Morgunblaðið - 20.07.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.07.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2012 I. Þegar ég varð 80 ára reit ég grein í Morgunblaðið: „Áttræður á Ingjalds- sandi“. Þótti mér þá ólíklegt, að ég yrði 85 ára, því langlífi er ekki al- gengt í minni ætt. En enginn má sköpum renna og þann 6. júlí sl. rann upp einn stórdagurinn í lífi mínu, ég varð 85 ára. Gestir voru komnir alla leið frá Flórens á Ítal- íu, Bergljót dóttir mín, Enrico maður hennar Mensuali og dóttir þeirra Linda mennta- skólanemi. Var nú ákveðið að halda austur yfir Hellisheiði og snæða há- degisafmælisverð í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Fyrst var haldið í Graf- arholt og Lilja dóttir mín tekin þar með í för, en heimili þeirra hjóna Jens og hennar er í Grænlandsleið 23. Við fórum Þrengslin og sem leið liggur yfir Ölfusárbrú hjá Hrauni við Ölfusárósa í átt að Eyrarbakka og fundum brátt Rauða húsið, þar sem við höfðum oft notið góðra veitinga áður. II. Í Rauða húsinu fengum við af- bragðs humar ættaðan úr Þorláks- höfn og rjómaís með ávöxtum í eft- irrétt. Þannig að við fórum vel södd í átt að Strandakirkju, sem ég hafði átt góð viðskipti við, þegar mest reyndi á í lífi mínu. Við hjónin Halldóra Árna- dóttir (1927-2009) og ég fórum í 17 daga ferð til Bahamaeyja í apríl 1978, þar sem heitir Paradísareyja og höf- uðborgin Nassau. Flogið var með Air Bahamas 7½ tíma flug frá Keflavík. Þetta var ferð á vegum Úrvals ferða- skrifstofunnar, fararstjóri Kristján Jónsson frá Munkaþverá í Eyjafirði norður. Hótel okkar hét Flager Inn. Þokkalegt hótel nálægt Nassau. Var þar mikil gleði í mönnum, veigar ódýrar, en ég gætti eigi hófs, svo það varð að sækja lækni handa mér, sem ráðlagði mér þetta: „Ef þú vilt skilja eftir þig ríka ekkju, þá skaltu halda áfram þessu streitulífi, en ég ráðlegg þér að staldra nú aðeins við og hægja à þér, þá mun þetta bjargast.“ Ég taldi þó öruggast að heita á Stranda- kirkju og hét kr. 300.000 – ef ég kæm- ist lifandi til Íslands. Eigi brást Strandakirkja þá frekar en fyrri dag- inn. Síðar á ævi minni hefi ég bætt við tveim kirkjum, Safnakirkjunni í Skógum og Landakirkju i Vest- mannaeyjum. Það er ávallt tvöföld hátíð, er ég kem til þessara kirkna, fögnuður minn sem gefanda og gjald- kera þessara kirkna sem þiggjenda. Ég var formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar í 4 ár og stjórnaði m.a. prestskosningu milli þeirra Hall- dórs Gröndal og Þóris Stephensen. Það var gríðarleg lífsreynsla. Við Jón Helgason biskup (1866-1942) vorum nágrannar, biskupshúsið var í Tjarn- argötu 26, en ég í 36. Ég eignaðist ol- íumálverk af Dómkirkjunni eftir Jón biskup og þykir mér vænna um það en önnur verk í safni mínu. Ég var fermdur í Dómkirkjunni í október 1941 af sr. Friðriki Hallgrímsyni frænda mínum. Ég hafði samband við Tómas Helgason, bekkjarbróður minn og fyrrum yfirlækni, og kom þá í ljós, að hann hafði verið bisk- upssveinn hjá frænda sínum og fóru þeir norður að Hólum í Hjaltadal í ágúst 1937, er sr. Friðrik Rafnar var vígður vígslubiskup í Hólastifti þann 29. ágúst 1937 af sr. Jóni Helgasyni biskupi. III. Nú legg ég upp í eina ferðina enn og nú ætla ég að reyna að ljúka ní- unda áratugnum í lífi mínu. Ég er nú vistmaður á Litlu-Grund hér í borg og fer vel um mig hérna. Guðrún Gísladóttir, forstjóri Grundar, var svo vinsamleg að senda mér blóm á afmælisdaginn og nota ég nú tæki- færið til þess að þakka henni fyrir hugulsemina. LEIFUR SVEINSSON, lögfræðingur. 85 ára á Eyrarbakka Frá Leifi Sveinssyni Leifur Sveinsson Það varð ekki bið á að oflátungs- einkenni ÓRG kæmi fram. Hvað heldur blessaður maðurinn að hann sé? Hvað vakir fyrir manninum með yfirlýsingum um að hafa afskipti af þeim þrem stærstu málum, sem fyrir Alþingi liggja, umsókn Íslands um aðild að ESB, sjáv- arútvegs- frumvarpið og síðast en ekki síst tillögur að breyttri stjórn- arskrá. Er hann að hóta Alþingi að verði hann ekki hafður með í ráðum gæti það haft verra af? Er hann að stofna til meiri átaka meðal valdastofnana þjóðarinnar? Ætlar hann í skjóli núverandi ald- argamallar, úreltrar stjórnarskrár að reyna að beita þar