Morgunblaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012
Vilhjálmur Einarsson, fyrrverandi þrístökkvari og skólameist-ari, fagnar 78. aldursárinu í dag. Dagurinn er tvíheilagurfyrir kappann því fyrir 54 árum kvæntist hann sinni heitt-
elskuðu, Gerði Unndórsdóttur. „Ég held að konan hafi sýnt klókindi
sín í þessu því nú gleymi ég síður giftingardeginum,“ sagði ólympíu-
farinn glettinn. Afmælið leggst vel í Vilhjálm sem segist ekki vera
með neitt sérstakt á prjónunum fyrir daginn.
Sú afmælisveisla sem haldin var í Reykholti fyrir þremur árum er
Vilhjálmi minnisstæðust. „Þar komu hátt í fjögur hundruð gamlir
nemendur saman og þar kom út bók sem fjallar um skólastjórn mína
í Reykholti á árunum 1965 til 1978 og ber sú bók nafnið Skóli fyrir
lífið.“ Spurður út í fleiri afmælisdaga minnist hann sjötugsafmælis-
ins en þá var haldið ættaríþróttamót á Valbjarnarvelli í Laugardal
auk fagnaðar seinna um kvöldið. Sumarið verður viðburðaríkt fyrir
silfurmanninn en haldið skal til giftingarveislu um næstu helgi auk
þess sem efnt verður til ættarmóts í júní. Ljóst er að þau hjón eru rík
og Vilhjálmur hefur á orði að hann sé tuttugufaldur afi en er fljótur
að breyta tölunni í nítján eftir að Gerður leiðréttir hann. „Það er
dásamlegt verkefni að vera afi, það þykir mér alveg sérlega
ánægjulegt. Afabörnin eru skemmtilegust, verst hvað þau stækka
fljótt.“ davidmar@mbl.is
Vilhjálmur Einarsson er 78 ára í dag
Tvíheilagur Vilhjálmur fagnar tveimur merkisdögum í dag en auk
þess að eiga afmæli fagnar hann einnig brúðkaupsafmæli.
Tveimur afmælis-
dögum fagnað S
igurður fæddist í Prince-
ton í New Jersey í Banda-
ríkjunum. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR
1961, kandídatsprófi í
læknisfræði frá HÍ 1968, öðlaðist sér-
fræðingsviðurkenningar frá Americ-
an Boards of Internal Medicine 1973,
American Boards of Internal Medic-
ine, Medical Oncology 1975, varð við-
urkenndur sérfræðingur í lyflæknis-
fræði og lyflækningum krabbameina
í New York-ríki frá 1975 og á Íslandi
sama ár.
Lækningar, rannsóknir og
kennsla á sviði krabbameina
Sigurður var aðstoðarlæknir á
Landspítala, Borgarspítala og
Barnaspítala Hringsins 1968-70, við
New Britain General Hospital í Con-
necticut 1970-72 og við Roswell Park
Memorial Institute í Buffalo í New
York 1972-74, sinnti kennslu, læknis-
og rannsóknastörfum við Roswell
Park Memorial Institute 1974-78 og
við State University of New York at
Buffalo 1974-78, var sérfræðingur við
lyflækningadeild á Landakoti 1978-
89, yfirlæknir 1989-95, sérfræðingur
við geisladeild og síðar krabbameins-
lækningadeild Landspítala 1978-96,
ráðgefandi sérfræðingur í lyflækn-
ingum krabbameina við Borgar-
spítala 1978-95, yfirlæknir við blóð-
sjúkdóma- og krabbameins-
lækningadeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur 1996-99, yfirlæknir blóð-
sjúkdóma- og krabbameins-
lækningadeildar LHS í Fossvogi
2000-2001 og yfirlæknir lyflækn-
ingadeildar krabbameina LHS
2001-2008. Hann hefur stundað sér-
fræðilækningar í Læknasetrinu sf.
Sigurður hefur kennt við lækna-
deild HÍ, námsbraut í hjúkrunar-
fræðum, í lyfjafræði lyfsala við HÍ,
við Hjúkrunarskóla Íslands, Nýja
hjúkrunarskólann, HA og Tækni-
skóla Íslands.
