Morgunblaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012
✝ Kjartan RúnarGíslason fædd-
ist í Reykjavík 19.
febrúar 1935.
Hann lést á hjúkr-
unardeild Ljós-
heima á Selfossi 6.
júlí 2012.
Kjartan var elst-
ur fjögurra barna
hjónanna Sigríðar
Aðalheiðar Jó-
hannsdóttur, f.
1908, d. 1968, og Jóns Gísla
Jónssonar, f. 1910, d. 1986.
Systkini hans eru Halla Ragn-
heiður Gísladóttir, f. 21. apríl
1942, Jóhann Odd-
ur, f. 28. maí 1945,
d. 2008, og Sigríð-
ur, f. 1950.
Hinn 2. júlí 1935
giftist Kjartan Co-
lettu Bürling, dótt-
ur hjónanna Jo-
hannes Carls Emils
Bürling og The-
rese Bürling. Hún
fæddist í Düssel-
dorf í Þýskalandi
9. september 1948.
Útför Kjartans fór fram frá
Laugardælakirkju 12. júlí
2012.
Við líf þitt þögull
einn ég vaki
veik er lífsins vonar brá.
Viljans hönd
þá við þér taki
verði líf þitt
kvatt hér frá.
Sértu kvaddur
sól þá hneigi
sorg af augum
strjúki frá.
Fölnuð rós
af lífsins degi
leggi fölum
vanga hjá.
Vinur vaki hönd þér yfir
vertu geymdur
Honum hjá.
(Jóhann Gíslason)
Þegar ég hugsa til Kjartans
frænda sé ég fyrir mér frekar
skrýtinn og skemmtilegan mann.
Mikil yfirgreiðsla til að reyna að
fela óvelkominn skallann, ávallt
með nefið ofan í bók og sígarettu í
hendinni. Kennaralegur eða jafn-
vel prófessorslegur í útliti og tali.
Ég á fallegar minningar sem barn
frá heimsóknum mínum til Kjart-
ans og Colettu í „sveitina“, Byrgið
við Vatnsenda. Allt í blóma í garð-
inum og andarparið á pollinum
sem krafðist þess að fá sitt brauð
á hverjum morgni. Páfagaukur-
inn flögraði um húsið og gamli
kaktusinn stóð í glugganum,
óvökvaður í þónokkur ár. Ég gisti
í litla yndislega herberginu undir
súðinni uppi á lofti og hélt mikið
upp á grænu ferðatöskuna sem ég
fékk að gjöf frá þeim hjónum í
einni heimsókninni.
Kjartan minn, barátta þín und-
anfarin ár hefur verið löng og
ströng en er nú loks lokið. Þú hef-
ur fengið þína lausn og ég sé þig,
pabba og afa fyrir mér, rölta yfir
heiðgult engi á fallegum sumar-
degi, saman á ný. Elsku Coletta
mín, það má segja að þinni bar-
áttu sé einnig lokið. Ég óska þess
að þú njótir nú lífsins, fáir að
ferðast um landið hátt og lágt og
eigir verðskuldaða góða daga
framundan.
Þakka ykkur báðum fyrir
skemmtilegar og skrautlegar
minningar. Hvíldu í friði Kjartan
minn og ég bið að heilsa öllum.
Þín frænka,
Sigríður Jóhannsdóttir.
Lærimeistari minn, síðar koll-
egi og vinur, dr. Kjartan R. Gísla-
son lést þann 6. júlí sl. eftir erfið
veikindi. Útför hans fór fram í
kyrrþey frá Laugardælakirkju
12. júlí sl. Veturinn 1974-1975
fengum við skólasystur í 6.B í MR
nýjan þýskukennara. Við vissum
að maðurinn var sprenglærður og
vel fór af kennslu hans en ég held
að við höfum áttað okkur fljótt á
því að kunnátta okkar og ástund-
un var töluvert frá væntingum
hans. En ljúfari kennara var ekki
hægt að fá, hann þreyttist aldrei á
að gefa okkur góð ráð, leiðrétting
stílanna var þannig að ég hreifst
strax af manninum. Með nokkr-
um merkingum og strikum gat
hann skilað verkefnum til baka
þannig að engar fleiri skýringar
þurfti við, reglurnar einhvern
veginn lágu ljóslifandi fyrir og
maður hálf skammaðist sín fyrir
að hafa ekki áttað sig á þessu fyrr.
