Morgunblaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012
Strákarnir okkar Sverre, Ólafur, Guðjón Valur og Kári höfðu ekki miklar áhyggjur af leiknum gegn Bretlandi í gær en voru líklega meira að hugsa um leikinn gegn Ungverjum á morgun.
Golli
Síðastliðið haust tók ég
sæti í stjórn Hollvinasamtaka
líknardeilda til að stuðla að
því að koma í veg fyrir að
líknardeild Landspítalans á
Landakoti yrði lokað. Ekkert
mun hafa verið athugavert
við rekstur þessarar deildar.
Velferðarnefnd Alþingis féllst
á sjónarmið stjórnar Holl-
vinasamtakanna sem færð
voru fyrir því að deildinni
yrði ekki lokað og fjár-
laganefnd lagði til 50 milljón króna auka-
fjárveitingu til Landspítalans til þess að halda
mætti líknardeildinni gangandi. En embætt-
ismenn tóku völdin af hinu háa Alþingi, sem
þó er ábyrgt fyrir stefnumörkun í heilbrigð-
ismálum, og sagði upp starfsfólki
deildarinnar sem var síðan lokað
hinn 1. mars 2012.
Það er sjálfsagt líkt með sannleik-
ann og fjall fyrir norðan sem að
Halldór Laxness segir í Íslands-
klukkunni að heiti þremur nöfnum
eftir því hvaðan á það er horft. Fyr-
ir okkur sem börðumst fyrir því að
starfsemin héldi áfram á Landakoti
og fulltrúum í velferðarnefndinni
var heiti þessarar deildar aðeins eitt
– líknardeild Landspítalans á
Landakoti. Upphæðin, 50 milljónir
króna, er umtalsverð, en hér er
ómaklega vegið að fólki sem er að kveðja líf
sitt. Vegið þar sem síst skyldi og fækkun um
þrjú til fjögur sjúkrarúm orðin staðreynd.
Þótt ég hafi árið 1996 veitt formennsku
nefnd embættismanna, fulltrúa úr viðskipta-
lífinu og alþingismanna sem vann framtíð-
arsýn fyrir íslensku utanríkisþjónustuna og
eflingu hennar hefði ég leyft mér að leggja til
að fyrr skyldi lokað s.s. einu sendiráði, en þá
að sjálfsögðu með ákvörðun þar til bærra að-
ila – en ekki embættismanna.
Hollvinasamtök líknardeilda undirbúa nú
ráðstefnu í næsta mánuði til að stuðla að nýrri
stefnumörkun í heilbrigðismálum sem tekur
tillit til lífsnauðsynlegrar þjónustu fyrir neyt-
endur. Líknarþjónusta, sem endurspeglar þá
samúð, umhyggju og þjónustu sem við viljum
sýna fólki á ævikvöldinu, á ekki að falla þar
undir sama flokk og fegrunaraðgerðir.
Kynning og hagsmunir Íslands voru snar
þáttur af ævistarfi mínu og m.a. að skýra er-
lendis í ræðu og riti frá Íslandi og því sem þar
gerðist. Sjálfsagt hreykti maður sér oft hátt
af því velferðarþjóðfélagi sem við höfum
byggt okkur. Frægur bandarískur dálkahöf-
undur sem skrifaði í 120 dagblöð kom til Ís-
lands fyrir mitt tilstilli árið 2007 til að skrifa
um heilbrigðismál og umhverfismál á Íslandi,
en ég hafði borið lof á hvort tveggja í hennar
eyru. Síðan þá er verri tíð og við ræðum okk-
ar í milli um hnignun heilbrigðiskerfisins.
Umræða um stefnumörkun í heilbrigð-
ismálum kann að einhverju leyti að hafa stað-
ið í skugga umræðu um umbætur á réttarfari
og stjórnskipun, en ríka nauðsyn ber til að
horfa af raunsýni til framtíðar og meta á
hverju við höfum efni, hverjir hafi ákvörð-
unarvaldið og fyrir hvern er verið að vinna. Í
mínum huga eru hagsmunir barna og ungs
fólks og aðhlynning deyjandi fólks efst á blaði.
