Morgunblaðið - 07.08.2012, Side 6
Veðrið lék við alla landsmenn
Önnur stærsta þjóðhátíðin í Eyjum frá upphafi Metþátttaka í mýrarbolta Þrefalt fleiri á
Edrúhátíð SÁÁ en í fyrra Ein með öllu stóð fyrir sínu á Akureyri og mikil umferð í nærsveitum
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Eyjar Syngjandi kátir þjóðhátíðargestir, vel gallaðir í lopa og gúmmígalla, hlýtt innra sem ytra. Ætli þeir séu að syngja „Lífið er yndislegt“?
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Siglufjörður Síldarævintýrið endurvakið, taktfastir tónar slegnir á planinu fyrir framan Kaffi Rauðku.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Mesta ferðahelgi ársins stóð undir
nafni, landsmenn voru duglegir að
skoða landið og gleðjast á fjölmenn-
um mannamótum. Hátíðahöldin
gengu víðast hvar vel fyrir sig þótt
svartir blettir hafi fundist. Skipu-
leggjendur lofuðu veðráttuna ein-
róma, sól og blíða víðast hvar.
Þjóðhátíðin í Eyjum var þannig sú
næstfjölmennasta frá upphafi.
Metþátttaka var í mýrarbolta á
Ísafirði. Hundrað lið voru skráð til
leiks, um 1.200 tóku þátt í boltanum
en tvöfalt fleiri voru á dansleiknum.
„Kannski er hægt að segja að mýr-
arbolti sé orðinn stærsti knatt-
spyrnutengdi atburður fullorðinna
á landinu,“ sagði Jóhann Páll
Hreinsson skipuleggjandi.
Bindindishátíðir voru nokkrar. Á
Sæludögum KFUM í Vatnaskógi
var mikið rennirí og fleiri í ár en í
fyrra, 1.000-1.500 manns þegar
mest lét en 600 á tjaldsvæðinu.
Svipaður fjöldi, um 2.000 manns,
var í ár á Kotmótinu í Fljótshlíð sem
hvítasunnukirkjan stendur fyrir.
Glæsilegasta Edrúhátíð sem SÁÁ
hefur haldið fór vel fram á Lauga-
landi í Holtum. Þrefalt fleiri voru
þar en í fyrra á þessari fjölskyldu-
vænu hátíð, eða um 1.400 manns.
Unglingarnir voru duglegir á
Landsmóti ungmennafélaganna.
2.000 keppendur létu til sín taka og
fjöldi meta féll. Á mótsslitunum á
sunnudagskvöldið voru 10.000
manns á flugeldasýningunni.
Á Akureyri var Ein með öllu. Á
Sparitónleikunum á sunnudags-
kvöldið voru 10-12 þúsund. „Hef
sjaldan upplifað jafnmikið flakk á
milli Akureyrar, Hörgárbyggðar,
Siglufjarðar og svæðanna í kring.
Þetta er miklu skemmtilegra eftir
að göngin komu. Pabbar og pítsur
var haldið í fyrsta skiptið og söfn-
uðust 350 þúsund fyrir Krabba-
meinsfélagið. Þetta var svona
skemmtilegur viðburður og góð
viðbót við viðburðinn Mömmur og
múffur. Við komum kannski á
næsta ári með e-ð fyrir frænkurnar
og svo frændurna næsta ár eftir
það,“ sagði Pétur Guðjónsson,
skipuleggjandi Einnar með öllu.
Bændur í Hörgársveit opnuðu
bæi sína og allsherjargleði ríkti
þar.
Innipúkar voru þó margir og
troðfylltu Iðnó öll kvöldin.
Verslunarmannahelgin 20126
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Þrjú kynferðisbrotamál komu upp
eftir þjóðhátíð í Eyjum og 52 fíkni-
efnamál, en þau hafa aldrei verið
fleiri. Líkamsárásarmál á hátíðinni
voru átta og tvö þeirra alvarleg. Í
heild voru bókuð verkefni hjá lög-
reglunni í Vestmannaeyjum færri en
seinustu ár.
Af umferðarmálum í Eyjum er það
að segja að tveir voru kærðir fyrir
ölvun við akstur, einn fyrir akstur
undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir
akstur eftir að hafa verið sviptur
ökuleyfi þessa helgi.
Fimm þjófnaðarmál voru kærð um
helgina á þjóðhátíð, en um var að
ræða þjófnað á gsm-símum.
Metfjöldi á Ísafirði
Skemmtanahald fór vel fram á
Ísafirði aðfaranótt mánudags sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu, en
þar fór fram fjölmenn mýrarboltahá-
tíð.
Fólk virðist að sögn lögreglu hafa
náð að skemmta sér vel og stórslysa-
laust, þótt eitthvað hafi verið um ölv-
un og pústra.
Tveir lögreglumenn á Akureyri
urðu að leita sér aðhlynningar á
slysadeild í kjölfar átaka við tvo
menn á veitingastað í bænum, en
þeir voru þó ekki alvarlega slasaðir.
Þrír voru svo vistaðir í fangaklefa
aðfaranótt mánudags, einn vegna
minniháttar líkamsárásar.
Einn var stöðvaður grunaður um
ölvun við akstur, ein líkamsárás varð
sem fyrr segir og ein tilkynning
barst um innbrot á matsölustöðum í
miðbæ Akureyrar. Alls voru um 300
mál færð til bókar hjá lögreglunni á
Akureyri yfir helgina, svipað og í
fyrra.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
handtók þrjá einstaklinga á laugar-
dagskvöldið, en þeir hótuðu leigubíl-
stjóra og ógnuðu honum með hnífi.
Ekki kom til neinna átaka og engan
sakaði að sögn lögreglu.
Fólkið var vistað í fangageymslum
og er málið nú í rannsókn.
Þrjár nauðganir í Eyjum
og fíkniefnamál aldrei fleiri
Tveir lögreglumenn slösuðust eftir átök á Akureyri
Brekkan Glatt var á hjalla í Herjólfsdal en þó bar skugga á í nokkrum tilvikum.
Töluverður erill
» Þrjú kynferðisbrotamál
komu upp eftir þjóðhátíð og 52
fíkniefnamál.
» Á Ísafirði fór fram fjölmenn
mýrarboltahátíð og sennilega
sú stærsta hingað til.
» Tveir lögreglumenn á Ak-
ureyri urðu að leita sér að-
hlynningar á slysadeild í kjölfar
átaka við tvo menn.
Akureyri Mömmur
mjög ánægðar með
dýrindis bakstur.