SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Síða 4

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Síða 4
Á krepputímum reynist ríkis- stjórnum erfitt að halda uppi þjón- ustu og láta enda ná saman. Á sama tíma er milljörðum komið undan skatti. Hagfræðingurinn Dev Kar, sem áður starfaði hjá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum, er nú hagfræðingur hjá Global Financial Integrity (GFI), rannsóknarstofnun og þrýstihópi í Washington. Í úttekt hans um Grikkland frá því í maí kemur fram að á milli 1999 og 2009 flæddu 160 milljarðar doll- ara óskráðir úr landi. Þá nam ólöglegt fjárflæði inn í landið 96 milljörðum dollara á sama tíma, ýmist þannig að reikningar voru falsaðir til að komast hjá innflutn- ingsgjöldum eða með smygli. GFI reiknaði út í janúar að ólög- legur fjármagnsflótti frá Mexíkó, sem var gestgjafi G-20 fundarins í vikunni, hefði numið 827 millj- örðum dollara frá 1970 til 2009. Megnið af fénu hefði endað í Bandaríkjunum. Fyrir áramót sendi GFI frá sér útreikninga þess efnis að ólög- legt flæði fjár frá þróunarríkjum heimsins hefði numið 903 millj- örðum dollara árið 2009 þrátt fyr- ir fjármálakreppuna, sem skall á 2008. Það ár námu ólöglegir fjár- magnsflutningar frá þróunarríkj- unum 1.550 milljörðum dollara. Samkvæmt rannsókn GFI flæddu 8.440 milljarðar dollara frá þróun- arríkjunum frá 1999 til 2009 með ólöglegum hætti. Óheyrilegur fjármagnsflótti Gríski seðlabankinn í Aþenu. Peningarnir streyma úr Grikklandi með ólöglegum hætti og framhjá tómum ríkissjóði. AFP 4 24. júní 2012 Þrátt fyrir að því hafi verið lýst yfir ár-ið 2009 á fundi 20 helstu efnahags-velda heims, G-20, að tími banka-leyndar væri á enda streyma milljarðar á milljarða ofan óáreittir í gegnum skattaskjól heimsins. Leiðtogar G-20 hópsins hittast nú í Mexíkó og hefur verið skorað á þá að fylgja fyrirheitinu frá 2009 eftir. Samtökin Global Financial Integrity, sem út- leggja mætti Alþjóðleg fjármálaheilindi, skor- uðu á leiðtogana að taka á leynd skattaskjóla og ólöglegu flæði peninga. „Á yfirstandandi leiðtogafundi er áhersla lögð á stöðugleika hins alþjóðlega fjármálakerfis,“ var haft eftir Raymond Baker, stjórnanda sam- takanna, í fréttatilkynningu. „Útilokað er að leiðtogar heims geti náð stöðugleika í hinu al- þjóðlega fjármálakerfi án þess að taka fyrst á kerfisbundinni leynd skattaskjóla, órekjanlegra fyrirtækja og misvægi í verðlagningu sem kom okkur í þessa stöðu.“ Í yfirlýsingu aðgerðahóps um fjármálaheilindi og efnhagsþróun til G-20 fundarins segir að fyrir fund G-20 í London 2009 hafi ein- staklingar átt í kringum 2.700 milljarða dollara á reikningum í skattaskjólum, samkvæmt al- þjóðlega uppgjörsbankanum BIS. Þar segir að sú upphæð hafi hækkað á undanförnum þremur árum. Angel Gurria, stjórnandi OECD, sagði í skýrslu, sem birt var á fundi G-20 í Cannes í nóvember, að aðförin að bankaleynd hefði aflað ríkisstjórnum 20 milljarða dollara í viðbótar- tekjur á tveimur árum. „Nú er ekki lengur hægt að fela eignir eða tekjur án þess að eiga á hættu að upp komist,“ sagði hann. Í maí birtist hins vegar greining tveggja fræðimanna, Niels Johannesens og Gabriels Zuchmans, sem fengu aðgang að gögnum BIS, þar sem kom fram að árið 2007 hefðu 2.700 milljarðar dollara legið á reikningum í skatta- skjólum og í fyrra hefði upphæðin verið sú sama. „Fram til þessa hefur átak G-20 gegn skatta- skjólum … að mestu leyti brugðist,“ sögðu þeir. „Sáttmálar hafa leitt til smávægilegrar tilfærslu á milli skattaskjóla, en ekki leitt til þess að umtalsverðir sjóðir hafi streymt úr skatta- skjólum.“ Tekið var til þess að þessi niðurstaða stang- aðist á við yfirlýsingarnar á G-20 fundinum í Cannes í nóvember um árangur af aðgerðunum. OECD, sem stýrir aðgerðunum, brást hins veg- ar þannig við að enn væri of snemmt að segja til um áhrifin. Aðgerðirnar hafa leitt til samstarfssamninga við aflandsmiðstöðvar í fjármálum. Í úttekt Jo- hannesens og Zuchmans kemur fram að inni- stæður á Jersey hafi minnkað um helming og Guernsey um 15% á undanförnum fjórum ár- um. Þar hafa verið gerðir hátt í 20 slíkir samn- ingar. Á Kýpur hafa hins vegar aðeins verið gerðir tveir slíkir samningar og innistæður hækkað um 60%. Skattaskjól dafna þrátt fyrir átak Skorað á G-20 fundinn að herða enn aðgerðir Mexíkanska spákonan Sylvia Quintero notar tarotspil til að rýna í fjár- málastöðuna í Cabo San Lucas þar sem G-20 hópurinn fundaði í vikunni. AFP Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Hljóðkerfi og hljóðbúnaður í miklu úrvali. Hljóðkerfistilboð á www.hljodfaerahusid.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.