Morgunblaðið - 07.08.2012, Síða 23

Morgunblaðið - 07.08.2012, Síða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012 ZUMBA Dansaðu þig í form með einföldum sporum, skemmtilegri tónlist og góðum félagsskap. Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. • Zumba - þri. og fim. kl. 17:30 • 4 vikur • Hefst 10. júlí. Verð 11.900 kr. Betri heilsa borgar sig! KVENNALEIKFIMI Góð leikfimi fyrir allar konur sem vilja styrkja sig og líða betur. Fjölbreyttar styrktaræfingar. Námskeiðin eru í 4 vikur. Kennsla á mán., mið. og fös. kl. 16:30 (3x í viku) • Þjálfari: Þóra Sif Sigurðardóttir, íþróttafræðingur. • Hefst 13. ágúst. Verð 13.900 kr. Kennsla á þri. og fim. kl. 10:00 (2x í viku) • Þjálfari: Elva Björk Sveinsdóttir, íþróttafræðingur. • Hefst 14. ágúst. Verð 11.900 kr. Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is Þóra Sif Sigurðardóttir Elva Björk Sveinsdóttir – Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 20.ágúst. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 5691105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað um Heilsu og Lífstíl föstudaginn 24.ágúst. • Ný og spennandi námskeið í heilsuræktarstöðvum. • Hreyfing og líkamsrækt. • Hvað þarf að hafa í ræktina. • CrossFit • Þríþraut. • Reiðhjól. • Skokk og hlaup. • Dans og heilsurækt. • Andleg vellíðan. • Svefn og þreyta. • Skaðsemi reykinga. • Fljótlegar og hollar uppskriftir. • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni. SÉRBLAÐ Þetta er tíminn til að huga að heilsu sinni og lífstíl og stefna í nýjar áttir á því sviði. Í blaðinu Heilsa og lífsstíll verður kynnt fullt af þeim mögu- leikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl haustið 2012. MEÐAL EFNIS: Væntanlega hefur ekki farið fram hjá neinum að þessa dag- ana fara Ólympíu- leikarnir fram í London. Ólympíuleikarnir eru stærsta íþróttahátíð heimsins og njóta gríðarlegrar hylli al- mennings og fjöl- miðla um allan heim. Íþrótta- og Ólympíu- samband Íslands sendir vaska sveit 27 íþróttamanna og kvenna á leikanna. Slíkur fjöldi er sér- staklega mikill sé miðað við aðrar þjóðir af svipaðri stærð. Íþrótta- hreyfingin er stærsta fjöldahreyf- ing á Íslandi með hátt í 200.000 fé- lagsaðildir. Ljóst er því að áhugi íslendinga er mikill fyrir Ólympíu- leikum og útsendingum þeim tengdum. Á undanförnum árum hefur reglulega komið fram gagnrýni á að RÚV hafi dregið úr framboði íþróttaefnis og hafi ekki náð að sinna stórmótum sem þessum, svo ekki sé talað um hina fjölbreyttu flóru íslenskra íþróttagreina. Því er afar mikilvægt að geta þess sem vel er gert í rekstri RÚV nú í tengslum við þessa Ólympíuleika. Frammistaða stofn- unarinnar er til mik- illar fyrirmyndar hvað varðar útsendingar að þessu sinni. Sérstök Ólympíurás gerir það að verkum að fjöl- breytni á íþróttaefni er mikil en einnig og ekki síður að hægt er að senda út annað efni á aðalrás RÚV. Þá er ljóst að RÚV hefur sent myndarlega sveit til London til að sinna þessu mikla verkefni og er það vel. Starfsmenn RÚV hafa verið fag- legir og vel undirbúnir í umfjöllun sinni. Í mínum huga er eðlilegt að RÚV hugi að því að festa í sessi sérstaka íþróttarás til framtíðar til að sinna íþróttaþyrstum íbúum þessa lands og í samræmi við að RÚV er stofnun allrar þjóð- arinnar. Góð frammistaða RÚV Eftir Stefán Snæ Konráðsson Stefán Snær Konráðsson » Í mínum huga er eðlilegt að RÚV hugi að því að festa í sessi sérstaka íþrótta- rás til framtíðar Höfundur er bæjarfulltrúi og