Morgunblaðið - 20.07.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.07.2012, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er veruleg búbót, skapar verkefni fyrri báta og vinnslu,“ segir Kristinn Jón Friðþjófsson, útgerð- armaður í Rifi. Sjávariðjan í Rifi og G. Run í Grundarfirði hafa gert út á makríl í júlímánuði, unnið og fryst. Mikið líf er víða í höfnum landsins vegna makrílgöngunnar. Íbúar og ferðamenn dorga á bryggjunum og veiða margir vel. Aflinn nýtist misvel enda Íslendingar ekki vanir að vera með makríl á matseðlinum. Þó hefur töluvert af bryggjuveiddum makríl borist til reykhúss í Rifi. Sjávariðjan í Rifi hefur stund- að makrílveið- arnar síðustu þrjú sumur. „Staðan var þannig að makríllinn var um allt, meðal annars vaðandi inni í höfnum. Okkur fannst slæmt að gera ekki neitt úr þessu,“ segir Kristinn. Sonur hans byrjaði að veiða makríl á færi og hefur gengið þokkalega, að sögn Kristins. Sjávariðjan er nú með tvo smábáta við makrílveiðar og stærri bátur fyrirtækisins er að bætast í hópinn, með flotvörpu. Makríllinn er flakaður og frystur og einnig er hluti hans heilfrystur. Loks er unnið í haginn fyrir næstu vertíð með því að frysta í beitu. Unnið allan sólarhringinn „Þetta er góð viðbót. Það tekur ekki langan tíma að vinna aflann en getur verið spurning hvort fólkið okkar gengur einn eða tvo mánuði á götunum á atvinnuleysisbótum,“ seg- ir Runólfur Guðmundsson, stjórnar- formaður G. Run í Grundarfirði. Fyrirtækið gerir út tvö skip á makríl í sumar, eins og undanfarin tvö ár og kaupir auk þess smávegis af öðrum. Unnið er á vöktum allan sólar- hringinn, frá löndun og þar til lokið hefur verið við farminn. Kvótinn er 113 tonn á bát og tekur ekki nema rúma tvo sólarhringa að vinna kvóta hvors báts. „Það er endalaust verið að minnka magnið sem við fáum, þvert ofan í yfirlýsingar um að auka landvinnslu,“ segir Runólfur. Makríllinn er hausskorinn og slóg- dreginn hjá G. Run og frystur heill. „Salan fer hægt af stað. Það sama var raunar uppi á teningnum í fyrra en svo komu allir kaupendur í einu og vildu þá allir kaupa allt.“ Runólfur segir að stöðugt sé verið að þróa vinnsluna til að gera meiri verðmæti úr hráefninu. Hins vegar sé magnið það lítið og of mikil óvissa með næstu ár til þess að unnt sé að fjárfesta í tækjum til flökunar. Æski- legt væri að vita hvað fengist að veiða og vinna á næstu árum til þess að hægt sé að þróa vinnsluna frekar. Makrílvinnslunni hjá G. Run lýkur um helgina og Runólfur segir að beð- ið verði eftir aukaúthlutun þess kvóta sem ekki gekk út og þá verði vinnslan ræst aftur. „Það er auðvelt að selja og ágætis verð á flökunum en heldur lakara fyrir það sem er heilfryst,“ segir Kristinn Jón Friðþjófsson. Makríll- inn hefur ekki dugað fyrir vinnsluna alla daga og því hefur bolfiskur verið unninn með, nema núna í tvær vikur þegar eingöngu er frystur makríll í Sjávariðjunni. Um fjörutíu starfsmenn eru við makrílævintýrið hjá Sjávariðjunni, sjómenn og landverkafólk. Margt af fasta fólkinu í fiskvinnslunni er í sumarfríi og fá því margir unglingar vinnu við makrílvinnsluna. Óþolandi taugatitringur „Ég skil ekki hvernig mönnum dettur það í hug að taka af okkur fisk sem fer inn í allar víkur og hafnir landsins. Það er svo fjarstæðukennt að ekki tekur því að tala um það,“ segir Kristinn um kröfur ríkja sem skiptu á milli sín makrílkvótanum áð- ur en fiskurinn fór að ganga á Ís- landsmið. „Það getur enginn eignað sér þennan fisk sem fer allt í kring- um landið og hefur verið hér í fimm ár,“ segir Kristinn. „Þessi taugatitringur