Morgunblaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012
Raðauglýsingar
Tilboð/útboð
Útboð
EFLA hf. verkfræðistofa fyrir hönd Íslands-
pósts hf. óskar eftir tilboðum í eftirfarandi
verk:
Austurplan Póstmiðstöðvar,
Stórhöfða 32
Innifalin í verkinu er jöfnun yfirborðs,
fyllingar og burðarlög, frárennslislagnir,
tengingar við núverandi lagnir ásamt öðrum
yfirborðsfrágangi, s.s. gerð kantsteina, málun
og hellu- og þökulagnir.
Helstu magntölur eru:
Gröftur 1.150 m³
Fyllingar og burðarlög 990 m³
Malbik 2. 350 m²
Hellulagnir 515 m²
Kantsteinar 560 m
Þökulögn 265 m²
Lokaskiladagur verksins er 7. október 2012.
Útboðsgögn verða seld á geisladiski á kr.
2.000 í afgreiðslu EFLU hf, Höfðabakka 9,
110 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum
9. ágúst 2012.
Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir
opnun tilboða miðvikudaginn 28. ágúst 2012
kl. 10:00.
Félagsstarf eldri borgara
!
" # "
$ %%&'
$
'(
)
*
$ +&+ ,* - .
/*
0
)1
$
2
3 "
+3 "
.
(&+
!" 4$
.
%5 2
&+3 $
&+3 " 1
#$% % -
$
)* ' 6
$ ((&'' 777
&
' /
8
9$ "
2
&+ /
& )
&+
&( )
* 2
3 4
Félagslíf
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur
Síðumúla 31,
s. 588 6060
Miðlarnir, spámiðlarnir og
huglæknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen talnaspekingur
og spámiðill, Ragnhildur
Filippusdóttir, Garðar Björg-
vinsson, Michael-miðill,
Símon Bacon, Guðríður
Hannesdóttir kristalsheilari
og auk annarra, starfa hjá
félaginu og bjóða félags-
mönnum og öðrum upp á einka-
tíma. Upplýsingar um félagið,
starfsemi þess, rannsóknir og
útgáfur, einkatíma og tíma-
pantanir eru alla virka daga
ársins frá kl. 13-18. auk þess
oft á kvöldin og um helgar.
SRFR
Smáauglýsingar 569 1100
Dýrahald
Cavalier-rakkar til sölu
Til sölu ótrúlega sætir cavalier
blenheim-hvolpar með ættbók frá
HRFÍ, örmerking, ein bólusetning (við
parvo og lifrarbólgu), ormahreinsun
og heilsufarsskoðun ,lyf- og sjúkra-
trygging í eitt ár og hægt að sækja
hvolpinn eftir 11 ágúst. Endilega
hafðu samband við okkur i e-mail:
laudia92@hotmail.com eða í sima
846 4221 Kveðja,Teresa og Klaudia.
www.teresajo.com
Sumarhús
Rotþrær, vatnsgeymar og alvöru
moltugerðarkassar
Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir
- réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300
til 50.000 lítra. Lindarbrunnar.
Borgarplast.is
Mosfellsbæ. S. 561 2211.
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Óska eftir
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar verðlaunagripir,
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is - sími 551 6488.
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
GESTABOÐ HALLGERÐAR
Sögusetrinu á Hvolsvelli
11. ágúst kl. 17:00. 11. ágúst
kl. 20:00. 12. ágúst kl. 17:00.
17. ágúst kl. 20:00.
www.njala.is / njala@njala.is
487 8781 / 618 6143.
TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ
Vandaðir ökklaskór úr leðri, fóðraðir.
Stakar stærðir.
Tilboðsverð: 9.500.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
TVEIR ALGJÖRLEGA
FRÁBÆRIR !!
Teg. 42027 - glæsilegur nýr litur í
C,D,E skálum á kr. 5.800, buxur í stíl
á kr. 1.995.
Teg. 11001 - sömuleiðis frábær nýr
litur í C,D,E,F skálum á kr. 5.800,
buxur í stíl á kr. 1.995.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-föst. 10-18,
Lokað laugardaga í sumar.
Þú mætir - við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Kenni á BMW 116i
Snorri Bjarnason,
sími 892 1451.
Bilaskoli.is
Glæsileg kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Þægileg og háþróuð kennslubifreið.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Húsviðhald
Laga ryðbletti á þökum,
hreinsa þakrennur og tek
að mér ýmis smærri verk-
efni.
Sími 847 8704,
manninn@hotmail.com
BETRI OG VANDAÐRl
HRAÐÞÝÐINGAR
Hef opnað þýðingastofuna
aftur eftir sumarfrí.
Afsláttarkjör fyrir fórnarlömb
kreppunnar. Bogi Arnar
Finnbogason, löggiltur skjala-
þýðandi. baf@centrum.is - 587
3690 - 896 0690 - fax 587 3691.
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100
Móðurbróðir minn, Sölvi Hall-
dór Aðalsteinsson, er allur um
aldur fram og mig langar til að
skrifa stutta kveðju til þessa
innilega góða manns. Fyrstu
minningarnar af Dóra eru þegar
hann var að vinna í Slippnum á
Akureyri. Þá kom hann heim til
okkar í Þingvallastrætið í há-
deginu, fékk sér að borða og
Sölvi Halldór
Aðalsteinsson
✝ Sölvi HalldórAðalsteinsson
fæddist á Akureyri
14. janúar 1954.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi
25. júlí 2012.