Andstreymi lífsins er margvíslegt, en við eig-
um að létta deyjandi fólki og aðstandendum
þess kveðjustundirnar.
Eftir Helga Ágústsson »Hér er ómaklega vegið að
fólki sem er að kveðja líf
sitt. Vegið þar sem síst skyldi.
Helgi Ágústsson
Höfundur er fyrrverandi ráðuneytisstjóri
og sendiherra.
Frá rómantík til raunsæis
– varnarstaða í heilbrigðismálum
Á síðustu dögum
hafa farið fram umræð-
ur um kostnaðinn við
hið opinbera og rætt
hefur verið um hvaða
áherslu leggja skal á
velferðarsamfélagið og
umfang samneyslu og
fyrirætlanir stjórn-
málaafla. En lítið er
minnst á þá raunveru-
legu möguleika sem
fyrir hendi eru til þess að auka afköst
og hagkvæmni í opinberum rekstri
og draga úr hlutdeild ríkisins í sam-
félagsbúskapnum.
Stjórnmálaáherslur
Nú er það svo að markmið og leiðir
í hagræðingu hjá hinu opinbera eru
ekki eins nátengd meginhugmyndum
stjórnmálanna til hægri og vinstri
um hlutverk ríkisins og ætla má af
umræðunni. Ríkisstjórnir í okkar
heimshluta stefna nánast undantekn-
ingalaust að minnkandi opinberum
rekstri og að lækka hlutfall op-
inberra starfsmanna á atvinnumark-
aði.
Helstu fylgismenn norræns vel-
ferðarþjóðfélags gætu því vel verið
leiðandi í umræðu um
sparnað hins opinbera
og ákveðin dæmi eru
um að ríkisstjórnir sósí-
aldemókrata hafi tekist
á við hann af mikilli al-
vöru. Þá er stjórnarseta
hægri flokka ekki alltaf
uppskrift að bættri
notkun opinbers fjár.
Samkvæmt mælingum
jókst skilvirkni ekki í
breskri stjórnsýslu á
Thatcher tímanum,
sem sýnir vel að nið-
urskurður einn og sér bætir ekki rík-
isreksturinn. Hér á landi jókst op-
inber kostnaður jafnvel á tímabili
hægri stjórna á árunum 1991-2009 og
réttmætt er að spyrja um framþróun
skilvirkni þann tíma.
Hlutverk upplýsingatækninnar
Á Vesturlöndum hafa flestar ríkis-
stjórnir sett sér þau markmið að nú-
tímavæða stjórnsýsluna með tölvu-
væðingu. Þá er átt við að færa
starfshætti nær menningu netsins,
en draga úr vægi skrifræðis og stig-
veldis. Þannig er stefnt að bættri og
hraðari þjónustu með aðferðum nets-
ins og lækkun kostnaðar við veitingu
hennar.
Þessi markmið nást ekki nema
með umbreytingu opinberra starfa.
Stórauka þarf samráð innan og milli
stofnana og stjórnsýslustiga, sem ber
með sér aukna skráningu sem sam-
þættingaraðferð. Slík vinnubrögð
þarf að viðhafa ef almenningur og at-
vinnulíf á að fá samþætta þjónustu og
svörun erinda og beiðna á einum stað
á netinu óháð stofnanamúrum. Aukin
skráning styður við opnari stjórn-
sýslu og henni þarf að fylgja eftir
með opnun opinberra gagnasafna án
persónugreinanlegra upplýsinga til
endurnýtingar fyrir markaðsaðila.
Stofnanir þurfa að verða að vef sín-
um og afgreiðsla þeirra óháð stað.
Þannig geti opinberir starfsmenn
unnið á netinu og búið hvar sem er.
