SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Side 32

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Side 32
32 24. júní 2012 Það var Tom Cruise sem komað máli við mig á sínum tímaog sagði mér að sig langaði aðtaka þátt í söngvamynd. Við gerðum samt ekki annað en að tala um þetta, því ég vildi engu lofa fyrr en ég vissi fyrir víst að Tom gæti sungið,“ segir Adam Shankman. Adam, sem leikstýrði m.a. Hair- spray, á heiðurinn af söngvamyndinni Rock of Ages. Þar stelur stórstjarnan Tom Crusie senunni í hlutverki út- jöskuðu rokkkempunnar Stacee Jaxx. „Það var verulegur vandi að finna rétta verkið fyrir stór- leikara eins og Tom Cruise. Hvað átti ég að gera – setja hann í aðalhlutverkið á endurgerð South Pacific?“ segir Adam og hlær. „Frekar lítið hafði farið fyrir söngleiknum Rock of Ages á þessum tíma, en þegar hugmyndin kviknaði þá auðvitað grunaði mig að það gæti orðið algjört gull að láta eina stærstu kvikmyndastjörnu okkar tíma túlka risa- vaxið rokkgoð eins og Stacee Jaxx.“ En fyrst þurfti Tommi að sýna að hann gæti þanið radd- böndin. „Við leituðum til sama raddþjálfara og Axl Rose lærði hjá, og Tom tók litla prufu. Ég hlustaði á afraksturinn og var alveg gáttaður: Guð minn góður, hann gat sungið! Og Tom var í skýjunum alveg eins og ég: „Ég get sungið! Skellum okkur í að gera kvikmyndina!““ Draumarnir rætast í LA Rock of Ages er stjörnum prýdd. Nefna má sjarmörinn Alec Baldwin, bombuna Catherine Zeta-Jones, stórleikarann Paul Giamatti og poppmenningarprinsinn Russell Brand. Aðalhlutverkin eru í höndum tveggja ungstirna: Julianne Hough og Diego Boneta. „Og þau eru eins og sniðin í hlut- verkin enda bæði í svipuðum sporum og aðalsöguhetjurnar. Bæði eru ung, íðilfögur og hæfileikarík og hafa lagt það á sig að ferðast um langan veg til að láta draumana rætast í Los Angeles. Hann kom alla leið frá Mexíkó á meðan hún ólst upp í smábæ í Utah. Þau runnu meira eða minna áreynslulaust inn í hlutverkin, nema hvað við þurftum að- eins að hamra burt kántrí-áhrifin í söngnum hennar Juli- anne.“ Adam segir ungu stjörnurnar um leið hafa hreppt erf- iðustu hlutverkin, því þau geta ekki stutt sig við sér- viskuleg uppátæki og einkenni eins og hinar söguhetjurnar. „Catherine Zeta-Jones leikur siðapostula sem berst gegn skaðsemi rokksins. Við hana sagði ég einfaldlega að hún ætti að vera eins og Eva Perón, og allt small. Við Alec Baldwin sagði ég að hann væri maður sem hefði hrærst í rokki allt sitt líf, en verið svo út úr heiminum í 30 ár að hann hefði ekki fattað að hann væri samkynhneigður,“ út- skýrir Adam. „Leiðbeiningarnar voru líka mjög einfaldar fyrir Tom Cruise. Sögupersóna hans trúir innilega á textann í laginu „Dead or alive“; að hann sé einfari og kúreki sem allir vilja brjóta niður. Þrátt fyrir að hafa allan heiminn með sér, milljónir aðdáenda og allt sem hugurinn girnist, heldur Stacee Jaxx að hann sé einmana skáld.“ „Sviðið var þeirra heimili“ Rock of Ages er óður til einstaks blómaskeiðs í vestrænni menningarsögu. Adam segir það hafa verið mjög for- vitnilegt að kafa ofan í þennan tíma og læra um líf rokk- goðanna sem söngleikurinn sækir innblástur í. „Að kynna sér sögu þessa fólks er stórmerkilegt. Sviðið var þeirra heimili, þar fönguðu þessi goð athygli og aðdáun allra í kring og voru stórkostleg á að líta, en um leið og gengið var út af sviðinu breyttist allt. Þar tók við eitt allsherjar stórslys með konum, áfengi, vændi og dópi. Enginn gat sagt „nei“ við þessar stjörnur og lífið var laust við allt sem kalla mætti hófsemi. Þetta voru börn sem hlupu um stjórn- laus og án barnfóstru.“ Tímabil risavaxinna goða Hvern hefði grunað að Tom Cruise hefði frábæra söngrödd? Adam Shankman leikstýrir söngvamyndinni Rock of Ages og segir það hafa verið upplifun að rýna í villt og tryllt blómaskeið glys- og metalrokksins. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Auðvitað grunaði mig að það gæti orðið algjört gull að láta eina stærstu kvikmyndastjörnu okkar tíma túlka risavaxið rokkgoð eins og Stacee Jaxx,“ segir Adam Shankman. Adam Shankman Adam Shankman hefur átt áhugavert lífshlaup. Hann hóf ferilinn sem dansari og komst á sínum tíma inn í Juilliard- skólann í New York, einn virtasta lista- skóla heims. Þar hætti hann í miðju námi til að helga sig söngleikjaleik- húsi. Smám saman hefur Adam verið að láta meira að sér kveða sem leikstjóri en hann hefur líka vakið lukku sem dómari í dansþáttunum vinsælu So You Think You Can Dance. Hann kveðst geta tengt sig við margt af því sem söguhetjurnar í Rock of Ages þurfa að ganga í gegnum. Skemmtanabrasinn sé ekkert grín og hættur leynist við hvert fótmál. „Ég kannast t.d. vel við söguhetju Pauls Giamatti, sem leikur ósvífna um- boðsmanninn sem hikar ekki við að ýta listamönnunum í kolranga átt ef hann heldur að hægt sé að græða á því,“ segir Adam. „Þegar ég var yngri var t.d. einn slíkur sem tók mig upp á arma sína og langaði til að gera mig að karl- útgáfunni af Paulu Abdul. Við fórum m.a. í hljóðver, tókum upp eitt lag og ég var agalega spenntur, allt þar til hann sagði mér að ég mætti ekki vera samkynhneigður ef ég vildi verða að stjörnu.“ Adam er hommi og hefur ekki farið leynt með kynhneigð sína. „Ég hváði. Ég hafði ekki gengið í gegnum lítið til að koma út úr skápnum og að vera op- inn með kynhneigðina var ein af und- irstöðum sjálfstrausts míns og stolts. Sem betur fer hafði ég vit á því að af- þakka þetta boð.“ Speglar sig í óförum aðal- söguhetjanna

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.