Morgunblaðið - 05.06.2012, Síða 27

Morgunblaðið - 05.06.2012, Síða 27
lega miklum árangri. Ég er t.d. núna í New York þar sem er að hefjast 30 þúsund manna ráðstefna American Society of Clinical Oncology. Þetta er virtasta ráðstefna sinnar tegundar þar sem færustu sérfræðingar bera saman bækur sínar, þar sem maður fréttir af öllu því sem máli skiptir þessa stundina og þar sem maður hittir gamla félaga, alls staðar að úr heiminum, sem hafa lagt starfsferil sinn í þessa baráttu. Ýmsum finnst baráttan við krabbamein ganga hægt og það er kannski skiljanlegt þegar fólk missir ástvini og félaga úr þessum skelfilega sjúkdómi. En í raun hafa orðið og eiga sér stað, þessi misserin, ótrúlega miklar framfarir á þessu sviði. Það gerir baráttuna spennandi og áhugaverða.“ Fjölskylda Fyrri kona Sigurðar var Guðný Stefanía Kristjánsdóttir, f. 26.9. 1945, frjómeinatæknir. Þau skildu. Börn Sigurðar og Guðnýjar Stef- aníu eru Kristín, f. 12.3. 1966, læknir í Las Palmas á Kanaríeyjum en maður hennar er Geir Þráinsson viðskipta- fræðingur; Björn, f. 18.1. 1969, skurð- læknir í Reykjavík, en kona hans er Sigríður Snorradóttir sálfræðingur; Signý Sif, f. 5.2. 1978, fjármálaverk- fræðingur hjá Landsbankanum, en maður hennar er Arnar Vilmundar- son, viðskiptafræðingur hjá Marel. Seinni kona Sigurðar er Rakel Valdimarsdóttir, f. 24.6. 1946, hjúkr- unarfræðingur, BSc, og MA í mann- auðsstjórnun. Börn Rakelar af fyrra hjónabandi eru Áslaug Magnúsdóttir, f. 25.11. 1967 hdl., LLM, MBA, en maður hennar er Gabriel Levy, MBA, hjá American Online; Sigurður R. Magn- ússon, f . 2.9. 1980, kerfisstjóri hjá Stika, en kona hans er Berglind Ó. Einarsdóttir viðskiptafræðingur. Systkini Sigurðar: Edda Sigrún, f. 1.12. 1936, d. 5.9. 1987, augnlæknir í Reykjavík; Jóhannes, f. 13.11. 1947, yfirlæknir og prófessor. Foreldrar Sigurðar voru Björn Sigurðsson, f. 3.3. 1913 á Veðramóti í Skagafirði, d. 16.10. 1959, dr. med., forstöðumaður Tilraunastöðvar Há- skólans í meinafræði að Keldum, og Una Jóhannesdóttir, f. 15.2. 1913 á Hofstöðum í Skagafirði, d. 8.12. 2000, fulltrúi. Úr frændgarði Sigurðar Björnssonar Jósef Björnsson skólastj. og alþm. á Hólum Hólmfríður Björnsdóttir húsfr. á Hólum Björn Magnússon hreppstj. á Hofsst. Una Jóhannesdóttir húsfr. á Hofsst. Björn Jónsson hreppstj. á Veðramóti Björg Magnúsdóttir húsfr. á Rútsst. Guðmundur Þorsteinsson b. á RútsstöðumSigurður Björnsson Una Jóhannesdóttir húsfr. í Rvík. Jóhannes Björnsson hreppstj. á Hofsst. Kristrún Jósefsdóttir húsfr. á Hofsst. Sigurbjörg Guðmundsdóttir húsfr. á Veðramóti Sigurður Á. Björnsson hreppstj. og oddv. á Veðramóti Þorbjörg Stefánsd. húsfr. á Veðramóti Sigurður Stefánss. pr. í Vigur Stefán Stefánsson alþm. og skólam. Valtýr Stefánsson ritstj. Morgunblaðsins Helga Valtýsdóttir leikkona Hulda Stefánsdóttir skólastjóri Guðrún Jónsdóttir arkitekt Bjarni Sigurðss. hreppstj. í Vigur Sigurður Bjarnason alþm.og ritstj.Morgunbl. Sigurlaug Bjarnadóttir alþm. Björg Thorarensen prófessor Haraldur Björnsson leikari Jón Haraldsson arkitekt Jakob Sigurðsson matvælaverkfr. Björgvin Sigurðsson hrl. og framkv.stj. VSÍ Björn Sigurðsson læknir og forstöðum. á Keldum Björn Jóhannesson prófessor í efnaverkr. hjá Sþ. Einar Jóhannesson yfirlæknir í Svíþjóð Hermann Jónasson forsætisráðh. Steingrímur Hermannss. forsætisráðh. Pálína Björnsdóttir húsfr. Siðri-Brekkum Riddari íslenskrar fálkaorðu Sig- urður og Rakel Valdimarsdóttir í tilefni orðuveitingar árið 2008. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012 90 ára Ingibergur E. Jónsson Jóhanna Guðjónsdóttir 85 ára Lilja Þórarinsdóttir Sólveig Jónsson Steingrímur Ragnarsson Theódóra Ásdís Smith 80 ára Borghildur Garðarsdóttir Gústaf Adolf Jakobsson Hörður Hallbergsson Ólöf Steinarsdóttir 75 ára Erla Kristinsdóttir Kristín Minny Pétursdóttir 70 ára Anna Lúthersdóttir Dóra Garðarsdóttir Haraldur Sigurðsson Ingibjartur G. Þórjónsson Olgeir Erlendsson Signý Guðmundsdóttir Sigurður Björnsson Soffía Zophoníasdóttir 60 ára Aldís Jónína Höskulds- dóttir Björg J. Snorradóttir Chalao Sonklin Elías Þórmarsson Evica Eva Markovic Eyjólfur Þór Kristjánsson Finnur Torfi Magnússon Guðjón Pétur Ólafsson Guðlaug Jónsdóttir Gunnar Egill Finnbogason Helga Júlíusdóttir Konráð Jónsson María Jóhanna Ívarsdóttir María Pétursdóttir Svanhvít Leifsdóttir Þórður Jakob Adamsson Þórir Einar Steingrímsson 50 ára Elís Sigurbjörn Valtýsson Garðar Ólafsson Grétar Ólafsson Hafdís Hrefna Haralds- dóttir Hafsteinn Steingrímsson Helga Unnur Jóhannsdóttir Ingibjörg M. Þorvaldsdóttir Ingvar Gísli Jónsson Kristinn Sigurðsson Ólöf G. Jóhannsdóttir Tómas Ingi Jónsson Vala Björk Þórhallsdóttir Vilborg Einarsdóttir Vilborg Guðný Óskarsdóttir 40 ára Anna Lilja Reynisdóttir Anna Pála Gísladóttir Auður Guðmundsdóttir Baldur Eiðsson Friðmey Baldursdóttir Halla Þorsteinsdóttir Helgi Már Bjarnason Rannveig Jónasdóttir Sigurjón Einar Þráinsson Sigvaldi Guðmundsson Susanne Braun 30 ára Andrius Vilimas Anna Björk Sigurðardóttir Dóra Sif Sigurðardóttir Elín Gísladóttir Elín Marta Eiríksdóttir Ellen Ragnars Sverrisdóttir Finnbogi Rafn Jónsson Guðný Lára Óskarsdóttir Guðrún Inga Torfadóttir Kristín Eva Pétursdóttir Logi Hrafn Kristjánsson Nantasiri Mankamnerd Patrycja Sobczak Þórður Bergsson Til hamingju með daginn 30 ára Friðbjörn ólst upp í Grafarvogi. Hann starfar sem vörumerkjastjóri hjá Mekka vínheildsölu. Einn- ig er hann yfirþjálfari sunddeildar Stjörnunnar og skemmtikraftur. Frið- björn er með BS-próf í viðskiptafræði frá HÍ 2007. Systir Elísa Pálsdóttir, f. 1988, sálfræðinemi í HR. Foreldrar Páll Garðar Andrésson, f. 1958, d. 1997, og Kristjana Frið- björnsdóttir, f. 1959. Friðbjörn Pálsson 30 ára Katrín ólst upp í Vesturbænum. Hún er í fæðingarorlofi eins og stendur. Maki Ólafur Gunnar Long, f. 1982, tæknimað- ur hjá Vodafone. Synir Gabríel Ólafsson Long, f. 2009 og Ísak Breki Ólafsson Long, f. 2011. Foreldrar Guðlaugur Gíslason, húsvörður, f. 1956 og Birna Gerður Jónsdóttir, f. 1958, ljós- móðir. Katrín Guðlaugsdóttir Þórarinn Þórarinsson, skóla-stjóri Alþýðuskólans á Eið-um, fæddist 5. júní 1904. Hann var sonur Þórarins Þórarins- sonar, prests á Valþjófsstað í Fljóts- dal, og Ragnheiðar Jónsdóttur hús- freyju. Fyrri kona Þórarins var Helga Guðríður Björgvinsdóttir sem lést 1937. Seinni kona hans var Sig- rún Ingibjörg Sigþórsdóttir og eign- uðust þau sjö börn; Ingibjörgu, f. 1941, Þórarin, 1943; Stefán, f. 1947, Sigurð Þór, f. 1948; Ragnheiði Helgu, 1952, Hjörleif, f. 1959 og Halldór, f. 1962. Þórarinn lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924. Hann nam við Há- skóla Íslands og lauk embættisprófi í guðfræði 1928. Þórarinn hélt til Marburg í Þýskalandi í framhalds- nám í uppeldisfræði, trúarsálfræði og helgisiðafræði árin 1929-30 og einnig í kennimannlegri