Morgunblaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012 ✝ Hjörtur Hjart-arson fæddist 8. desember 1930 í Reykjavík og ólst upp á Ísafirði. Hann lést á Land- spítalanum v/ Hringbraut 26. júlí sl. Foreldrar hans voru Jensína Sveinsdóttir hús- móðir frá Gilla- stöðum í Reykhólasveit, f. 23.11. 1906, d. 5.6. 2005, og Jón Hjört- ur Finnbjarnarson, f. 15.9. 1909, d. 22.1. 1977, prentari á Ísafirði. Systkini: Hermann, f. 19.7. 1934, Kolbrún, f. 19.7. 1935, Sveinn, f. 10.8. 1936, d. 11.1. 1942, Finnbjörn, f. 19.10. 1937, d. 14.11. 1994, Matthías, f. 5.8. 1939, Elísabet, f. 21.9. 1940, og Sveingerður, f. 4.2. 1942. Hálf- systur samfeðra: Margrét, f. 8.7. 1954, og Nína, f. 26.5. 1956. Maki: Unnur Axelsdóttir, f. 31.5. 1931. Þau gengu í hjóna- band 20.5. 1950. Foreldrar maka: Stefanía Stefánsdóttir, f. 9.11. 1903, d. 1.6. 1970, og Valdimar Axel Gunnarsson, f. 26.11. 1899, d. 1.8. 1975. Börn: 1) Stefanía f. 21.10. 1950. Dætur hennar eru: Unnur og Sunna. 2) Sveinn Hjörtur, f. 15.10. 1952. arson. Synir þeirra eru Tristan Máni og Alexander Frosti. Son- ur Rannveigar er Sigurður Amlin, sambýliskona Selma Höskuldsdóttir og dóttir þeirra er Embla Hrönn. Hjörtur lauk sveinsprófi í prentiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík 1954 og hlaut meist- araréttindi í iðninni 1972. Hann starfaði við prentiðn framan af starfsævinni og var aðalféhirðir hjá Ferðaskrifstofu ríkisins frá 1976 til 1988. Þá söðlaði Hjörtur um og hóf nám í guðfræði við HÍ og lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands. Hann vígðist til prests á Ásum í Skaft- ártungu 1990 og einnig þjónaði hann sem prestur í Kópavogi, bæði við Hjallakirkju og Kópa- vogskirkju og í Grindavík. Hjörtur var virkur í fé- lagsmálum í Kópavogi og sat í bæjarstjórn þar frá 1974 til 1978. Hann sat á þingi Sþ 1975 og 1976. Hann var félagi í karlakórnum Fóstbræðrum og söng á sínum tíma með Fjórtán fóstbræðrum og Dóm- kirkjukórnum. Hann hlaut gull- merki Fóstbræðra. Hann var ritstjóri Þjóðmála, blaðs Sam- taka frjálslyndra og vinstri- manna, og Framsýnar, blaðs framsóknarmanna í Kópavogi. Þá ritaði hann greinar í blöð og tímarit um stjórnmál og guð- fræðileg málefni. Útförin fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, þriðjudaginn 7. ágúst 2012, kl. 13. Eiginkona hans er Sigurveig H. Sig- urðardóttir. Börn þeirra eru: Hjörtur Friðrik, Valdimar Gunnar og Sigrún Huld. Eiginkona Hjartar Friðriks er Ingibjörg Jóhann- esdóttir. Synir þeirra eru Sveinn Hjörtur og Jóhann- es Ernir. Eig- inkona Valdimars Gunnars er Stella Vestmann og dóttir þeirra er Lilja Vestmann. 3) Þórunn Ingibjörg, f. 17.4. 1958. Eiginmaður hennar er Sveinn Björgvin Larsson. Börn þeirra eru: Hjörtur, Árni, Unnur og Júlíus Geir. Sonur Hjartar er Hjörtur Hreinn. Dóttir Árna er Telma Þórunn. Sambýlismaður Unnar er Aðalsteinn Magnús Friðjónsson. Fósturbörn Þór- unnar og Sveins eru: Ásgeir, Sigrún Eva og Helena Rut. 4) Axel Garðar, f. 11.8. 1959. Sam- býliskona er Rannveig Sigurð- ardóttir og sonur þeirra er Axel Garðar. Börn Axels eru: Kristi- an, Isabelle og Alexander Garð- ar. Sambýliskona Kristians er Linda Risberg og dóttir þeirra er Wilma. Sambýlismaður Isa- belle er Bjarni Eiríkur Þórð- Þegar ég minnist tengdaföður míns sr. Hjartar Hjartarsonar er mér efst í huga þakklæti fyrir að fá að eiga hann að í meira en 40 ár. Margar góðar minningar leita á hugann. Minningar um söngvarann, prestinn en fyrst og fremst fjölskylduföðurinn Hjört sem hlúði að fjölskyldunni og gerði allt sem í hans valdi stóð til að styðja hana og vernda. Hjörtur og Unnur voru sam- rýmdustu