Morgunblaðið - 09.05.2012, Page 36

Morgunblaðið - 09.05.2012, Page 36
36 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér er allt að því ómögulegt að hafa hugann við vinnuna í dag. Eitthvað mun fara úrskeiðis, en þannig er það og þú skalt slappa af. 20. apríl - 20. maí  Naut Eitthvað fallegt og spennandi mun gerast á heimilinu eða innan fjölskyld- unnar í dag. Aðstæður eru góðar fyrir allt sem viðkemur útiveru. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver þér eldri lumar á góð- um ráðleggingum í dag. Dragðu bara djúpt andann og taktu eitt skref í einu. Þannig kemst þú upp fjallið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að sýna fjölskyldu þinni sérstaka þolinmæði í dag, hún þarf á því að halda. Ósætti er yfirvofandi en ef þú heldur ró þinni fer allt vel. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Langi þig til þess að komast áfram á framabrautinni er allt eins líklegt að tækifæri til þess gefist í dag. Leyfðu vin- um að umvefja þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á galla í málsmeðferð annarra. Gefðu þér 3-5 tíma á viku til að sinna þér og þínum þörfum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Varastu að dreifa kröftum þínum um of því þá áttu á hættu að koma litlu sem engu í verk. Gerðu ráð fyrir að verða mikið á ferðinni og í miklum samskiptum við útlendinga. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Óvæntar gjafir eða skyndileg innkaup fyrir heimilið gleðja þig um þessar mundir. Kunnuglegt umhverfi eyk- ur á kjark þinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fólk leitar hugsanlega ráða hjá þér. Þú ert alæta á bækur. Farðu fyrr að sofa á kvöldin. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert bardagamaður. Láttu ekkert draga úr þér kjark, vandamál eru til að yfirstíga. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er ágætur tími núna til þess að víkka sjóndeildarhringinn. Gættu þess samt að fara ekki út í öfgar og finndu hinn gullna meðalveg. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú skalt halda þig við þína sann- færingu og láta ekki aðra villa um fyrir þér. Sestu niður, kannaðu stöðuna og leiktu svo þann leik sem þér þykir best- ur. Hnullungur er ljóðelskur kunn-ingi Vísnahornsins sem slær stundum á þráðinn. Hann lýsti í gær ferð með farm til Englands. „Við veiddum sumt og svo hirtum við upp dagafla bátanna á bryggjum í kring, eins og tíðkaðist í stríðinu, og fórum með farminn til Englands,“ segir hann. „Við vorum úti á Sléttunni, þá sagði kapteinninn að sér hefði láðst að taka nokkuð með sér að lesa. Það eina sem ég hafði með mér voru Fer- skeytlur eftir Miðfirðinginn Jón S. Bergmann, rúmar 70 síður og þrjár vísur á hverri síðu. Er við komum til baka eftir átta daga ferð til Grimsby, þá skilaði hann bókinni og fór með fyrstu vísuna: Eru skáldum arnfleygum æðri leiðir kunnar. En ég vel mér veginn um veldi ferskeytlunnar. Ég spurði hann út úr hinum vísum bókarinnar, stundum sagði ég fyrsta orðið, og hann kunni alla bókina ut- an að! Svona var fólkið í gamla daga þegar það átti ekki bækur, það lærði utan að eða skrifaði hjá sér. Svo spurði hann hvort ég gæti ort vísur og ég svaraði: Lánist andartökin taka tökum stinnum, milli handa stöku staka stöku sinnum.“ Hnullungur hefur ort fleira. „Einu sinni heyrði ég lesna sögu í útvarp- inu af kerlingu sem aldrei féll verk úr hendi. Þá kom mér í hug: Eg var að góna á iðin hjón einstök sjónin héðan; hann var að þjóna holdsins bón, hún var að prjóna á meðan.“ Og hann lofar umsjónarmanni að heyra „öðruvísi“ vísu, sem farið er með í lausu máli, og telur að Gísli Konráðsson sé höfundurinn: „Stjórnmálaflokkarnir sýnast sam- sekir um framúrskarandi mikla fíflsku í framferði sínu við kosn- ingar.“ Ef nánar er að gáð má greina vísu sem er svohljóðandi: Stjórnmálaflokkarnir sýnast sam sekir um framúrskar andi mikla fíflsku í fram ferði sínu við kosningar. Pálmi Jónsson á Sauðárkróki yrk- ir að gefnu tilefni: Áhrifin af óstjórn sér, alþjóð bundin kvöðum. Ríkisstjórnar fundur fer fram á Egilsstöðum. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Hnullungi, Ferskeytl- um og ríkisstjórnarfundi G æ sa m a m m a og G rí m u r G re tt ir S m áf ó lk H ró lfu r h ræ ð ile g i Fe rd in a nd FÓLK SKIPTIR MIG MEIRA MÁLI EN VERALDLEGAR EIGUR ÞAÐ ER VEGNA ÞESS AÐ EIGUR ÞÍNAR ERU SVO ÓMERKILEGAR HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ ÞAÐ? ÞAÐ ER FULLT AF HUNDUM SEM FARA Í HLÍÐNISKÓLA! SEM ERU Í FJARNÁMI? HÉRNA VITA ÞEIR NÁKVÆMLEGA HVERNIG ÉG VIL HAFA SPAGETTÍIÐ MITT ÞETTA ER UPPÁHALDS ÍTALSKI VEITINGASTAÐURINN MINN! HVAÐ ER ÞETTA HVÍTA SEM ER EFST? ÞEYTTUR RJÓMI! HINIR HUNDARNIR VORU AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞÚ VÆRIR KÖTTUR!?! ÉG ER EKKERT AÐ FLAGGA ÞVÍ AF HVERJU ER ÉG SÍÐASTUR TIL AÐ FÁ AÐ VITA ÞAÐ? JÁ ÉG SKRÁÐI SNOOPY Í HLÍÐNISKÓLA Víkverji skilur ekki af hverju hannfann ekki upp á Facebook, sem á íslensku ýmist er nefnd Fésbók eða Snjáldra. Nú stefnir í að fyrir- tækið verði sett á markað á næstu dögum og er talið að fyrirbærið sé á milli 60 og 96 milljarða dollara virði. Það eru 7.500 til 12.000 milljarðar ís- lenskra króna og reynist hærri talan nær lagi er um að ræða upphæð, sem nota mætti til að reka íslenska ríkið í rúmlega tvö ár. Víkverji rekur reyndar sýndarsjálf á Facebook, en verður að viðurkenna að athafna- semi hans þar er í lágmarki og hann því vart með lífsmarki. Hann þekkir hins vegar ýmsa, sem njóta þess að dvelja á Facebook og hafa aldrei verið betur að sé um hagi stórfjöl- skyldunnar, saumaklúbbsins og ann- arra hópa, sem hittast ekki daglega. Ugglaust er eitthvað hæft í því að margir gætu ekki ímyndað sér dag- lega tilveru án Facebook og talað er um að fyrirbærið sé að leggja undir sig heila kynslóð ungs fólks þannig að nægur er efniviðurinn. x x x En hvað er Facebook? Félags-vefurinn er fyrirbæri margra fésa. Þegar alda mótmæla fór um arabaheiminn var Facebook notað til að boða til funda. Er hann þá afl- vaki lýðræðis? Skilvirknin getur líka verið fullmikil eins og þegar stúlka ein hugðist bjóða nánustu vinum í 16 ára afmæli sitt með því að setja skilaboð á Facebook og 1.600 manns komu í partíið. Aldurstakmörk eru á aðild að Facebook, en iðulega er horft fram hjá þeim og þess dæmi að nýir félagar séu skráðir inn við fæð- ingu. Það er hins vegar full ástæða til að hafa varann á. Á netinu þrífst margt misjafnt, einelti og þaðan af verra, og það á ekkert síður við um Facebook en aðrar vistarverur þess. x x x Í flestum tilvikum er athafnaseminá Facebook auðvitað saklaus. En hvaðan koma þá verðmætin? Þau eru fólgin í því að hver sá sem fer inn á Facebook veitir aðgang að sjálfum sér. Þegar þessum aðgangi fylgja upplýsingar um smekk og venjur fólks getur hann verið ómetanlegur fyrir þá, sem vilja koma vörum sín- um á framfæri. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Kostið kapps um að kom- ast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta. (Lk. 13, 24.) Bíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is Triscan gormar, bremsu- og stýrishlutir Pöntum á fimmtudögum, varan komin á mánudegi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.