Morgunblaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012 NJÓTTU LÍFSINS Í SÆNSKU KLOSSUNUM EIKJUVOGI 29, 104 RVK | Sími 694 7911 | Opið: mán. - fim. 12–18, fös. 12–16 VERSLUN - HEILDVERSLUN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Einn sjaldgæfasti viðburðurinn í sólkerfi okkar, þver- ganga reikistjörnunar Venusar fyrir sólina, hefst klukk- an 22.04 í kvöld og eru Íslendingar í sérstaklega góðri stöðu til að bera viðburðinn augum. Hins vegar er ólík- legt að þvergangan komi til með að sjást vel á öllu landinu sökum mikilla breytinga í veðri. „Það er spáð skýjuðu veðri en það er kannski helst á suðvesturhorninu sem gæti sést þokkalega til himins. Þar eru bestar líkur,“ segir veðurfræðingur hjá Veður- stofu Íslands. Líkurnar á því að sjá þvergönguna eru taldar vera minnstar á Austurlandi en þar er spáð úr- komu. Einnig má búast við skýjuðu veðri norðantil. Svalt veður í kortunum Undanfarna daga hefur verið rjómablíða á landinu öllu og hefur hitinn á Þingvöllum t.a.m. farið yfir tuttugu stig. Í dag og næstu daga verður breyting þar á en Veðurstof- an spáir svölu veðri með norðan og norðaustan 5-13 m/s, rigningu með köflum og slyddu eða snjókomu til fjalla á Norðaustur- og Austurlandi. Þurrt verður vestantil og hiti á landinu 3-12 stig. Á morgun og fimmtudag spáir Veðurstofan norðaustan 5-10 m/s og rigningu á Norður- og Austurlandi en stöku síðdegisskúrum annars staðar. Hiti verður á bilinu 3-13 stig, hlýjast sunnanlands. Helgin ætti að vera góð víðast hvar en þá er spáð frem- ur mildu og úrkomulitlu veðri um land allt með austan- og norðaustanátt. »17 Þverganga ástarstjörn- unnar verður falin flestum Morgunblaðið/RAX Fegurð Þverganga Venusar fyrir sólina hefst í kvöld. Viðburðurinn verður sýnilegur á suðvesturhorninu.  Hitabylgjan sem ríkt hefur á landinu er á undanhaldi Sigurður Aðalsteinsson Neskaupstaður | Briard-tíkin Auðnu-Gríma gaut á dögunum fjór- tán hvolpum. 13 voru lifandi við fæðingu, einn dó strax og sá þriðji fljótlega þegar tíkin lagðist ofan á hann. Tíkin er sex ára, í eigu Elín- bjargar Stefánsdóttur og Þórarins Smára á Norðfirði. Talsverð vinna fylgir svo mörg- um hvolpum á heimilinu og vakta- skipti voru fyrstu dagana, segja El- ínbjörg og Smári. Dætur þeirra, Guðrún og Vilhelmína, hafa að- stoðað við uppeldið ásamt barna- börnum. Hvolparnir fá að sjúga í hollum, fjórir og þrír í einu, auk þess fá þeir minni að sjúga oftar. Tíkin er með átta virka spena. Fyrsti hundurinn af Briard-kyni, sem er franskt fjárhundakyn, var hvolpafull tík sem kom til landsins árið 1993. Hundar af þessu kyni hér á landi voru orðnir 21 áður en Gríma gaut og um svipað leyti gaut tík af sama kyni í Hafnarfirði níu hvolpum. Með þessum 20 nýfæddu hvolpum nær tvöfaldaðist stofninn af þessu kyni. Allir þessir 20 hvolp- ar eiga sama föðurinn, Imbir, sem er margverðlaunaður hundur með ættbók eins og tíkurnar báðar. Þetta got mun vera stærsta Bri- ard-got á landinu til þessa. Hvolp- arnir eru fæddir 11. og 12. maí og þeir sem lifðu voru á bilinu 289-423 grömm við fæðingu, en eru nú 1322-1719 grömm. Fjöldinn kom á óvart því sónar hafði gefið til kynna að hvolparnir yrðu sex til átta. Hvolparnir ellefu fá að sjúga Grímu í hollum Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Nóg að gera Barnabörnin og frændsystkinin Ólafía Ósk, María Bóel og Elmar Örn ásamt tíkinni Grímu með hvolpa- hrúguna. Það er ekki nema von að móðirin Gríma sé svolítið þreytuleg, það er álag að eiga svona mörg afkvæmi. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bráðabirgðaákvæði um heimild sjáv- arútvegsráðherra til að taka frá allt að 2000 lestir af skötusel á ári og leigja út falla niður, nái breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem þing- ið fjallar nú um fram að ganga. Skötuselsákvæðin settu allt á annan endann í samskiptum ríkisstjórnar og Samtaka atvinnulífsins á árinu 2010 og urðu meðal annars til þess að SA sögðu sig frá stöðugleikasátt- mála sem gerður hafði verið við ríkið. Jón Bjarnason, þáverandi sjávar- útvegsráðherra, beitti sér fyrir skötuselsákvæðinu. Rökin voru með- al annars þau að fiskurinn veiddist meira fyrir vestan land en áður. Trúnaðarbrestur varð í samskiptum hans og forystu Landssambands ís- lenskra útvegsmenna vegna þessa máls. Forysta útvegsmanna lagði mikla áherslu á að viðhalda aflahlutdeild- arkerfinu, þar sem úthlutað er á skip ákveðnu hlutfalli af heildarkvóta í hverri tegund. Ráðherra boðaði síð- ar að tekið yrði af kvóta helstu nytja- stofna og leigt út með sama hætti. Umfram ráðgjöf Það er meðal annars inntak þeirra breytinga sem unnið er að á Alþingi. Þær fela í sér að bráðabirgðaákvæð- ið fellur niður en hluti skötuselskvót- ans, eins og annarra tegunda, verður tekinn frá og leigður út í gegnum svokallað kvótaþing. Einnig var gagnrýnt að sá kvóti sem ráðherra fékk til útleigu var all- ur umfram ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunarinnar og voru aðgerðirnar taldar stuðla að ofveiði. Ríkið hefur leigt út 700 lestir af þeim 1200 sem heimild er til á þessu fiskveiðiári og talið líklegt að bætt verði við á næstunni, samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Skötu- selsveiði hefur minnkað talsvert frá fyrra ári og er nú aðeins búið að veiða liðlega helming kvótans. Meðal annars eiga þeir sem hafa leigt af ríkinu ónotaðar heimildir. Þrátt fyrir það hefur leiguverð ekki lækkað að marki og er mun hærra en leiguverð ríkisins sem er 176 krónur á kíló. Ákvæði um skötu- sel fellur niður  Aflinn hefur minnkað mikið í ár Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Einn kjaftur Stór og ófrýnilegur skötuselur kom á land á Siglufirði. Stórfjölskyldan hefur tekið þátt í álaginu við fæðingu hvolpanna. Barnabörnin hjálpuðu til við að taka á móti sjö þeirra. Gríma kar- aði þá fyrst, síðan tóku krakk- arnir þá og vöfðu inn í handklæði og þurrkuðu meðan tíkin gaut þeim næsta. Gotið tók 16 tíma. Hvolparnir heita allir upp á Þ og fundu krakkarnir nöfnin. Fyrir valinu urðu Þota, Þór, Þrasi, Þula, Þokki, Þöll, Þruma, Þrösk- uldur, Þróttur, Þoka og Þvæla. Þoka, Þvæla, Þokki, Þruma ÖLL NÖFNIN BYRJA Á Þ Brotist var inn í Kirkju- og menning- armiðstöðina á Eskifirði aðfaranótt laugardags. Öryggiskerfi til varnar bruna og innbrotum er í húsnæðinu og bárust lögreglu því fljótt boð um óboðinn gest í kirkjunni. Þegar lög- reglumenn bar að garði blasti við þeim brotin rúða og stóð karlmaður á miðjum aldri fyrir utan kirkjuna. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi eftir hátíðarhöld helgar- innar, var handtekinn en ástæðu innbrotsins sagði hann vera þá að hann þráði að leika á kirkjuorgelið. khj@mbl.is Braust inn í kirkju til að leika á orgel Maður liggur mikið slasaður á Landspítala eftir að hafa fallið í fjallgöngu á austanverðu Vatns- dalsfjalli í A-Húnavatnssýslu. Mað- urinn var einn á ferð og gekk langa leið alblóðugur og beinbrotinn. Það var vegfarandi sem átti leið um Vatnsdal í fyrrakvöld sem sá manninn liggja í vegkanti við bíl sinn. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi og þaðan með sjúkra- flugvél á Landspítalann. Maðurinn fékk höfuðhögg og bein brotnuðu í efri hluta líkama hans. Slasaðist í göngu á Vatnsdalsfjalli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.