Morgunblaðið - 09.05.2012, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
Viðskiptavinir Kjaran
eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og
prentsmiðjur sem eiga
það sameiginlegt að
gera kröfur um gæði
og góða þjónustu.
bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki
bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum.
Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem
prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit.
Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft
ekki annað tæki en bizhub C35.
Verð: 379.900 kr.
Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir
hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
Það eru
alltaf
þjálfarar
þér til
aðstoðar
… Heilsurækt fyrir konur
Sumarkortin
komin í sölu
11.900 kr.
Gilda til 10. ágúst
Æfingin hjá okkur
tekur aðeins 30 mínútur
Hringdu og f
áðu
frían prufutím
a
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Samsteypustjórn vinstri- og mið-
flokka í Danmörku kynnti í gær nýja
efnahagsáætlun til ársins 2020 þar
sem meðal annars er stefnt að því að
fjölga störfum um 180.000 á næstu
átta árum. Ennfremur er gert ráð
fyrir því að ríkisútgjöldin aukist ekki
meira en 0,8% á ári. Það markmið
sætti strax gagnrýni frá hægri og
vinstri.
Síðasta ríkisstjórn borgaralegu
flokkanna hafði stefnt að því að
ríkisútgjöldin ykjust ekki meira en
0,85% á ári. Forystumenn vinstri-
flokkanna gagnrýndu þetta mark-
mið þegar þeir voru í stjórnarand-
stöðu og lýstu því sem atlögu að
velferðarkerfinu.
Núna þegar vinstrimennirnir
eru komnir í ráðherrastólana hafa
þeir söðlað um og samþykkt sama
markmið og borgaralegu flokkarnir.
Þá bregður svo við að forystumenn
borgaralegu flokkanna eru óánægðir
með markmiðið – enda komnir í
stjórnarandstöðu.
Efast um að markmiðin náist
Lars Barfoed, leiðtogi Íhalds-
flokksins, sagði að 0,8% vöxtur í
ríkisútgjöldum væri of mikið og
ganga þyrfti lengra í því að tak-
marka útgjöldin á næstu árum. „Við
þurfum einfaldlega að veita borgur-
unum og fyrirtækjum svigrúm til að
auka einkaframtakið og gera fleiri
óháða opinberum bótum,“ hafði
fréttavefur danska ríkisútvarpsins
eftir Barfoed. Hann sagði að mörg
markmiða efnahagsáætlunarinnar
væru af hinu góða, t.a.m. það að
fjölga störfum um 180.000. Vanda-
málið væri hins vegar að ríkis-
stjórnin hefði sjálf hindrað fjölgun
starfa, meðal annars með því að
hækka skatta.
Kristian Thulesen Dahl, for-
maður þingflokks Danska þjóðar-
flokksins, lýsti markmiðinu um 0,8%
vöxt ríkisútgjalda sem kosn-
ingasvikum af hálfu vinstriflokk-
anna. Danski þjóðarflokkurinn gæti
ekki stutt efnahagsáætlunina nema
tryggt yrði að svigrúm gæfist til að
bæta heilbrigðiskerfið og þjónust-
una við eldri borgara.
Frank Aaen, talsmaður
Einingarlistans í fjármálum, kvaðst
hafa orðið fyrir vonbrigðum með
efnahagsáætlun stjórnarinnar, eink-
um það markmið að takmarka vöxt
ríkisútgjalda við 0,8% á ári. Hann
sagðist ekki telja að áætlunin yrði til
þess að störfunum fjölgaði um
180.000.
Helle Thorning Schmidt, for-
sætisráðherra og leiðtogi Jafnaðar-
mannaflokksins, sagði að í efnahags-
áætluninni væri m.a. stefnt að því að
styrkja samkeppnisstöðu danskra
fyrirtækja, þannig að störfum fjölg-
aði og færri þyrftu á fjárhagsaðstoð
að halda.
Stjórnmálaskýrandi Berlingske
sagði að efnahagsáætlunin væri
metnaðarfull en lét í ljósi efasemdir
um að stjórninni tækist að knýja
fram þær kerfisumbætur sem nauð-
synlegar væru til að ná markmið-
unum.
Reuters
Boðar umbætur Thorning-Schmidt hyggst bæta samkeppnisstöðu Dana.
Boðar 180.000 ný störf
Danska stjórnin
sætir gagnrýni frá
hægri og vinstri
Ungt fólk fái vinnu
» Thorning-Schmidt for-
sætisráðherra sagði að ekki
væri aðeins stefnt að því að
tryggja hallalaus fjárlög, held-
ur einnig að styrkja velferðar-
kerfið.
» Stjórnin hyggst leggja
áherslu á að draga úr atvinnu-
leysi meðal ungs fólks, m.a.
með fjárfestingum í mennta-
kerfinu.
Kötturinn Luca sefur í körfu sinni meðan gengilbeina
þjónar gestum á fyrsta kattaveitingahúsi Vínarborgar.
Japönsk kona opnaði veitingastaðinn á dögunum eftir
þriggja ára samningaþref við yfirvöld sem vildu
tryggja að hann stæðist kröfur um hreinlæti. Gestirnir
geta gælt við fimm ketti sem eru í hlutverki gestgjafa
og koma úr dýraathvörfum. Veitingahúsið nefnist Cafe
Neko en síðarnefnda orðið þýðir „köttur“ á japönsku.
Reuters
Fyrsta kattaveitingahús Vínar