hjón sem ég hef kynnst. Þegar ég sextán ára kom fyrst í heimsókn til þeirra var mér tekið af mikilli hlýju og gestrisni, spariglösin dregin fram og boðið upp á kók og prins póló. Þegar frumburður okkar, Hjörtur Friðrik, fæddist tók Unnur að sér að gæta hans á daginn og Hjörtur keypti nýjan bíl til að geta sótt hann á morgn- ana. Það var ómetanlegur stuðn- ingur við okkur ungt fólk sem var að hefja lífsbaráttuna. Á miðjum aldri söðlaði Hjört- ur um, hóf nám og vígðist til embættis sóknarprests að Ásum í Skaftártungu. Þá tók við nýtt tímabil í lifi fjölskyldunnar. Þessi fjarlæga sveit, æskuslóðir móður minnar, sem voru henni svo kærar öðluðust nýjan sess í lífi okkar. Ferðirnar austur voru ótalmargar og kynni mynduð við fólkið og sveitina fyrir tilstuðlan Hjartar. Einstök gestrisni og hjálpsemi hefur einkennt þau hjónin og þess hafa margir not- ið. Við Sveinn Hjörtur ferðuð- umst töluvert með þeim hjónum og minnisstæðar eru ferðirnar vestur á Ísafjörð og í Aðalvík. Í fyrrasumar dvöldum við með Unni og Hirti á Ísafirði. Heilsu Hjartar hafði þá hrakað en hann lét það ekki aftra sér að heim- sækja æskuslóðirnar einu sinni enn. Að fara með Hirti um Vest- firðina, kynnast sögu staðanna og heyra hann segja frá minn- ingum sínum þaðan er ógleym- anlegt. Að koma í Tungu, horfa upp í brekkurnar sem skörtuðu einstöku litrófi, virða fyrir sér grænurnar, heyra sögurnar af Petru sem reyndist honum svo vel og skoða Nauteyrarkirkju þar sem hann hafði hringt kirkjuklukkunni 17. júní 1944 þegar öllum klukkum landsins var hringt í einu. Hjörtur hafði þann dýrmæta eiginleika að geta veitt ferða- félögum sínum dýpri skilning á því sem fyrir augu bar með fróð- leik sínum og áhuga. Hann opn- aði mér til dæmis nýjan heim í kirkjum á Mallorka þar sem hann kenndi mér að lesa í trúar- tákn. Hann var einnig óspar á að miðla ungu fólki af lífsreynslu sinni og þekkingu. Ég átti oft samtöl við Hjört um það að takast á við erfið verkefni. Morguninn áður en hann lést ræddum við um nám hans og mitt. Hann talaði um mikilvægi þess að gefast ekki upp þótt verkefnið væri erfitt. Þannig vildi hann vera fyrir- mynd barnabarnanna sinna og hvatti einnig aðra til dáða. Ég hef dáðst að dugnaði Unn- ar við að hugsa um Hjört í veik- indunum hans og hlúa að honum af einstakri alúð. Ég bið guð um að veita henni styrk. Blessuð sé minning góðs tengdaföður. Sigurveig H. Sigurðardóttir. Nú er hann elsku Hjörtur afi minn látinn. Ég á erfitt með að trúa því, þó hann hafi verið veik- ur lengi var hann viljasterkur og örlítið þrjóskur maður sem lét veikindin ekki stjórna sér. Hann náði sér alltaf á strik og skellti sér þá til Mallorca, Ísafjarðar eða bara hvert sem hann einsetti sér að fara, þótt hann hefði jafn- vel verið nær dauða en lífi ein- hverjum dögum fyrr. Hann hafði ríkan lífsvilja og lífsgleði hans var mikil. Hann leit alltaf á björtu og spauglegu hliðarnar á lífinu og gerði grín að ástandi sínu fram í andlátið. Hann var áhugasamur um líf allra í kringum sig og var duglegur að koma með sínar skoðanir á hlutunum. Í hvert skipti sem ég hitti afa tjáði hann mér hversu ánægður hann var með mig og það sem ég tók mér fyrir hendur í lífinu. Sá stuðn- ingur sem ég fékk frá honum mun alltaf vera mér ómetanlegt veganesti. Hjónaband afa og ömmu verð- ur mér líka til fyrirmyndar í líf- inu, eftir sextíu ár voru þau enn jafn ástfangin og samstillt. Það var alltaf jafn gott og gaman að heimsækja þau, hvort sem það var á Hlíðarveginn, í Hlíðar- hjalla eða í sveitina að Ásum þegar ég var lítil. Ég mun minn- ast afa míns með virðingu og þakklæti og hafa