SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 10
10 24. júní 2012 Í okkar heimshluta var tuttugusta öldin mesta framfara-skeið sögunnar. Þetta var öldin þegar læknavísindin tókustórstígum framförum. Nú varð unnt að lækna fólk af ill-vígum sjúkdómum og lina þjáningar þeirra sem ekki urðu læknaðir. Það tókst að draga úr barnadauða, hinir gigtveiku og hoknu réttu úr sér og urðu vinnufærir, sjóndaprir fengu sjón og geðrænir sjúkdómar urðu viðurkenndir og læknanlegir. Mennt- un varð almannaeign. Húsakostur tekjulægstu hópa samfélagsins tók stakkaskiptum. Fólk varð heilsubetra og langlífara. Allt gerð- ist þetta með sameiginlegu félagslegu átaki. Saman rákum við heilbrigðiskerfið, menntakerfið og saman fundum við úrræði fyrir hina tekjulægstu í húsnæðismálum. Þetta var líka öld al- mannatrygginga, öldin sem menn settu sér það takmark að allir ættu rétt á því að búa við öryggi frá vöggu til grafar, svo vitnað sé í fleyg ummæli breska stjórnmálamannsins Beveridge í þann mund sem Bretar tóku fyrir alvöru að smíða sér velferðarkerfi upp úr heimsstyrjöldinni síðari. Á tuttugustu öldinni tóku atvinnuhættir stórstígum breyt- ingum. Hér á landi voru útgerðarfélög sett á laggirnar. Þar sem ekki voru forsendur fyrir verslunarrekstri sem byggði á ein- staklingsframtaki, bundust menn samtökum og komu á fót kaupfélögum. Og samfélagið kom upp póstþjónustu, símakerfi, löggæslu. Hin mikla framleiðsluvél malaði gull á meðan vís- indamenn í háskólunum fengu skjól samfélagsins til að sinna grunnrannsóknum sem síðan urðu undirstaða enn meiri fram- fara. Um þetta samfélagslega átak skapaðist þverpólitísk sátt upp úr miðri tuttugustu öldinni og fram á níunda áratuginn. Ekki var deilt um samfélagslega þjónustu heldur hitt hversu hratt ætti að fara í sakirnar í uppbyggingunni, hve mikið ætti að skattleggja, hver réttindi og kjör launafólksins ættu að vera, en um sjálfan grunninn deildu menn ekki. Hægri menn tóku að sönnu snemma að gagnrýna félagslegt framtak í atvinnulífinu. Þar sem bæj- arútgerðir höfðu verið vildu þeir færa þær í hendur einstaklings- framtaksins, margir úr þessum pólitíska ranni höfðu horn í síðu kaupfélaga og margir hefðu eflaust getað skrifað pistil eins og Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifaði hér á þessum stað í síðustu viku. Hún talaði um stjórnlyndi vinstri manna. Þeir vildu segja fólki fyrir verkum í uppbyggingu atvinnulífs, í stað þess að skapa atvinnulífinu hagstæð skilyrði og láta einstaklinginn um afgang- inn. En er þetta rétt? Er þetta munurinn á hægri mönnum og vinstri mönnum nú um stundir? Ég hef grun um að Hanna Birna sé á villigötum; að skrifa á skakkri öld. Frá mínum bæjardyrum horft gerðist þetta: Smám saman komust vinstri menn að þeirri niðurstöðu að atvinnurekstri sem samfélagið hefði komið á laggirnar með félagslegu átaki mætti gjarnan fela einstaklingsframtakinu. Þegar atvinnufyrirtæki voru einkavædd undir aldarlokin, SR-mjöl, Áburðarverksmiðjan og fleiri, þá var þessu ekki andmælt af hálfu vinstri manna. Menn fundu að því fyrst og fremst þegar þessi fyrirtæki voru gefin en ekki seld. Jafnvel gagnrýni á einkavæðingu bankanna byggðist á þessu, auk þess sem mörgum okkar þótti mikilvægt að halda ein- um öflugum banka í eigu ríkisins sem kjölfestu í smáu hagkerfi. Sáttin var hins vegar rofin þegar hægri menn vildu greiða einkaframtakinu farveg inn eftir spítalaganginum og inn í skóla- stofuna. Um þetta hófust mikil átök, sem fóru harðnandi eftir því sem nær dró aldamótum. Með þessari baráttu rofnaði sáttin. En meira gerðist. Vinstri menn sem vörðu félagslega rekið vel- ferðarkerfi hættu að vilja hafa afskipti af atvinnulífinu. Ef til vill á það eftir að breytast aftur. En nú voru það hægri mennirnir