Morgunblaðið - 09.05.2012, Side 30

Morgunblaðið - 09.05.2012, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012 Á haustmánuðum 1986 vatt stór og stæðilegur maður sér inn um dyrnar á skrifstofunni minni og vildi meina að ég væri rétti maðurinn til að endur- skoða nýstofnað félag á hans vegum. Fasið var líkt og við hefðum verið kunningjar eða jafnvel vinir um langt skeið. Manninn hafði ég aldregi séð fyrr. Hér var kominn dr. Ernir Kristján Snorrason. Hann kunni nefnilega að skrúfa frá sjarmanum þegar það átti við. Þá verður erfitt að koma við mótbárum. Þessi fundur reynd- ist upphafið að löngu samstarfi og vináttu sem entist meðan báðir lifðu. Snemma varð mér ljóst að þessi maður hafði ekki verið steyptur í mót meðal- mennskunnar. Bæði var honum það lagið að hrífa náungann með sér til að hrinda áformum sínum í framkvæmd og náði að hafa úthaldið til að sjá hlutina verða að veruleika. Þá var hann óvenjulegum gáfum gæddur og sá fyrir ýmislegt sem öðrum var hulið. Hingað komu nób- elsverðlaunahafar í læknisfræði til að falast eftir hugmyndum hans og lyfjaeinkaleyfum. Taugagreining hf. var stofnað til að hrinda í framkvæmd hug- myndum Ernis um heilarita. Félagið óx og dafnaði undir handleiðslu Ernis og var að lok- Ernir Kristján Snorrason ✝ Ernir KristjánSnorrason, geðlæknir og taugasálfræðingur, fæddist í Reykjavík 17. mars 1944. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 26. apríl 2012. Útför Ernis fór fram frá Fossvogs- kirkju 8. maí 2012. um selt til erlends keppinautar. Þá átti Ernir drýgri hlut að hugmynd og stofnun deCode en margur gerir sér grein fyrir, þó svo að hann hafi snúið við í miðri á þegar honum varð ljóst að blessaður gagnagrunnurinn væri ekki svo blessaður eftir allt saman. Í mörg ár vann hann, ásamt dr. James Murray, að þróun lyfja í enska félaginu Hunter- Fleming Ltd. Ef til vill hefði því félagi farnast betur ef leið vinar míns hefði orðið ofan í þróunarmálum þess. Seinni árin gerðist Ernir hrossabóndi á Seljabrekku í Mosfellssveit, þar sem hann hafði alist upp hjá ömmu sinni og afa á unga aldri, ásamt því að vinna áfram að lyfjaþróunarmálum og reka læknastofu. Hann var ekki ein- hamur því þrátt fyrir heilsu- leysi síðustu árin hristi hann fram úr erminni skáldsögu að því er virtist fyrirhafnarlaust. Raunar hafði hann á yngri ár- um skrifað fleiri sögur og gefið út. Ég kem til með að sakna vin- ar míns, engin símtöl seint á laugardagskvöldum til að ræða lífsgátuna. Engir óvæntir há- degisverðir til skrafs og ráða- gerða. Enginn til að segja mér að íslensku bankarnir væru gjaldþrota, en það fékk ég að heyra reglulega frá vini mínum, fyrst í lok ársins 2007 og reglu- lega eftir það fram að falli. Ekki tók endurskoðandinn það alvarlega, kollegarnir gáfu jú fyrirvaralausar áritanir í gríð og erg. En þeir eiga ekkert lausafé, vildi Ernir meina, ég trúði á áritanir og alþjóðlega staðla. Sennilega var Ernir betri endurskoðandi en margir í stéttinni. Síðustu vikur sá ég að af vini mínum var dregið. Mér þótti vænt um að heyra það sem hann sagði við mig þegar ég heimsótti hann fáeinum dög- um fyrir andlátið, ásamt nokkr- um bröndurum sem fylgdu í kaupbæti og hugleiðingum um stjörnufræði. Við Helga send- um öllum aðstandendum Ernis okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Það verður enginn til að fara í skóna hans Ernis. Sturla Jónsson. Fyrsti kaflinn í minninga- sögu okkar Ernis Snorrasonar hefst á götuhorni í borginni Aix í Suður-Frakklandi einn haust- dag árið 1966. Þar hittumst við tveir bekkjarfélagar úr MR og hafði hvorugur vitað af áform- um hins. Tveir leitandi ungir menn sem gengu um götur og hæðir borgarinnar