Morgunblaðið - 05.06.2012, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012
✝ SveinbjörnÓlafsson fædd-
ist að Syðra-Velli í
Flóa 17. október
1916. Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 30. maí
2012.
Foreldrar hans
voru Margrét
Steinsdóttir, f. 17.
maí 1890, d. 18. des
1970 og Ólafur
Sveinn Sveinsson, f. 15. jan.
1889, d. 17. júlí 1976. Systkini
Sveinbjörns: Sigursteinn, f.
1914, d. 2010, Guðrún, f. 1915, d.
2011, Ólafur, f. 1917, d. 2005,
Ingvar, f. 1919, d. 2007, Gísli, f.
1920, d. 1920, Ólöf, f. 1921, d.
2007, Guðfinna, f. 1922, d. 2008,
Kristján, f. 1923, Soffía, f. 1924,
Margrét, f. 1925, Sigurður, f.
1928, Gísli, f. 1929, d. 1991, Að-
alheiður, f. 1930, Jón, f. 1931 og
Ágúst Helgi, f. 1934.
Þann 10. mars 1945 kvæntist
Sveinbjörn Borghildi Þorláks-
dóttur, f. 28. júní 1924, frá
Stefánsson. Börn þeirra eru
Arnar, Daníel og Birna.
Sveinbjörn ólst upp á Syðra-
Velli í Gaulverjabæjarhreppi.
Hann tók þátt í bústörfunum á
bænum, fór til sjós bæði frá
Stokkseyri og Vestmannaeyjum,
tók vélstjórapróf 1938 og vann
sem vélstjóri í Síldarverksmiðj-
unni í Djúpavík. Var á samningi
í Vélsmiðju Hafnarfjarðar og
lauk prófi í rennismíði frá Iðn-
skólanum í Hafnarfirði 1947 og
meistaraprófi í rennismíði 1950.
Vann í Vélsmiðju Hafn-
arfjarðar, Vélaverkstæði Jóns
Gíslasonar og var verkstjóri í
Skipasmíðastöðinni Dröfn.
Hann var í Ungmennafélaginu
Samhygð í Gaulverjabæjar-
hreppi, í Góðtemplarareglunni,
skáti, einn af stofnendum Hjálp-
arsveitar skáta í Hafnarfirði og í
varaliði Slökkviliðs Hafn-
arfjarðar. Hann var hagleiks-
maður og það lék allt í hönd-
unum á honum. Smíðaði allt
mögulegt bæði úr timbri og
járni og var mikill uppfinn-
ingamaður. Þau hjónin bjuggu í
Hafnarfirði öll sín búskaparár,
lengst af á Álfaskeiði 30.
Sveinbjörn verður jarðsung-
inn frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 5. júní 2012 og
hefst athöfnin kl. 15.
Veiðileysu í
Strandasýslu. For-
eldrar hennar voru
Ólöf Sveinsdóttir, f.
20. maí 1892, d. 6.
apríl 1952 og Þor-
lákur Guðbrands-
son, f. 16. apríl
1893, d. 15. febr.
1977. Bogga og
Svenni eignuðust
sex börn. 1) María,
f. 1944, maki Steen
Knud Jörgensen. Börn með fyrri
maka, Sveinbjörn, Helgi og
Ágústa Hildur, barnabörnin eru
10. 2) Trausti Sveinbjörnsson, f.
1946, maki Ingveldur Ein-
arsdóttir, f. 1950. Synir þeirra
eru Björn, Bjarni Þór og Ólafur
Sveinn, barnabörnin eru 6. 3)
Margrét Ólöf, f. 1947, maki Þór-
ir Steingrímsson, f. 1947. Dætur
þeirra eru Borghildur, Dagmar
og Steinþóra, barnabörnin eru
7. 4) Ásta, f. 1955, sonur Ívar
Atli. 5)Ólöf Þóra, f. 1957. Dætur
hennar eru Sara og Ásta Eygló.