Kjartan skipti aldrei skapi, þó
man ég einu sinni eftir að honum
hafi blöskrað virðingarleysi
bekkjarins yfir verkefnum, en
ekki lét hann það bitna á okkur
frekar. Ég minnist þess þó að
ákveðna kafla í Die Panne sem við
lásum fengum við ekki að þýða.
Þá þýddi hann sjálfur fyrir okkur
enda voru það fjálglegar lýsingar
á matarkræsingum og Kjartani
hefur án efa þótt skelfilegt að
heyra okkur níðast á textanum
svo mikill matmaður sem hann
var.
Ég fylgdi honum upp í Háskóla
Íslands þar sem hann kenndi við
þýskudeildina. Þar naut kennar-
inn og fræðimaðurinn Kjartan sín
mun betur enda verkefnin bita-
stæðari og nemendur áhugasam-
ari. Ljóðatímarnir voru snilld,
Kjartan var svo vel undirbúinn
undir tímana að hvert orð, hvert
atkvæði var fléttað saman í slíkar
pælingar að maður hlaut að hrí-
fast með.
Á þessum árum kom nýr sendi-
kennari í deildina, dr. Coletta
Bürling. Og til að gera langa sögu
stutta felldu þau Kjartan hugi
saman og giftust nokkrum árum
síðar. Þetta var gæfuspor fyrir
þau bæði. Þau kenndu lengi við
þýskudeildina, Kjartan vann
lengi að gerð orðabókar og Co-
letta færði sig smám saman meir
yfir í þýðingar þar sem hún hefur
sýnt yfirburða færni. Þau aðstoð-
uðu hvort annað í þessari vinnu og
ljóst er að íslenskir rithöfundar
væru ekki eins hátt skrifaðir í
Þýskalandi ef þýðingar Colettu
hefði ekki notið við.
Áhugamál Kjartans voru fjöl-
mörg, bókmenntir og tónlist áttu
hug hans en þó ekki síður smávin-
irnir, fuglar himinsins. Engum
hef ég kynnst sem gaf fuglunum í
sama mæli og Kjartan og þegar
þau hjón fluttu úr Kópavoginum
til Selfoss var það fyrsta sem
Kjartan gerði að finna heppilegan
stað í garðinum þar sem hann
gæti gefið vinum sínum án þess að
kettirnir kæmust að þeim.
En nú er komið að leiðarlokum.
Ég þakka Kjartani fyrir vinátt-
una og velvildina í minn garð og
að fá að fylgja honum síðasta spöl-
inn. Hvíl í friði, kæri vinur.
Elísabet Siemsen.
Genginn er góður fjölskyldu-
vinur. Vinátta Kjartans Gísla-
sonar og eiginmanns míns, Harð-
ar Einarssonar, sem lést 1999,
hófst í M.A. á sjötta áratug síð-
ustu aldar. Eftir stúdentspróf
urðu þeir félagar samferða til
Þýskalands til náms, voru þar í 6
ár og herbergsfélagar fyrsta
námsárið.
Vorið í dalnum opnar hægt sín augu,
– yljar á ný með vinarbrosi ljúfu.
Eins og þá barnið rís af rökkursvefni,
rauðhvítar stjörnur ljóma á grænni
þúfu.
Augasteinn vorsins, lambagrasið litla,
löngum í draumi sá ég þig í vetur.
Guði sé lof að líf þitt blómstrar aftur,
líkt þeirri von, sem aldrei dáið getur.
Viðkvæmu blöð, ó, feimna holtsins
fegurð,
fagnandi hér ég stend og einskis
sakna;
– nú skal ég aldrei tala um fátækt
framar,
fyrst ég má ennþá horfa á yður vakna.
Þessi ást Jóhannesar úr Kötl-
um á íslenskri náttúru á vel við
hann vin minn.