og afbyggðu heiminn (áður en þeir þekktu hugtakið) en fundu haldreipi í nokkrum rithöfundum, hugsuð- um og heimspekingum. Þessi kafli átti að vísu formála sem var það eina ár sem Ernir sat í menntaskóla og við áttum sam- leið þar sem fagrar listir voru hafðar um hönd. En þarna í Aix upphófst félagsskapur sem ent- ist ævi hans þó að hlé yrðu á. Eftir haust í Aix og vor í París fór hvor sína leið. Ernir fékk útrás fyrir hæfileika sína í raunvísindum og tækni, í tauga- sálfræði og læknisfræði, upp- finningu lyfja og greiningar á tauga- og heilastarfsemi. Lista- áhuginn var þó áfram fyrir hendi og eftir Frakklandsdvöl- ina kom hin skarpa og frumlega skáldsaga Óttar sem speglaði spennu og angist. Angistin, angoisse, sem við ræddum sem fræðilegt fyrirbæri á göngu okkar í Aix og París, varð áþreifanleg. Ekki svo að skilja að Ernir kynni ekki ýmislegt fyrir sér í lífslistinni. Við Guðlaug minn- umst heimsóknar hans árið 1970 með frönsku konu sinni Isabelle á Kirkjubæjarklaustur þar sem við kenndum. Þá var hann fullur af þrótti, keypti sér stígvél í kaupfélaginu og dreif okkur í göngu og veiðiskap inn með Þverá sem ólmast við jaðar eldhraunsins í Fljótshverfi og líður svo um vellina. Tíminn leið og við fengum kort frá Frakklandi þar sem þau „an- noncent la naissance de leur fille Sandra“ (tilkynna fæðingu dóttur sinnar Söndru). Eftir utanlandsdvalir áttum við Guðlaug margar ánægju- stundir með Erni og Geirlaugu þar sem við m.a. nutum saman listviðburða og ræddum af ákafa á eftir heima hjá okkur eða þeim. Glæsileg hjón svo að geislaði af þeim á góðum stund- um. Listaáhuginn fékk frekara blómaskeið með nokkrum góð- um félögum í viðbót og form- gerðist í félagi sem við köll- uðum Listhús. Svo voru löng símtöl milli okkar Ernis þar sem farið var yfir allt sviðið – þjóðfélagsmálin, heimsmálin, listir – og viðraðar stórar kenn- ingar og skýringar. Ernir vildi skilja, komast til botns í hlut- unum jafnvel þótt það tæki mánuði eða ár. Þau hjón eign- uðust tvö börn saman, Ingi- björgu og Þorvald, sem voru Erni hlíf og skjól þegar á reyndi síðustu árin. Ernir kom ekki alltaf þessum stórbrotnu hugmyndum og löngunum saman við hvers- dagslegt tillit og innsæi. Í lífi hans voru umbrot og átök og margur kom sár frá þeim leik. Leið hans í síðasta kafla var að flytja á stað sem var afdrep hans í æsku, Seljabrekku í Mosfellssveit, þar sem hann stofnaði til fjölskyldu með Sól- veigu Franklínsdóttur og eign- aðist soninn Franklín Erni. Kaflarnir í lífinu sem við Ernir áttum sameiginlega verða ekki þurrkaðir út í eilífð- arminningunni. Þegar ég kvaddi hann á líknardeildinni fékk ég staðfestingu á vinátt- unni og væntumþykjunni sem stendur af sér storma og ófull- komleika. Við Guðlaug þökkum fyrir löng kynni af stórbrotnum manni. Aðstandendum öllum sendum við dýpstu samúðar- kveðjur. Þorsteinn Helgason. Við höfum misst vaskan mann úr liðinu, Ernir Snorra- son er fallinn. Við höfðum mikil samskipti um árabil. Ernir var óvenjulegur maður að mörgu leyti. Hann var stór maður vexti og það fór oft tals- vert mikið fyrir honum þar sem hann kom. Hann hafði óvenju fjölþættar gáfur, sem beindust bæði að svokölluðum húmanísk- um sviðum og sviðum raunvís- inda. Hann hafði öra skapgerð. Ernir sýndi þegar í mennta- skóla áhuga á bókmenntum. Hann lauk háskólaprófi í sál- fræði frá Université Strasbo- urg. Hann gaf ungur út ljóða- bók, Bölverkssöngva, og fljótlega fylgdi skáldsagan Ótt- ar, hvortveggja verkið lofaði mjög góðu. Næst tók Ernir sig til og nam læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Hann heillað- ist af vísindum læknisfræðinnar og vann að rannsóknum í klín- ískri