lífsgleði hans og styrk að leiðarljósi. Sigrún Huld Hjartardóttir. Afi minn, séra Hjörtur Hjart- arson, lést á Landspítalanum við Hringbraut eftir langa baráttu, sem hann háði með þrautseigju og æðruleysi. Þrátt fyrir veik- indi og erfiðleika var afi alltaf léttur í lund. Það var stutt í bros og gamanmál. Hann átti auðvelt með að benda á broslegu hlið- arnar í flestu og átti stundum erfitt með að sitja á strák sínum. Hann lét sig flest varða það sem mannlegt var, alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Skipti þá engu hvort vandamálin voru raunveruleg eða lítilvæg lúxus- vandamál afastráks á tánings- aldri. Hann hafði marga hildina háð í lífinu, en alltaf sigrast á erfiðleikum með þeirri seiglu og lífsgleði sem var einkennandi fyrir hann. Þrátt fyrir að afi hafi átt við langvinn veikindi að stríða og ljóst að hverju stefndi átti maður von á því að hann myndi vinna fleiri sigra, enda orðinn vanur því að hann rétti úr sér og tækist á við næsta æv- intýri. Hann kunni að njóta líf- ins, var mikill söngmaður og fannst gaman að ferðast. Mér er minnisstætt ferðalag sem við fórum vestur á firði, á æskuslóð- ir hans, þar sem við ferðuðumst aftur í tímann og hann sagði sög- ur af sjálfum sér og samferða- mönnum. Æskuárin voru honum mjög hugleikin og aldrei var frá- sagnargleðin meiri en þegar hann sagði sögur af Dengsa í Tungu og frá uppvextinum á Ísafirði. Afi réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur og um miðjan aldur gekk hann mennta- veginn og hlaut prestvígslu. Það hlutverk fór honum vel og aug- ljóst að þar var hann á heima- velli. Hann sýndi fram á að allt væri hægt væri viljinn fyrir hendi. Hjá afa og ömmu var allt- af að finna öruggt skjól og hlýju, þar var maður alltaf velkominn. Þar var stundum setið lengi yfir kaffi og góðu spjalli um lífið, stjórnmál eða liðna tíð. Ég kveð þig afi minn með djúpum söknuði, en minning þín lifir með mér. Hjörtur Friðrik Hjartarson. Elsku afi. Að kveðja þig var það erf- iðasta sem ég hef gert. Þú sem alltaf hefur verið mér svo góður, stutt mig og hjálpað mér hvað mest í öllu því sem ég hef gert. Mér finnst það svo sárt að geta aldrei talað við þig lengur, aldrei sjá þig aftur eða notið þess að spila við þig billiard á Mallorca en verst finnst mér að geta ekki spilað fyrir þig á píanóið aftur en nú þegar ég spila – þá spila ég fyrir þig elsku afi minn. Ég veit þú ert að hlusta. Ég trúi því ekki ennþá að ég fái ekki að sjá þig keyra rauða bílinn þinn lengur, þú sem varst alltaf flottastur og bestur með hvíta fallega hárið þitt. Ég minnist góðra minninga með þér og ég man alltaf að ég gat leitað til þín þegar eitthvað var að og alltaf ef mig vantaði eitthvað, sama hversu lítið eða mikið það var – þá gafstu þér alltaf tíma fyrir mig til að gefa mér það sem mig vantaði. Ég gæti haldið áfram að skrifa um þig heilu blaðsíðurnar, hversu mikið þú gafst af þér og hvað það var gott að vera í kringum þig. Ég vona að þér líði betur á þeim stað sem þú ert á núna – ég sakna þín afi minn. Þinn afadrengur, Júlíus Geir Sveinsson. Við andlát Hjartar afa míns er ég þakklátur fyrir þær óteljandi góðu minningar sem ég á um hann. Ferðir afa með okkur frændurna í Sundhöllina að loknum degi í sunnudagaskólan- um, flugferðir í bílnum hans nið- ur Eskihvamminn og einstök gjafmildi þegar okkur „sárvant- aði“ hjólabretti eða Stiga-sleða eru þar á meðal. Einnig er ég þakklátur fyrir allar „síðustu messurnar“ sem ég fór í hjá hon- um og samræðurnar um snyrti- mennsku og gæðafatnað enda afi minn annálað snyrtimenni. Ég er sérstaklega þakklátur fyrir að njóta