Morgunblaðið - 20.07.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.07.2012, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2012 Ég held upp á afmælið með nágranna mínum sem er sextug-ur,“ segir Hugrún Sveinsdóttir, bóndi á Haugum í Skriðdal,en hún er fimmtug í dag. Hún slær saman í veislu með Magnúsi Karlssyni vini og nágranna, sem býr á næsta bæ. Samtals verða því nágrannarnir 110 ára og því miklu að fagna. Blásið verður til heljarinnar veislu sem flestum sveitungum nágrannanna verður boðið til. „Við verðum með mat og dagskrá. Svo er bara að sjá hversu margir koma, en boðsgestir eru vel yfir hundraðinu,“ segir Hugrún. Hún vílar ekki fyrir sér að halda veislu af þessari stærð- argráðu, en samkoman fer fram í félagsheimilinu Arnólfsstöðum. „Boðið verður upp á nautagúllas og brauðveislu, en systir mín er með Bakaríið við Brúna á Akureyri og mun aðstoða mig. Það ætti því að verða nóg að borða og drekka,“ segir Hugrún. Fjölskyldur Hugrúnar og Magnúsar hafa verið nágrannar í yfir 30 ár. „Ég kom hingað 16 ára og hef verið hér síðan, svo við höfum fengið tækifæri til að kynnast vel,“ segir Hugrún sem hefur því starfað sem bóndi í 34 ár. Hún rekur kinda- og kúabú ásamt manni sínum, Stefáni Jóns- syni, og þau búa á Haugum ásamt yngri dætrum sínum tveimur, Guðrúnu Birtu og Kristínu Ingibjörgu. „Hin börnin eru flutt að heiman, þau Bergþóra sem búsett er á Selfossi og Sveinn Vilberg sem býr á Akureyri. Síðan eru barnabörnin orðin sex, svo hópurinn fer sífellt stækkandi,“ segir Hugrún. gudrunsoley@mbl.is Hugrún Sveinsdóttir bóndi fimmtug Tvöföld veisla Hugrún blæs til hundrað manna veislu með nágranna sínum, Magnúsi Karlssyni, en hann á sextugsafmæli degi fyrr. Hundrað manna veisla í boði bænda Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Pétur Valdimars- son, tæknifræð- ingur og formað- ur Þjóðarflokksins, verður áttræður sunnudaginn 22. júlí. Ættingjum og vinum er boðið í kaffi á morgun, laugardaginn 21. júlí kl. 15 til 18, að Staðarbergi 2-4 í Hafn- arfirði. Árnað heilla 80 ára Kristín Jónsdóttir, Smáratúni 21 í Keflavík, verður áttræð sunnudag- inn 22. júlí. Í tilefni af afmælinu tekur hún á móti gestum í húsi Björgunar- sveitarinnar Suðurnes að Holtsgötu 51 í Njarðvík á milli kl. 16 og 20. Gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar en söfnun verður fyrir ABC barnahjálp á staðnum. Árnað heilla 80 ára Reykjavík Freydís Hrönn fæddist 14. október kl. 23. Hún vó 3.665 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Berglind Haraldsdóttir og Haukur Freyr Gröndal. Nýir borgarar Á sta Sighvats fæddist í Reykjavík og ólst þar upp en auk þess í Árós- um í eitt ár, og í Vest- mannaeyjum er hún var sex til tíu ára. Hún var í Barnaskóla Vestmannaeyja, Vogaskóla, Rétt- arholtsskóla, lauk stúdentsprófi frá MH 1992, var skrifta hjá RÚV í eitt ár, hóf leiklistarnám við Middlesex Universtity 1995 og útskrifaðist 1998. Í leikhúslífi London í sex ár Ásta lék í ýmsum sviðsverkum í London og víðar, 1997-2003, lék síðan hér á landi í sviðsverkum, fyrir sjón- varp og í kvikmyndum. Hún hóf síðan kennslu við Hjalla- stefnuna, fyrst í Reykjavík og síðan á Akureyri og kenndi auk þess við For- eldrahúsið, sem sinnir sjálfstyrking- arnámskeiðum á vegum Vímulausrar æsku. Ásta flutti með manni sínum að Ásta Sighvats Ólafsdóttir leikkona 40 ára Stolt móðir Mæðgurnar, Ásta Sighvats og Birgit Elva, láta fara vel um sig í sólinni við bakka Eyjafjarðarár. Frá leikhúslífi London í íslenska sveitasælu Morgungalsi Ásta og Henrik slá á létta strengi í eldhúsinu á Torfastöðum. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Með nýrri kynslóð öryggismyndavélakerfa hjá Svar tækni getur þú núna fylgst með beinni útsendingu úr myndavélunum hvar sem þú ert staddur, hvort sem er í gegnum tölvu, iPad eða snjallsíma. Hærri upplausn en þekkst hefur hjá eldri kynslóðum gerir þér svo kleift að þekkja þann sem er á myndinni. Ný kynslóð öryggismyndavéla SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.