taugasálfræði. Varð og sérfræðingur í geðlækningum. Hann vinnur mikilvæg vísinda- verk á nefndum sviðum, mörg í samvinnu við bestu háskóla- stofnanir í nálægum löndum og naut þar virðingar kollega. Fyrir utan læknavísindi þekkti Ernir mjög vel til í heimi bókmennta og heimspeki. Ritstörfum varð svona maður að sinna, undan því varð ekkert vikist. Handrit að fleiri en einni skáldsögu voru í vinnslu; sköp- unargáfan rík. Um þessar mundir er ný skáldsaga að koma út. Ótalið er eitt aðaláhugamál Ernis í seinni tíð, þar sem var hestamennska hans, en í hrossarækt náði hann mjög góðum árangri Ernir var ekki auðveldur maður að eiga að. Viðfangsefni hans voru mörg og krefjandi, það gat leitt til innri togstreitu þar sem fyrir ólgaði skap. Og út á við gat Ernir verið óvæg- inn og skeyti hans oddhvöss. Eins og hendir hestana þá átti Ernir það til að henda mönnum af sér. Ég sé eftir þessum skarpa samferðamanni. Maður venst því ekki að missa menn. Ég færi aðstandendum sam- úðarkveðjur. Valgarður Egilsson. Elsku amma mín. Við höfum brallað ýmislegt saman í gegnum tíðina. Það var alltaf gott að kíkja í heimsókn til þín. Margar minningar. Vetur- inn ’92 þegar við Berglind kom- um til þín á föstudögum og prjónuðum með þér. Óteljandi eru spilastundirnar okkar þar sem þú sagðir við mig þegar ég var að vinna: „Ætlarðu að fara illa með aldraða ömmu þína, stelpa,“ og svo hlógum við mik- ið. Ein spilastundin er mér eft- irminnilegust en þá bjóst þú á Sýrfelli. Ég var 7 eða 8 ára göm- ul. Ég var að tapa í veiðimann og endaði á því að henda spil- unum í gólfið. Þú réttir mér kústinn brosandi, sagðir mér að ganga frá og að það gengi betur næst. Maður yrði að læra að tapa því annars væri ekkert gaman að vinna. Það eru ekki margir sem hafa verið heppnir að eignast jafn stóra og flotta fjölskyldu og þú, amma. Hvernig sem á lífið er lit- ið þá varst þú ein ríkasta kona landsins. 8 börn, 18 barnabörn og nú eru langömmubörnin orð- in 7. Reyndar sagðir þú alltaf að þú ættir 19 barnabörn að Kappa meðtöldum. Í okkar stóru fjöl- skyldu hefur verið líf og fjör í gegnum tíðina. Eftirminnilegust er árlega veiðferðin á Arnar- vatnsheiði. Þá hittist hópurinn hjá Nonna í Borgarnesi og gisti þar í tjöldum, tjaldvögnum og inni hjá Nonna. Karlmennirnir Dagbjört Jónsdóttir ✝ Dagbjört Jóns-dóttir fæddist í Ásmúla í Ásahreppi 6. desember 1921. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 23. apríl 2012. Útför Dag- bjartar fór fram frá Keflavíkurkirkju 8. maí 2012. fóru á föstudags- kvöldinu í veiðina en við komum svo á laugardeginum. Einhverra hluta vegna voruð þú og mömmurnar mjög uppteknar að þrífa hjá Nonna á föstu- dagskvöldinu. Síðastliðin 8 ár hef ég búið í Dan- mörku. Þetta hefur ekki verið auðvelt en ég tel mig hafa þroskast og lært að standa á eigin fótum, enda hef ég all- góða fyrirmynd í þeim efnum, nefnilega þig, amma mín. Við höfum alltaf verið í góðu sam- bandi. Fyrsta árið skrifaði ég þér bréf en svo ákvað ég að það væri skemmtilegra að hringja í þig. Símtölin okkar eru mér mjög kær. Fyrir 3 árum eignuðumst við Finnur hana Elínu Sóleyju. Ég man hvað hún var hrifin af löngu sinni þegar við komum með hana í fyrsta skipti til Ís- lands. Hún hjalaði og brosti í fangi þínu. Okkur Elínu Sóleyju fannst alltaf voða ljúft að koma til þín þegar við vorum á Íslandi. Elín Sóley eða Sóleyin eins og þú kallaðir hana alltaf, mátti sko alveg taka til hjá henni löngu sinni og áttir þú alltaf eitthvert góðgæti handa henni. Ég er þakklát fyrir að hafa komið til Íslands í mars og átt dýrmætar samverustundir með þér, pabba og Elínu Sóleyju. Það var stoltur afi sem gekk inn í herbergið til þín með litla prinsessu. Hún var nú ekki lengi að fatta hver þú værir og sagði: „Setta er langa.