guðfræði í Herborn, 1930. Hann dvaldi í Berlín 1936 og kynnti sér æskulýðs- og íþróttastarfsemi. Þá var hann í námsleyfi í danska lýðháskólanum veturinn 1959-60. Þórarinn hóf kennslustörf við Al- þýðuskólann á Eiðum 1930 og var skólastjóri þar 1938-65 og gegndi formennsku í skólanefndum um ára- bil. Hann starfaði ötullega að menn- ingarmálum í Héraði og var formað- ur Menningarsamtaka Héraðsbúa frá stofnun þeirra og um árabil. Þá var hann einn af hvatamönnum byggingar héraðsheimilisins Vala- skjálfar, sem vígt var 1966. Vala- skjálf tók þá við af Eiðastað. Hann sat sem fulltrúi á Kirkjuþingum og í Kirkjuráði. Þá var hann einnig í stjórn Skógræktarfélags Austur- lands og gegndi formennsku þar. Þórarinn ritaði margar greinar í blöð og tímarit um hugðarefni sín; sagnfræði, menntamál og þjóðmál. Endurminningabókin Horft til lið- inna stunda, kom út 1981, er skreytt teikningum höfundar og Þórarins sonar hans. Hann fluttist til Reykjavíkur 1965 og kenndi við Kvennaskólann í Reykjavík í nokkur ár. Þórarinn Þórarinsson lést 2. ágúst 1985. Merkir íslendingar Þórarinn Þórarinsson 30 ára Jórunn er nemi í Hönnunar- og handverks- skólanum þar sem hún lærir klæðskera- og kjóla- saum. Maki Birgir Þór Gylfason, f. 1982, tölvutæknifræð- ingur. Börn Hrafn, f. 2007 og Lovísa, f. 2010, Birgisbörn. Foreldrar Steingrímur Þ. Gröndal, f. 1946, við- skiptafræðingur og Sig- ríður Ásgeirsdóttir, f. 1956, bankastarfsmaður. Jórunn S. Gröndal Lac Sensation - útsölustaðir býður upp á seiðandi sumar með Lac Sensation UV naglalakk sem endist í allt að 3 vikur Styrkir náttúrulegu nöglina, hentar bæði fyrir náttúrulegar neglur og gervineglur, frábært á tásur! Reykjavík og nágrenni • Snyrtistofan Helena Fagra Laugarvegi 163, 105 Rvk. • Snyrti og nuddstofan Paradís Laugarnesvegi 82, 105 Rvk. • Dekurhornið Snyrtistofa Faxafeni 14, 108 Rvk. • Snyrtistofa Grafarvogs Hverafold 1-3, 112 Rvk. • Snyrtistofan Ágústa Hafnarstræti 5, 101 Rvk. • Snyrtihús Bergdísar Ólafsgeisla 65, 113 Rvk. • Snyrtimiðstöðin Kringlunni 7, 103 Rvk. • Snyrtistofan Gyðjan Skipholti 50d, 105 Rvk. • Snyrtistofan Ársól Efstalandi 26, 108 Rvk. • Dagný Snyrtistúdíó Miðhúsum 50, 112 Rvk. • Victoria Salon & Spa Suðurlandsbraut 16, 108 Rvk. • Verði Þinn Vilji Borgartún 3, 105 Rvk. • Eygló Heilsulind Langholtsveg 17, 104 Rvk. • Heilsustofan Háaleitisbraut 58-60, 108 Rvk. • Snyrtistofan Xanadú Hamrabergi 4, 111 Rvk. • Snyrtistofan Rós Engihjalla 8, 200 Kóp. • Snyrtistofan Hrund Grænatún 1, 200 Kóp. • Snyrtistofan Cara Bæjarlind 1-3, 200 Kóp. • Snyrtistofan Garðatorgi Garðatorgi 7, 210 Garðabæ • Snyrtistofan Lipurtá Staðarbergi 2-4, 221 Hafnarfirði • Snyrtistofan Þema Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði • Snyrtistofan Líkami & sál Þverholt 11, 270 Mosfellsbæ Landsbyggðin • Abaco Heilsulind Hrísalund 1a, 600 Akureyri • Snyrtistofan Alda Tjarnarbraut 19, 700 Egilsstaðir • Snyrtistofan Anka, Aðalgötu 24, 340 Stykkishólmi • Riverside Spa Eyrarvegi 2, 800 Selfoss • Snyrtistofa Ólafar Austurveg 9, 800 Selfoss • Snyrtistofa Jennýjar Lind Borgarbraut 3, 310 Borgarnes • Snyrtistofan Dekur Dalsbraut 1, 300 Akranes • Snyrtistofan Fagra Hafnargötu 7b, 240 Grindavík • Snyrtistofan Spes Suðurgötu 10, 250 Sandgerði • Snyrtistofan Mánagull Aðalstræti 21-23, 415 Bolungarvík • Snyrtistofan Ágústu Hilmisgötu 2a, 900 Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.