Morgunblaðið - 13.09.2012, Side 8

Morgunblaðið - 13.09.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 Huginn Freyr Þorsteinsson ogElías Jón Guðjónsson aðstoð- armenn skrifa grein saman á Smug- una, vefsíðu VG. Þeim er „Teboðs- hreyfingin“ vestra hugleikin, þótt sam- hengislaust sé. Þeim er illa við Heimssýn og hugðarefni henn- ar. Flokksbróður þeirra, Bjarna Harð- arsyni, þykir þetta skrítið:    Til skamms tíma hélt SteingrímurJ. því á lofti að hann væri „guð- faðir Heimssýnar“ en nú sendir hann hlaupastráka fram til að skíta sömu samtök út. Umskiptin eru vissulega mikil.    Fyrrum áttu bæði Steingrímur J.og Katrín pólitískan frama sinn og stuðning að þakka baráttu gegn ESB-aðild sem og þátttöku í starfi Heimssýnar. Katrín var þar síðast heiðursræðumaður 1. desember 2008 en kosið var vorið eftir.    Ennþá eru margir VG liðar virkirí starfi þeirra samtaka en slíkir fá ekki háa einkunn hjá aðstoðar- ráðherrunum sem enda pistil sinn á því að meintir „teboðsmenn“ innan VG séu tæki í höndum auðvaldsins og taki nú þátt í því að koma fyrstu vinstristjórn lýðveldisins frá völd- um.    Það er auðvitað gremjulegt fyrirsanntrúaða ESB-sinna að horfa nú til þess að ESB-umsóknin hefur eitrað og eyðilagt stjórnarsamstarf vinstriflokkanna. Það sem kemur stjórninni frá völdum er fylgishrun sem ESB-þráhyggjan veldur mestu um. Að skella þá skuldinni á Heimssýn með illa grunduðum hatursáróðri um þau samtök er vitaskuld langt utan velsæmis.“ Bjarni Harðarson Fara mikinn finni þeir smugu STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.9., kl. 18.00 Reykjavík 6 rigning Bolungarvík 7 alskýjað Akureyri 8 skýjað Kirkjubæjarkl. 8 rigning Vestmannaeyjar 8 rigning Nuuk 5 þoka Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló 12 skúrir Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Stokkhólmur 15 léttskýjað Helsinki 12 skúrir Lúxemborg 13 léttskýjað Brussel 16 heiðskírt Dublin 15 léttskýjað Glasgow 13 léttskýjað London 18 léttskýjað París 16 skýjað Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 13 léttskýjað Berlín 13 skúrir Vín 16 skúrir Moskva 18 heiðskírt Algarve 28 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 23 léttskýjað Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 23 heiðskírt New York 22 heiðskírt Chicago 25 léttskýjað Orlando 27 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:47 20:01 ÍSAFJÖRÐUR 6:49 20:09 SIGLUFJÖRÐUR 6:31 19:52 DJÚPIVOGUR 6:16 19:31 Áfangasigur vannst í gær í máli íslensku hjónanna Friðriks Kristinssonar og Bjarnhild- ar Hrannar Níelsdóttur og dætra þeirra í Kól- umbíu sem ekki hefur verið hleypt úr landinu í 9 mánuði eftir ættleiðingu. Dómari á æðra dómstigi af tveimur innan héraðsins sneri fyrri dómi og sendi málið til baka á neðra dómstigið. Á Facebook-síðu fjölskyldunnar kemur fram að þau gleðjist mjög yfir þessum áfanga. Sig- urinn er þó ekki í höfn því sami dómari og dæmdi gegn þeim áður þarf nú að endurskoða málið og hjónin telja hann ekki hlutlausan í nálgun sinni. Hann hefur 10 daga til að endur- skoða málið, en hjónin óttast að hann muni draga það. Friðrik og Bjarnhildur Hrönn fóru utan hinn 16. desember í fyrra og væntu þess að geta far- ið heim með ættleiddar dætur sínar að 6 vikn- um liðnum eins og vaninn er. Í millitíðinni sner- ist kólumbískum yfirvöldum hugur og meinuðu þeim að yfirgefa landið með börnin. Sent á neðra dómstigið Dómstigin í Kólumbíu eru mörg en þeim hjónum var umhugað um að halda málinu inn- an héraðs, því færi það fyrir hæstarétt yrðu stelpurnar tvær, þær Helga Karólína og Birna Salóme, líklega teknar af þeim á meðan. Í gær dæmdi svo dómarinn á efra dómstigi fjölskyld- unni í vil og sendi málið aftur á neðra dóm- stigið. Í dómnum kemur fram hörð gagnrýni á fyrri dóm. Þar er tekið fram að stelpurnar séu börn þeirra hjóna og að enginn annar geri til- kall til þeirra. „Við vonum að við komumst fljótlega heim, ef allt gengur vel ætti það ekki að taka lengri tíma en einn mánuð að klára málið,“ segir á facebook-síðu Bjarnhildar og Friðriks. Ríkisstjórn Íslands ákvað á dögunum fyrir tilstuðlan Össurar Skarphéðinssonar að styrkja fjölskylduna um þrjár milljónir króna, en níu mánaða dvölin í Kólumbíu hefur að von- um verið afar kostnaðarsöm. Áfangasigur foreldranna  Fyrri dómi hnikað og málið aftur tekið fyrir  Fá þrjár milljónir frá ríkisstjórn Kólumbía „Við vonum að við komumst fljótlega heim, ef allt gengur vel ætti frágangur málsins ekki að taka meira en mánuð,“ segir á síðu fjölskyldunnar. Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.