Morgunblaðið - 09.05.2012, Page 35

Morgunblaðið - 09.05.2012, Page 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012 90 ára Aleth Kristmundsson 85 ára Árni Sigurðsson Sigurður B. Þorbjörnsson Valdimar Kristjánsson 80 ára Björn H. Björnsson Daníel Gestsson Guðmundur Ingimarsson Guðmundur Jónsson Hörður Sigurbjörnsson Jens Jakob Hallgrímsson Jóhanna Árnadóttir 75 ára Friðbjörn Hólm Kristján Helgi Sveinsson 70 ára Björn Baldursson Dúa S. Hallgrímsdóttir Edith María Óladóttir Elísabet Jóhannsdóttir Elísabet Kristinsdóttir Gunnar Friðriksson Hannes Haraldsson Magnús Aadnegard Steinunn Guðlaugsdóttir 60 ára Albert Guðmundsson Anna Magnúsdóttir Eggert Valur Þorkelsson Hreinn Ómar Sigtryggs- son Ingibjörg Gísladóttir Jóhannes Bárðarson Jóhann F. Stefánsson Margrét Barðadóttir Margrét V. Þórðardóttir Ósk Sigmundsdóttir Páll Snorrason Pétur Þór Jónasson Ríkarður Már Pétursson Rósa Hanna Gústafsdóttir Svanhvít Kristjánsdóttir 50 ára Aurora Leonen Marquez Daníel Rúnar Ingólfsson Dóra Lúðvíksdóttir Eyvindur Þorgilsson Jónína Kristín Jónsdóttir Jón Víkingsson Kristín Kalmansdóttir María Andrews Petrún Björg Jónsdóttir Raquel Cornette Sesselja Svavarsdóttir Sævar Guðmundsson 40 ára Berglind Ragnarsdóttir Eyþór Gunnar Gíslason Guðjón Torfi Sigurðsson Hinrik Páll Friðriksson Hrafnhildur Gunnarsdóttir Hrafnhildur Ólafsdóttir Ingibjörg S. Friðriksdóttir Ingi Þór Steinþórsson Jelena Kuzminova Jón Þ. Guðmundsson Kristján Eðvald Torp Krzysztof Nagórski Lars Kjartan Persson Margrét Katrín Guðna- dóttir Sigurjón Birgisson Tomasz Laskowski 30 ára Alex Santiago J. Ramos Anna J. Arngrímsdóttir Bjarni Óskar Jónsson Grímur Hjörleifsson Grzegorz Rojek Lukasz Grzegorz Kowolik Nataliya Shavlay Rafal Grzybczyk Sarunas Smolskas Til hamingju með daginnnemans 1982-83, í stjórn Félagslæknanema 1985-86, í stjórn Félags íslenskra lækna í Svíþjóð 1994-95 og formaður þess 1994-95, sat í stjórn Félags sænskra lungnalækna 1994- 96, er gjaldkeri í stjórn Félags ís- lenskra lungnalækna frá 1999, sat í stjórnarnefnd Landspítala háskóla- sjúkrahúss, er formaður Fjölskyldu- og styrktarsjóðs lækna frá 2010 og situr í læknaráði Landspítala há- skólasjúkrahúss. Skógrækt og laxveiði „Auðvitað hef ég áhuga á útivist. Hver hefur það ekki?“ spyr Dóra. „Okkar útvist tekur hins vegar tölu- vert mið af skógrækt, garðrækt og lítilsháttar laxveiði. Stórfjölskyldan hefur átt sumarhús austur í Hvol- hreppi í landi Árgilsstaða í hálfa öld eða svo og þar hefur verið bætt við öðru húsi en þau er vel nýtt af stór- fjölskyldunni. Þarna höfum við systkinin stundað skógrækt og garð- rækt í allmörg ár. Við förum líka í laxveið í Miðá í Dölum á hverju ári, sem er yndislegur staður. Á báðum þessum stöðum er óhjákvæmilegt að rifja upp Íslendingasögurnar, Njálu fyrir austan og m.a. Laxdælu í Döl- unum. Árgilsstaðir eru nokkurs kon- ar ættaróðal okkar en næsti bær þar við eru Vellir. Þar bjó Mörður gígja en með honum hefst Njálssaga. Svona fer maður að tengja landið við fornbókmenntirnar, þegar árin fær- ast yfir,“ segir Dóra og hlær. Fjölskylda Maður Dóru er Einar Gunnars- son, f. 8.4. 1960, skógræktarfræð- ingur hjá Skógræktarfélagi Íslands. Hann er sonur Steindórs Gunnars Valdimarssonar, f. 25.5. 1924, d. 10.12. 2011, bónda í Teigi í Vopna- fjarðarhreppi og síðar fornbókasala í Reykjavík, og k.h. Sólveigar Ein- arsdóttur, f. 24.10. 1930, húsfreyju og síðar fulltrúa hjá Fangelsis- málastofnun ríkisins. Dóttir Dóru og Einars er Dagmar Helga, f. 29.3. 1995, nemi við VÍ. Systkini Dóru eru Dagmar Sigríð- ur Lúðvíksdóttir, f. 29.4. 1957, líf- eindafræðingur við Landspítala há- skólasjúkrahús, búsett í Reykjavík; Einar Lúðvíksson, f. 14.8. 1963, framkvæmdastjóri Veiðifélags Eystri-Rangár, búsettur á Hvols- velli. Foreldrar Dóru: Lúðvík Gizurar- son, f. 6.3. 1932, hrl. í Reykjavík, og k.h., Valgerður Guðrún Einars- dóttir, f. 17.9. 1935, d. 18.6. 