SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 26
26 24. júní 2012 Félagarnir Freyr Heiðar Guð-mundsson, Friðþjófur HögniStefánsson, Jóhann Torfi Ólafs-son, Jón Bjarni Magnússon og Þórólfur Jarl Þórólfsson fóru á dögunum fótgangandi frá suðausturhorni Íslands, yfir hálendið, og enduðu á norðvestur- horni landsins. Áður hafði hluti hópsins gengið Langleiðina svokölluðu, sem er frá Reykjanestá í vestri til Langaness í austri. Það er því ljóst að stórt X hefur verið markað yfir landið í formi göngu- ferða, í fyrsta skiptið sem slíkt hefur ver- ið gert svo vitað sé til. Eldgos setti strik í reikninginn Blaðamaður hitti þrjá meðlimi hópsins á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur auk þess sem Jón Bjarni fékk að taka þátt í viðtal- inu í gegnum símtæki. Freyr Heiðar var hinsvegar því miður fjarverandi. Að sögn drengjanna reyndu þeir við svipaða ferð á síðasta ári með misjöfnum árangri. „Við reyndum þetta í fyrra en þá urð- um við að hætta eftir rúmlega 200 kíló- metra. Það fór að gjósa eins og frægt er orðið auk þess sem náttúran sagði ein- faldlega nei við okkur. Það kom smá kuldakast og hálendið fylltist af snjó og svo kom hitakast og þetta var bara allt að leka niður,“ segir Friðþjófur. Vinirnir voru þó ákveðnir í því að láta ekki deigan síga og fóru aftur í ár. „Mig langaði að labba þetta áður en Svandís bannar lausagöngu mannfólks um hálendi Íslands. Maður veit aldrei hvenær það gerist,“ bætir Þórólfur við um verndaráætlanir Svandísar Svav- arsdóttur umhverfisráðherra. Aðspurðir út í það hvort þeir séu vanir fjallgöngumenn viðurkenna félagarnir að þeir séu ekkert sérstaklega reynslumiklir á því sviði. „Ekki ég. Maður hefur gengið á rjúpu og einhverjar dagsferðir en aldrei neitt svona. Ég er að vinna með Frey Heiðari hjá Lax-á og hann var búinn að tala svo mikið um bæði Langleiðina sem hann fór Félagarnir fögnuðu vel og innilega þegar komið var á leiðarenda. Hér eru þeir Jón, Jóhann, Þórólfur og Friðþjófur sáttir með lífið. Þeir félagar þurftu að fara yfir nokkuð margar ár á leið sinni. Hér fer Freyr Heiðar yfir á í klakaböndum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.