SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Qupperneq 28
28 24. júní 2012
yfir miðhálendið í vöðlum en þeir félagar
segja að ferðin hafi verið vel skipulögð
fyrirfram. Þeir segja einnig að Vilhjálmur
Vernharðsson í Möðrudal hafi hjálpað
þeim mikið en sá þekkir víst svæðið eins
og handarbakið á sér.
Tveir í hópnum þurftu frá að hverfa
Ekki náðu allir í hópnum að klára ferðina
og þurftu tveir göngumannanna að játa
sig sigraða í bili.
„Freyr tognaði í læri í Kverkfjöllum. Á
degi tvö fékk ég síðan beinhimnubólgu
en gekk samt í einhverjar tvær vikur
frekar slæmur. Svo ákvað ég að skreppa
aðeins í bæinn og kíkja til sjúkraþjálfara
og hitta strákana á Hornströndum. Ég á
einhverja 200 kílómetra eftir sem ég ætla
að klára síðar, það er allt ákveðið,“ segir
Friðþjófur ákveðinn.
„Frændi tognaði líka eiginlega á fyrsta
deginum en gekk haltur í fimm eða sex
daga. Það var ömurlegt að missa hann,“
segir Þórólfur og á við Frey.
Vilhjálmur sótti Frey í Kverkfjöll og
þurfti að fara þangað um nóttina til að
allt væri alveg örugglega frosið og ferða-
fært. Friðþjófur þurfti hinsvegar að ganga
12 kílómetra niður á Kjalveg og var sóttur
þangað.
„Vilhjálmur er náttúrulega líka í björg-
unarsveitinni. Við hefðum alveg eins get-
að hringt í björgunarsveitina og samt
fengið sama manninn,“ segir Þórólfur.
Matarbirgðirnar vel skipulagðar
Eitthvað var af dýrum á svæðinu að sögn
göngugarpanna. Félagarnir urðu varir við
nokkur hreindýr í Lónsöræfum, fuglalíf á
miðhálendinu og á Hornströndum rákust
þeir á mergð refa. Drengirnir kváðust þó
ekki hafa veitt sér til matar.
„Við gerðum það nú ekki en við nýtt-
um náttúruna svolítið þegar við fórum
Grettishæðina,“ segir Þórólfur sposkur á
svip og Jón Bjarni bendir á að Jóhann hafi
verið einstaklega góður í því að finna há-
fjallasælgæti. Jóhann fann óopnaða Þrista
og Mars á öræfum landsins sem höfðu
líklegast legið undir snjó frá því sumarið
áður. Vinirnir skiptu góssinu bróðurlega
á milli sín. Matarbirgðir þeirra félaga
voru annars nægar og vel skipulagðar.
„Við vorum með svona fimm dagleiðir
af mat á bakinu í hvert sinn. Svo var búið
að koma fyrir í skálum á leiðinni mat-
arkössum fyrir okkur,“ segir Friðþjófur.
„Þórhallur, sem er formaður ferða-
félags Fljótsdalshéraðs, og pabbi fóru
með bakpokana okkar og trúss upp í
Geldingafjöll á öðrum degi þannig að við
gátum tekið fyrstu tvo dagana nokkuð
hratt. Villi í Möðrudal kom fyrir trússi í
Kverkfjöllum og Anton Örn fór síðan á
sleða í Sandbúðir fyrir okkur frá Ak-
ureyri,“ segir Þórólfur en faðir hans og
nafni er Halldórsson og var að sögn
drengjanna sérlega liðtækur eins og síðar
kom betur í ljós.
Vinirnir brugðu einnig á það ráð að
sjóða pasta upp úr sundlaugarvatninu í
sundlauginni í Reykjarfirði.
„Við suðum pasta upp úr sundlaug-
arvatninu í Reykjarfirði á Hornströndum.
Það er byggð þarna og við fórum að at-
huga hvort að það væri opið einhvers
staðar til að komast í rennandi vatn. Við
löbbuðum þarna að sundlauginni til að
athuga með vatn og fundum vatn í laug-
inni,“ segir Þórólfur. Þeir félagar snæddu
síðan pastað í kvennaklefanum og kveðst
Þórólfur ætla að birta uppskriftina að
Sundlaugarpastanu í matreiðslubókinni
Prímus pastatöfrar Tóta sem hann hyggst
gefa út á næstunni.
Hjálpsamir samherjar
Það komu fleiri að ferðinni en þeir sem
gengu hana og að sögn drengjanna var í
raun ótrúlegt hversu hjálpsamt fólk var.
„Þegar við til dæmis gengum Hrúta-
fjörðinn þá hringdum við og spurðum
hvort við mættum tjalda við Kolbeinsá.
Þá var fólk svo almennilegt að það bauð
okkur bara inn. Það bauð okkur í mat og
svo var bakað fyrir okkur,“ segir Jóhann
og Jón Bjarni tekur það fram að þeir hafi
ekki verið komnir í hús fyrr en um hálf
fjögur að nóttu til. Þá hafi þar allir verið
glaðvakandi og beðið eftir þeim.
„Fólkið á Dröngum var einnig mjög al-
mennilegt. Þau Elías, Guðrún og Óskar,“
segir Þórólfur.
„Við komum þangað um tíu um morg-
uninn og þar var fólk að rísa úr rekkju.
Okkur var boðið inn í kaffi sem endaði
með því að það bauð okkur gistingu í
fimm tíma sem var mjög glæsilegt,“ bætir
Friðþjófur við.
Drengirnir svara því aðspurðir að oft
hafi þeim þótt betra að ganga á nóttunni
en á daginn, þá hafi snjórinn verið orðinn
þéttari og loftið svalara.
„Við vorum með svo sniðuga græju.
Það er svona Spot-tæki, GPS tæki sem
sendir hnitin okkar á vefsíðu í gegnum
gervihnött þannig að það geta allir séð
hvar við erum hverju sinni. Þetta er bæði
jákvætt og neikvætt fyrir mæður og að-
standendur því þetta þýðir að ef við erum
að labba alla nóttina þá sefur það fólk
kannski ekkert rosalega mikið,“ segir
Þórólfur.
„Það var ótrúlegt hvað þetta breiddist
út, það var ótrúlegasta fólk farið að fylgj-
ast mikið með okkur,“ segir Jóhann og
Friðþjófur bætir við að þeir hafi fengið
send nokkur textaskilaboð í gegnum
síma þar sem fólk hafi verið að fylgjast
með þeim og furða sig á því að þeir væru
ekki lagðir af stað.
Brjóstbirtan skipti sköpum
Kapparnir segjast ekki hafa búið sig neitt
sérstaklega undir gönguna og vilja meina
að andlega hliðin skipi ansi stóran sess í
árangri fjallgöngumanna.
„Það er líka mjög mikilvægt að hafa
góða ferðafélaga. Það er oft sem þú ert
langt niðri í hausnum en þá ná þeir
manni upp,“ segir Friðþjófur og brosir
hlýlega til vina sinna.
Ferðin var nokkur raun að sögn strák-
anna og höfðu þeir allir grennst talsvert
er heim var komið. Friðþjófur átti metið
en hann léttist um 9 kíló.
„Við borðuðum náttúrulega ekki nema
akkúrat nógu mikið af kalóríum á dag til
að halda okkur gangandi,“ segir Þórólfur
en þeir drengir sammæltust um að pastað
hefði skipt mestu máli í fæðuhring
þeirra.
„Það var mjög mikilvægt að borða
Á hverjum föstudegi klæddu kapparnir sig í fín föt og gengu þannig allan daginn.
Hér má sjá Þórólf klæddan Converse skóm og vöðlum; nauðsyn fjallgöngumannsins.
’
Það fór aðeins um mann þegar maður fór að
tala við karlana niðri á Dröngum. Þeir voru að
segja manni frá ísbjörnunum sem enginn hefði
tekið eftir. Okkur var sagt frá því að selshræ hefðu
einhvern tímann fundist langt inni í landi. Elías á
Dröngum sagði okkur að ef við mættum ísbirni og
hann réðist á okkur þá ættum við að ná okkur í prik
og ráðast á hann á móti. Ísbirnir eru víst óvanir því
að ráðist sé á móti þeim.