoturnar geta tekið á loft með
innan við fimm til tíu mínútna fyrir-
vara.
Gæta loftrýmis
yfir landinu
Ákveðið hefur verið að endur-
vekja starfsemi Amerísk-íslenska
viðskiptaráðsins (AMÍS) með það
að markmiði að styrkja samskipti
Íslands og Bandaríkjanna á sviði
viðskipta, verslunar, menningar-
og menntamála. Stofnfundur verð-
ur haldinn fimmtudaginn 10. maí,
kl. 8.00-9.00 á Hilton Nordica.
Þegar hafa 60 fyrirtæki skráð sig
í ráðið.
Á stofnfundinum verður kjörin
stjórn og formaður ráðsins.
Meðal þeirra sem ávarpa fund-
argesti að lokinni stofnun verða
nýkjörinn formaður AMIS,
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra, Luis E. Arrega, sendi-
herra Bandaríkjanna, og Michael
B. Hancock, borgarstjóri í Denver
í Colorado.
Starfsemi AMÍS
endurvakin
Erik Rothgard frá Bandaríkjunum
segir frá róttæku verkalýðssamtök-
unum IWW (Industrial Workers of
the World) á opnum fundi Rauðs
vettvangs í Friðarhúsi, Njálsgötu
87, fimmtudagskvöldið 10. maí kl.
20.00. Rothgard starfar með IWW í
Bandaríkjunum, þar sem hann hef-
ur m.a. fengist við að skipuleggja
inngöngu starfsfólks Starbucks-
keðjunnar í verkalýðsfélög. Eftir
framsögu hans verða umræður.
Allir eru velkomnir.
Rauður vettvangur
„Stjórnmálaþátt-
taka við eldhús-
borðið – er það
framtíðin?“ er yf-
irskrift opins fyr-
irlesturs dr.
Hauks Arnþórs-
sonar um netlýð-
ræði sem haldinn
verður miðviku-
daginn 9. maí kl.
12-13 í Lögbergi, stofu 101 Háskóla
Íslands.
Fyrirlesari er dr. Haukur Arn-
þórsson, stjórnsýslufræðingur og
sérfræðingur á sviði rafrænnar
stjórnsýslu. Í fyrirlestri sínum mun
hann m.a. fjalla um vaxandi áhrif
netsins á lýðræðið. Dregnar eru
fram jákvæðar og neikvæðar sviðs-
myndir um hið fullkomna upplýs-
ingasamfélag og nýja möguleika
netsins til lýðræðisumbóta.
Ræðir vaxandi áhrif
netsins á lýðræðið
Haukur Arnþórsson
STUTT
Rannsókn á hnífstunguárás á lög-
mannsstofu í Lágmúla hinn 5. mars
sl. er á lokastigi, að sögn Björgvins
Björgvinssonar, aðstoðaryfirlög-
regluþjóns hjá embætti ríkislög-
reglustjóra.
Vonast er til að málið verði sent til
ákærusviðs lögreglunnar í næstu
viku en þaðan fer það til ríkissak-
sóknara.
Björgvin segir að verið sé að bíða
eftir niðurstöðum DNA-rannsóknar
sem var gerð í Svíþjóð og niðurstöð-
um úr geðrannsókn sem Guðgeiri
Guðmundssyni, sem játaði á sig
árásina, var gert að undirgangast.
„Við vonumst til að geta lokið þessu í
næstu viku og sent málið til ákæru-
sviðs en það er háð því að við fáum
þessi gögn,“ segir Björgvin.
Karlmaður á sextugsaldri hlaut
mörg stungusár í árásinni en sam-
starfsfélagi hans, sem reyndi að
skakka leikinn, var stunginn tvisvar í
lærið. Manninum var haldið sofandi í
öndunarvél á gjörgæsludeild Land-
spítalans í nokkrar vikur og var um
tíma í lífshættu.
Á lokastigi Rannsókn á hnífstunguárás, sem gerð var á starfsmenn lög-
fræðistofu, er á lokastigi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Rannsókn á hníf-
stunguárás að ljúka