gagnvart Evrópusambandinu, um að við meg- um ekki veiða þennan fisk, er óþol- andi,“ segir Runólfur. „Það var talað um það í fyrra að makríllinn sem hingað kom hefði þyngst um 600 tonn á okkar fæðu. Við veiðum 135 þúsund tonn af því í ár. Það má líkja þessu við bónda sem ræki fé sitt inn á land annars bónda og ætlaði sér ekk- ert að borga fyrir það, ætlaðist til að hinn bóndinn sæi fénu fyrir fóðri. Þetta máttleysi stjórnvalda, að standa ekki í lappirnar gagnvart þessum kröfum, er algerlega út úr kú,“ segir Runólfur en tekur jafn- framt fram að vitaskuld þyrfti að reyna að semja um sanngjarnan hlut í makrílkvótanum. Búbót í skamman tíma  Tvö fyrirtæki á Snæfellsnesi gera út á veiðar og vinnslu makríls í sumar  Skapar verkefni fyrir fjölda starfsfólks um stund  Stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart kröfum ESB Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Úr frysti Makríllinn er ýmist frystur í flökum eða heilfrystur. Hér eru Guðrún Reynisdóttir verkstjóri og Kristinn Jón Friðþjófsson útgerðarmaður með öskju úr frystinum. Afurðirnar eru seldar til Evrópu og gengur salan vel. Vinna Unglingarnir fá vinnu við makrílfrystingu hjá Sjávariðjunni í Rifi. Runólfur Guðmundsson 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2012 „Ég var mest að hugsa um mak- rílinn þegar ég byrjaði. Það er hins vegar ekki nógu mikil sala í honum, Íslendingar þurfa að læra að borða þennan fisk,“ segir Guð- rún Gísladóttir í Rifi sem stofnaði í vetur reykhús sem heitir því virðulega nafni Reykhöll Gunnu í Rifi. Guðrún fær meginhluta hrá- efnis síns frá Sjávariðjunni en kaupir einnig víðar. Undanfarna daga hefur talsvert komið frá bryggjuveiðimönnum sem hafa verið duglegir við makrílveiðar í Rifi og Ólafsvík. Meðal annars hefur eiginmaður Guðrúnar og barnabörn þeirra stundað veið- arnar grimmt. Ferðamenn hafa tekið þátt. Þannig kom ein fjöl- skylda með 20 kíló og lagði inn. Guðrún segir mikilvægt að kæla fiskinn og ekki þýði að taka við makríl sem legið hafi á bryggj- unni allan daginn. Guðrún segir að fólk sem hafi búið erlendis og sé vant makríl borði hann með bestu lyst en tíma taki að kenna unga fólkinu að borða þessa nýju íslensku afurð. „Ég hef verið að gera paté og makrílsalat og það hefur mælst vel fyrir,“ segir Guð- rún og vísar til góðrar reynslu frá nýafstöðnum Sandaradögum á Hellissandi þar sem hún kynnti fram- leiðsluvörur sínar. Guðrún reykir einnig ýsu til sölu og tekur að sér að reykja lax og silung fyrir fólk. Erfitt er að fá ýsu á fiskmörkuðum fyrir skikk- anlegt verð vegna samdráttar í veiðum og kvóta og því liggur sú framleiðsla í lág- inni. Í staðinn vinnur Guðrún að verkefni með Matís sem gengur út á að framleiða snakk úr reyktum fisk- afurðum, ýsu, keilu eða löngu. Ætlunin er að útbúa einskonar matarminjagrip fyrir svæðið. Vonast Guðrún til að geta hafið framleiðslu fyrir næsta vor. helgi@mbl.is Í Grundarfirði komu franskir ferðamenn niður á bryggju og óskuðu eftir að kaupa makríl. Börnin vildu gefa þeim í soðið en allir högnuðust á viðskiptunum að lokum því börnin fengu sæl- gæti í skiptum fyrir fiskinn. Guðrún í Rifi heitreykir makríl- inn og selur í verslanir og veit- ingahús um allt land. Mat- væladreifing ehf. í Garði annast söluna. Þarf að kenna Íslend- ingum að borða makríl GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR STOFNAÐI REYKHÖLL GUNNU Í RIFI SÉRSTAKLEGA TIL AÐ REYKJA MAKRÍL OG SELJA MAKRÍLAFURÐIR Matur Guðrún með bakka af makríl sem nýkominn er úr reykofninum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.