Morgunblaðið - 07.08.2012, Side 18
Prófraun fyrir Mursi
» Árásin er mikil prófraun fyr-
ir Mursi forseta. Hann er sjálf-
ur liðsmaður heittrúarsam-
taka, Bræðralags múslíma.
» Fram kom í yfirlýsingu hers-
ins, sem á í valdabaráttu við
Mursi, að menn hefðu sýnt þol-
inmæði gagnvart óstöðugleika
á Sínaí. „En Egyptar munu ekki
þurfa að bíða lengi eftir að sjá
svör við þessum atburði.“
Forseti Egyptalands, Mohammed
Mursi, hefur lýst yfir þjóðarsorg í
landinu vegna morða herskárra ísl-
amista á 16 egypskum vörðum við
landamærastöðina Karm Abu Salem
á Gazasvæðinu á sunnudag. Her
landsins heitir því að koma fram
hefndum á árásarmönnunum sem
flúðu inn í Ísrael þar sem þeir voru
felldir. Bandaríkin og Kanada sögð-
ust í gær reiðubúin að veita Egypt-
um aðstoð við að bæta öryggi á Sínaí.
Nyrsti hluti Sínaískaga Egypta
liggur að Gaza og hafa Ísraelar
kvartað undan því að öryggismál á
skaganum hafi verið í ólestri frá því
að byltingin hófst í Egyptalandi
2011. Hosni Mubarak, fyrrverandi
forseti, átti gott samstarf við Ísraela
í öryggismálum. Bræðralag músl-
íma, samtök Mursis forseta, sakaði í
gær ísraelsku leyniþjónustuna, Mos-
sad, um að hafa staðið fyrir árásinni
til að grafa undan Egyptalandi.
Egyptar segja að árásarmennirnir
hafi verið alls 35 og þeir hafi fengið
aðstoð félaga sinna á Gaza sem
skotið hafi með sprengjuvörpum. Í
yfirlýsingu hersins í gær voru árás-
armennirnir sagðir vera „villutrúar-
menn“. Ekki var vitað hvaða sam-
tökum þeir tilheyrðu. kjon@mbl.is
Blóðug árás á egypska
landamærastöð
Bandaríkin vilja aðstoða við að tryggja stöðugleika á Sínaí
H
a
u
ku
r
0
9
b
.1
1
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Haukur Halldórsson hdl.
haukur@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hrl.
sigurdur@kontakt.is
Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta.
Skráning á www.kontakt.is
• Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í
tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar.
Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is.
• Óvenjulegt matvælafyrirtæki í smásölugeiranum sem hægt er að þróa mjög
skemmtilega. Ársvelta 150 mkr., stöðugt vaxandi frá 2004. EBITDA 24 mkr.
sem auðvelt er að auka í 40 mkr. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar.
• Framleiðslufyrirtæki á matvælasviði með eigin verslanir. Ársvelta 450 mkr.
EBITDA 70 mkr.
• Deild úr heildverslun með vörur fyrir stórmarkaði. Ársvelta um 100 mkr.
• Ein besta ísbúðakeðja borgarinnar. Mikil sérstaða og mjög góð afkoma.
• Heildverslun með þekkt vörumerki í fatnaði. Ársvelta 150 mkr. Góð afkoma.
• Umboð fyrir einstök, fjölnota grill sem ekki eiga sinn líka hér á landi. Óskað
er eftir meðeiganda sem vill taka þátt í uppbyggingu á markaði.
• Smásöluverslun með náttúrulegar vörur. Ársvelta 25 mkr.
• Leitum að meðeiganda að fyrirtæki sem býður upp á fegrunarmeðferðir.
Auðveld kaup.
• Rótgróið hreingerningarfyrirtæki með 40 starfsmenn. Ársvelta 150 mkr. og
hefur vaxið með hverju árinu. Góð EBIDTA.
• Heildverslun með heimsþekktar hársnyrtivörur fyrir fagfólk. Ársvelta 60 mkr.
Hentar mjög vel til sameiningar.
Óheppinn íkorni festi á sunnudag hausinn í gati á
ræsisloki í Isernhagen í Þýskalandi, bílstjóri slapp
naumlega við að aka yfir hann og lét lögregluna vita.
Hún reyndi lengi árangurslaust að losa dýrið. Hús-
móðir í grenndinni kom með ólífuolíu sem smurt var
á feldinn. Þá tók við 15 mínútna stímabrak áður en
loks tókst að frelsa dýrið. „Við vildum láta dýralækni
skoða hann en íkorninn tók strikið út í garð og upp í
tré,“ sagði einn lögreglumaðurinn. „Þar á hann vafa-
laust heima.“
AFP
„Hvernig lenti ég eiginlega í þessu?“
Óheppnum íkorna bjargað úr prísund í Þýskalandi
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Ráðherra upplýsingamála í Sýr-
landi, Omran al-Zobhi, fullyrti í
gær að flótti háttsettra embættis-
manna og hermanna frá landinu að
undanförnu myndi ekki hafa nein
áhrif á stefnu stjórnar Bashars al-
Assads forseta. En bandarískir
embættismenn segja liðhlaupið
sýna að Assad sé nú að missa tök-
in á landinu.