6) Erla, f. 1962, maki Grétar Páll
Það er ótrúlega erfitt að
kveðja svona flottan mann eins
og hann pabba. Ég var svo stolt
af honum og sagði það óspart
og betri fyrirmynd var ekki
hægt að fá. Pabbi var ótrúlega
ern. Léttur í spori, léttur í
lund, algerlega skýr í hugsun
og ennþá stálminnugur. Það
eina sem háði honum var
heyrnarleysið en hann bjargaði
því með því að lesa af vörum.
Pabbi gekk í öll verk óhikað,
hvort sem það var að festa tölu,
sinna heimilisstörfum, laga
pípulagnir eða gera við bíla og
báta. Hann fann lausnir á öllu
og ef verkfærið var ekki til þá
bara bjó hann það til.
Eftir að mamma veiktist
2005 fannst honum ekkert sjálf-
sagðara en að hugsa um hana
og taka við heimilinu.
Á kveðjustund leitar hugur-
inn til baka. Ég man eftir mér
lítilli á vélaverkstæði Jóns
Gíslasonar þar sem ég var að
horfa á pabba vinna við renni-
bekkinn sinn og ég man eftir
ökuferðum í „Rauð“, sem var
gamall pallbíll sem pabbi átti.
Á sumrin voru mamma og
pabbi dugleg að fara í tjaldútil-
egur um landið í einhverjar
vikur, oft í fylgd með vinum
eða ættingjum, og ekki voru fá-
ar ferðirnar í Veiðileysu á
æskuslóðir mömmu. Á sunnu-
dögum fórum við í heimsóknir
og gjarnan að Syðra-Velli til
ömmu og afa.
Pabbi lagði mikið upp úr
reglusemi. Það var matur kl.
tólf og kaffi kl. hálffjögur. Ef
kaffið var komið á borð kl. þrjú
leit hann á klukkuna og beið í
hálftíma. Það þýddi ekki að
bjóða honum upp á hvítt brauð,
það var bara fyrir mýs. Gróft
skyldi brauðið vera. Sætabrauð
vildi hann aldrei og kók, það
var bara ropvatn. Það átti ekki
mikið við hann að sitja aðgerð-
arlaus. Hann fann sér alltaf
eitthvað að gera, fór í göngu-
ferðir daglega en las líka mikið.
Pabbi var skemmtilega hrein-
skilinn og lét mann heyra það
ef maturinn var ekki góður en
ef hann fékk sér tvisvar á disk-
inn var það hrós.
Það eru forréttindi að hafa
alist upp hjá þeim mömmu og
pabba. Þau héldu utan um hóp-
inn sinn með ást og umhyggju
og það hefur skilað sér til allra
afkomenda. Það sýnir sig best í
því hvað dætur mínar tala um
þau með mikilli virðingu og
hlýju. Þegar við komum í heim-
sóknir til þeirra var alltaf sama
viðmótið, stórt bros og faðmlag.
Við höfum verið dugleg fjöl-
skyldan að hittast á gleðistund-
um en maður finnur hversu
mikils virði samheldnin er á
svona sorgarstundu sem þess-
ari.
Bless elsku pabbi minn og
takk fyrir allt.
Þín dóttir,
Ólöf Þóra.
Hann tengdafaðir minn
Sveinbjörn Ólafsson, sem
lengst af bjó á Álfaskeiði 30 í
Hafnarfirði, er látinn. Mörgum
er hann harmdauði, bæði skyld-
um og óskyldum. Hans verður
lengi saknað.
Ég þekkti Svenna löngu áður
en ég giftist dóttur hans. En þá
fyrst kynntist ég honum al-
mennilega og varð mér þá fyrst
ljóst hvert gull af manni hann
var. Hann var svo traustur og
áreiðanlegur, laghentur, útsjón-
arsamur og uppfinningasamur,
hvort sem smíða þurfti úr tré
eða járni.