Útför Sölva Hall-
dórs fór fram frá
Ytri-Njarðvík-
urkirkju 1. ágúst
2012.
lagðist svo niður og
dottaði yfir fréttun-
um. Mér líður vel
þegar ég hugsa til
þessa. Jafnvel þá
hafði hann tíma fyr-
ir litla frænda og
spjallaði alltaf að-
eins.
Þessi tími og at-
hygli hefur síðan
verið rauður þráður
í gegnum tíðina.
Eftir að hann flutti suður þá var
alltaf eins og tíminn hægði að-
eins á sér þegar ég kíkti í skúr-
inn til Dóra í Njarðvík. Áður en
nokkuð annað gerðist þá skyldi
ég drekka einn kaffibolla og
spjalla aðeins í rólegheitunum.
Það var ekki valkostur að detta
inn og stoppa stutt.
Margt kemur upp í hugann
þegar ég hugsa til Sölva Hall-
dórs. Minningarbrotin sækja á
mann. Nokkrir dagar í Njarð-
víkinni sumar hvert á æskuár-
unum, húsaskjól og bílferðir í
tengslum við utanlandsferðir,
hversu stoltur hann var af
breytingunum á húsinu, kaffið á
ættarmótinu og síðast en ekki
síst hversu tilbúinn hann var að
hjálpa mér með bílgarmana
mína.
Fyrir rúmum 20 árum kynnt-
ist Dóri síðan Lindu sinni. Gift-
ingin árið 1989 var mikil og fal-
leg samkoma og það lifir sterkt í
minningunni hvað Dóri var
glæsilegur þar sem hann stóð
við altarið. Dóri í jakkafötum
var ekki sjón sem ég hafði oft
séð hjá frændanum sem eyddi
öllum sínum frítíma í að gera við
bíla. Í Lindu var kominn sá lífs-
förunautur sem Dóri hafði leitað
eftir og það er trú mín að það
samband hafi verið mesta ham-
ingjan í lífi frænda míns. Linda
átti fyrir dóttur sem Dóri gekk í
föðurstað. Eftir að Halldóra
flutti að heiman þá varð honum
tíðrætt um hvað Halldóra væri
dugleg og klár og vel gerður
einstaklingur. Stoltið af öllu sem
hún gerði skein í gegn. Þegar
maður renndi suður með sjó og
settist niður með kaffi þá kom
alltaf jafn skemmtilega á óvart
hvað Dóri hafði innilegan áhuga
á því sem var að gerast í lífi
mínu og systra minna. Hann
spurði af hreinum áhuga og var
alltaf jafn innilega ánægður með
hvað gekk vel. Fyrir þennan
innilega áhuga vil ég þakka þér
frændi minn. Vellíðanin sem
fylgir því að vera sýndur alvöru
áhugi var og er lexía í hvernig á
að eiga samskipti. Lexía sem ég
tek með mér frá þér frændi
minn. Það var gott og ég mun
sakna þess. Ég vona bara að ég
hafi sýnt sömu athygli því sem
þú hafðir að segja um þig, þína
og lífsbaráttuna.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til Lindu og Halldóru.
Hinrik Sigurður (Siggi).
Elsku Dóri minn, hafðu þökk
fyrir allt. Þú kvaddir okkur allt-
of fljótt og það verður skrýtið að
geta ekki komið og heilsað upp á
þig þegar við eigum leið um
Njarðvík. Hvíldu í friði elsku
frændi minn.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Sara Fönn Jóhannesdóttir.
Elsku Dóri, þótt ég hafi ekki
þekkt þig í langan tíma þá
kynntumst við vel á þessum
fimm árum sem ég var heimaln-
ingur hjá þér og Lindu í Narfa-
koti (gula húsinu við sjóinn).
Mér leið alltaf vel hjá ykkur og
svo meira en velkomin. Þið eruð
sannarlega gullmolar af fólki,
svo rausnarleg og gjafmild og
viljið allt fyrir náungann gera.
Síðasta stundin sem við eydd-
um góðum tíma saman var þeg-
ar ég og Halldóra máluðum
Narfakot fyrr í sumar. Þú hugs-
aðir vel um viðhaldið, til að hlut-
irnir myndu endast lengur enda
bara rugl að vera alltaf að kaupa
nýtt. Bílskúrinn var þitt áhuga-
mál, ef þú sast ekki í forstjóra-
stólnum inni í bílskúr afslapp-
aður með lappirnar uppá kassa
þá sá maður glitta í þig undir
einhverjum bíl sem þú varst að
laga. Svo renndirðu þér léttilega
undan bílnum og sagðir „viltu
kaffisopa“.
Ég mun sakna þess að sitja
með þér úti í skúr og sötra kaffi
og spjalla um lífið og tilveruna.
Þú kenndir mér margt, bæði um
lífið og líka hluti eins og að
pússa bíl fyrir sprautun og líma
fyrir rúðurnar.
Megir þú hvíla í friði, minn
kæri vinur.
Íris Rán Ægisdóttir.