Morgunblaðið - 20.07.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.2012, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 0. J Ú L Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  168. tölublað  100. árgangur  NÆST ERU ÞAÐ SKOTAR HJÁ STELPUNUM STUNDAR TÓN- SMÍÐAR Í STÓRA EPLINU THELMA LÍF BAKAR, PRJÓNAR, HEKLAR OG FÖNDRAR DÚXINN AÐ VESTAN 38 SKÁTASTELPA 10KVENNALANDSLIÐIÐ ÍÞRÓTTIR Litfagur repjuakur í Staðarsveit á Snæfellsnesi dregur að sér athygli ferðafólks sem þar fer um. Fólkið kemur klyfjað myndavélum út úr rútum og bílaleigubílum til að skjalfesta minninguna. Myndavélarnar eru af mismunandi gerðum og stærðum auk þess sem farsímar og tölvur eru notuð, eins og erlendi ferðamaðurinn gerði sem lyfti iPad-tölvu sinni hátt á loft. Á akrinum er sumarrepja sem Rúnar Atli Gunnarsson, bóndi í Böðvarsholti, sáði til í vor. Tilgangurinn er að gera til- raunir með ræktun jurtarinnar til olíuframleiðslu. Vel hefur gengið það sem af er, það sýnir liturinn á akrinum. „Það er stanslaust verið að mynda þetta enda liturinn fallegur. Vel væri hægt að rækta þetta eingöngu þess vegna,“ segir Rúnar. Gott útlit er með uppskeru í haust. „Ég lít á þetta sem úrslitatilraun. Ef þetta góða sumar dugar ekki til að fræin nái að þroskast, er sumarið hér á Snæfellsnesi ekki nógu langt fyrir repjuræktun.“ Repjuakurinn í Staðarsveit fangar hugi ferðafólks Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hörður Ægisson hordur@mbl.is Fjárlagahalli Íslands á síðasta ári nam 5,5% af landsframleiðslu sem er meiri halli en í flestum ríkjum á evru- svæðinu. Þetta er ennfremur töluvert meiri halli en svartsýnustu hagspár gerðu ráð fyrir árið 2009. Ljóst er að á þessari stundu uppfyllir Ísland ekki eitt af skilyrðum Maastrict-sáttmál- ans sem kveður á um að halli á fjár- lögum megi ekki vera meiri en sem nemur 3% af landsframleiðslu við aðild að ESB. Sökum þráláts fjárlagahalla á ár- unum 2009 til 2011, sem hefur ítrekað verið meiri en áætlanir hafa gert ráð fyrir, nemur uppsafnaður vaxtakostn- aður ríkissjóðs um 220 milljörðum kr. á tímabilinu. Skv. ríkisreikningi fyrir 2011 var hallinn á rekstri ríkisins 89 milljarðar. Það er 43 milljörðum meira en var áætlað eftir samþykkt fjáraukalaga en 52 milljörðum meiri halli en áætlaður var þegar fjárlög ársins 2011 voru fyrst lögð fram. Oddný Harðardóttir fjármálaráð- herra fullyrðir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á markmið stjórnvalda um hallalaus fjárlög árið 2014 og bendir á að útgjöld ríkisins drógust saman um 8% að raunvirði á síðasta ári. „Þetta eru jákvæðu skrefin sem við erum að stíga.“ Illugi Gunnarsson, sem situr í fjár- laganefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segir að það grafi undan trúverðug- leika ríkisfjármálastefnunnar þegar hallinn á rekstri ríkissjóðs fer jafn mikið fram úr fjárlögum og raun ber vitni – tvö ár í röð. MMeiri fjárlagahalli »18-19 220 milljarðar í vexti á þrem árum  Annað árið í röð sem fjárlagahallinn er 40 milljarðar um- fram áætlun  Meiri halli en í flestum ríkjum evrusvæðisins Oddný Harðardóttir Illugi Gunnarsson Færeysk og grænlensk fiskiskip hafa oft landað makríl hér á undanförnum árum, að sögn Gunnþórs Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunn- ar. Hann vísar til skýrslna Fiskistofu máli sínu til stuðnings þar sem land- anir erlendra skipa í íslenskum höfn- um á undanförnum árum eru skráðar. Grænlenska skipið Erika fékk ekki að landa hér makríl úr grænlensku lögsögunni fyrr í vikunni og var ákvörðunin studd lögum frá 1998 um að erlend skip megi ekki landa hér afla úr nytjastofnum sem ekki hefur verið samið um. Gunnþór sagði at- hyglisvert að skoða hvernig og hvenær fyrrgreindu lagaákvæði hefði verið beitt hingað til. „Þetta hefur aldrei komið upp áð- ur,“ sagði Gunnþór. „Auðvitað er þetta ekkert annað en makríldeilan.“ Hann sagði helst mega ætla að Ís- lendingar geti ekki unnt Grænlend- ingum þess að nýta makrílinn í sinni lögsögu. Þó hafi íslensk skip getað veitt þar makríl og landað hér á landi undanfarið. Gunnþór sagðist ekki heldur skilja hvers vegna verið sé að koma í veg fyrir að íslenskt landverkafólk fái að vinna aflann sem erlend skip vilja landa hér. Máttleysi stjórnvalda „Þessi taugatitringur gagnvart Evrópusambandinu, um að við meg- um ekki veiða þennan fisk, er óþol- andi,“ segir Runólfur Guðmundsson, stjórnarformaður G. Run í Grundar- firði, og bætir við: „Þetta máttleysi stjórnvalda, að standa ekki í lappirn- ar gagnvart þessum kröfum, er alger- lega út úr kú.“ Sjávariðjan í Rifi veiðir einnig og vinnur makríl. „Ég skil ekki hvernig mönnum dettur það í hug að taka af okkur fisk sem fer inn í allar víkur og hafnir landsins. Það er svo fjarstæðu- kennt að ekki tekur því að tala um það,“ segir Kristinn Jón Friðþjófsson útgerðarmaður. »4 og 14 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Matur Makríllinn virðir engin landamæri og sækir sér æti. Hafa oft landað makríl á Íslandi  Máttleysi gegn kröfum ESB 5,5% fjárlagahalli Íslands á síðasta ári var meiri en í flestum evruríkjunum 350 milljarða uppsafnaður fjárlagahalli á árunum 2009 til 2011 20 milljarðar falla á ríkið vegna gjaldþrots SpKef ‹ FJÁRLAGAHALLI › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.