SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Síða 16

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Síða 16
16 24. júní 2012 Nú hafa sex ungir hús-gagnasmiðir, sem allir eruprýðilega menntaðir í starfs-grein sinni, hafizt handa af mikilli bjartsýni og dugnaði, komið sér upp fullkomnum vélakosti, sem í sumum greinum mun bera af öllu því, sem þekkzt hefur hér á landi,“ var skrifað í Verkamanninum 1. maí 1953. Ak- ureyrska húsgagnaverksmiðjan Valbjörk var þá opnuð í fyrsta skipti. Valbjark- arhúsgögnin eru landsmönnum vel kunnug en þau áttu eftir að rata víða um land. Hálfri öld síðar er enn blómstrandi dugnaður og bjartsýni á Akureyri. Fyrr í mánuðinum opnuðu þrír ungir hús- gagnasmiðir, Ingibjörg Björnsdóttir, Guðrún Björg Eyjólfsdóttir og Berglind Júdith Jónsdóttir, húsgagnaverkstæðið Mublur þar í bæ. Sunnudagsmogginn náði tali af Berglindi Júdith. Það er mikil ringulreið í kringum Berglindi Júdith þegar blaðamaður nær tali af henni. Hún er að leggja af stað út á land en gefur sér þó tíma til þess að tala um nýja húsgagnaverkstæðið, Mublur, á Akureyri. Það hýrnar yfir Berglindi Jú- dith þegar hún rifjar upp tilkomu fyr- irtækisins. „Ég hef mikinn áhuga á því að gera upp gömul hús og húsgögn,“ segir hún en Berglind er einnig lærður húsa- smiður. „Þetta er því hugmynd sem hafði blundað í mér lengi en það var ekki fyrr en ég kynntist stelpunum sem að við ákváðum að láta verða af þessu,“ segir hún. Stúlkurnar þrjár kynntust í hús- gagnasmíði í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Berglind Júdith lauk við námið í vor en hinar tvær eiga eina önn eftir. Húsgagnaverkstæðið Mublur býður upp á húsgagnaviðgerðaþjónustu en einnig munu þær stöllur selja uppgerð húsgögn og hanna og smíða eigin húsgögn. „Ef þú átt gamlan skenk þá getur þú komið með hann til okkar og við löppum upp á hann,“ segir hún glaðlega. Berglind Júdith segir að húsgögnin séu ekki aðeins fyrir Akureyringa. „Nei, alls ekki. Við erum til dæmis búnar að stofna Facebook-síðu. Þar geta áhugasamir skoðað húsgögnin,“ segir hún en bætir því við að síðan sé ekki fullkláruð. Mark- miðið er að selja húsgögnin á síðunni og á verkstæðinu. Hún segir að ekki sé til sambærileg verslun á Akureyri og því hafi íbúar bæjarins hingað til þurft að leita til smiða með gömul húsgögn. Hún gerir því ráð fyrir að mikill markaður sé fyrir slíkt verkstæði á Akureyri. „Það hjálpar til hvað samfélagið er lítið. Íbú- arnir frétta fljótt af þessu,“ segir hún. Hún viðurkennir þó að smæð samfélags- ins fylgi einnig gallar því færri húsgögn séu í minni samfélögum. Hún segir það koma vel til greina að þær muni einn daginn opna verkstæði í höfuðborginni. „Það er auðvitað draumur að geta stækk- að fyrirtækið sitt,“ segir hún en bendir þó á að fyrirtækið sé á frumstigi. Ömmu- og afahúsgögn Ungu konurnar deila áhuga á gömlum ís- lenskum húsgögnum. Í miklu uppáhaldi eru húsgögn frá Valbjörk. „Þessi húsgögn voru alls staðar en urðu svo hrikalega hallærisleg um 1980. Þau fóru því flest á Stúlkurnar kynntust í húsgagnasmíði. Frá vinstri Berglind Júdith, Ingibjörg og Guðrún. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Guðrún hannaði skartgripaskrín ásamt Þorleifi kennara sínum. Skrínið var fyrir demants- nælu sem bróðir hennar hannaði. Nælan var fyrir Elísabetu Englandsdrottningu. Bjartsýni og dugnaður Akureyrsku dugnaðarforkarnir Berglind Júdith, Guðrún og Ingibjörg láta ekki tal um kreppu og atvinnuleysi draga úr sér kraftinn. Á dögunum réðust þær í að stofna húsgagnaverkstæðið Mublur á Akureyri. Ingibjörg Friðriksdóttir if@mbl.is Skrínið sem Guðrún og Þorleifur hönnuðu á krýningarafmæli Elísabetar drottningar.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.