2008, rit- ari í Reykjavík.Afmælisbarn Dóra í vinnunni. Úr frændgarði Dóru Lúðvíksdóttur Halldór Guðmundsson b. í Hvammi í Langadal Guðrún Bjarnadóttir húsfr. í Hvammi Þorsteinn Jónsson skrifstofum. í Rvík. Margrét Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík Ingibjörg Þorláksdóttir húsfreyja á Neskaupstað Jónas Jónsson smiður á Syrði-Brekkum Pálína Guðný Björnsdóttir húsfreyja í Syðri-BrekkumDóra Lúðvíksdóttir Lúðvík Gizurarson hrl. í Reykjavík Valgerður Guðrún Einarsd. húsfreyja í Reykjavík Einar Þorsteinsson skrifstofustj. BP Halldóra Ó. Halldórsdóttir húsfreyja í Reykjavík Dagmar Lúðvíksdóttir húsfreyja í Reykjavík Lúðvík Sigurðsson útgerðarm. á Neskaupstað Magnús Þorsteinsson barnalæknir Guðm. Steingríms. alþingismaður Steingr. Hermanns. forsætisráðherra Hermann Jónasson forsætisráðherra Ingibjörg Georgsd. læknir Margrét Georgsd. læknir Georg Lúðvíksson forstj. Ríkissp. Afmælisbarn Dóra í laxveiði. 60 ára Pétur ólst upp á Skriðuklaustri, lauk MSc.- prófi í búvísindum frá Landbúnaðarhásk. Upp- sala, var sveitarstj. Eyja- fjarðarsveitar og er fram- kvæmdastjóri Eyþings. Kona Freyja Magn- úsdóttir. f. 1956, ljósm. og hjúkrunarfræðingur. Foreldrar Jónas Pét- ursson, f. 1910, d. 1997, alþm. í Fellabæ, og Anna Jósafatsdóttir, f. 1910, d. 1984, húsfreyja. Pétur Þór Jónasson 40 ára Margrét lauk prófi í dýralækningum við KVL, er verslunarstjóri KB í Borgarnesi og dýralæknir í hjáverkum. Eiginmaður Jón Arnar Sigurþórsson, f. 1971, lög- regluþjónn. Börn þeirra: Helena Jak- obína, f. 2000; Ólafur Vernharð, f. 2004, og Katrín Jóhanna, f. 2007. Foreldrar Sigrún Vern- harðsd., f. 1940, og Guðni Ásmunds., f. 1938. Margrét Katrín Guðnadóttir Jóhann fæddist á Elliða í Staðar-sveit 9. maí 1905, sonur Sæ-mundar Sigurðssonar hrepp- stjóra og Stefaníu Jónsdóttur húsfreyju. Systir Sæmundar var Oddfríður, móðir Guðmundar heitins Ingólfssonar djasspíanósnillings. Stefanía var dóttir Jóns Jónssonar, hreppstjóra á Álftavatni, bróður Árna, langafa Böðvars, föður Sturlu, fyrrv. alþm. og ráðherra. Eiginkona Jóhanns var Sigríður, dóttir Árna Thorsteinson tónskálds, sonar Árna landfógeta, bróður Stein- gríms skálds, en afi þeirra var Hann- es Finnsson biskup. Jóhann var aðeins fimm ára er hann missti föður sinn og fór þá í fóstur að Miðhrauni í Miklaholts- hreppi til vinafólks foreldra sinna. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1926, embættisprófi í læknisfræði 1931, stundaði framhaldsnám í taugalækningum í Kaupmannahöfn og Árósum og var viðurkenndur taugasérfræðingur 1938. Jóhann var ráðinn fyrsti trygg- ingayfirlæknirinn við stofnun emb- ættisins í ársbyrjun 1937, varð pró- fessor í lyflæknisfræði við Háskóla Íslands og yfirlæknir við lyflæknis- deild Landspítalans 1948. Þá hlóðust á hann ýmis trúnaðarstörf. Hann sat í manneldisráði frá stofnun 1939, í læknaráði frá stofnun 1942, í skóla- nefnd Lyfjafræðingaskóla Íslands, sat í stjórn Rauða kross Íslands og gegndi ýmsum nefndarstörfum. Jóhann varð félagsmálaráðherra í utanþingsstjórn dr. Björns Þórðar- sonar árið 1942, sem Sveinn Björns- son ríkisstjóri skipaði eftir langvinna stjórnarkreppu. Jóhann sat hins veg- ar ekki lengi í stjórninni því hann sagði af sér ráðherradómi í apríl 1943 vegna óánægju með afstöðu og að- gerðaleysi Alþingis gagnvart verð- bólgunni. Jóhann var afburðanámsmaður, bráðskarpur, vinnusamur og afar virtur læknir. Hann var ekki síður dáður af sjúklingum sínum, enda var hann yfirlætislaus, alúðlegur og nær- gætinn læknir sem lét sér ekki síður annt um andlega líðan þeirra en lík- amlega heilsu. Hann var því mörgum harmdauði er hann lést á besta aldri, fimmtugur, hinn 6. júní 1955. Merkir Íslendingar Jóhann Sæmundsson 30 ára Grímur ólst upp í Reykjavík, lauk pófi í stærðfræði frá HÍ 2010, burtfararprófi í djasspíanó- leik frá Tónlistarskóla FÍH 2011, er forritari hjá Mint Solutions og leikur djass með Sans og fleirum. Kona Guðrún G. Björns- dóttir, f. 1983, læknir. Foreldrar Sigrún Eldjárn, f. 1954, myndlistarmaður og rithöfundur, og Hjörleif- ur Stefánsson, f. 1947, arkitekt. Grímur Hjörleifsson Alda Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur - Hér er góð rækt og góður andi! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.