Kjartan var einstakur náttúru-
unnandi, sem bar mikla virðingu
fyrir öllu lífríki. Þau hjón Kjartan
og Coletta gengu um og lásu sitt
umhverfi af natni og alúð. Við
fyrstu snjóa var keyptur 50 kílóa
poki af fuglakorni og við fyrstu
morgunskímu var dreift út nokkr-
um skálum af korni og aftur þeg-
ar skyggja tók. Ef þau litu inn á
vetrardegi var stoppið stutt því
fuglarnir þurftu að fá sinn
skammt fyrir myrkur.
Músagildran var þannig að
músin skaddaðist ekki og var
bara hleypt út úr húsi aftur, en
eitt sinn var svo kalt úti að ekki
var mús bjóðandi og hún því sett í
búr innan dyra og alin vel á úrval-
sostum og fíneríi þar til veður
skánaði.
Sóleyin litla sem óvart var stíg-
ið á var beðin afsökunar. Veðrið
var skráð um árabil og skráð var
hvaða fuglar komu í garðinn fyrst
að vori og þegar halta öndin hætti
að koma á pollinn þeirra var það
skráð með trega. Fuglaskoðun
var áhugamál og oft ekið tugi kíló-
metra ef fréttist af fágætum fugli
eða til að sjá fyrstu landnema
vorsins.
Það var Kjartani mikið happ að
fá Colettu inn í líf sitt. Þar mætt-
ust tveir einstaklingar, með mik-
inn áhuga og þekkingu í bók-
menntum og sögu og samvera
þeirra einkenndist af áhuga og
fróðleiksfíkn á sögu og lífríki
landsins. Allar ferðir okkar sam-
an um landið þvert og endilangt
voru fullar af fróðleik. Þá voru
þau hjón mjög góðir myndatöku-
menn og á köldu vetrarkvöldi
voru ferðirnar oft endurfarnar
með myndasýningum, yfirferð og
upprifjunum heima í stofu.
Allt frá menntaskólaárunum
höfðu þeir félagar Kjartan og
Hörður att orrustur á skákborð-
inu, rætt og yfirfarið skákþrautir
löngum stundum og hélst þetta
svo lengi sem báðir lifðu.
Já, það er orðin löng samleið
fjölskyldna okkar.
Kjartan tók fyrstu myndir af
frumburði okkar Harðar og ávallt
fylgdust þau hjón með framgangi
barna okkar, þau voru til staðar á
gleði- og sorgarstundum í fjöl-
skyldunni og eftir andlát Harðar
átti ég hjá þeim athvarf á erfiðum
stundum.
Kærar þakkir fyrir allar hinar
fjölmörgu samverustundir Kjart-
ans og minnar fjölskyldu.
Einlægar samúðarkveðjur,
Sigríður Antonsdóttir.
Fyrir rúmri hálfri öld hófst vin-
skapur milli Kjartans og pabba
okkar, Harðar Einarssonar, þeg-
ar báðir settust á skólabekk
Menntaskólans á Akureyri. Eftir
menntaskóla héldu þeir til frek-
ara náms í Þýskalandi, hvor í sínu
faginu en við sama háskóla og vin-
áttan efldist, vinátta sem aldrei
brá skugga á.
Margar æskuminningar okkar
systkinanna tengjast Kjartani og
Colettu konu hans. Ferðir um
óbyggðir landsins, þeir félagarnir
úti í miðri á, hvor með sitt kúst-
skaftið, að kanna hvað leið hent-
aði best til yfirferðar á Lödu
sport. Gönguferðir í náttúrunni,
spjall yfir kaffibolla um gróður og
sögu, langlínusamtöl frá Þýska-
landi, gjafir, gleði og endalaus
góðvild. Víst er að við vorum alltaf
velkomin í hópinn, enda var áhugi
þeirra hjóna á okkar högum ein-
lægur og ávallt skein í gegn um-
hyggja fyrir velferð okkar.
