SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Qupperneq 34
34 24. júní 2012
Stangveiði
Tveir veiðimenn koma gang-andi í slyddunni eftir vatn-bakkanum og nálgast bíla-stæðið. Enn grillir í einhverja
félaga þeirra í muggunni, í króknum
suður við Námshraun, en þessir eru á
leið í bílinn, að hvíla sig um stund,
enda búnir að standa við síðan rúmlega
níu um morguninn og klukkan nú að
ganga fjögur. Annar er með laxatösku á
bakinu og hún sígur greinilega í. Það er
ekki skrýtið, í henni eru hátt í þrjátíu
bleikjur.
Þetta eru Örn Svavarsson og Bjarki
Dan sonur hans. Þeir eru mættir í hópi
félaga í stangveiðifélaginu Ármenn í
árlega veiðiferð í Framvötnin svoköll-
uðu, vötnin sunnan Tungnaár, við for-
dyri Landmannalauga. Örn hefur um
árabil komið til veiða í þessum töfra-
heimi sem hann kallar „paradís“, og þá
einkum í þessu vatni, Frostastaðavatni.
Það er líklega vinsælasta stang-
veiðivatnið á svæðinu, með mikið af
bleikju og tignarlegt umhverfi, en
meðal annarra vatna þar sem hafa gefið
silung, þó að þau séu misgjöful, má
nefna Dómadalsvatn, Ljótapoll, Löð-
mundarvatn og Kýlingavatn.
Ekki vel haldnir í ár
Ferðin var farin um liðna helgi og
þennan laugardagsmorgunn var bjart
og fallegt veður þegar veiðimenn komu
að Frostastaðavatni; það var ekki fyrr
en síðdegis, þegar vindurinn reif í úti-
vistarfatnað erlendu ferðamannanna
sem tóku ljósmyndir ofan af Frostaða-
hálsi, að þungbúin skýin sigldu yfir,
hitinn féll niður í eina eða tvær gráður
og slyddan helltist yfir veiðimenn. Of-
an af hálsinum mátti sjá að veiðimenn
sem stóðu á svörtum sandinum við
vatnsborðið voru stundum tveir og þrír
með hann á í einu, en í hópi Ármanna
voru nær tuttugu manns að þessu
sinni.
Örn og Bjarki sýna mér fallega
bleikjukös í laxatöskunni. „Við tókum
okkur nú góðan kaffitíma í blíðunni.
Slyddan var ekki byrjuð þegar við
ákváðum að við værum orðnir sáttir
með þessa 20, 30 fiska,“ segja feðgarnir
og bæta við að innanum séu nokkrir
virkilega fallegir.
„Þetta er mikið pundsfiskur,“ segir
Örn. „Eitthvað er smærra og nokkrir
aðeins stærri. En þeir eru ekkert rosa-
lega vel haldnir í ár,“ bætir hann við
og veltir fyrir sér hvort lífríkið þarna í
Friðlandi að fjallabaki kunni að hafa
tekið óvenju seint við sér í ár.
Einn fiskur á hverja flugu
Þegar spurt er um veiðitæknina sem
þeir beita í Frostastaðavatni segir Örn
bleikjuna hafa tekið ágætlega en þó
fengu þeir yfirleitt ekki nema einn fisk
á hverja flugu. „Þá þurftum við að
skipta um og oft tók hann í fyrsta kasti
með þeirri nýju. Eftir að hafa landað og
fimm, sex árangurslaus köst að nýju,
þegar ekkert gerðist, varð að skipta.
Við reyndum allt litrófið og ég setti
meira að segja undir appelsínugulan
nobbler og fékk eina bleikju á hann.
Það var eiginlega sama hvað ég setti út,
það kom einn fiskur á.
Við vorum þarna fremst í hrauninu,“
segir hann og bendir suður með vatni.
„Þegar glæran var á í morgun sá
maður þá taka fluguna ofan í vatninu.
Það kraumar allt af fiski þarna.“
Feðgarnir voru búnir að reyna víðar.
„Þegar við komum í gærkvöldi byrj-
uðum við á að fara í Dómadalsvatn en
fengum ekkert. Einn félagi okkar fór
líka þangað í morgun, hann hafði farið
í fyrra og þeir mokveitt, en fékk nú
ekkert.“
Þá segir Örn að fararstjóri hópsins,
Guðmundur Haukur Jónsson, hafi farið
í Löðmundarvatnið kvöldið áður en
bara sett í smælki sem hann hirti ekki.
„Þau Guðmundur Haukur og Jó-
hanna Benediktsdóttir kona hans
gengu þarna hinumegin í hraunið og
þar sem þau eru ekki komin til baka
geri ég ráð fyrir að þau hafi verið í
fiski.“
Örn hristir af sér bleytuna og segir
brosandi að þeir feðgar hafi vonast eftir
einhverri rigningu. „Við vorum fegnir
að fá skúrir í dag en það er verra þegar
„Kraumar
allt af fiski“
„Þegar lygnir vakir fiskur um allt og byltir sér,“
segir Örn Svavarsson um Frostastaðavatn í ná-
grenni Landmannalauga. Örn er einn þeirra
veiðimanna sem stunda Framvötnin svokölluðu í
Friðlandi að fjallabaki, en þeir veiða oft vel.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Bjarki Dan og Örn Svavarsson við Frostastaðavatn. „Þetta er stóri aflatúrinn á hverju ári,“
segir Örn um júníferð sína í Frostastaðavatn. Þeir fengu nær 60 bleikjur.