“ Jæja, amma mín. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér af systkinum þínum og honum Nonna. Loks færð þú að hitta afa aftur eftir rúmlega 30 ára aðskilnað. Mig langar að enda þetta á textabroti úr laginu Tóta litla tindilfætt sem við sungum svo oft saman Tóta litla tindilfætt tók þann arf úr föðurætt að vilja lífsins njóta veslings litla Tóta. Maður getur alltaf á sig blómum bætt, svaraði hún Tóta litla tindilfætt. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir allt. Minninguna um þig mun ég geyma á sérstökum stað í hjarta mínu. Þín sonardóttir, María. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku amma og langamma hjartans þakkir fyrir allt. Þín er sárt saknað. Dagbjört Hulda og fjölskylda. Við kveðjum ömmu Dæju með söknuði en þökkum fyrir falleg- ar minningar sem lifa áfram um einstaka konu. Amma Dæja var ávallt glað- vær og létt í lund. Í kringum hana ríkti ró og hlýja. Hún naut þess að fá barnabörnin í heim- sókn. Það jafnaðist fátt á við það að koma við hjá ömmu eftir skóla og kasta mæðinni eftir strembinn dag. Hún tók alltaf vel á móti okkur og hafði nægan tíma til að spjalla eða grípa í spil. Amma bauð alltaf upp á kræsingar en sagði jafnan „Verst að ég á ekkert handa ykkur“ um leið og hún tíndi þær á borð. Amma var heimsins besti kokkur og verður hennar lengi minnst fyrir afrek sín í eld- húsinu. Flatkökurnar, kleinurn- ar, grjónagrauturinn og kjötboll- urnar svo eitthvað sé nefnt, allt var þetta best hjá ömmu. Hún kenndi okkur svo margt, til dæmis að búa til uppstúf og að prjóna. Hún sagði okkur sögur af því þegar hún fór ásamt afa með krakkahópinn á rússajeppanum að ferðast um landið, þá var gist í tjaldi og eldað í stórum potti á gashellu. Þegar hún bjó á Berg- inu er okkur minnisstætt þegar hún stóð við eldhúsgluggann til að taka við rabarbaranum sem við tókum upp bak við hús, svo var hann jafnvel réttur út um næsta glugga tilbúinn sem snakk þegar við máttum ekki vera að því að koma inn vegna spennandi útileikja. Amma var létt á fæti og snör í snúningum. Hún hljóp upp stiga og þrátt fyrir að vera ekki há í loftinu hoppaði hún upp í himinháar jeppabifreiðir eins og ekkert væri. Þegar við sóttum hana á jeppanum höfðum við jafnan skemil meðferðis til að auðvelda ömmu að komast í bílinn en hún var svo snögg að oftast var hún komin inn í bíl áður en nokkur fékk rönd við reist. Þetta varð oft til þess að viðstaddir höfðu áhyggjur af því að hún myndi hrasa eða ofkeyra sig en amma sýndi að hún gat allt sem hún ætlaði sér. Það var ekkert mál fyrir ömmu. Amma Dæja var góð fyrir- mynd sem við höfum lært margt gott af. Við verðum ávallt þakk- lát fyrir að hafa kynnst ömmu Dæju. Margrét, Berglind og Ásgeir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG G. STEPHENSEN kjólameistari, andaðist á Droplaugarstöðum föstudaginn 4. maí. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún M. Stephensen, Sigurbjörn Þ. Bjarnason, Hannes M. Stephensen, Annika Stephensen, Magnús M. Stephensen, Sigrún Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför JÓNS ÞORGEIRSSONAR frá Skógum. Jónína R. Björgvinsdóttir, Kristín, Björgvin, Jósef og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA ÞÓRARINSDÓTTIR, HLÍÐARVEGI 62A, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 7. maí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 16. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Hugo Rasmus, María Játvarðardóttir, Tómas Rasmus, Hlíf Erlingsdóttir, Steinunn Rasmus, Jón Árni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.