Eitt kunni hann þó ekki og
það var að segja nei við fólk
sem bað hann um greiða. Því í
þá tíð vann hann, eins og marg-
ur annar, frá morgni til kvölds
alla daga og stundum langt
fram á nótt, en þegar komu frí-
dagar, sem ekki voru margir,
þá fór hann í að hjálpa til
heima hjá vinum og kunningj-
um. Og þá var það að hann
fékk okkur tengdasynina með
sér í hin ýmsu verkefni. Þá
fannst mér ég vera aftur kom-
inn í skóla, því við lærðum
handtökin af honum í hinum
ólíkustu verkum, sem hefur
nýst okkur æ síðan.
Svenni var þriðji elstur af 16
systkinum á Syðri-Völlum í
Flóa og maður skyldi ætla að
hann hefði verið orðinn leiður á
börnum, en svo var aldeilis
ekki. Hann var óskaplega barn-
góður og börnin löðuðust að
honum, bæði skyld og óskyld.
Iðulega sat hann heilu og hálfu
tímana og spilaði við börnin eða
fór með þau í göngutúr út og
suður. Og það er falleg sjón að
sjá lítinn stúf haldandi í hönd-
ina á afa eða langafa röltandi út
um móa og torg. Og ekki kom
það minna í ljós hvaða mann
hann hafði að geyma þegar
konan hans hún Bogga veiktist
og varð alls óvinnufær. Þá
gerði hann allt sem gera þurfti;
þvoði þvott, straujaði, eldaði,
skúraði og stjanaði við Boggu
frá morgni til kvölds. Svo eftir
að þau fluttu inn á Hrafnistu
snerist allt hans líf um að
hjálpa konunni sinni henni
Boggu. Þá var hann orðinn 94
ára gamall. Hann ók henni
fram og aftur í hjólstólnum,
hann hjálpaði henni að borða,
las fyrir hana bréfin sem komu
frá Mæju dóttur þeirra sem
býr í Danmörku og fleira og
fleira. Það var fallegt að sjá
hvað þessum fullorðnu hjónum
þótti vænt hvoru um annað.
Að síðustu langar mig til að
þakka þér Svenni fyrir að gefa
mér þína elskuðu dóttur hana
Möggu og ekki kann ég orð til
að þakka þér fyrir hvað þið
Bogga voruð góð við dæturnar
okkar þrjár: Borghildi, Dagmar
og Steinþóru, og svo barna-
börnin okkar, Þóri, Þórunni,
Oddnýju, Margréti, Hafstein,
Benedikt og Guðbrand. Þau
búa að því alla ævi.
En að lokum: Fyrirgefðu
Svenni hvað þetta eru aum
skrif um þig en ég get ekki
skrifað meira því ég sé ekki á
skjáinn fyrir tárum. Takk
Svenni, takk fyrir allt, þú varst
öllum góð fyrirmynd.
Þinn tengdasonur,
Þórir.
Afi var ein af okkar stærstu
fyrirmyndum í lífinu. Það var
ekkert sem vafðist fyrir honum.
Ef það var eitthvert verkefni
sem þurfti að leysa þá gekk
hann í málið. Ef hann sá eitt-
hvað sem þarfnaðist viðgerðar
var hann kominn með verkfæri
í hönd. Hann var ávallt svo
yndislegur og tillitssamur
gagnvart okkur krökkunum.
Hann var alltaf til í að taka
einn ólsen ólsen með okkur eða
gera við biluðu leikföngin okk-
ar.
Þegar við hugsum til afa þá
eru okkur systrunum ofarlega í
huga kaffipásurnar á leiðinni í
Veiðileysu og ísinn sem keypt-
ur var handa okkur á Brú. Við
sátum þrjár saman aftur í
gömlum rauðum Saab og amma
og afi keyrðu á undan á Citro-
ën. Afi var mjög vanafastur og
vildi fá sína kaffitíma svo það
var stoppað í nokkrum góðum
lautum á leiðinni þessa löngu
ferð norður á Strandirnar. Í
minningunni er alltaf sól í laut-
inni og þar gæddum við okkur
á kleinum, sviðakjömmum og
heimabökuðu flatkökunum
hennar ömmu.
