Morgunblaðið - 09.05.2012, Page 16

Morgunblaðið - 09.05.2012, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012 Stofnfundur Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins Stofnfundur Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins verður haldinn fimmtudaginn 10. maí, kl. 8.00-9.00 á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Markmið með stofnun ráðsins er að styrkja samskipti Íslands og Bandaríkjanna á sviði viðskipta, verslunar, menningar- og menntamála. Ávörp að lokinni stofnun viðskiptaráðsins: Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna Michael B. Hancock, borgarstjóri Denver í Colorado Skráning og nánari upplýsingar hjá kristin@chamber.is FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Flest sveitarfélög glíma enn við erf- iðar afleiðingar kreppunnar og ofur þunga skuldabyrði en ársreikningar fyrir síðasta ár, sem lagðir hafa verið fram á umliðnum vikum, bera þó með sér að fjárhagsleg afkoma margra sveitarfélaga hefur batnað umtalsvert á sama tíma og útkoman er undir áætlunum í öðrum. Skuld- irnar eru enn miklar en útsvarstekj- ur hafa aukist verulega. Ráðist hefur verið í miklar hag- ræðingaraðgerðir og endurskoðun rekstrar. Sé litið á uppgjör átta stærstu sveitarfélaganna, miðað við íbúafjölda, fyrir síðasta ár, kemur í ljós að þau voru flest rekin með halla í fyrra, bæði ef litið er á A-hluta og B-hluta, en hjá nokkrum þeirra var afkoman þó betri en áætlanir þeirra gerðu ráð fyrir. Hjá öðrum var út- koman verri. Fjármagnskostnaður vegur þar þungt. Mikill halli borgarinnar Afkoma Reykjavíkurborgar var til muna lakari í fyrra en ráð var fyrir gert. Tæplega 4,7 milljarða kr. halli var á samstæðu borgarinnar (A- og B-hluta), að stórum hluta vegna gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga upp á tæpa 4,4 milljarða. Halli á rekstri A-hlutans var 2,8 milljarðar. Síðari umræða um ársreikning borg- arinnar fór fram í borgarstjórn í gær. Verulegur halli var einnig hjá Kópavogsbæ í fyrra. Rekstraraf- koma samstæðunnar (A- og B-hluta) var neikvæð um 751 milljón króna. Í fjárhagsáætlun hafði þvert á móti verið gert ráð fyrir jákvæðri rekstr- arniðurstöðu upp á 111 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A-hlutans var líka neikvæð um 555 millj. kr. hjá Kópavogsbæ, sem er til muna lakari niðurstaða en áætlað hafði verið. Skv. upplýsingum bæjarins skýrist neikvæð afkoma fyrst og fremst af gengistapi sem var 523 milljónir, meiri verðbólgu en áætlað var og aukinni gjaldfærslu á lífeyrisskuld- bindingum. Skuldir A- og B-hluta voru að meðtöldum lífeyrisskuld- bindingum 44,4 milljarðar um sein- ustu áramót. Eins milljarðs halli á samstæð- unni hjá Hafnarfjarðarbæ Hafnarfjarðarbær hefur átt við al- varlegan fjárhagsvanda að etja og unnið að því að létta á skuldabyrð- inni í samningum við erlenda lánar- drottna. Skv. ársreikningi sem til umfjöllunar var í gær í bæjarstjórn, batnar þó afkoma bæjarsjóðs fyrir fjármagnsliði, bæði A-hluta og sam- stæðureiknings A- og B-hluta, á milli ára. Rekstrarniðurstaða ársins í A- hluta að meðtöldum fjármagnsliðum var þó neikvæð um alls 824 millj. kr. og í A- og B-hluta samanlagt var hún neikvæð um rúmlega einn milljarð. Fjármagnsliðir vega þungt í rekstri sveitarfélagsins og voru 2.789 millj. kr en þar af eru áfallnar verðbætur og gengismunur 1.616 millj. kr. Skuldir og skuldbindingar námu 39 milljörðum og hækkuðu um tæplega 1,2 milljarða á árinu þrátt fyrir greiðslu langtímaskulda upp á 1.163 millj. kr. Afkoman batnaði á Akureyri Hallarekstur átti sér einnig stað hjá Akureyrarbæ í fyrra en afkoman varð þó betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaðan fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1,1 milljarð en eftir fjármagnsliði og skatta var halli A- og B-hluta 419 milljónir. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir neikvæðri afkomu upp á 646 milljónir kr. Skuldir Akureyrar- bæjar að meðtöldum lífeyrisskuld- bindingum stóðu í 22,5 milljörðum kr. um seinustu áramót. Reykjanesbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem hafa átt í miklum fjárhagslegum erfiðleikum og fengið aukaframlag úr Jöfnunarsjóði til að greiða úr þeim. Ársreikningur Reykjanesbæjar ber hins vegar með sér að reksturinn hafi gengið vel í fyrra og var rekstrarafgangur upp á rúmlega 1,3 milljarða fyrir fjár- magnsliði á árinu. Reykjanesbær og Garðabær voru einu sveitarfélögin í hópi átta stærstu sem skiluðu jákvæðri rekstrarniðurstöðu af A-hluta bæj- arsjóðs í fyrra. Í Reykjanesbæ var afgangurinn 33,3 milljónir. Hjá bæj- arsjóði Garðabæjar var hann hins vegar rúmlega 284 milljónir og einn- ig varð afgangur af samstæðunni hjá Garðabæ í fyrra upp á 352 milljónir. Garðabær er eina sveitarfélagið í hópi átta stærstu sem skilaði já- kvæðri niðurstöðu af bæði A- og B- hluta á seinasta ári. Þetta er mun betri afkoma en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, þar sem rekstraraf- gangur var áætlaður 75 millj. Þetta má fyrst og fremst rekja til hærri tekna, m.a. vegna fjölgunar íbúa um- fram spár, skv. upplýsingum bæjar- ins. Íbúum fjölgaði einnig í Mos- fellsbæ á árinu 2011 og tekjur urðu meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Þegar tekið er tillit til fjár- magnsliða varð rekstrarniðurstaðan í Mosfellsbæ (A- og B-hluta) nei- kvæð um 26 milljónir, sem er rúm- lega 40 milljónum betri afkoma en áætlun gerði ráð fyrir. Hjá sveitarfélaginu Árborg varð afkoma samstæðunnar jákvæð annað árið í röð og hagnaður um 65 milljónir fyrir skatta. 181 millj- ónar halli varð þó á A-hluta bæjar- sjóðs eftir fjármagnsliði. Skulda- hlutfallið hjá sveitarfélaginu lækkaði úr 203% í 173% en skuldir eru enn háar. Skv. upplýsingum sveitarfélagsins hefur skuldasöfnunin verið stöðvuð og rekstur sveitarfélagsins er sagð- ur vera orðinn sjálfbær. Fjármagns- gjöld vega enn þungt hjá Árborg og voru 717 milljónir kr. hjá samstæðu sveitarfélagsins. Flest glíma við halla og skuldir  Misjöfn afkoma stærstu sveitarfélaga í fyrra  Rekstur og fjárhaldsstjórn gekk þó betur í nokkrum stórum sveitarfélögum en áætlanir gerðu ráð fyrir  Tekjur hafa aukist en skuldir eru enn mjög háar Afkoma og skuldir 8 stærstu sveitarfélaganna Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Akureyri Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Árborg -2.808.152 -554.591 -823.714 -720.964 33.339 284.848 -10.410 -180.896 -4.674.891 -750.938 -1.016.076 -410.300 -653.680 352.290 -26.543 35.251 45.411.543 28.754.399 25.130.922 14.609.763 23.141.703 4.590.829 6.591.042 6.780.306 305.679.328 40.103.082 33.031.437 21.210.897 37.505.394 5.168.428 7.434.093 8.016.023 Rekstrarniðurstaða á árinu 2011 í þúsundum kr. Skuldir 31. Desember 2011 (án skuldbindinga) í þúsundum kr. A-hluti Samstæða (A og B hluti) Skuldir A-hluti (án skuldbindinga) Skuldir samstæðu (A- og B hluti) Útsvarstekjur allra sveitarfélaga 2008-2011 Raunvirt er með vísitölu neysluverðs. Ársfjórðungslegar tölur. 12 mánaða breyting (%) 20 15 10 5 0 -5 -10 -15 % 2008 2009 2010 2011 Heimild: Hagvísar Seðlabanka Íslands Brúttóskuldir allra sveitarfélaga 1980-2011 Skuldir eru án lífeyrisskuldbindinga og hlutabréfaeignar.Viðskiptaskuldir nettaðar út á eignahlið. % af VLF 10 8 6 4 2 0 % Heimild: Hagvísar Seðlabanka Íslands 1980 1990 2000 2010 Fjárfesting allra sveitarfélaga 2008-2011 Raunvirt er með vísitölu neysluverðs. Ársfjórðungslegar tölur. 12 mánaða breyting (%) 40 30 20 10 0 -10 -20 -30 -40 -50 % Heimild: Hagvísar Seðlabanka Íslands 2008 2009 2010 2011 Ársreikn- ingar sveit- arfélaga eru í flestum til- vikum enn til umræðu í sveitar- stjórnum og hefur Sam- band ís- lenskra sveitarfé- laga því ekki enn fengið ná- kvæmt yfirlit yfir afkomu þeirra í fyrra og hvernig þeim hefur gengið að standast áætlanir. Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, tekur undir að sjá megi jákvæð merki í fjárhags- uppgjörum og tekjur hafi aukist verulega. Hann bendir hins veg- ar á að fjárfesting í sveitar- félögum er enn mjög lítil. „Þau eru eðlilega ennþá að takast á við afleiðingar hrunsins og eru þau mörg hver að vinna að því að ná takmarkinu um að vera ekki með skuldir yfir 150% af tekjum en þau hafa reyndar tíu ár til að ná því,“ segir hann. „Þó nauðsynlegt hafi verið að skera fjárfestingar harkalega niður hef ég alla tíð haft áhyggj- ur af þessu. Framkvæmdir sveitarfélaganna eru svo mikil- vægur hluti atvinnulífsins,“ segir hann. Eftir hrunið áttu margir von á að fólk myndi í auknum mæli flytja út á landsbyggðina í leit að atvinnutækifærum en Hall- dór segir að sú hafi ekki orðið raunin. „Ákveðin landsbyggðar- sveitarfélög hafa farið verr út úr hruninu en maður reiknaði fyrir- fram með. Ég átti von á að fólki myndi fjölga úti á landi.“ Afar litlar fjárfestingar HALLDÓR HALLDÓRSSON Halldór Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.