Morgunblaðið - 20.07.2012, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þið gætuð lent í átökum við foreldra
ykkar eða yfirboðara. Hættu að remabst þetta
og elskaðu sjálfan þig eins og þú ert í augna-
blikinu - þú þarft ekkert að breyta neinu.
20. apríl - 20. maí
Naut Allskyns hlutir eru að koma upp á yf-
irborðið og valda vandræðagangi í sam-
skiptum þínum við aðra. Mundu því að koma
fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram
við þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Stundum á fólk ákaflega erfitt með
að koma sér að hlutunum. Mundu að þú getur
lært margt um sjálfa/n þig af samskiptum þín-
um við aðra og því hvernig þú tekur á hlut-
unum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefðir gott af því að fara í stutt
ferðalag í dag. Haltu athyglinni á starfinu því
að það heldur heimilinu uppi.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur unnið skipulega og nú er komið
að næsta stigi málsins. Og þér virðist standa á
sama. Það eru ekki allir jafn þroskaðir og þú,
svo þú átt skilið klapp á bakið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Eitthvað það liggur í loftinu sem gerir
þig óöruggan. Umönnun foreldra og barna fell-
ur í þinn hlut núna.
23. sept. - 22. okt.
Vog Einhver hefur algerlega gefist þér. Nýttu
þér hráan kraft himintunglanna til þess að
miða þér áleiðis, í stað þess að láta nýjan og
yndislegan snertiflöt villa þig af leið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur átt erfitt með að ein-
beita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að
beita þig meiri aga. Líttu á björtu hliðarnar og
þá kemur hitt af sjálfu sér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það má auðveldlega skemmta sér
án mikils tilkostnaðar. Láttu ekki einhver smá-
atriði verða til þess að draga úr þér kjarkinn og
brettu bara upp ermarnar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Samband mun sýna á sér nýja og
skemmtilega hlið, sem fær þig til að eyða meiri
tíma fyrir framan spegilinn. Ekkert er eins frá-
hrindandi og talsmaður sem veit ekki hvað
hann er að tala um.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Notaðu tímann til þess að hugsa
um vináttuna. Leyfðu þeim að kynna hug-
myndir sínar áður en þú leggur þínar fram og
talaðu svo fyrir málamiðlun.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér hefur öðlast það tækifæri að fá yf-
irsýn yfir visst mál og nú er rétti tíminn til að
rannsaka það nánar. Taktu í útrétta hönd
þeirra sem vilja aðstoða þig.
Það varð mörgum fagnaðarefni erspurðist að bar hefði verið opn-
aður á Hrafnistu. Ármann Þor-
grímsson orti þegar:
Með aldrinum þá eykst mér lyst
í mig vínið þyrstur sloka
Ég hér með sæki um heilsársvist
á Hrafnistu til æviloka.
Ágúst Marinósson sendi honum
kveðju:
Fellur Manna barinn best
breyskur fetar götu hála.
Fullur deyja fyrir rest
fyrir Guði reifur skála.
Þá Ólafur Stefánsson:
Ef ég fengi inni þar
að ævi minnar lokum,
hlakka ég til að hafa bar
og hass í stórum pokum.
Símon Jón Jóhannsson stal nokkr-
um vísuorðum eins og siður er meðal
hagyrðinga þegar þeir yrkja til spari:
Lífið verður hopp og hí
á Hrafnistu ég mildur bý,
„því fyrir því gefst ekkert garantí
að hjá guði ég komist á fyllerí.“
Sigmundur Benediktsson er í öðr-
um hugleiðingum:
Æsku frá að ellitíð
auðgar glóð í muna,
enda tengi ár og síð
ást við ferskeytluna.
Davíð Hjálmar veltir ástinni líka
fyrir sér eða afbrigði hennar, sagt
sé að Mick Jagger sé gríðarlegur
kvennamaður og hafi komist yfir á
milli 4 og 5 þúsund konur, a.m.k. Sé
miðað við 4.562 konur, hann hafi
byrjað 18 ára og sé enn að, þá sé út-
koman þessi:
Víst er Jagger vinnuþjarkur mesti;
vel hann má
nýja konu á fjögra daga fresti
fara á.
Þegar ég byrjaði að skrifa vísna-
þætti í Morgunblaðinu fyrir tæpum
tveim áratugum fékk ég kærkomið
símtal frá „alþýðuskáldinu“ Haf-
steini Stefánssyni á Selfossi, sem
gaukaði að mér nokkrum afbragðs-
vísum, einföldum og tærum kveð-
skap. Í bók hans Töfrum steinsins
er stakan:
Íslendingum yndi jók
oft á langri vöku
ef þeir gátu opnað bók
eða smíðað stöku.
Og hann orti:
Ýmislegt ég ekki skil
og engan veginn þekki.
Hvernig vísan verður til
veit ég bara ekki.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af Jagger, ástarvísum
og bar á Hrafnistu
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
G
re
tt
ir
S
m
á
fó
lk
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
ile
g
i
F
er
d
in
a
n
d
BÁRÐUR LANDKÖNNUÐUR,
HVER ER GALDURINN Á
BAK VIÐ ÞAÐ AÐ KOMAST
AF Í ÓBYGGÐUM?
RIKKI AÐSTOÐAR MAÐUR
MINN, HORFÐU ALDREI
BEINT Í SÓLINA...
...OG ALDREI
REYNA AÐ
MJÓLKA
GREIFINGJA
ÞETTA
ER UPPÁHALDS
ÞÁTTURINN
MINN
MAGINN
MINN SEGIR
AÐ ÞAÐ SÉ
KVÖLDMATUR
ÆI,
NEI
ÞAÐ ER ENNÞÁ
LANGT Í KVÖLDMAT
ÉG ÞOLI EKKI ÞEGAR
MAGINN Á MÉR LÝGUR AÐ MÉR
HVAÐ MÁ BJÓÐA YKKUR AÐ
HEYRA NÆST?
HVAÐ MEÐ, „ÉG ÆTLA AÐ HÆTTA ÞESSARI
VITLEYSU OG FÁ MÉR ALVÖRU VINNU?”
HJÁLP!
ÁSTARENGLARNIR
ERU MÆTTIR!
Víkverji er með heimakærarimönnum og hreyfir sig helst
ekki úr sófanum ef hann á þess kost.
Jú, inn á milli tekur Víkverji góða
spretti í ræktinni, bara svona til þess
að halda mestu aukakílóunum í
burtu, en ef hann ætti þess kost
myndi hann líklega hvorki hreyfa
legg né lið nema þegar það hentaði
honum.
x x x
Það vakti því furðu ýmissa Vík-verjavina þegar þeir fréttu að
Víkverji og frú hefðu ákveðið að klífa
Esjuna um daginn. Sú ákvörðun var
að vísu tekin undir miklum fé-
lagslegum þrýstingi, en forvitnin rak
Víkverja áfram, þar sem of margir
vina hans létu eins og líf þeirra hefði
fyrst byrjað þegar þetta tiltekna
kennileiti Reykjavíkurborgar hafði
verið sigrað. Það að fara upp í Hall-
grímskirkjuturn telst víst ekki með.
x x x
Skemmst er frá því að segja aðVíkverji naut fjallgöngunnar
ekki. Ekki var liðinn langur tími þeg-
ar hann fékk tak í bakið og strengi í
lærvöðva, og það var bara á fyrstu
metrunum. Þó að sársaukinn liði
fljótt hjá voru Víkverji og frú bæði
komin með nóg við skilti 4, hið síðasta
áður en komið er að Steini. Kannski
skipti þar einhverju máli að Víkverji
kaus að vera í bómullarskyrtu við
fínu gönguskóna sína, en helstu at-
hugasemdir vina hans við ljósmyndir
af afrekinu sneru að klæðaburði hans
ofan mittis.
x x x
Því miður eru það viðtekin sannindiað Esjan sé ekki sigruð nema
menn hafi í það minnsta farið upp að
Steini, og því bíður það verkefni enn
áður en hægt er að strika Esjuna af
„fötulistanum“ svokallaða. Hins veg-
ar eru Víkverji og frú sammála um að
þegar og ef það gerist þá verði sú
ferð farin algjörlega á þeirra eigin
forsendum. Þá verður farið upp á
hraða snigilsins, og í farteskinu verð-
ur nóg af nesti og svaladrykkjum til
þess að njóta á fjölmörgum áningar-
stöðum. Þá blundar í Víkverja sú
löngun að fara að þessu sinni í jakka-
fötum, bara til þess að gleðja vini sína
enn meira. víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Og þótt þér elskið þá,
sem yður elska, hvaða þökk eigið þér
fyrir það? Syndarar elska þá líka, sem
þá elska. (Lk. 6, 32.)
AF HVERJU EKKI AÐ FÁ
MEIRA FYRIR MINNA?
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Pípulagnahreinsir
Perfect Jet
Síuhreinsihaus Stuðningssæti
U.V. Áburður
fyrir lok
Glasabakki
Yfirborðshreinsir
fyir skel
FituhreinsirFroðueyðir
Síuhreinsir
3499,-
1249,-
2899,-
2899,-2999,-
3299,-
3499,-
4499,-
1999,-
*Öll verð eru m/vsk og birt án ábyrgðar
Úrval fylgihluta fyrir heita potta