Morgunblaðið - 05.06.2012, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012
Í tilefni þess að
komin eru út tvö
ný bindi í rit-
röðinni Kirkjur
Íslands bjóða
Húsafriðunar-
nefnd, Þjóðminja-
safn Íslands,
Biskupsstofa,
Minjasafn
Reykjavíkur og
Hið íslenska bók-
menntafélag til málstofu og opnunar
sýningar í Tjarnarsal Ráðhúss
Reykjavíkur í dag kl. 16. Erindi
flytja þau Þórir Stephensen, fyrr-
verandi dómkirkjuprestur og stað-
arhaldari í Viðey, Þorsteinn Gunn-
arsson arkitekt, Júlíana Gottskálks-
dóttir listfræðingur, Gerður
Róbertsdóttir sagnfræðingur og
Pétur H. Ármannsson arkitekt.
Sagnfræði
Málstofa um
friðaðar kirkjur
Útskorin tafla í
Kristskirkju.
Auðnuleysingjar
og aðalsmenn er
yfirskrift síðustu
hádegistónleika
Hafnarborgar á
þessu vori sem
fram fara í dag kl.
kl. 12. Þar munu
Hrólfur Sæ-
mundsson bari-
tónsöngvari og
Antonía Hevesi
píanóleikari flytja aríur um ást,
hefnd og afbrýðisemi þar sem
auðnuleysingjar og aðalsmenn eru í
aðalhlutverkum.
Tónlist
Aríur um ást,
hefnd og afbrýði
Hrólfur
Sæmundsson
Myndlistarmað-
urinn Teddi,
Magnús Theodór
Magnússon, opn-
ar sýningu á
höggmyndum í
Perlunni í dag kl.
17. Teddi hefur
valið tré sem
sinn efnivið, sem
hafa sögu, en
einnig ólíka
áferð, lit og lögun, allt frá rekaviði
sem fáir sjá notagildi í að úrvals
harðviði. Á sýningunni eru ríflega
50 verk sem að stórum hluta eru
unnin í þingvíði úr görðum í mið-
borg Reykjavíkur.
Sýningin, sem stendur til 30.
júní, er opin alla daga frá kl. 10-21
og er aðgangur ókeypis.
Myndlist
Teddi sýnir
í Perlunni
Magnús Theodór
Magnússon
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Gálgaklettur og órar sjónskynsins er
yfirskrift myndlistarsýningar sem
opnuð var í Listasafni Reykjavíkur,
Kjarvalsstöðum, laugardaginn síð-
astliðinn. Grunnur sýningarinnar
eru verk sem Jó-
hannes Kjarval
málaði á stað sem
hann kenndi við
Gálgaklett í
Garðahrauni
norðan Hafnar-
fjarðar en verkin
sem Kjarval mál-
aði þar skipta tug-
um. Auk verka
eftir Kjarval eru á
sýningunni verk
eftir tuttugu íslenska listamenn af
ólíkum kynslóðum og spanna þau
heila öld, verk sem sýningarstjórinn
Ólafur Gíslason taldi sig finna í end-
urómun við Gálgaklettsviðfangsefni
Kjarvals. Má þar finna verk jafn-
ólíkra listamanna og Finns Jóns-
sonar og Egils Sæbjörnssonar.
Myndhugsun Kjarvals og
heimspeki Merleau-Ponty
„Þessi sýning byggist á því að ég
fór að taka saman þessar myndir
sem Kjarval hefur málað og kennir
við Gálgaklett. Það var í samhengi
við kennslu mína í Listaháskólanum í
listheimspeki þar sem ég nota þessi
verk Kjarvals til þess að útskýra
heimspeki Maurice Merleau-Ponty,
benda á samhengið á milli mynd-
hugsunar Kjarvals og heimspeki
þessa franska heimspekings en þeir
voru uppi á sama tíma,“ segir Ólafur.
„Merleau-Ponty er helsti talsmaður
fyrirbærafræði í heimspeki, þess
skóla sem kenndur er við fyrir-
bærafræði og byggist á ákveðnum
hugmyndum um skynjunina. Skynj-
unin skiptir miklu máli, hvað er það
sem gerist þegar við skynjum t.d.
náttúruna?“ útskýrir Ólafur. Klett-
urinn sem Kjarval málaði ítrekað
skipti ekki máli sem slíkur heldur
samband listamannsins við náttúr-
una, sjónskynjunin og sú sýn sem
orðið hafi til innra með honum. Klett-
urinn sé í sjálfu sér ekkert merki-
legri en aðrir steinar en Kjarval hafi
engu að síður valið sér hann og kall-
að Gálgaklett.
