Morgunblaðið - 05.06.2012, Page 28

Morgunblaðið - 05.06.2012, Page 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Viðhorf þitt er að hallmæla ekki því sem þú hefur ekki prófað. Þú nærð árangri, en færð ekki endilega viðurkenningu, enda er það ekki takmarkið núna. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert ekki alveg ánægð með hvar þú stendur, en það er engin ástæða til að byrja upp á nýtt. Hafðu augun opin og ekki láta sárindi í fortíðinni hindra að þú nýtir tækifær- ið nú. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt ýmsar áhyggjur sæki að þér skaltu ekki láta þær draga úr þér kjarkinn. Sinntu því sem máli skiptir og gleymdu ekki sjálfum þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Leitaðu að öruggum farvegi fyrir atorku þína en mundu að enginn er annars bróðir í leik. Ekki skuldbinda þig ef þú mögu- lega kemst hjá því. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhver kemur þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Meginmark- miðið er gagnkvæmur stuðningur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu ósmeykur við að binda þig til langs tíma. Fylgdu innsæi þínu. Jafnvel stíga til hliðar og leyfa öðrum að njóta sín líka. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ekkert leyndarmál að vogin er oft lengur að taka ákvarðanir en flestir aðrir. Vandamál sem hefur íþyngt þér um skeið virðist allt í einu smávægilegt og auðleyst. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú færð góðar hugmyndir um hvernig þú getur aflað meiri tekna en áður. En reyndu ekki að stytta honum leið; það hefnir sín alltaf fyrr en síðar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þennan dag ætti að nota til þess að skipuleggja ferðir með fjölskyldunni. Það er að færast meiri hraði í líf þitt. Gættu þín að vera ekki óþolinmóð/ur gagnvart þeim sem eru þér nákomnir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vissar upplifanir henta þér svo fullkomlega að þær gætu ekki verið ætlaðar öðrum. Þú ferð þangað sem þig lystir og ert öðrum til ánægju. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Allt virðist ganga þér í haginn svo þú skalt bara njóta þess. Nýstárlegar hug- myndir eiga hug þinn allan. Heilbrigð skoð- anaskipti eru af hinu góða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er engin minnkun að því að þekkja takmörk sín og viðurkenna þau. Tal- aðu við vini þína, félaga og maka. Jón Gissurarson yrkir fallegastemningu: Glitra daggardropar digna laut og bali rjúpa í kjarri ropar rennur fé um dali. Ljóma vík og vogar vermir sunna börðin. Norðurloftið logar lýsir Skagafjörðinn. Pétur Stefánsson orti í tilefni af sjómannadeginum: Fyrrum meig ég í saltan sjó. Síld og þorsk um borð ég dró. Aflann vann og ældi og spjó. Af því fékk ég meir en nóg. Friðrik Steingrímsson er fljót- ur að prjóna við: Kvenfólki var um og ó athygli hann til sín dró. Flestöll kvöld hann drakk og dó daginn eftir reis hann þó. Skúli Pálsson kastar fram stöku á Boðnarmiði um það sam- félag sem dafnar þar: Boðnarmjaðar fellur foss í feikna dýrum versum, ríma ofan, upp, í kross, aftan, langsum, þversum. Og Vigfús M. Vigfússon: Lýkur för við lygnan sjó leggur snör til bragsins. Aldrei spör á augnafró eru fjörbrot dagsins. Atli Harðarson rifjar upp brag: „Eftirfarandi kvæði er eignað Kolbeini Grímssyni sem nefndur var jöklaraskáld. Hann var uppi á 17. öld og kvaðst á við hann úr neðra eins og frægt er. Vísan er rifjuð upp í tilefni sjómannadags. Hér í vörum heyrist bárusnarið, höld ber kaldan öldu vald á faldi, seltu piltar söltum veltast byltum á sólar bóli róla í njólu gjólu; öflgir tefla afl við skeflu refla, sem að þeim voga, boga, toga, soga; en suma geymir svíma-drauma rúmið sofa ofurdofa í stofu kofa. (Ég fann þetta kvæði á bls. 44- 45 í bók sem kom út 1923 í Reykjavík og heitir Hafræna. Undir bókarheiti á kápu stend- ur„Sjávarljóð og siglinga. Safnað hefur Guðm. Finnbogason“.)