Sýrlenska ríkissjónvarpið sagði
frá því í gær að Riad Hijab for-
sætisráðherra, sem skipaður var í
embætti fyrir tveimur mánuðum
og talinn traustur stuðningsmaður
Assads, hefði verið rekinn. Í kjöl-
farið bárust af því fregnir að Hijab
hefði í raun þegar hlaupist undan
merkjum og væri kominn til Jórd-
aníu. Talsmaður Hijabs las í gær
upp yfirlýsingu frá Hijab. „Sýr-
lendingar þurfa nú að þola verstu
gerðir stríðsglæpa, þjóðarmorð og
villimannsleg dráp og fjöldamorð á
óvopnuðum borgurum,“ sagði ráð-
herrann fyrrverandi. Talsmaðurinn
sagði að flóttinn hefði verið und-
irbúinn í tvo mánuði í samstarfi
við uppreisnarmenn.
„Fljótlegasta leiðin“
Tommy Vietor, talsmaður þjóð-
aröryggisráðs Bandaríkjanna,
sagði í Washington í gær að þess-
ar fréttir væru nýtt merki um að
Assad hefði misst stjórn á gangi
mála í Sýrlandi og stjórnarand-
stæðingar væru að eflast. Lengi
hefur verið reynt að fá Assad til
að afsala sér völdum og yfirgefa
Sýrland.
„Fljótlegasta leiðin til að binda
enda á blóðbaðið og þjáningu sýr-
lensku þjóðarinnar væri ef Bashar
al-Assad fengist til að viðurkenna
að Sýrlendingar vilja ekki hafa
hann áfram við völd,“ segir Vietor.
Íranar styðja Assad og bæði rík-
in styðja einnig með ráðum og dáð
Hizbollah-samtökin í sunnanverðu
Líbanon. Uppreisnarmenn í höf-
uðborg Sýrlands, Damaskus, hafa
nú í haldi hátt í fimmtíu Írana sem
sögðust vera pílagrímar er ætluðu
að skoða helgistaði í borginni. En
uppreisnarmenn segja að skilríki
sumra gíslanna, sem allir eru karl-
ar, sýndu að þeir væru félagar í
Lýðveldisverðinum, harðskeyttum
úrvalssveitum sem klerkastjórnin í
Teheran notar til að tryggja völd
sín í landinu. Þær annast einnig
ýmis verkefni utanlands. Upp-
reisnarmenn sögðu að þrír gíslar
hefðu fallið í gær í loftárás stjórn-
arhers Assads.
Segja Assad Sýrlands-
forseta vera að missa tökin
Margir háttsettir menn hafa þegar flúið land auk tugþúsunda óbreyttra borgara
Íranskt herlið
í Sýrlandi?
» Lengi hafa verið á kreiki
sögusagnir um að íranskir
ráðamenn hefðu sent hermenn
til að aðstoða Assad í barátt-
unni gegn uppreisnarmönnum.
» Háttsettur liðsforingi í her
Írans staðfesti raunar þann
orðróm í viðtali fyrir nokkum
mánuðum en yfirlýsing hans
var síðar dregin til baka.
» Stuðningur Írana við Assad
hefur grafið undan áhrifum
þeirra meðal súnníta í araba-
heiminum. Um 90% araba eru
súnnítar ern hinir margir sjítar,
þ.á m. liðsmenn Hizbollah.
Riad Hijab, fyrr-
verandi forsætis-
ráðherra, ætlar
að ganga í lið
með uppreisn-
armönnum, hann
er meðal valda-
mestu súnní-
múslíma landsins.
Átökin hafa nú
staðið í 17 mán-
uði og kostað allt að 20 þúsund
mannslíf. Hijab er frá héraðinu Deir
Ezzor í norðausturhluta landsins en
þar hafa geisað einhverjir hörðustu
bardagar borgarastríðsins.
Hann segir að valdatíð Assad-
fjölskyldunnar sé að ljúka. Faðir nú-
verandi forseta, Hafez al-Assad,
náði undirtökunum í Baath-
sósíalistaflokki stjórnvalda um 1970.
Gerð var uppreisn gegn honum í
borginni Homs en Assad eldri barði
hana niður með mikilli grimmd. Er
talið að tugþúsundir manna hafi þá
látið lífið. Assad er úr trúflokki ala-
víta sem eru um 12% landsmanna,
flestir íbúarnir eru hins vegar súnní-
múslímar.
Áhrifamikill
súnní-múslími
snýst gegn Assad
Riad Hijab