Þegar í Veiðileysu var komið
var eins og afi væri kominn
heim. Hann naut þess að vera
þar en var samt alltaf á fullu að
stússast eitthvað, höggva í eld-
inn, veiða í matinn eða dytta að
einhverju. Eitt sumarið fyrir
norðan tókum við systurnar
okkur til og byrjuðum að
byggja kofa. Afa leist nú ekki
mikið á þessar aðfarir okkar í
kofabyggingum, við byrjuðum
nefnilega á hurðinni. Hann kom
því og hjálpaði okkur að byggja
nýjan kofa. Þetta var ekki stór
eða merkilegur kofi en okkur
þótti hann stórglæsilegur og
vorum yfir okkur stoltar af
þessari fallegu byggingu með
múrsteinsgólfinu.
Margar minningar koma upp
í hugann þegar við hugsum til
baka um stundirnar með afa og
ömmu, hvort sem var í ferðum
um landið með tjaldvagninn, í
berjamó, Ítalíuferðum eða bara
heima á Álfaskeiðinu og seinna
á Boðahleininni, en alltof langt
mál að nefna þær allar, þótt
okkur langi mest til þess. Þess-
ar minningar okkar um afa og
ömmu eru fullar af sól, yl, ham-
ingju og fegurð sem ylja okkur
nú á erfiðum tímum.
Við kveðjum því afa með
söknuði en yl í hjarta.
Borghildur, Dag-
mar
og Steinþóra.
Nú er komið að þeirri sorg-
arstundu að kveðja þarf elsku
besta afa okkar. Við erum svo
stoltar að hafa átt hann sem
afa og hann var okkur svo mikil
fyrirmynd. Hann var sú mann-
eskja sem við litum mest upp
til í lífinu. Hann var svo já-
kvæður og lét ekkert stoppa
sig. Samkvæmt honum var ekk-
ert til í lífinu sem hét vanda-
mál, heldur bara verkefni sem
þyrfti að leysa. Hann var ynd-
islegur í alla staði, hugsaði svo
vel um alla í kringum sig og
bauð alltaf alla velkomna með
hlýju brosi sínu og faðmlagi.
Það var alltaf jafnæðislegt að
fara til hans og fór maður alltaf
út með bros á vör. Við vitum
ekki um eitt skipti þar sem við
komum til hans og hann neitaði
að spila við okkur olsen olsen.
Það sem hann gat setið og spil-
að olsen olsen með barnabörn-
unum var með ólíkindum,
kippti sér ekki upp við það þótt
við spiluðum yfir 10 sinnum í
sömu heimsókn og þessar
heimsóknir voru nú reglulegar í
mörg ár. Hann var engum lík-
ur.
Þú varst svo sterkur elsku
afi okkar. Hugsaðir um ömmu
þegar hún gat það ekki sjálf
lengur. Við erum svo stoltar að
segja að þú hafir verið afi okk-
ar. Maðurinn sem var 95 ára en
hjálpaði samt til við að hugsa
um hitt fólkið á Hrafnistu.
Maðurinn sem bjargaði sér,
sama hvað. Maðurinn sem allir
elskuðu.
Hvíldu í friði elsku afi okkar,
þín er sárt saknað.
Sara og Ásta Eygló.
Elsku besti afi minn, ég hélt
að þessi dagur myndi aldrei
koma að ég þyrfti að kveðja
þig. Þú hefur verið minn allra
besti vinur og haldið í hönd
mína frá því ég fæddist. Mér
þykir óskaplega vænt um að
vera nefnd í höfuðið á þér og
þrátt fyrir heyrnarleysi þitt
gengu tjáskipti okkar mjög vel.