Eitt af sameiginlegum áhuga-
málum félaganna, pabba og
Kjartans, var skákin og löngum
stundum sátu þeir og skegg-
ræddu mögulega leiki. Endur-
fundirnir hinum megin hafa því
án efa verið ánægjulegir og búið
að stilla mönnum upp fyrir fyrsta
taflið. Það er því við hæfi að vitna í
orð Kjartans sjálfs, sem hann
skrifaði fyrir ríflega 26 árum í
minningargrein um systur okkar:
„Lífstaflinu er þó þannig varið, að
mótherjinn er óútreiknanlegur,
og þegar öllu er á botninn hvolft,
verður hann okkur ætíð yfirsterk-
ari“. Lífstafli Kjartans Gíslasonar
er lokið en minning um vináttu og
tryggð, sem sprottin var af kær-
leika, lifir með okkur.
Við systkinin og fjölskyldur
okkar vottum Colettu og öðrum
ættingjum Kjartans okkar
dýpstu samúð. Það er með þakk-
læti og hlýju sem við kveðjum
kæran vin.
Hrafnkell og Guðfinna
(Guja.)
Kjartan R.
Gíslason
Þá er elsku afi Sverrir farinn
til ömmu Rósu. Þessi yndislegi
maður, blíði, góði fyrirmyndarafi.
Minningarnar eru margar og svo
góðar að ég get ekki annað en
glaðst yfir öllum þeim tíma sem
ég átti með honum. Ég er eitt af
þeim barnabörnum sem ólust
upp á Hólmavík, þar sem amma
og afi bjuggu, og var í kaffi hjá
þeim nánast á hverjum degi. Afi
vann í pakkhúsinu allan daginn
og hitti ég hann mjög oft þar,
þegar ég og félagar mínir vorum
að veiða í fjörunni þar á bak við.
Ég minnist þess oft að afi var
þreyttur þegar hann kom heim
úr vinnunni og var sofandi í stóln-
um sínum í stofunni, þá þótti mér
hann orðinn dálítið gamall.
En þegar afi hætti að vinna
yngdist hann upp með hverju
árinu sem leið. Hann tók sér
margt fyrir hendur og nýtti tím-
ann vel og var alltaf eitthvað að
bralla; í garðinum, í göngutúr,
bíltúr, inni á Bassastöðum eða að
aðstoða eitthvert af börnum sín-
um. Afi hafði alltaf áhuga á því
sem hans fólk var að gera og það
Sverrir
Guðbrandsson
✝ Sverrir Guð-brandsson
fæddist á Heydalsá
í Strandasýslu hinn
26. mars 1921.
Hann lést á Land-
spítalanum 22. júlí
2012.
Útför Sverris fór
fram frá Hólmavík-
urkirkju 28. júlí
2012.
var gott að finna
fyrir áhuga hans.
Þegar við hittumst
spjölluðum við bæði
um það sem ég var
að fást við, fjöl-
skylduna mína og
ekki síst um gamla
tíma, þar sem afi
hafði frá mörgu að
segja. Síðastliðið
vor var ég á vertíð á
Hólmavík og áttum
við afi þá góðar stundir saman og
er ég mjög þakklátur fyrir þær.
Elsku afi minn, guð geymi þig,
takk fyrir allt.
Guðmundur Vignir
Þórðarson.
Elsku afi minn nú er komið að
kveðjustund, það er svo erfitt að
hugsa til þess að þú sért farinn,
þú sem varst svo hress og fylgd-
ist svo vel með okkur öllum af-
komendum þínum. Þú vildir alltaf
fá fréttir af okkur og spurðir mig
oft hvað væri að frétta af bræðr-
um mínum. En það dýrmætasta
sem ég á núna eru allar minning-
arnar sem ég á um þig.
Það var alltaf svo gott að koma
til ykkar ömmu Rósu, við systk-
inin vorum svo heppin að hafa
ykkur svona nálægt okkur og
gátum við því alltaf leitað til ykk-
ar.
Þegar ég var lítil var ég oft í
pössun hjá ykkur og þegar ég
þurfti að læra heima var það oft-
ast þú sem hjálpaðir mér við það.