Leiðandi stofnanir vestanhafs hafa
ekki starfsaðstöðu nema fyrir hluta
starfsfólks síns. Þá getur þessi þróun
leitt til sameiningar stofnana sem
veita þjónustu í nánu samstarfi. Upp-
lýsingatækni getur stóreflt eftirlit og
oft í rauntíma og ættu hinar veiku
eftirlitsstofnanir hér á landi að hag-
nýta sér hana, eins og leiðandi dæmi
eru um á alþjóðavettvangi. Þessi at-
riði eiga að auka skilvirkni opinberra
starfa, draga úr bílaumferð og lækka
kostnað hjá atvinnulífinu og almenn-
ingi. Lýðræðið styrkist með auknu
gagnsæi og samráði og jafnvel hug-
tök eins og traust.
Samvinna við markaðsaðila
Færst hefur í vöxt að markaðs-
aðilar taki að sér opinber verkefni og
ný þjónusta er gjarnan stofnsett með
tilstyrk þeirra. Hugmyndin byggir á
því að skilvirkni eykst hraðar á sam-
keppnismarkaði en hjá því opinbera,
þar sem hún getur staðið í stað í ára-
tugi. Úthýsing hefur einnig í för með
sér sveigjanleika í þróun þjónust-
unnar og markaðsfyrirtæki ættu að
geta hagnýtt sér sérhæfingu til að
afla sér fleiri verkefna.
Fræðilega lítur málið mjög vel út
og flest vestræn ríki takast á við
þessa nýju áskorun. En til þess að
góður árangur náist þurfa að vera
fyrir hendi virkur samkeppnismark-
aður og samstarfs- og stjórnunarnet
milli hins opinbera og markaðsaðila.
Margt bendir til þess að þessi tvö
skilyrði hafi ekki alltaf verið til stað-
ar, hvorki erlendis né hér á landi.
Í fjármálakreppunni hefur komið
fyrir að opinberir aðilar taka að sér
áður úthýst verkefni til þess að
spara. Því er ljóst að stjórnmála-
menn og stjórnsýslan þurfa að vanda
sig meira en áður ef hið opinbera á að
spara með samvinnu við
markaðsaðila.
Niðurlag
Stjórnvöld hafa hafnað
endurnýjun stjórnsýslunnar með
notkun upplýsingatækni mest alla
þessa öld, en Ísland kemur mjög illa
út úr alþjóðlegum mælingum á um-
breytingu þjónustu hins opinbera
með notkun netsins, er jafnvel lakast
í Evrópu. Svarið við ofvöxnu rík-
iskerfi felst ekki í beinum niður-
skurði þess, þótt það eigi stundum
við, enda hefur velferðarkerfið sjald-
an sýnt mikilvægi sitt eins greinilega
og í efnahagsörðugleikunum.
Hins vegar mættu íslensk stjórn-
málaöfl sameinast um að endurbæta
vinnubrögð stjórnsýslunnar með
notkun upplýsinga- og samskipta-
tækni og auka með því skilvirkni í op-
inbera geiranum, minnka umsvif
hans og bæta þjónustu. Og setja upp
samskiptanet við einkamarkaðinn og
reyna að koma á virkum samkeppn-
ismarkaði á sviðum opinberrar þjón-
ustu. Slíkar aðgerðir ynnu vel með
efnahagsbatanum sem nú er að hefj-
ast og gætu flutt störf frá ríkinu út á
vinnumarkaðinn eftir því sem hann
tekur við fleirum.
Fá verkefni eru líklegri til þess að
auka samkeppnishæfni Íslands.
Eftir Hauk
Arnþórsson » Íslensk stjórnmála-
öfl mættu sameinast
um að endurbæta vinnu-
brögð stjórnsýslunnar á
forsendum upplýsinga-
og samskiptatækni og
auka með því skilvirkni.
Haukur Arnþórsson
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Kostnaður hins opinbera