Morgunblaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 130. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Óánægð með trúlofunarhringinn
2. Fékk eitrun frá einnota grilli
3. Landsdómur vekur ugg
4. Fordekraður frumburður
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Listakonan Kitty Von Sometime
snýr aftur í kvöld á skemmtistaðnum
Faktorý með No Limits-dansteiti sín
sem hún hélt síðast fyrir um þremur
árum á Nasa. Verða þar leiknir smellir
frá tíunda áratug síðustu aldar.
No Limits-dansteiti
Kitty von Sometime
Breiðskífa götu-
spilarans Jojos,
Götuball, verður
kláruð í Austurríki
og mun Jojo hefja
sölu á henni á
götum úti í ágúst,
ef áætlanir stand-
ast. Jojo vann
plötuna með Vil-
hjálmi Guðmundssyni. Jojo hefur til
margra ára glatt vegfarendur í
Reykjavík með spilamennsku sinni og
þá oftast nær í Austurstræti.
Jojo selur plötuna
Götuball á götum úti
Hljómsveitin Eldberg mun hita upp
fyrir bresku hljómsveitina Manfred
Mann’s Earth Band á tónleikum í Há-
skólabíói eftir viku, 16. maí, og hefjast
þeir kl. 20. Manfred Mann’s Earth
Band var stofnuð árið 1971 og á m.a.
að baki smellina „Blinded By the
Light“, „Davy’s on the Road Again“ og
„Mighty Quinn“.
Eldberg hitar upp
fyrir Manfred Mann
Á fimmtudag Hæg vestlæg átt og skúrir, en þurrt á SA-landi og
Austfjörðum. Hiti 3 til 9 stig.
Á föstudag Suðvestan 3-10 m/s með vætu, en bjartviðri norð-
austan- og austanlands. Hiti 5 til 12 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt og bjartviðri, en líkur á
skúrum sunnan- og vestanlands síðdegis. Hiti 0 til 8 stig.
VEÐUR
Ingó með fótbolt-
ann í fyrsta sæti
Tugþrautarkappinn Einar Daði Lárus-
son er mjög sáttur við frammistöðu
sína á fyrsta móti
tímabilsins.
Hann náði þriðja
sæti og sínum
besta árangri
við afar erf-
iðar að-
stæður á
Ítalíu um síð-
ustu helgi.
„Þetta var
skemmtilegt
mót og
óvænt að
ná þriðja
sæti,“ segir
Einar. »3
Óvænt að ná þriðja
sætinu á Ítalíu
Tveir af fjórum þjálfurum tveggja
efstu liðanna á Íslandsmóti karla í
handbolta eru á förum frá sínum fé-
lögum. Kristján Arason, annar þjálf-
ara FH, tilkynnti í gær að hann hefði
ákveðið að draga sig í hlé frá hand-
boltanum og Erlingur Richardsson,
annar þjálfara Íslandsmeistara HK,
staðfestir að hann sé í viðræðum um
að taka við þjálfun hjá ÍBV. »1
Þjálfari meistaranna á
leið til Eyja?
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Áhugafólk um handbolta ætti að
leggja nafnið Ragnar Þór Kjartans-
son á minnið því pilturinn er efnileg-
ur og virðist hafa alla burði til þess
að ná mjög langt í íþróttinni.
Fram varð Íslandsmeistari í 4.
flokki karla í handbolta um nýliðna
helgi, vann Gróttu 26:25 í æsispenn-
andi úrslitaleik að Ásvöllum í Hafn-
arfirði. Ragnar Þór Kjartansson var
valinn maður leiksins en hann skor-
aði 18 af 26 mörkum Íslandsmeistar-
anna. Margir leika það ekki eftir en
hann hefur reyndar sjálfur gert bet-
ur, gerði 20 af 21 marki á móti HK í
5. flokki fyrir þremur árum. „Þá
hafði ég spilað með eldri strákum
allt tímabilið en fékk svo að spila
með jafnöldrum og þá small allt
saman,“ segir hann.
Besta helgin
„Þetta var mjög flott helgi, sú
besta,“ heldur Ragnar Þór áfram, en
segja má að hann hafi fengið árang-
urinn í afmælisgjöf, þar sem hann
átti 16 ára afmæli á sunnudag. „Það
gekk allt upp í úrslitaleiknum og ég
var mjög heitur.“
Ragnar Þór segir að um helgina
hafi ekkert nema úrslitaleikurinn
komist að. „Ég einbeitti mér ger-
samlega að því að vinna leikinn. Ég
var hrikalega einbeittur og það skil-
aði sér í leiknum. Pabbi hélt korters-
ræðu yfir mér í bílnum og það
kveikti í mér.“
Hann var ekki hár í loftinu þegar
hann byrjaði að æfa fótbolta 5 ára og
handbolta ári síðar en nú er Ragnar
Þór 193 cm og enn að stækka og efl-
ast. Honum hefur gengið vel í íþrótt-
um, á drengjalandsleiki að baki í fót-
bolta og handbolta, en hefur ákveðið
að einbeita sér að handboltanum.
„Ég stefni sem hæst í öllu sem ég
geri,“ segir hann og leynir því ekki
að hann ætlar á topp handboltans.
Framskytta framtíðarinnar
Ragnar Þór
skoraði 18 mörk
í úrslitaleiknum
Morgunblaðið/Kristinn
Ragnar Þór Kjartansson Mikill markaskorari sem virðist hafa alla burði til að ná í allra fremstu röð í handbolta.
Ragnar Þór Kjartansson er í mikilli Framfjölskyldu. Ragnar Lárusson, langalangafi hans,
var formaður Fram 1939-42 og í stjórn Knattspyrnusambands Íslands í tvo áratugi. Sveinn
Ragnarsson, langömmubróðir hans, er heiðursfélagi Fram. Hann var í öllum stjórnum fé-
lagsins og bar uppi handknattleiksdeildina í mörg ár.
Ragnar Steinarsson, afi hans, var lengi varaformaður félagsins og er fyrrverandi for-
maður handknattleiksdeildar. Steinar Þór Guðgeirsson, fyrrverandi knattspyrnukappi, er
náfrændi hans og var formaður Fram 2008 til 2010. Hann var einnig formaður FFR hf. Sig-
mundur Steinarsson, afabróðir hans, hefur ásamt öðrum séð um að halda utan um sögu
félagsins. Ragnar Lárus Kristjánsson, frændi hans, hefur lengi verið í stjórn handknatt-
leiksdeildar og er núverandi varaformaður Fram. Kjartan Þór Ragnarsson, faðir hans, var
formaður handknattleiksdeildar 2005-2007, varaformaður handknattleiksdeildar 2007,
varaformaður Fram 2008-2010 og formaður Fram 2010-2012.
Margir dyggir félagsmenn
RAGNAR ÞÓR ER Í SANNKALLAÐRI FRAMFJÖLSKYLDU
Ragnar Lárusson
Ingólfur Þórarinsson er út-
nefndur besti leikmaður
fyrstu umferðar Íslands-
mótsins í knattspyrnu af
Morgunblaðinu en hann er
betur þekktur sem tónlist-
armaður. Ingólfur átti stór-
an þátt í óvæntum sigri Sel-
fyssinga á ÍBV og segir að
nú sé fótboltinn í fyrsta
sæti hjá sér. Hann er að
sjálfsögðu í fyrsta úrvalsliði
ársins hjá Morgunblaðinu
sem er birt í dag. »2