SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Page 13
24. júní 2012 13
8.00 Ég vakna og hef mig til svo ég
geti tekist á við verkefni dagsins. Les
2-3 blaðsíður í Önnu Kareninu eftir
Tolstoj sem ég er að lesa um þessar
mundir. Fæ mér staðgóðan morg-
unverð.
9.00 Mætt á Hilton Nordica til að
hitta Gregory Tsongallis og fjölskyldu
en ég hef verið að sýna þeim Ísland
undanfarið.
Í dag ætlum við að fara upp í Borg-
arfjörð og suður Kaldadal.
9:45 Við komum við á Staupasteini
og ég segi þeim sögu steinsins sem ber
jú ýmis nöfn, en við krakkarnir köll-
uðum hann alltaf Tröllkonuhönd og
töldum hann steinrunna hönd nátt-
trölls sem lá í hólnum.
11.00 Komum að Deildartunguhver
og mannskapurinn á ekki orð til að
lýsa hrifningu sinni, enda er stórkost-
legt að sjá hvernig heitt sjóðandi vatnið
spýtist út úr rauðum leirhólnum.
12.00 Eftir að hafa skoðað Snorra-
laug og fleira í Reykholti, leitum við að
hádegissnarli. Það finnum við hjá N1,
fyrirtaks rúnnstykki með skinku og
osti, nýsmurð og nýbökuð. Flóknara
þarf það ekki að vera. Veðrið er milt og
gott.
13.30 Þá eru það Hraunfossar og
Barnafoss. Ekki verða menn fyrir von-
brigðum þar, frekar en endranær. Lit-
irnir, grænir og bláir alveg stórkostleg-
ir, vatnið tært og byltist um í
Barnafossinum undir náttúruboganum.
Svo fara allir yfir brúna, en leiðsögu-
mann sundlar alltaf hér.
14.00 Við ökum um Hallmund-
arhraun og göngum svo að Víðgelmi.
Hellirinn vekur mikinn áhuga karl-
peningsins í hópnum og þeir verða að
prófa að fara niður stigann. Fólkinu
finnst undarlegt að vera þarna svona
eitt í heiminum og engan annan að sjá,
nema jöklana, sem glóa í sólskininu.
15.30 Og þá erum við á hæsta
punkti Kaldadals. Allt blasir við okk-
ur, skínandi skírt. Það er þó meiri
snjór er oft áður á þessum árstíma í
fjöllunum.
16.30 Á Hakinu við Almannagjá er
síðasti stansinn og gott að koma hing-
að síðdegis, þegar fækkað hefur á
staðnum og hægt að njóta náttúrunnar
betur. Undarlegt að sjá að fram-
kvæmdir við nýja göngubrú ganga
svona hægt á háannatímanum.
17.15 Ferð lokið og ánægðir ferða-
langar koma heim á hótel. Ég ek suður í
Hafnarfjörð til fundar við foreldra mína
sem þar búa.
21.30 Eftir ánægjulega kvöldstund
og leiðinlega sjónvarpsdagskrá held ég
heim og stytti mér stundir með því að
horfa á sígildan vestra, Sjömenningarnir
snúa aftur, en ég safna sígildum kvik-
myndum. Yul Brynner getur verið ansi
flottur. En þá er löngu tímabært að
ganga til náða.
Dagur í lífi Ragnheiðar Erlu Bjarnadóttur, leiðsögumanns og eiganda Storðar – Green Energy Travel Iceland
Ragnhildur Erla Bjarnadóttir nýtur þess að horfa á sígildar kvikmyndir á kvöldin eftir að hafa notið íslenskrar náttúrufegurðar að degi til.
Morgunblaðið/Kristinn
Sýnir landið á vistvænan hátt
Nýtt hefti
Þjóðmál – tímarit um stjórnmál og
menningu – hefur nú komið út í átta ár
undir ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar.
Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári –
vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst
í lausasölu í helstu bókabúðum og nokkrum
stórmörkuðum, en ársáskrift kostar aðeins
4.500 kr.
Hægt er að gerast áskrifandi
á vefsíðunni www.thjodmal.is
eða í síma 698-9140.
www.thjodmal.is Ugla