“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af rjúpu í kjarri og fjörbrotum dagsins G æ sa m am m a o g G rí m ur G re tt ir S m áf ól k H ró lfu r hr æ ði le gi F er di n an d HVERN LANGAR EKKI Í SVONA MAGAVÖÐVA SVONA NÚ, BORÐAÐU EITTHVAÐ! ÞETTA ER FRÁBÆR DAGUR TIL AÐ ELTA KANÍNUR SVONA NÚ, DRÍFÐU ÞIG! ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ ÞÆR SÉU HÆGFARA ER ÞETTA BARA ANDLITSMÁLNING? EN... ÉG SEM LÉT LITA Á MÉR HÁRIÐ, FÓR Í NEF- & EYRNA- AÐGERÐ OG LÉT FLÚRA Á MÉR ANDLITIÐ ÉG VEIT AÐ ÉG FÉKK LAUNAHÆKKUN Í FYRRA, EN ÉG ÞARF AÐ FÁ AÐRA NÚNA HVERSU MIKIÐ ÞARFTU NÚNA? BARA RÉTT NÓG SVO ÉG ENDI EKKI Í SKULDAFANGELSI ÞAÐ ER ALLTAF SAMA SAGAN... MAÐUR RÉTTIR ÞEIM LITLAPUTTA OG ÞAÐ NÆSTA SEM MAÐUR VEIT ER AÐ ÞEIR HEIMTA ALLA HENDINA SVONA NÚ SNOOPY, KOMDU AÐ ELTA KANÍNUR! Víkverji?“Já. „Ég hef fengið fyrirmæli!“ Nú, jæja. Hvaða fyrirmæli eru það? „Að berja þig í klessu!“ Undir venjulegum kringum- stæðum hefði Víkverja brugðið við símtal af þessu tagi á síðkvöldi, ekki síst þar sem hann bar ekki kennsl á röddina á hinum enda línunnar og hringt var úr leyninúmeri. Víkverji var hins vegar tiltölulega rólegur, þar sem hann vissi að tveir uppá- tækjasamir aldavinir hans voru staddir á endurfundum með skóla- félögum sínum úti á landi. Þeir hlutu að vera á bak við þetta dularfulla símtal. Það kom á daginn. „Höfuðpaurinn leggur áherslu á að ég gangi alveg frá þér. Best að þú talir beint við hann.“ Eftir mikinn hlátur fékk Víkverji að vita að maðurinn sem hafði í hót- unum við hann var gamall félagi sem Víkverji hafði hvork heyrt né séð ár- um og jafnvel áratugum saman. Gaman að þessum endurfundum! x x x Víkverji kvartaði sáran undan töf-um á framkvæmdum við nýjan knattspyrnuvöll á Kjalarnesi fyrir tveimur vikum en þeim átti að vera löngu lokið. Þar sem Víkverji er sanngjarn maður að upplagi gleður það hann að upplýsa lesendur um að þær framkvæmdir eru nú hafnar af fullum krafti á ný og allt útlit fyrir að ungliðahreyfing UMFK geti spyrnt á nýja vellinum síðar í sumar. x x x Djöfull er þetta ljót beygla!“ sagðibetri helmingur Víkverja hátt og snjallt á bílaplani við verslunar- miðstöð í borginni á dögunum og átti þá við dæld á hlið bifreiðar þeirra hjóna, sem enginn veit hvernig varð til. Álengdar stóð ókunnug kona og horfði flóttalega til þeirra Víkverja- hjóna. Hafi hún tekið orðin til sín er hún beðin afsökunar. Spétímabilið er gengið í garð í fót- boltanum í Evrópu samanber eftir- farandi fyrirsögn af enskum net- miðli: „Van Persie ræðir um að ræða ekki um viðræður fyrr en eftir EM.“ víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Jesús sagði við hann: Far þú, trú þín hefur bjargað þér. Jafn- skjótt fékk hann sjónina og fylgdi hon- um á ferðinni. (Mark. 10,52.) Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Orbital borð kr 855.000 L165/D105/H75 Stækkun 255 Anais borðstofustóll kr 89.000 leður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.