íþróttaáhugamaður. Er einhver að stjórna þessu landi? Fær fólk að framkvæma út um land- ið án afskipta stjórnvalda? Hver gef- ur ykkur leyfi til að Kínavæða land- ið? Ég hef áður skrifað það að þessi áform eru stórhættuleg og hern- aðarlegir Kínverjar eru með heims- yfirráð á sinni stefnuskrá og löngu búnir að skipuleggja til framtíðar, það gerðu þeir með fyrsta láninu til Vesturveldanna. Hvers á þjóðin að gjalda með þessa stjórnmálamenn og stjórn lands- ins, sama í hvaða flokki þeir eru, sem eru svona auðtrúa og óvitrir og illa upplýstir? Sem dæmi, hefði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir lesið sögu Balkanskagans og sett sig inn í mál- in í Kosovo þá hefði hún líklega ekki skrifað undir að Albanar fengju landið. Hver gaf henni leyfi til að taka land af einni þjóð og afhenda það annarri með undirskrift sinni? Albanar eru af Illyrija-stofni eða Shiptar, fjallafólk frá Aserbaídsjan, og með yfirráðum Tyrkja, sem vör- uðu í um 500 ár yfir Balkan, varð eft- ir eitthvað af Albönum í Suður- Kospvo, í miklum minnihluta. Land- ið áttu Serbar frá tímum Stór-Serbíu. Það var Josip Broz Tito, forseti sambandslýðveldisins Júgóslavíu, sem var Króati, sem opnaði almennt fyrir Albananna til borgarinnar Pristina. Það var póli- tísk ákvörðun til þess að veikja Serba, en síðan fara Albanarnir til norðurs í Kosovo. Þegar ég bjó í Serbíu (Beograd) 1967-1977 voru daglega fréttir af voðaverkum Alb- ana á meðan þeir voru að ná slétt- unni, þess vegna er í dag meirihlut- inn Albanar. Þið fréttamenn sögðuð alltaf frá „Frelsisher Albana“, hvað voru þeir að frelsa? Þeir hafa ekki átt Kosovo. Þessi her er og var hryðjuverkaher og í suðurhluta Kos- ovo er nú búið að koma á fót þjálf- unarbúðum fyrir hryðjuverkamenn. Það er ekki að ástæðulausu að Sló- venar og Króatar vilja ekki Albana inn til sín. Ég á ekki að þurfa að tí- unda frekar af hverju og hvers vegna. Það þyrfti að senda þá stjórn- málamenn sem vilja ESB- og Kína- væðingu til ársdvalar í suðupott- inum Balkan, svo að þeir áttuðu sig á hvað við eigum, og lífið er ekki eins og leikskólinn þar sem þeir ólust upp. Vaknið, heimurinn þarna úti getur verið grimmur og okkar komandi kynslóð er ekki alin upp til að takast á við þau öfl. Þú, Ögmundur Jón- asson, átt þakkir skildar fyrir fram- göngu þína í að verja landið. Við eig- um öll Ísland, ekki bara Halldór Jóhannsson og gráðugir sveitar- stjórnarmenn á N-Austurlandi. Að öðru; hvað er með forsætisráðherra landsins, því talar hún aldrei til þjóð- arinnar? Veist þú, Jóhanna, að stór hluti landsmanna er orðinn þreyttur á stjórnleysi ykkar, það fá allir að arðræna okkur? Þetta er hópurinn sem ekki fór í Háskólann. Það eru blikur á lofti um þriðju heimsstyrj- öldina, eruð þið eitthvað að undirbúa þjóðina verði svo? Nei, auðvitað ekki, þið horfið ekki fram í tímann frekar en með Kínavæðinguna. Tak- ið af skarið og neitið Huang Nubo um land og höfn handa Kínaveldi, því að auðvitað tengist þetta allt. Ég mótmæli þeim stjórnmálamönnum sem vilja selja landið. Leiga til margra ára er sama og sala. Megi landvættirnar nú vernda land og þjóð. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Sauðárkróki. Hver gefur ykkur leyfi? Frá Stefaníu Jónasdóttur Stefanía Jónasdóttir Bréf til blaðsins Nýafstaðnar forseta- kosningar eru mér of- arlega í huga eins og ef til vill mörgum öðrum. Þetta voru sögulegar kosningar. Aldrei hafa jafnmargir frambjóð- endur boðið sig fram. Sex forsetaframbjóð- endur, allir með sína kosti og galla. Allir höfðu mikið til brunns að bera, allir með mismunandi áherslur. Hver og einn þjóðfélags- þegn hafði tækifæri til að finna þann frambjóðanda sem honum fannst hentugastur í starf forseta. Fram- bjóðanda sem studdi þeirra málefni. Einn af frambjóðendunum var sitjandi forseti. Hann hefur setið síð- ustu 16 ár og bauð sig fram til að vera 20 ár í embætti. Margir deildu um það hvort það væri of langur tími. Persónulega er ég á þeirri skoð- un að 20 ár sé of langur tími í emb- ætti. Ólafur Ragnar Grímsson hefur þó gert marga mjög góða hluti á sín- um kjörtímabilum og staðið sig með prýði. En að mínu mati var kominn tími til að fá nýtt fólk á Bessastaði, nýjar áherslur og nýjar skoðanir. Fólk af minni kynslóð þekkir það ekki að hafa annan forseta en herra Ólaf Ragnar Grímsson. Ég man alla- vega aldrei eftir öðrum forseta í embætti, þótt vissulega hafi ég heyrt annarra getið og þá sérstaklega Vig- dísar Finnbogadóttur. Ég talaði við nokkra af minni kynslóð og flestir sögðust ætla að kjósa Ólaf Ragnar af þeirri ástæðu að þeir þekktu til hans og nenntu ekki að kynna sér aðra frambjóðendur. En ég spyr: Hvað gerir það fólk þá, ef Ólafur Ragar býður sig ekki fram á næsta kjör- tímabili? Mér finnst mikilvægt að fólk kynni sér frambjóðendurna og finni hver er þeirra frambjóðandi. Ég komst snemma á þá skoðun að minn fram- bjóðandi væri hin ágæta og merka manneskja Herdís Þorgeirsdóttir. Hennar baráttumál höfðuðu til mín og hennar kostir fannst mér margir, mun fleiri en gallar. Ég var henni sammála í langflestu. Mér fannst hún ætíð komast vel að orði, var kurteis og málefnaleg. Gat alltaf rök- stutt sín málefni og hafði alltaf svör við þeim spurningum sem hún var spurð. Ég upp- lifði traust í hennar garð og fannst ég geta treyst henni fyrir landi voru og þjóð. Ég var og er ennþá þess viss að hún hefði orðið landi og þjóð til sóma og staðið sig með prýði. Herdís var heiðarleg alla sína baráttu. Hún til dæmis opnaði bókhald sitt áð- ur en kosningabaráttunni lauk. Það fannst mér merki um mikinn heið- arleika því það skiptir alltaf máli að vita hvaðan peningarnir koma; sérstaklega á tímum sem þessum þar sem ekki er of mikið af fjármagni til hjá þjóðinni. Hún var líka ut- anflokks, sem er enn stærri kostur að mér fannst. Hún kom einnig inn á það að forseti ætti ekki að sitja leng- ur en tvö kjörtímabil, eða átta ár. Forsetaembættið er eitt valda- mesta embætti Íslands. Forseti vor er þjóðkjörinn af öllum Íslendingum sem náð hafa 18 ára aldri og þar með fengið kosningarétt. Okkur ber að vanda valið og kjósa þann ein- stakling í embætti sem við treystum. Ekki þann sem aðrir í kringum okk- ur vilja að við kjósum. Það skiptir máli hver er forseti, landið okkar skiptir máli, við skiptum máli og okk- ar framtíð. Við unga fólkið verðum að opna augun og kynna okkur for- setaframbjóðendur þegar kosningar eru annars vegar, við megum ekki kjósa bara það sem við þekkjum, við verðum að kynna okkur alla mögu- leika og kjósa eftir okkar bestu sann- færingu. Kjósa þann einstakling sem við viljum og treystum fyrir okkar framtíð. Með þessum orðum vil ég þakka öllum frambjóðendum síðustu kosn- inga fyrir að hafa gefið kost á sér. Ég óska þeim öllum alls hins besta og bjartrar framtíðar. Okkar framtíð skiptir máli Eftir Olgu Helgadóttur »Nýafstaðnar forseta- kosningar. Ágæti þeirra, kostir og gallar. Olga Helgadóttir Höfundur er förðunarfræðingur. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.