Morgunblaðið - 09.05.2012, Side 40
AF LEIKLIST
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Tækifæri fyrir leikara hafa sjaldan verið eins
mörg og í dag. Kreppan hafði lítil áhrif á list
leikhússins og hér blómstra margir leikarar.
Borgarleikhúsið hefur verið einstaklega öfl-
ugt í vetur með frábærar barnasýningar eins
og Galdrakarlinn í Oz og Jóa og baunagrasið,
fína plebbasýningu eins og Nei ráðherra, þar
sem aula- og „slapstick“-húmor er allsráðandi
og síðan þyngri og meira sláandi sýningar eins
og Tengdó og Eldfjall. Hjá mér datt einhverra
hluta vegna Þjóðleikhúsið út úr alfaraleið
þannig að ég hef ekki enn séð sýningu þar í
vetur en af umsögnum að dæma hefur víst tek-
ist vel til með leikverk eins og Afmælisveislan
og Dagleiðin langa og Vesalingarnir eru víst
hin ágætasta skemmtun.
Þrátt fyrir að menntamálaráðherrann
Hæfileikafólk í langri, mjög langri sýningu
Morgunblaðið/Golli
Nemendaleikhús Tveir nemendur á sviði.
hafi skorið niður framlög til bíómynda um
þriðjung og þannig valdið kvikmyndagerð al-
varlegu tjóni kemur á móti að tækniframfarir
hafa gert kvikmyndaframleiðslu ódýrari. Því
má alveg búast við að kvikmyndaframleiðsla
muni frekar aukast en minnka jafnvel þótt það
kæmi ráðherra í stað þessa sem væri jafnvel
enn verr við kvikmyndagerð en forveri hans.
Það var því gaman að sjá leikglaða nema
Leiklistarskólans setja á svið Óróaland í Nem-
endaleikhúsinu á dögunum. Sýningin var
reyndar ekki aðeins löng, hún var óheyrilega
löng. Tvær og hálf klukkustund leið frá því að
áhorfendur voru læstir inni og þar til þeim var
hleypt út og það án þess að fólk gæti skroppið
frá til að pissa á meðan. Það hefði mátt stytta
sýninguna um heila klukkustund ef ekki
meira. Það er ekki hægt að segja að hún hafi
verið skemmtileg, hún var það löng og mikið
um slappa kafla. En samt var gaman að sjá
leikarana spreyta sig og einn kostur við lengd
hennar var að hver og einn nemi fékk tæki-
færi til að spreyta sig við marga karaktera.
Þar af leiðandi sá maður glitta í talent hvers
og eins og sumir fengu að láta skína á hann
löngum stundum.
Verkið var skringilega byggt upp, eigin-
lega einsog safn sketsa og var farið allt frá
kómedíu til írónískrar samfélagsádeilu. Á
milli sumra þátta var þráður en milli annarra
ekki.
Oftast tókst þeim nokkuð vel með kóme-
díuna en ekki svo vel með samfélagsádeiluna
en tragíkómedían var kannski hvað best. T.d.
endurteknir fundir dóttur við föður sinn, sem
er róni og hugsar ekki um annað en að sníkja
peninga af dóttur sinni.
Ákaflega fyndin voru atriði með samkyn-
hneigðum strák sem vildi koma út úr skápnum
með hádramatískum hætti. Hugmyndin að því
var einföld og framkvæmdin góð.
Í öllu falli er alltaf áhugavert að sjá svona
sýningar og hægt að hvetja áhugafólk um leik-
list til að kíkja á hana.
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
Sögur Úr heimildarmynd Lucas Di Meos, West Edges, sem tekin var á Íslandi.
Reykjavík Shorts & Docs lýkur í dag
Stutt- og heimildarmyndahátíðinni
Reykjavík Shorts & Docs lýkur í
dag í Bíó Paradís en hún hófst 6.
maí. Meðal þeirra mynda sem sýnd-
ar verða á lokadegi eru tvær ítalsk-
ar heimildarmyndir sem tengjast
Íslandi. Annars vegar er það West
Edges eftir Luca Di Meo, mynd sem
tekin var upp á Íslandi og lýst er
sem ferð um heim yfirnáttúrlegra
sagna að ystu mörkum menningar.
Hins vegar er það heimildarmynd
ítalska leikstjórans Emilianos
Monacos sem fjallar um tvo aldna
sjómenn á Hofsósi sem eru komnir
á eftirlaun, en geta ekki hætt að
stunda sjóinn. Nánari upplýsingar
má finna á bioparadis.is.
Tónlistarmaðurinn Bryan Ferry
heldur tónleika í Eldborgarsal
Hörpu, 27. og 28. maí nk. og af því
tilefni ætla tónlistarmennirnir
Snorri Helgason og Birgir Ísleif-
ur Gunnarsson að þeyta skífum á
Boston í kvöld. Snorri og Birgir
munu fara yfir feril Ferrys og
hljómsveitar hans Roxy Music.
Gleðskapurinn hefst kl. 22.
Reuters
Heiður Ferry var kátur í fyrra er hann
hlaut heiðursorðu frá Englandsdrottningu.
Bryan Ferry & Roxy
Music á Boston
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
THE RAID Sýnd kl. 8 - 10:10
THE AVENGERS 3D Sýnd kl. 7 - 10
AMERICAN PIE: REUNION Sýnd kl. 5:30
21 JUMP STREET Sýnd kl. 8
HUNGER GAMES Sýnd kl. 10:20
LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6
STERK BYRJUN, MANN
ÞYRSTIR Í MEIRA!
T.V. - Vikan/Séð og Heyrt
HHHH
HEIMURINN FYLGIST AGNDOFA MEÐ
DREPFYNDIN MYND SEM
GEFUR FYRSTU MYND-
UNUM EKKERT EFTIR!
Fór beint á toppinn í USA
BRÁÐSKEMMTILEG OG LITRÍK MYND
FRÁ HÖFUNDUM AULINN ÉG
„FYNDNASTA MYND
SEM ÉG HEF SÉÐ Í
LANGAN TÍMA!“
- T.V., Kvikmyndir.is
HHHH
STÆRSTA OFURHETJUMYND
ALLRA TÍMA
„SVÖL,
SKEMMTILEG,
GRÍPANDI OG FYNDIN“
„ÞÆR GERAST VARLA
BETRI EN ÞETTA!“
- Tommi, Kvikmyndir.is
HHHHHHHH
- J.W. Empire
HHHH
- J.C. Total Film
HHHH
- J.C. Variety
HHHH
- T.M. Hollywood Reporter
HHHH
- T.V. Séð og Heyrt
TUTTUGU SÉRSVEITARMENN, EINN
VÆGÐARLAUS GLÆPAFORINGI OG
ÞRJÁTÍU HÆÐIR AF STANSLAUSRI SPENNU!
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
FRÁ FRAMLEIÐENDUM BRAVEHEART
KEMUR FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ
MEL GIBSON Í FANTAFORMI!
- T.V., KVIKMYNDIR.IS
SMÁRABÍÓ
HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 5.50 - 8 - 10.10 16
GRIMMD (BULLY) KL. 5.45 - 8 10
21 JUMP STREET KL. 10.15 14
MIRROR MIRROR KL. 5.40 L
HUNGER GAMES KL. 9 12
SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
- V.G. - MBL.
HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 5.50 - 8 - 10.10 16
THE AVENGERS KL. 5 - 8 - 10.30 - 11 10
THE AVENGERS LÚXUS KL. 5 - 8 - 11 10
21 JUMP STREET KL. 8 - 10.30 14
MIRROR MIRROR KL. 3.30 L
AMERICAN REUNION KL. 8 12
LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 L
HUNGER GAMES KL. 5 12
SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 16
HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 8 - 10 16
THE RAID KL. 10 16
GRIMMD (BULLY) KL. 8 10
21 JUMP STREET KL. 6 14
MIRROR MIRROR KL. 6 L
- T.V., KVIKMYNDIR.IS
- T.V., KVIKMYNDIR.IS
Ultimate Greens:
Spirulina pakkað af næringaefnum sem
gefa mikla orku.
Barley Grass kemur á réttu pH gildi og gerir
líkamann basískan.
Chlorella hreinsar líkamann af auka– og
eiturefnum, þungmálmum og geislunum.
Fæst í Lifandi Markaður, Lyfjaver, Yggdrasil.
www.celsus.is
lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar
Fáðu heilsuna
og orkuna upp!
Kraftmesta
ofurfæði jarðar