Form. Krabbameinsfélagsins
Sigurður var formaður Krabba-
meinsfélags Íslands, Sérfræðinga-
félags íslenzkra lækna, sat í stjórn
Læknafélags Reykjavíkur, Lækna-
félags Íslands, Samtaka lækna
gegn kjarnorkuvá, í fræðslunefnd
Landspítalans, í stjórn Vísindasjóðs
Landspítalans og var formaður
Rannsóknastofu Háskólans, vara-
formaður fræðslunefndar Landa-
kotsspítala, varaformaður lækna-
ráðs Landakotsspítala og hefur
setið í ýmsum opinberum nefndum.
Sigurður er félagi í European So-
ciety for Medical Oncology, fulltrúi
Íslands í fulltrúaráði þess frá 1995,
félagi í American Society of Medical
Oncology, American Association for
Cancer Research, The New York
Academy of Sciences og The World
Medical Association.
Sigurður er höfundur fjölda greina
um læknisfræðileg efni í erlendum og
innlendum fagtímaritum og hefur
haldið fjölda fyrirlestra víða um
heim.
Sigurður var sæmdur riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir
störf sín í læknisfræði árið 2008.
Ótrúlega miklar framfarir í
krabbameinslækningum
Sigurður segir að starfið sé hans
aðaláhugamál. En er þá ekki þreyt-
andi að hugsa um krabbamein öllum
stundum?
„Sjáðu til, baráttan snýst um að
sigrast á krabbameinum og einhvern
tíma var sagt: „Þekktu óvin þinn.“
Þess vegna verðum við að rannsaka
og afla upplýsinga um þennan vá-
gest. Þetta er spennandi og áhuga-
verð barátta, ekki síst vegna þess að
hún hefur skilað og er að skila ótrú-
Sigurður Björnsson krabbameinslæknir 70 ára
Spjallað við dótturdóttur Frá vinstri: Freyja Stefanía Arnardóttir, Signý Sif Sigurðardóttir og Sigurður.
Baráttan við krabbann
Akureyri Eyþór Páll fæddist 13. júlí kl.
9.23. Hann vó 3.740 g og var 52 cm
langur. Foreldrar hans eru Ásthildur
Kristín Júlíusdóttir og Ólafur Gísla-
son.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Hörður Hallbergs-
son rafvirki er átt-
ræður í dag, 5. júní
og langar af því til-
efni að hitta ætt-
ingja og vini
laugardaginn 9.
júní næstkomandi
í húsi Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar
á Flatahrauni 29 kl. 17. Hörður var yfir-
verkstjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarðar
til margra ára. Hann dvelst nú á Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Árnað heilla
80 ára
Sara Lind Sigur-
steinsdóttir og Matt-
hildur Una Valdimars-
dóttir héldu tombólu
við verslun Samkaupa
í Hrísalundi á Akur-
eyri. Þær söfnuðu
3.847 kr. sem þær
styrktu Rauða kross
Íslands með.
Hlutavelta
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjónDraghálsi 4 - 110 Reykajvík
Sími: 535 1300 - Fax: 535 1305 - verslun@verslun.is T
A
K
T
IK
_
a
p
r1
2
_
3
8
0
5
Kælitæki
Pöntunarsími: 535 1300
199.000.+vsk
SD 800
B: 1130 D: 720 H: 2020 - 1000 L innanmál -
Kæling +2/+10°C - 8 hillur - Læsing
299.000.+vsk
OFC 125
B: 1250 D: 610 H:
1485
Kæling 2/7°C
79.000.+vsk
SC 85 Stærð (bxdxh)
485x530x920mm
Kæling +2/ +10°C
SC 208 Stærð (bxdxh)
900x500x900mm
Kæling +2/ +10°C
89.000.+vsk
RT 78 Stærð (bxdxh)
425x380x960mm Kæling
+2/+12°C
59.000.+vsk
OFC 70
B: 700 D: 740 H: 2015
Kæling 2/12°C
3
stærðir
Br.70cm 269.000.
Br.90cm 289.000.
Br.125cm 299.000.
99.000.+vsk
KK 415 B: 606 D: 575 H: 1980 -
360 L innanmál - Kæling +2/+10°C -
8 hillur - Læsing
Kælar
SC 138 Stærð (bxdxh)
600x500x900mm
Kæling +2/ +10°C
69.000.+vsk
Til á lager
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn má uð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón