SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Side 33
24. júní 2012 33
Mary J. Blige hefur fiktað hér og þar við leiklistina, tekið
að sér stuðningsrullur og gestahlutverk og reynt smám
saman að vaxa og styrkjast sem leikari. „Mig hefur langað
að vera leikari síðan ég man fyrst eftir mér en ég var aldrei
viss um að ég ætti þar nokkra framtíð. Raunar var ég ekki
heldur of örugg með mig í tónlistinni og margt í umhverfi
mínu á uppvaxtarárunum vann gegn mér,“ segir hún.
„Leiklistin var því eitthvað sem ég þurfti að setja á hill-
una, þangað til mér fannst ég vera komin á réttan stað í líf-
inu.“
Mary hefur plumað sig hreint ágætlega fyrir framan
myndavélarnar og t.d. hefur langlífur orðrómur verið á
kreiki um að hún kunni að fara með hlutverk Ninu Simone í
væntanlegri mynd. „Sá orðrómur blossar alltaf reglulega
upp og þreifingar hafa verið í gangi, en ég get ekkert sagt
með vissu enda langur vegur í að slíkt verkefni verði nið-
urneglt.“
Leiklistin hefur gefið hipphopp-stjörnunni mikla listræna
útrás. „Leiklistin veitir mér aðrar leiðir til að tjá mig, og
allt ferlið er einstaklega gefandi. Að vinna með flinkum
leiklistarkennara er t.d. eins og hálfgerð sálfræðimeðferð
því hann hjálpar manni að draga upp úr innstu kimum alls
kyns bita sem maður hafði löngu týnt og gleymt.“
Það er líka mikil tilbreyting að fá að vera ögn í bak-
grunninum. „Að leika í mynd eins og Rock of Ages leyfir
mér að draga mig ögn til hlés. Ég er ekki lengur aðalnúm-
erið eins og á tónleikum, get fengið að slaka ögn á og
fylgjast með meisturunum að verki. Miklum þrýstingi er
létt af mér að þurfa ekki að vera burðarstólpinn í verkefn-
inu.“
Fær nýja útrás fyrir tjáningarþörfina í leiklistinni
Unga dans- og söngstjarnanJulianne Hough fer með að-alkvenhlutverkið í Rock ofAges. Hún leikur sveitastelp-
una Sherrie sem kemur til Los Angeles til
að láta draumana rætast. Julianne hefur
verið að gera mjög góða hluti vestanhafs,
varð sigursæl í sjónvarpsþáttunum vin-
sælu Dancing with the Stars og kántrílög
hennar hafa rokið upp vinsældalistana.
Á móti henni leikur sjálf drottning hip-
hoppsins, Mary J. Blige, sem fer með
hlutverk góðhjartaða strippstaðaeigand-
ans Justice Charlier.
Mary segist ekki hafa verið í mjög nán-
um tengslum við glysrokkið á 9. áratugn-
um og Julianne var varla nema blik í aug-
um foreldra sinna enda fædd 1988.
„Það var mjög forvitnilegt að fá þetta
tækifæri til að tengjast þessu tímabili.
Ekki bara að það hafi verið upplifun út af
fyrir sig að bregða á leik með tískuna,
klippingarnar og farðann heldur fannst
mér ég upplifa að þetta hafi verið tími
mikils einstaklingsfrelsis, og kannski
frjálsari tímar en við lifum á í dag,“ segir
Julianne. „Tónlistin á þessum tíma snérist
meira um tónlistina sjálfa. Það að vera
tónlistarmaður snérist um list og upp-
lifun, en ekki bara að vera frægur. Tón-
listin frá þessum tíma ber þess líka merki
að koma beint frá hjartanu. Stjörnurnar
voru líka stærri, stöldruðu lengur við í
sviðsljósinu. Núna er eins og fólk streymi
einfaldlega inn og út og allir verða frægir í
smástund.“
Undir vökulu auga netsins
Mary tekur í sama streng. Þó að hún hafi
ekki hrærst mikið í kreðsum glysmetal-
rokksins á sínum tíma þá minnist hún 9.
áratugarins sem tímabils mikillar tján-
ingar og frelsis. „Á margan hátt held ég að
á þessum tíma hafi fólk haft meira svig-
rúm til að tjá sig. Það er merkilegt að
skoða myndir frá 9. áratugnum og sjá t.d.
hvað allir virðast hafa haft ólíkan stíl í
klæðaburði. Hver og einn hafði sinn hátt-
inn á að tjá sig og ekki eins og í dag þar
sem virðist stundum eins og allir séu eins,
falli meira og minna í örfáa hópa þar sem
allir eru steyptir eftir sama mótinu.“
Hugarfarsbreytingin sem orðið hefur
frá 9. áratugnum kann t.d. að skrifast á
breytingar í fjölmiðlun og þeirri byltingu
sem internetið hefur haft í för með sér.
„Ég held að netið hafi á sinn hátt demp-
andi áhrif á tjáningu. Fólk er kannski
hrætt við að ef það reynir að tjá sig of
mikið þá hljóti það að rata á myndasíðu
eða vídeóvef einhvers staðar og verði að
brandara mánaðarins. Tjáningargleðinni
hafa verið settar skorður því ef þú gefur
þessari hvöt útrás ertu óðara merktur
sem ýmist algjör rugludallur eða einfald-
lega athyglisjúklingur sem langar að
fjölga heimsóknum á bloggið sitt.“
Hluti af boðskap Rock of Ages er að
vera sjálfum sér trúr og hlusta ekki á þá
sem vilja banna og skammast. „Og þessi
boðskapur á ærið erindi við fólk í dag,“
segir Mary. „Þeir sem bölsótast og
hneykslast munu gera það hvort eð er,
svo við ættum öll að reyna að temja okkur
að vera við sjálf, tjá okkur feimnislaust,
og gera það sem hjartað segir okkur.“
Megum ekki missa sjálfstraustið
Ekki bara það, heldur á fólk að vera
óhrætt við að reyna að láta drauma sína
rætast, rétt eins og aðalsöguhetjur Rock
of Ages. Julianne segir að fólk á öllum
aldri ætti hafa hugfastan boðskapinn í
rokksmellinum, „Don‘t stop believin’,
segir lagið. Við Mary vitum það báðar að
alltaf mun einhver reyna að brjóta
draumana niður, og sannfæra mann um
eigin vanmátt. Það er líka auðvelt að láta
sér fallast hendur enda heill hafsjór af
íðilfögru og hæfileikaríku fólki þarna úti.
En rétta leiðin í lífinu er að glata aldrei trú
á sjálfum sér, finna og rækta eigin hæfi-
leika og sérkenni og þrauka í gegnum
þykkt og þunnt.“
Fólk er hætt að
þora að tjá sig
Var frelsið meira á 9. áratugnum og erum við öll
steypt í sama mótið í dag? Mary J. Blige og Juli-
anne Hough segja margt bogið við samtímann.
„Þeir sem bölsótast og hneykslast munu gera það hvort eð er, svo við ættum öll að reyna að
temja okkur að vera við sjálf, tjá okkur feimnislaust, og gera það sem hjartað segir okkur,“
segir Mary J. Blige um hugarfarið sem virðist plaga fólk á okkar tímum.
„Mér fannst ég ég upplifa að þetta hafi verið tími mikils einstaklingsfrelsis, og kannski frjálsari tímar en við lifum á í dag.“ Julianne Hough mundar hárlakkið.
Mary J. Blige Julianne Hough