Málverkið gefur náttúrunni
merkingu, ekki öfugt
„Þegar við sjáum allar þessar
myndir saman uppgötvum við að
þessi steinn eða klettur tekur á sig
óteljandi myndir í þessum mál-
verkum og það er í raun og veru
málverkið sem gefur náttúrunni
merkingu en ekki náttúran sem gef-
ur málverkinu merkingu, það snýst
við,“ segir Ólafur. Samband manns-
ins og umhverfisins og eins konar
samtal við náttúruna eigi sér stað.
„Þá sjáum við að út úr því verða til
það sem ég kalla órar sjónskynsins.
Vegna þess að þegar þú ferð að
skoða og hugsa djúpt út í það sem þú
horfir á finnurðu ákveðið svarthol,
ákveðinn svartan blett sem er eig-
inlega líkjanlegur við það að þú get-
ur horft á sjálfan þig alveg eins og
þú getur horft á klettinn en þú getur
ekki horft á eigið auga. Það er ákveð-
ið svarthol í okkar sjónskyni og þeg-
ar þú ferð að horfa inn í þetta svart-
hol verða til þessir órar sjónskynsins
sem ég kalla svo og fjalla um djúpa
tilvistarspurningu mannsins. Þannig
að Kjarval sem málari og listamaður
var að fjalla um djúpar, tilvistarlegar
spurningar og hans myndlist á sér
þannig frumspekilegar rætur. Hún
er ekki lýsing á náttúrunni heldur
eru þetta frumspekilegar spurningar
sem hann vekur um samband manns
og náttúru.“
Auk Jóhannesar Kjarvals eiga
verk á sýningunni Finnur Jónsson,
Svavar Guðnason, Jóhann Eyfells,
Erró, Vilhjálmur Bergsson, Steina
Vasulka, Kristján Guðmundsson,
Hreinn Friðfinnsson, Jóhanna Krist-
ín Yngvadóttir, Helgi Þorgils Frið-
jónsson, Ívar Valgarðsson, Erla Þór-
arinsdóttir, Halldór Ásgeirsson,
Kristján Steingrímur Jónsson,
Georg Guðni, Bjarni Sigurbjörnsson,
Margrét Blöndal, Egill Sæbjörns-
son, Heimir Björgúlfsson og Sig-
urður Guðjónsson. Sýningin stendur
til 26. ágúst.
Frumspekilegar spurningar
um samband manns og náttúru
Meistarinn Jóhannes Sveinsson
Kjarval var mikill listamaður.
Jóhannes Kjarval málaði tugi málverka af stað sem hann nefndi Gálgaklett í
Garðahrauni í Hafnarfirði Grunnur sýningar á Kjarvalsstöðum þar sem verk
Kjarvals eru innan um verk tuttugu íslenskra listamanna sem spanna heila öld
Frekari upplýsingar um sýninguna
og Kjarval má finna á vef Lista-
safns Reykjavíkur, listasafnreykja-
vikur.is.
Staðurinn Eitt af málverkum Kjarvals á sýningunni, Úr Gálgahrauni, verk sem Kjarval málaði á árunum 1955-60.
Ólafur
Gíslason
Ýmsir viðburðir verða haldnir í
tengslum við sýninguna Gálga-
klettur og órar sjónskynsins.
Viðburðadagskráin hófst
sunnudaginn sl. með sýning-
arstjóraspjalli Ólafs Gíslasonar.
14. júní, kl. 20-22, mun fjöl-
miðla- og fræðimaðurinn Jón-
atan Garðarsson leiða kvöld-
göngu að Kjarvalsreitnum í
Gálgahrauni og hefst hún við
Hraunvík nærri Sjálands- og
Ásahverfum. Boðið verður upp á
rútuferð frá Grófarhúsi kl.
19.30.
Tíu dögum síðar, sunnudag-
inn 24. júní, kl. 15 verður svo
fjölskylduleiðsögn á Kjarvals-
stöðum um sýninguna og
smiðja henni tengd.
Ganga, leið-
sögn, smiðja
VIÐBURÐADAGSKRÁ
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Dreymir þig nýtt eldhús!
Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús
og allar innréttingar sem hugurinn girnist.
Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði
alla leið inn á þitt heimili.