Morgunblaðið - 05.06.2012, Page 10

Morgunblaðið - 05.06.2012, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012 Kletthálsi 15 · 110 Reykjavík · Sími: 578 5252 / 823 0303 þegar þú ætlar að selja bílinn María Ólafsdóttir maria@mbl.is R eynir Ingibjartsson leit- ar uppi forvitnilega staði sem ekki eru endi- lega öllum kunnir í nýj- ustu bók sinni 25 gönguleiðir á Reykjanesskaga. „Þetta er lykilbók fyrir fólk sem vill kynnast þessu svæði. Hver leið samanstendur af leiðarlýsingu, korti og myndum. Þá las ég allar örnefna- skrár sem til eru hjá Árnastofnun og flétta þannig sögulegan fróðleik sam- an við. Fyrir þá sem vilja vita meira um slíkt mæli ég hins vegar með að kíkja á vefsíðu Ómars Smára Ár- mannssonar, ferlir.is. Hann hefur gengið og skoðað Reykjanesskagann með fleira fólki í mörg ár og viðað að sér gríðarmiklum fróðleik sem finna má á vefsíðunni,“ segir Reynir. Þrír stórir hringir Svæðið teygir sig frá Reykjanes- tá að Þrengslavegi og Þorlákshöfn en Reynir segir að svæðinu megi í raun skipta í þrjá hluta. Fyrst beri að nefna Suðurnesjahringinn, það er að segja ysta hluta Reykjanesskagans vestan Grindavíkurvegar. Þar ber að sjá Sandgerði, Hafnir, Garð, Reykja- nesvita og fleiri staði. En í fyrra opn- aðist ný leið frá Sandgerði til Hafna sem eykur möguleikana á útivist á þessu svæði. Næsti stóri hringur er á milli Grindavíkurvegarins og veg- arins meðfram Kleifarvatni til Krísu- víkur. Reynir segir mjög mikið að sjá á þeim hring og út frá honum liggja vegir til að mynda að Keili og Djúpa- vatnsleið en þaðan er komið niður á nýja Suðurstrandarveginn. Þessi leið sé skemmtilegt millileið og með henni hægt að búa sér til minni hring. Þriðji hringurinn er síðan austan Kleifar- vatns að Þrengslavegi. Þá er keyrt til Krísuvíkur og komið að Herdísarvík, Selvogi, Strandarkirkju og til Þor- lákshafnar. En í stað þess að keyra Þrengslaveginn mælir Reynir með að fara inn á Bláfjallaveginn og enda svo aftur á Krísuvíkurveginum fyrir sunnan Hafnarfjörð. Út frá föstum punktum „Í stað þess að keyra skagann í einum hring þá mæli ég með að velja sér nokkrar gönguleiðir út frá því sem hægt er að keyra. Í bókinni er að finna stuttar leiðir sem taka um 1-3 tíma og eru frá 2-7 km þannig að hver og einn getur haft sína hentisemi. Vegakerfið í dag er orðið mun aðgengilegra á þessu svæði en það var og þessi bók er lykillinn að því að njóta þess sem er ut- an vegarins. Ég vil að fólk geti upplifað Reykjanesskagann upp á nýtt með því að fara út á stað sem allir þekkja en fara örlítið lengra og komast þá á stað sem enginn eða fáir þekkja. Í Herdísarvík þekkir fólk til að mynda húsið þar sem Einar Ben bjó en þar er líka heilmikið að sjá við ströndina svo að ég bjó til gönguleið eftir henni. Hið sama er að segja um Garðsskagavita en þaðan er stutt að fara niður á þessa fínu strönd þar sem krakkarnir geta buslað og leikið sér á góðum degi. Ef gengið er síðan áfram suður með ströndinni þá kemur fólk á staði þar sem fornminjar voru grafnar upp. Strandlengjan á Reykjanesinu er því fjölbreytt og margt þar að sjá,“ segir Reynir. Fínir spássitúrar Reynir hafði þann háttinn á að fara hverja leið tvisvar og Örlítið lengra á óþekktan stað Með bókinni 25 gönguleiðir á Reykjanesskaga vonast höfundurinn, Reynir Ingi- bjartsson, til þess að fólk geti upplifað Reykjanesskagann upp á nýtt. Í bókinni er að finna leiðarlýsingu og kort, sögulegar staðreyndir og myndir frá svæðinu. Morgunblaðið/Ómar Fallegir litir Hjá Bláa lóninu er fagurt, fjallið Þorbjörn er á miðri mynd. Þegar hlýtt er í veðri jafnast ekkert á við að tjalda úti í náttúrunni og njóta íslensku sumarnáttanna til fulls. Þó getur verið erfitt að ákveða hvert skal halda í útilegu en við ákvörðun- ina spilar til dæmis veður og aðstaða veigamikið hlutverk. Sumir kjósa að tjalda við frumstæðar aðstæður og elda með prímus en aðrir vilja hafa aðgang að salerni, þvottavél, sund- laug og ýmsum þægindum. Á vefsíð- unni tjalda.is má finna allar helstu upplýsingar um tjaldsvæði landsins. Þar er til dæmis hægt að velja sér landshluta og merkja svo við þær kröfur sem gerðar eru til tjaldsvæðisins, s.s. hvort megi vera með hunda þar og hvort sturta sé á staðnum. Einnig má nálgast veður- spá á síðunni. Að ferðinni lokinni er hægt að fara inn á síðuna og gefa við- komandi tjaldsvæði einkunn og miðla af reynslu sinni. Vefsíðan www.tjalda.is Morgunblaðið/Margrét Þóra Smekkfullt Allur gangur er á hvað hentar fókki í útilegu. Sumir vilja helst velja sér tjaldstæði þar sem fáir eru. Aðrir vilja frekar tjalda þétt við næsta mann. Tjaldsvæði við allra hæfi Næstkomandi sunnudag, þann 10. júní, verður hið árlega Álafosshlaup. Hlaupið hefst kl. 13 við Álafoss- kvosina í Mosfellsbæ og verður hlaupið um austursvæði Mosfells- bæjar. Hlaupnir verða 9 kílómetrar eftir heldur óvenjulegum hlaupaleiðum á borð við göngustíga, slóða, malarvegi og þurfa keppendur meðal annars að stökkva yfir læk á leið sinni í mark. Forskráning í hlaupið er á vefsíðunni www.hlaup.is en einnig er hægt að skrá sig á staðnum frá kl. 11:30 á sunnudaginn. Búningsaðstaða er við sundlaug Varmár. Endilega... ...takið þátt í Álafosshlaupi Spennandi Farnar eru óvenjulegar hlaupaleiðir í Álafosshlaupi. Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur hélt um helgina kvennagolfmót til að fjár- magna sumarnámskeið ein- hverfra unglinga, Minn styrkur. „Mótið var alveg troðfullt og þetta var alveg frábært,“ segir Herdís Sveinsdóttir, formaður Soroptimistanna, ánægð með þann áhuga sem ís- lenskar konur hafa sýnt málefninu. Herdís vann mótið í fyrra en í ár var það Þórdís Geirsdóttir úr GK sem átti besta skor vallar. Stærsta kvennagolfmót sumarsins Gleðiríkt golfmót Soroptimista Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.