þeirra forréttinda að það hafi verið afi minn sem bæði skírði Lilju dóttur mína og gaf okkur Stellu saman. Bestu stundir okkar afa voru þó síðasta árið sem hann lifði og tengdumst við nánum böndum þegar ég, honum að óvörum, gekk til liðs við karlakórinn Fóstbræður en hann söng með kórnum í áratugi. Það er mér ómetanlegt annars vegar hvað það gladdi hann að við skyldum deila þessu áhugamáli og hins vegar að við skyldum ná nokkr- um kóræfingum saman þar sem vandséð var hvor var stoltari af hinum. Hvíl í friði afi minn. Valdimar Gunnar Hjartarson. Mínar fyrstu bernskuminn- ingar frá Ísafirði eru frá því ég var lítil telpa og fór oftast eftir skóla til ömmu og afa sem bjuggu þá í Skipagötu 7 og átti rólega stund hjá ömmu þar sem hún var með prjónana sína og raulaði rímur og stökur, en gamli maðurinn sat við skrif- borðið. Á þeim tíma bjó móður- bróðir minn, Jón Hjörtur, ásamt eiginkonu sinni, Jensínu, einnig í því húsi með sína stóru fjöl- skyldu. Hjörtur var elstur af þeirra börnum, sem voru alls átta. Jón Hjörtur, faðir Hjartar, var prentaði að iðn og fetaði Hjörtur í fótspor hans. Á þeim árum var tónlistarlíf á Ísafirði mjög blómlegt og þar sem Jón Hjörtur hafði einstaklega góða söngrödd þá nýttust kraftar hans vel í kórum sem og í ein- söng og leiksýningum. Hjörtur ólst því upp við mjög gott menn- ingar- og tónlistarlíf sem ein- kenndi Ísafjörð á uppvaxtarár- um okkar. Hjörtur var myndarlegur dugnaðarpiltur og samband hans við móður sína var alla tíð einstaklega ljúft. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur þegar föður hans bauðst vinna syðra. Þar með fékk Hjörtur tækifæri til menntunar og hann varð einnig virkur í söngstarfi, meðal annars með karlakórnum Fóst- bræðrum. Hjörtur Hjartarson ✝ Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi. ÓMAR HAFLIÐASON, bifreiðastjóri, Húsalind 2, Kópavogi, Lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 3. ágúst. Útför hans fer fram frá Bústaða- kirkju þriðjudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Jöklarannsóknarfélag Íslands. Ingibjörg Jakobsdóttir, Jóhann Ómarsson, Fríða Björk Sveinsdóttir Linda Björk Ómarsdóttir, Tryggvi Þór Gunnarsson Hafliði Hörður Ómarsson, Heiðbjört Unnur Gylfadóttir barnabörn og barnabarnabarn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR RAGNA KARLSDÓTTIR, Hjarðarhaga 26, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 19. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 8. ágúst kl. 15.00. Karl Þorsteinsson, Margrét Geirrún Kristjánsdóttir, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Halldór Bjarnason, Baldur Þorsteinsson, Linda Udengaard, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR, áður til heimilis að Nökkvavogi 42, Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks miðvikudaginn 1. ágúst. Jarðarför verður auglýst síðar. Páll K. Gunnarsson, Esther Þorgrímsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Bjarma Didriksen, Sigurður D. Gunnarsson, Anna S. Gunnarsdóttir, Oddur Gunnarsson, Áslaug Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Dúnna, Lækjasmára 4, Kópavogi, lést fimmtudaginn 26. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á sumardvöl fatlaðra í Reykjadal, kt. 630269-0249, banki 549-26-10. Halldór Ólafsson, Gyða Þórisdóttir, Inga Ólafsdóttir, Guðmundur Jónsson, Sigrún Ólafsdóttir, Guðmundur Ingi Ásmundsson, Ómar Örn Ólafsson, Sigurbjörg Alda Guðmundsdóttir, Gunnar Ólafsson, Brynhildur Ásgeirsdóttir, Ólafur Jóhann Ólafsson,Sigríður Einarsdóttir, barnabörn og langömmubarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.