greinum sem orka tvímælis? Þar eru greinar, sem má teygja og toga á ýmsa vegu og þegar lögfræðingastóðið kemst í slíka bita er voðinn vís. Fyrstu 30 greinar núverandi stjórnarskrár eru allar um forseta- embættið. T.d. 15. gr. Forseti lýð- veldisins skipar ráðherra og veitir þeim lausn o.s.frv. 21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samning við önnur ríki o.s.frv. 23. gr. Forseti lýðveld- isins getur frestað fundum Alþingis tiltekinn tíma o.s.frv. 24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga o.s.frv. 25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frum- vörp til laga og annarra samþykkta o.s.frv. 28. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til, getur Forseti lýðveldisins gefið út bráðabirgðalög o.s.frv. Allir þekkja 26. greinina, sem ÓRG hefur beitt, í sambandi við fjöl- miðlafrumvarpið og Icesave- samningana. Má því ekki búast við, að hann reyni að færa sig upp á skaftið og reyna að beita öðrum um- deildum greinum stjórnarskrár- innar til að auka völd sín? Kaflinn um forseta landsins í nú- verandi stjórnarskrá er úreltur og getur verið stórhættulegur í hönd- um manna eins og ÓRG. Svona vald- hroki er einkenni þeirra, sem of lengi sitja á valdastóli og slíkur hroki hefur alltaf búið í ÓRG. Sjálfs- upphafning slíkra manna er alger. Þeir flagga reynslu sinni og þekk- ingu á þjóðmálum og koma því inn hjá óupplýstu fólki, að aðrir en þeir séu ekki eins hæfir til að sinna slík- um embættum á óvissutímum. Þeir ala á ótta og nota til þess alls konar brögð eins og uppvíst er að ÓRG gerði alveg frá því hann boðaði vé- frétt sína á nýársdag. Það veit eng- inn algerlega hvað morgundagurinn ber í skauti sér, hvorki einstaklingar né heilar þjóðir. Framtíðin sjálf er óvissa í öllu, í einhverri mynd. Ég skora því á Alþingi og núver- andi ríkisstjórn, að það uppkast að nýrri stjórnarskrá, sem kom frá 25 manna þjóðkjörnu ráði, verði lagt óbreytt fyrir þjóðina í almennri bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. HAFSTEINN SIGURBJÖRNSSON, eldri borgari. Forsetinn Frá Hafsteini Sigurbjörnsyni Hafsteinn Sigurbjörnsson Bikarkeppnin Sveitin Wednesday Club spilar í 16 liða úrslitum í bikarnum en draga varð um hvaða eins impa tapsveit fengi að vera með áfram. Eftirtaldar sveitir spila saman Lögfræðistofa Ísl. - Jón Ásbjörnsson ehf. Sparisj. Siglufjarðar - CHILE Tölvustoð ehf - Garðsapótek Stóra Ármót - Stefán Vilhjálmsson Karl Sigurhjartarson - Ingimundur Jónss. Sproti - Wednesday Club Áttundi leikurinn er Gunnlaugur Sævarsson gegn SFG. Þeim leik er þegar lokið með sigri hins fyrr- nefnda en lokaspiladagur er 12. ágúst. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Starfsfólk Prentsmiðjunnar Odda hafnar ásökunum Alberts Jensen, sem hann birti í lesendabréfi þann 18. júlí. Samskiptasaga Odda og Al- berts sýnir það svart á hvítu að prentsmiðjan hefur ekkert til að skammast sín fyrir. Lögmaður Al- berts skrifaði í tölvupósti til Odda í apríl 2012: „Gaman að sjá hvað þið takið á þessu máli af miklum sóma.“ Starfsfólk Odda hefur gert sitt ýtrasta til að mæta endurteknum kvörtunum Alberts með skilningi og samúð. Starfsfólkið óskar Albert Jensen þó alls hins besta og er eftir sem áður reiðubúið að ræða málin og útskýra þetta fyrir honum. F.h. starfsfólks Prentsmiðjunnar Odda, JÓN ÓMAR ERLINGSSON, framkvæmdastjóri. Prentsmiðjan Oddi tók á máli Alberts Jensen „með miklum sóma“ Frá Jóni Ómari Erlingssyni Eru flugur, flær eða maurar að ergja þig? Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hjá N1 . EITUREFNALAUST *Rannsóknir frá Swiss tropical institute í Basel og Dr. Dautel Institut í Berlin. www.gengurvel.is Effitan flugnafæluúði er með mikla virkni en á sama tíma náttúrulegur og án DEET. Rannsóknir* sýna Effitan verndar í allt að 8 tíma. Öruggt fyrir ófrískar konur og frá þriggja mánaða. Einungis að passa að bera ekki efnið sem hægt er að setja í augu og munn. Virku innihaldsefnin í Effitan eru ma. kókosolía, Eucalyptus Citriodora (sítrónu júkalyptus) og citronella (grastegund sem er notuð í ilmolíur). Effitan er 98,88% náttúrulegurog án allra Paraben efna. Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.