Þegar ég hugsa til baka sé
ég fyrir mér ýmislegt sem við
höfum gert saman eins og að
ganga niður að tjörn og gefa
öndunum brauð, þú að lesa fyr-
ir mig, við að púsla, við að spila
saman Ólsen Ólsen, Svarta-Pét-
ur og fleiri spil, ráða kross-
gátur, stundir okkar saman í
Veiðileysu og margt fleira. Ég
eyddi mörgum stundum með
þér og ömmu og ég hlakkaði
alltaf til að koma inn í hlýjuna
til ykkar. Þið tókuð alltaf svo
vel á móti mér og tilbúin að
gera allt fyrir mig.
Þú passaðir mig ótal sinnum
og minningarnar um allar
stundir okkar saman eiga eftir
að gleðja mig um ókomna tíð.
Ég heyrði þig aldrei æsa þig
eða segja neitt ljótt og þú varst
alltaf í góðu skapi. Þú varst
hagmæltur og mamma skrifaði
niður kvæði sem þú hafðir ort
um mig og sum þeirra er ég að
sjá núna í fyrsta skipti.
Síðan fyrst ég sá þig hér
sólskin þarf ég minna
gegnum lífið lýsir mér
ljósið augna þinna.
Lítil stelpa, létt á fæti
leikur við hann afa sinn.
Hann vildi að henni gefið gæti
gullinn lífsins vísdóminn.
(Sveinbjörn Ólafsson)
Takk fyrir, elsku afi, að
hugsa svona vel um mig og sjá
til þess að mér liði vel. Við vor-
um og verðum alltaf bestu vinir
þó að þú sért farinn á góðan
stað en það er mjög sárt að
missa þig, yndislega afi minn.
Minning þín mun um alla tíð
lifa í hjarta mínu og þú munt
alltaf vera ofarlega í huga mér.
Hvíldu í friði afi.
Þín dótturdóttir,
Birna Grétarsdóttir.
Sveinbjörn
Ólafsson
Fleiri minningargreinar
um Sveinbjörn Ólafsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
INGÓLFUR EINARSSON
frá Snjallsteinshöfða,
Karlagötu 7,
verður jarðsunginn frá Grensáskirkju
föstudaginn 8. júní klukkan 13.00.
María Eggertsdóttir,
Jóhann Teitur Ingólfsson,
Halldóra Ingólfsdóttir, Kjartan Birgisson,
Hildur Kjartansdóttir,
María Kjartansdóttir.
✝
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi,
JÓHANN ÞÓR GUÐMUNDSSON,
Fannarfelli 12,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 16. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug.
Guðmundur Jóhannsson, Elísabet Vigfúsdóttir,
Vignir Guðmundsson, Jadvyga Usvaltiene,
Ásthildur Guðmundsdóttir, Hafsteinn Benediktsson,
Ingvar Guðmundsson, Sólveig Þorsteinsdóttir,
Helga Guðmundsdóttir
og frændsystkini.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
amma og langamma,
AUÐUR DAVÍÐSÍNA PÁLSDÓTTIR,
Neðstaleiti 4,
lést af slysförum 19. maí síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Ágúst Atli Guðmundsson,
Páll Ágústsson, Ragnheiður Högnadóttir,
Hörður Ágústsson, Elínborg Gísladóttir,
Þórhallur Ágústsson, Valgerður Bjarnadóttir,
Atli Ágústsson, Bryndís Dagsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA FRIÐRIKSDÓTTIR,
Dúdda,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri
laugardaginn 2. júní.
Anna Lilja Sigurðardóttir,
Inga Hrönn Sigurðardóttir, Eiríkur Óskarsson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR HELGA ÁRNADÓTTIR,
Silla,
lést á Landspítalanum í Fossvogi laugar-
daginn 2. júní.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Árni Hjörleifsson, Ingibjörg Davíðsdóttir,
Stella Hjörleifsdóttir, Árni Jóhannesson,
Sveinn E. Hjörleifsson, Itka Kothes,
Hinrik A. Hjörleifsson, Ósk Reynaldsdóttir,
Hjörleifur E. Hjörleifsson, Unnur Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.