Morgunblaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 7. Á G Ú S T 2 0 1 2
Stofnað 1913 182. tölublað 100. árgangur
SAMHERJAR OG
ANDSTÆÐINGAR
Í SALNUM
INNIPÚKAR
SKEMMTU
SÉR VEL
HEFUR KOMIÐ TIL
LANDSINS Í HESTA-
FERÐIR Í 25 ÁR
GÓÐ STEMNING Í IÐNÓ 36 LAFÐI DÍANA SANNUR ÍSLANDSVINUR 14ÞÝSK TÓNLIST RÁÐANDI 34
Morgunblaðið/Ómar
Kópur Margir landselir drápust úr sela-
pest við austurströnd Bandaríkjanna 1979.
Í tilraun sem gerð var á íslensk-
um selum í Tilraunastöð Háskóla
Íslands á Keldum árið 1980 kom í
ljós að inflúensuveira, H7N7, sem
var upprunnin í fuglum og hafði
smitað seli við austurströnd Norð-
ur-Ameríku, gat einnig smitað
menn. Uppgötvunina mátti rekja til
óhapps sem varð þegar selur, sem
var nýbúið að sýkja af inflúensu-
veirum, hnerraði upp í auga dýra-
fræðingsins Karls Skírnissonar.
Hann fékk staðbundna yfirborðs-
sýkingu í annað augað en ekki
dæmigerða inflúensu. Þetta var í
fyrsta sinn sem það var staðfest í
tilraun að veira, sem var upprunnin
í fuglum og hafði borist í spendýr,
gat smitað mann.
Talið er að nýtt afbrigði fugla-
flensuveiru H2N8 af A-stofni hafi
dregið 162 landseli í Bandaríkj-
unum til dauða í fyrrahaust. »12
Íslendingur smit-
aðist af selapest
Viðhald á vegakerfinu
» Vegagerðin hefur alls úr 7-8
milljörðum að spila til viðhalds,
þjónustu og rekstrar á vega-
kerfinu á ári.
» Þar af eru um 4,5 milljarðar
til viðhalds og þjónustu. Færa
á framlög til nýframkvæmda
yfir í viðhaldsverkefni.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Vegakerfi landsins er víða komið að
þolmörkum hvað umferðaröryggi
varðar. Hefur Vegagerðin fengið
margar kvartanir í sumar frá vegfar-
endum yfir slæmum vegum, einkum
holóttum og grófum malarvegum en
einnig holum og ójöfnum í slitlagi.
„Það þarf ákveðið fjármagn til að
halda vegakerfinu í horfinu og eftir
hrun hefur dregið verulega úr því.
Hægt er að lifa við það í einhvern
tíma en þetta er eins og í heilbrigð-
iskerfinu og víðar. Á endanum fer
eitthvað að láta undan. Ef burðarlag
veganna brotnar er mjög kostnaðar-
samt að byggja það upp aftur. Þetta
getur orðið erfiðara og dýrara er frá
líður ef vegirnir fá ekki reglulegt og
fyrirbyggjandi viðhald,“ segir
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri
um ástand vegakerfisins.
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra segist skilja vel áhyggjur
Vegagerðarinnar. Farið hafi verið
eftir tillögum þaðan um að flytja
framlög til nýframkvæmda yfir í við-
hald og þjónustu. „En við erum
bundin af takmörkuðu fjármagni.
Meira fjármagn er því miður ekki að
hafa enn sem komið er til þessa mik-
ilvæga málaflokks og það er sam-
hengið sem þessi umræða verður að
vera í. En að sjálfsögðu ber að virða
sjónarmið vegamálastjóra og ég tek
að vissu leyti undir áhyggjur hans.
Við höfum hins vegar reynt að þræða
skynsemisveginn,“ segir Ögmundur.
Vegakerfið við þolmörkin
Vegamálastjóri hefur áhyggjur af vegakerfinu vegna niðurskurðar til vegamála
Innanríkisráðherra segir fjármagnið vera takmarkað en skilur áhyggjurnar
MViðhald á vegum »20
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Lending marsjeppans Curiosity á
Mars í gærmorgun er talin einstakt
tækniafrek hjá Bandaríkjamönnum
en jeppanum er m.a. ætlað að kanna
hvort líf hafi einhvern tíma getað
verið á Rauðu plánetunni. Farar-
tækið er um tonn að þyngd og búið
geysilega fullkomnum rannsókn-
artækjum. Ari Kristinn Jónsson,
rektor Háskólans í Reykjavík, er
tölvunarfræð-
ingur og starfaði
hjá NASA í 10 ár
frá 1997 og stýrði
þar þróun gervi-
greindar. Ljóst
er að sú vinna
hefur verið nýtt
við gerð Curios-
ity.
„Ég samgleðst
mínum gömlu
kollegum, þetta er mikið afrek að
koma þessu til Mars,“ segir Ari
Kristinn. „Meðal þess sem ég vann
að hjá NASA var annars vegar að
nota þessa gervigreind til að hjálpa
fólki að taka ákvarðanir þegar það
stýrði flóknum tækjum og hins veg-
ar til að gera tækin sjálfstæðari
þannig að þau gætu tekið ákvarðanir
sjálf.“
Tveir mun minni jeppar, Spirit og
Opportunity, voru sendir til Mars
2004 og er annar þeirra enn í notk-
un, margfalt lengur en gert var ráð
fyrir. Gervigreindarbúnaður Ara var
notaður til að ákveða hvað jepparnir
gerðu á hverjum degi, mikilvægt var
að nýta vel tímann. Ari segir þennan
búnað hafa nýst afar vel.
Gömlu jepparnir voru knúnir sól-
arrafhlöðum. Nýi jeppinn er knúinn
plútoni sem notað er til að framleiða
hita sem síðan er breytt í raforku.
„Kosturinn við þetta er að hægt er
að framleiða rafmagn allan sólar-
hringinn, ekki þarf að safna upp
orkunni á daginn,“ segir Ari. »19
Samgleðst gömlum kollegum hjá NASA
Ari Kristinn
Jónsson
Ari Kristinn Jónsson rektor stýrði þróun gervigreindar hjá Bandarísku geimferðastofnuninni
Vinna hans nýttist við smíði marsjeppanna sem notaðir eru við rannsóknir á plánetunni
Íslenska handboltalandsliðið lagði það breska í
gær með 17 marka mun, 41-24, en það hefur
unnið alla leiki sína á Ólympíuleikunum í Lond-
on. „Þetta er frábært. Við erum rosa ánægðir
með það,“ segir þjálfarinn Guðmundur Þ. Guð-
mundsson en landsmenn fá að njóta sigursins í
dag í formi 17 króna afsláttar á bensínlítranum
hjá ÓB, Olís og Atlantsolíu. Á morgun leikur lið-
ið á móti Ungverjum. »8 og Íþróttir
Strákarnir einum leik frá því að spila um verðlaun á ÓL
Morgunblaðið/Golli
Konurnar tvær
sem lögðu fram
kæru hjá lög-
reglunni í Vest-
mannaeyjum að-
faranótt mánu-
dags og í gær-
morgun voru
báðar fluttar til
Reykjavíkur til
aðhlynningar í
gær, en ekki er vitað hverjir árás-
armennirnir eru.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Vestmannaeyjum í gær-
kvöldi hafði enginn verið handtek-
inn í tengslum við málið. »6-7
Árásarmennirnir
enn ófundnir
Frá þjóðhátíð 2012.
Lentur Teikning af Curiosity á Mars.