SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Page 17

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Page 17
24. júní 2012 17 haugana en við erum að reyna að bjarga þeim,“ segir Berglind Júdith. „Þetta eru þessi dæmigerðu ömmu- og afahús- gögn,“ segir hún. Húsgögnin sem þær gera upp og selja eru aðallega frá sjötta- og sjöunda ára- tugnum. Í nóvember, áður en hugmyndin um húsgagnaverkstæðið kviknaði, hönnuðu þær ruggustól úr beyki. „Við fengum það verkefni í VMA að herma eftir borðstofu- stól sem skólinn hafði keypt. Við vildum hins vegar ekki eiga einn stakan borð- stofustól,“ segir Berglind Júdith. Í fram- haldi lögðust þær á netið í leit að betri lausn. „Okkur datt í hug að hanna barnamatarstól eða ruggustól,“ segir hún en ruggustóll varð á endanum ofan á. Skólinn gaf leyfi fyrir því að þær myndu breyta verkefninu og útkoman varð glæsileg. Stólarnir eru til í þremur út- gáfum þar sem þær settu allar persónu- legt mark á stólana. Þeir verða til sölu hjá Mublum. Samsafn af húsgögnum Þríeykið hefur unnið hörðum höndum að því að opna verkstæðið en Berglind Jú- dith segir að það sé mikil vinna að baki. Opnuninni seinkaði þó talsvert í vor. Ástæða þess var verkefni sem þær unnu fyrir nýja kaffihúsið í Lystigarðinum. Á hundrað ára afmæli Lystigarðsins og hundrað og fimmtíu ára afmæli Akureyr- arbæjar var opnað langþráð kaffihús í garðinum. Lystigarðurinn er eitt af þekktari kennileitum bæjarins en þetta er fyrsta kaffihúsið sem er opnað þar. Um rekstur kaffihússins sjá þeir Sigurður Guðmundsson og Njáll Trausti Friðberts- son. Þeir fengu þá hugmynd að innrétta kaffihúsið með húsgögnum frá Valbjörk og auglýstu því eftir þeim. Það gekk von- um framar og brátt var kaffihúsið fullt af húsgögnum í misjöfnu ásigkomulagi. Þeir höfðu þá uppi á Berglindi Júdith og báðu hana að aðstoða sig við verkefnið. „Ég hafði samband við stelpurnar og við tókum þetta að okkur,“ segir hún. „Þetta eru húsgögn úr öllum áttum og eru því mjög mismunandi. Það var kraftaverk hvað okkur tókst að vinna þetta á stutt- um tíma,“ segir hún en það tók þær um þrjár vikur að ljúka verkefninu. Skartgripaskrín fyrir drottninguna Árið 2012 er ekki aðeins merkisár fyrir Akureyrarbæ en eins og flestir vita eru sextíu ár frá krýningu Elísabetar Eng- lands drottningar. Þá greindi Morg- unblaðið frá því að Kristjáni Eyjólfssyni, gullsmið og bróður Guðrúnar, hefði verið falið það verkefni að hanna nælu fyrir drottninguna og alla gesti í blómasýn- ingu hennar í Chelsea. Í heildina hannaði Kristján þrjú hundruð nælur en engin af þeim var eins. Nælurnar eiga það sam- eiginlegt að vera handgrafnar og með handgrafinni perlu. Stærsta verkefnið var að hanna nælu fyrir sjálfa drottn- inguna. Hann vildi að nælan minnti á Ís- land og notaði því íslenskt víravirki. Sex- tíu ára krýningarafmæli er kallað demantsafmæli og því var nælan skreytt demöntum. Kristján hafði samband við stóru syst- ur sína, Guðrúnu, og bað hana að búa til skartgripaskrín fyrir næluna. Guðrún tók að sér verkefnið og útbjó skartgripa- skrínið ásamt Þorleifi Jóhannssyni, kennara við Verkmenntaskólann. Guð- rún hélt áfram með íslenska áherslu í hönnun sinni. Hún notaði því birki í sjálft skrínið en það er klætt að innan með laxaroði. Þýðir ekki að krossa fingur Berglind Júdith segir það krefjast mikillar vinnu að stofna sitt eigið fyrirtæki. „Við hefðum líklega getað sótt um einhverja nýsköpunarstyrki. Við höfðum einfald- lega ekki tíma til þess,“ segir hún. Að- spurð hvort hún hafi góðar ráðleggingar til frumkvöðla segir hún: „Það er mik- ilvægast að hafa brennandi áhuga. Við byrjum rólega. Það gengur ekki að kaupa rándýrt húsnæði og vélar og krossa svo fingur.“ Blaðamaður kveður Berglindi Júdith sem getur nú lagt af stað í ferða- lagið sitt. Berglind Júdith og Ingibjörg kynntust í húsgagnahönnun. Húsgögn frá Valbjörk á Akureyri eru í miklu uppáhaldi hjá húsgagnahönnuðunum. Til eru þrjár útgáfur af ruggustólnum sem stúlkurnar hönnuðu í Verkmenntaskólanum. ’ Þetta eru húsgögn úr öllum áttum og eru því mjög mismunandi. Það var kraftaverk hvað okkur tókst að vinna þetta á stuttum tíma.“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.