og langt inn eftir kratavængnum, sem tóku að hafa svo mikil af- skipti af atvinnulífi að sjálfur Stalín hefði þótt fullsæmdur af. Þessi atvinnustefna, sem reyndar var ekki ný af nálinni, var að sjálfsögðu stóriðjan. Þegar hægri menn hamast á þingi og í fjöl- miðlum um meint getuleysi ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum þá þýðir það þetta: Stjórnin vill ekki virkja í þágu stóriðju. Og í þessum stjórnlyndisanda hafa hægri menn stjórnað þegar þeir hafa haldið um stjórnvölinn síðustu árin. Þannig að ég er hrædd- ur um að pistill Hönnu Birnu um stjórnlynda vinstri menn í at- vinnumálum og hægri mennina sem ekki vilja nema lágmarks- afskipti af atvinnulífinu fái ekki staðist skoðun. Skrifað á rangri öld Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Jón Sigurðsson fæddistsem kunnugt er áHrafnseyri við Arn-arfjörð 17. júní 1811, fyr- ir 201 ári. Það er engin til- viljun, að hann gerðist leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar, því að í fari hans var sjaldgæft jafnvægi kappsemi og hófsemi, vöku, sem unir hlutskipti sínu, og draums, sem vill rætast. Allir vita, að Jón vildi sækja rétt í hendur Dana. En rétt til hvers? Hver var stjórnmála- skoðun Jóns? Því er fljótsvarað. Hann var frjálshyggjumaður. Hann dáð- ist að því, hvernig Bretar tak- mörkuðu ríkisvaldið með því að dreifa því og skorða það við siði og venjur. Hann hafi lesið með skilningi og alúð rit Jean- Baptiste Says, sem var einn kunnasti lærisveinn Adams Smiths á meginlandi Norður- álfunnar. Jón skrifaði 1841: „Frelsi manna á ekki að vera bundið nema þar, sem öllu félaginu (þjóðinni) mætti verða skaði, að það gengi fram.“ Enn sagði hann: „Að líkum hætti má at- vinnufrelsi og verslunarfrelsi ekki missa, þar sem nokkuð fjör og dugnaður á að komast á fót, og má í því skyni ekki hafa stundarskaða nokkurra manna fyrir augum, heldur gagn alþýðu bæði í bráð og lengd.“ Jón skrifaði bróður sínum 1866: „Þú heldur, að einhver svelgi okkur. Látum þá alla svelgja okkur í þeim skilningi, að þeir eigi við okkur kaup og viðskipti. Frelsið er ekki í því að lifa einn sér og eiga ekki viðskipti við neinn.“ Skýrar verður skoðun Jóns varla lýst. Hún er þveröfug við þá, sem núverandi valdhafar á Íslandi hafa, en í þeirra sögu renna öll vötn til Dýrafjarðar. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Jón Sigurðsson var frjálshyggjumaður Mynd vikunnar í stutt- myndaröð MBL Sjónvarps heitir „Skafmiði“. Myndin er loka- verkefni Fannars Sveinssonar úr Kvikmyndaskóla Íslands en hann skrifaði handritið og leik- stýrði myndinni sjálfur. „Hún- fjallar um mann sem tekur lán fyrir bíl og þarf nú að greiða lánið án tafar,“ segir Fannar en þannig tengist myndin að nokkru leyti því ástandi sem margir Íslendingar hafa upp- lifað eftir hrun. Líkt og flestir leikstjórar segist Fannar vera með nokkur ókláruð handrit í vinnslu. „Ég er nú alltaf með hnút í maganum yfir því hvað það er langt síðan ég gerði síð- ustu stuttmynd. Þannig að það fer að koma að því að ég klári eitthvert handritið og hendi í eina stuttmynd.“ Fjöldi leikara kemur fram í stuttmynd Fannars, m.a. Gunnar Hansson, Magnús Ragnarsson, Ellert A. Ingi- mundarson, Guðbjörg Thor- oddsen, Ólafur S.K. Þorvaldz, Páldís Björg Guðnadóttir, Valdimar Sveinsson og Kjartan Darri Kristjánsson. Það getur verið mjög krefjandi fyrir leik- stjóra að leikstýra svo stórum hópi leikara en myndin hefur fengið fínar viðtökur á kvik- myndahátíðum á Íslandi. „Það er aldrei að vita nema ég sendi hana út á einhverja hátíð.“ vilhjalmur@mbl.is Skafmiði Kvikmyndir Leikstjórinn Fannar Sveinsson Íslenska ullin er einstök Skoðaðu litaúrvalið í næstu verslun. Sjá sölustaði á istex.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.