Þú hafðir gaman af því að skoða
námsefnið mitt og þá sérstaklega
í íslensku. Ein af bestu gjöfum
sem þú gafst okkur var bókin
sem þú skrifaðir „Ekkert að
frétta“. Það er svo dýrmætt fyrir
okkur að eiga bókina þína sem við
getum alltaf skoðað og sýnt börn-
unum okkar. Þegar tengda-
mamma mín, Dís, átti afmæli nú í
maí fór ég með bókina til þín og
bað þig að árita hana, þér fannst
það skemmtilegt, við settumst við
borðið í stofunni og þú fannst
penna og opnaðir bókina og byrj-
aðir að skrifa, þegar þú varst bú-
in að skrifa nokkur orð leist þú á
mig og sagðir, kemur eitthvað?
Svo hlógum við af þessu, því
húmorinn var ekki langt undan
hjá þér því það sem hrjáði þig
mest var sjónin.
Ég kom líka oft í heimsókn til
þín í vinnuna í pakkhúsið og þá
fékk ég að vera fyrir innan af-
greiðsluborðið og afgreiða með
aðstoð Dadda eða þín, það var
sko gaman fyrir litla afastelpu
sem ætlaði náttúrulega alltaf að
verða afgreiðsludama.
Elsku afi minn, þið amma vor-
uð einstök hjón. Ég er svo þakk-
lát fyrir að hafa átt ykkur að og
nú eru þið sameinuð á ný og ég
veit að amma tók vel á móti þér
með fallegum blómvendi sem hún
hefur tínt úr garðinum sínum.
Með þessari bæn vil ég kveðja
þig eins og ömmu, guð veri með
þér elsku afi minn, nú ert þú og
amma orðin ein af englunum sem
sitja á sænginni minni.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín afastelpa
Sigurrós Guðbjörg
Þórðardóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR,
Hörðukór 5,
Kópavogi,
lést sunnudaginn 29. júlí í faðmi
fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi.
Jarðsett verður frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 8.
ágúst klukkan 13.00.
Ólafur Þórðarson, Sólveig Kristbjörg Vagnsdóttir,
Ragnar Pétursson,
Hlín Pétursdóttir, Guðjón Rafnsson,
Arnar, Elmar, Ylfa Nótt,
Orri Hrafn, Jakob og Hlynur.
Elsku Jobbi okk-
ar. Nú ert þú allur.
Nokkuð sem við bjuggumst ekki
alveg strax við en lífið er svo
margbreytilegt og er munurinn á
milli lífs og dauða engin undan-
tekning þar á. Okkur er það minn-
isstætt að þú varst alltaf fasta-
gestur á heimili foreldra okkar á
hátíðisdögum, allt frá því að við
systkinin vorum lítil. Þú varst
Jósef Helgi
Helgason
✝ Jósef HelgiHelgason
fæddist á Patreks-
firði 15.10. 1941.
Hann lést á Land-
spítalanum 22.7.
2012.
Útför Jósefs fór
fram í Fossvogs-
kirkju 31. júlí 2012.
hluti af hátíðarhöld-
unum, hluti af hefð-
inni sem mótast hefur
í fjölskyldunni gegn-
um árin. Næstkom-
andi jól verða skrítin
þar sem það mun
vanta þig til þess að
gleðjast með okkur
og borða góðan mat.
Við lifum á góðum
minningum um ótal
samverustundir í
gegnum árin sem ylja okkur í kulda
raunveruleikans nú þegar þú ert
horfinn á braut. Það er á stundum
sem þessari að okkur verður litið til
baka og mun minningin um þig lifa
og ylja okkur um hjartarætur.
Boðberar kærleikans
eru jarðneskir englar
sem leiddir eru í veg fyrir fólk
til að veita umhyggju,
miðla ást,
fylla nútíðina innihaldi
og tilgangi,
veita framtíðarsýn
vegna tilveru sinnar
og kærleiksríkrar nærveru.
Þeir eru jákvæðir,
styðja,
uppörva og hvetja.
Þeir sýna hluttekningu,
umvefja og faðma,
sýna nærgætni
og raunverulega umhyggju,
í hvaða kringumstæðum sem er
án þess að spyrja um endurgjald.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Við sendum innilegar samúðar-
kveðjur til mömmu og systkina
hans.
Ingibjörg Elín
Jóhannsdóttir,
Margeir Pétur
Jóhannsson,
Lilly Aletta
Jóhannsdóttir.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum.
Minningargreinar