Morgunblaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012
Í tilefni dagsins ætla ég að lengja verslunarmannahelgina ogvera í fríi. Og býð örugglega einhverjum í köku,“ segir AlmaMaría Rögnvaldsdóttir um það hvernig hún ætlar að eyða af-
mælisdeginum en hún er 42 ára í dag. Kökuboðsgestir Ölmu ættu að
gera ráð fyrir að þurfa að sækja kaffið sjálfir. „Ég er voðalega mikil
afmælisstelpa og finnst ofboðslega gaman að eiga afmæli. En ég er
samt svolítið á því að ég vilji láta dekra við mig á afmælisdaginn.
Einhvern tímann fékk ég nóg þegar ég hélt 30 manna veislu og ég
stóð í öllu tilstandinu á meðan hinir nutu. Þá eiginlega tók ég þá
ákvörðun að ég myndi njóta afmælisdagsins á mínum forsendum og
hef gert það síðan!“ segir hún.
Alma, maðurinn hennar Guðmundur og börnin þeirra tvö hafa
enn ekki tekið almennilegt sumarfrí, þar sem stórfjölskylduferð til
útlanda er á döfinni í vetur, en þau hafa verið dugleg við að nýta
helgarnar til að sinna áhugamálunum sem snúa helst að hreyfingu.
„Sumarið hefur svolítið snúist um æfingar og keppnir hjá okkur
hjónunum,“ segir Alma, en hún æfir þríþraut og Guðmundur hlaup.
Meðal afreka sumarsins var þátttaka í svokölluðum hálfum járn-
karli 22. júlí síðastliðinn en fyrir hann æfði hún með stelpuhóp sem
kallar sig „Hálfsysturnar.“ Þá hefur fjölskyldan tekið þátt í fjöl-
skylduþríþraut. „Þá skiptum við fjölskyldunni upp, einhver einn
tekur að sér að synda, einn að hjóla og einn að hlaupa,“ segir Alma.
„Það er ofsalega gaman og krökkunum finnst þetta mjög skemmti-
legt,“ segir hún. holmfridur@mbl.is
Alma María Rögnvaldsdóttir er 42 ára í dag
Járnkonur „Hálfsysturnar" með keppnisnúmerin. Alma er númer 17.
Vill láta dekra við
sig á afmælinu
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Vestmannaeyjum Ísak Máni
Óðinsson fæddist 16. maí kl.
3.33. Hann vó 3.126 g og var
51 cm langur. Foreldrar hans
eru Hjördís Elsa Guðlaugs-
dóttir og Óðinn Sæbjörnsson.
Nýir borgarar
I
ngimar fæddist á Akureyri.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Laug-
arvatni 1973, lauk BA-prófi í
heimspeki frá Háskóla Ís-
lands 1977, MA-prófi í heimspeki við
Kaþólska háskólann Louvain La
Neuve í Belgíu árið 1980 og stundaði
doktorsnám þar á árunum 1980-83.
Fréttamaður ríkissjónvarpsins
Ingimar var stundakennari við
Kaþólska háskólann í Leuven 1981-
82, með námi þar, var fréttaritari
Ríkisútvarpsins í Amsterdam 1983-
84, upplýsingafulltrúi hjá Eimskip
1984-85, fréttamaður Ríkisútvarps-
ins 1985-87, aðstoðarfram-
kvæmdatjóri Sjónvarpsins 1987-88,
fréttamaður við Sjónvarpið 1988-94
og fréttaritari Ríkissjónvarpsins og
Ríkisútvarpsins í Evrópu með aðset-
ur í Brüssel á árunum 1994-2001.
Ingimar Ingimarsson, fyrrv. fréttamaður, 60 ára
Afmælisbarnið Ingimar var í hópi fyrstu nemenda í hreinni heimspeki við HÍ, var fyrsti formaður Félags áhuga-
manna um heimseki, var síðan fréttamaður og fréttaritari um langt árabil og starfaði í Brussel og Makedóníu.
Úr fréttamennsku
í friðargæslustörf
Hjónin Ingimar Ingimarsson og Hólmfríður Svavarsdóttir á góðri stund.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður
sem hefur hafið göngu sína
í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum, barnsfæðingum
eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón